Morgunblaðið - 15.03.2019, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 15.03.2019, Blaðsíða 29
DÆGRADVÖL 29 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. MARS 2019 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Áætlanir sem tengjast ferðalögum eða menntun taka allan þinn tíma um þessar mundir. Láttu vera að kvarta yfir aðstæðum þínum. 20. apríl - 20. maí  Naut Þú lætur þig dreyma um ferðalög til fjarlægra landa. Reyndu að sjá það já- kvæða í öllu, þannig heldurðu í bjartsýn- ina. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Ástaramband þitt er krefjandi en þú ert fullfær um að standa með sjálfri/ sjálfum þér. Láttu sem ekkert sé þó þú heyrir kjaftasögu sem snertir vin. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Reyndu að bregða út af vananum, það er gott fyrir sálina. Taktu til hendinni heima fyrir sem best þú getur. Allt hefur sinn tíma. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Gerðu það besta sem þú getur í hverju verkefni. Sýndu vígtennurnar ef þú þarft. Sníddu þér líka stakk eftir vexti. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Eitthvað sem var í lagi í gær, virðist núna ófullnægjandi, hvort sem um er að ræða íbúðina eða bílinn sem farinn er að eldast. Það eru breytingar í vændum. 23. sept. - 22. okt.  Vog Einhverjum liggur verulega á í dag og er fullur óþolinmæði í garð þeirra sem ekki ná að fylgja eftir. Alls konar rannsókn- arstörf einkenna daginn. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Lánið leikur við þig þessa dagana og þú ert alsæl/l. Vertu óhrædd/ ur við að njóta lífsins og leyfa þér að blómstra. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Mikilvægar samræður eiga sér stað. Taktu eftir persónunni sem glóir í ná- vist þinni – og taktu eitt skref í áttina til hennar. 22. des. - 19. janúar Steingeit Allt það sem þú gerir til að bæta heilsu þína í dag mun skila góðum árangri. Semdu um vopnahlé í deilu við nágranna. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Varðandi samning sem þú ert að spá í segir lágvær rödd í höfði þínu þér að hlaupa sem fætur toga. Þú kemur við kvikuna í einhverjum þér nákomnum. 19. feb. - 20. mars Fiskar Þótt þú vitir betur en viðmælandi þinn skaltu varast allan oflátungshátt. Hvettu alla til þess að taka höndum saman til að ná markmiði eða skipuleggja uppá- komu. Víkverji hefur gaman af tónlist ogtaldi sig nokkuð fróðan um strauma og stefnur í íslenskri tónlist. Þá skoðun hafði Víkverji byggt á aldri, áhuga og upplifunum. x x x Víkverji varð fyrir hálfgerðu áfalliþegar hann settist niður og horfði á afhendingu Íslensku tónlist- arverðlaunanna á RÚV á miðviku- dagskvöld. Víkverji kannaðist því miður við minnihluta þeirra sem hlutu verðlaun í hinum ýmsu flokk- um. x x x Eins og Víkverja er siður settisthann niður og krufði málið til mergjar. Eins og svo oft áður komst hann ekki að einhlítri niðurstöðu en uppgötvaði fleira jákvætt en neikvætt á rannsóknarferðalagi sínu. x x x Það neikvæða fyrir Víkverja var aðuppgötva enn á ný kyn- slóðaskipti og nú í tónlistinni. Vík- verji er alltaf meira og meira að reka sig hvað hann er orðinn þroskaður. Víkverja finnst hann alls ekki gamall eða gömul eftir því hvernig á það er litið. Víkverja finnst hann rétt orðin miðaldra og varla það. x x x Það jákvæða við Íslensku tónlistar-verðlaunin er allt unga og hæfi- leikaríka tónlistarfólkið okkar í bland við þá þroskuðu. Það gladdi Víkverja mjög að sjá kvenþjóðina sækja í sig veðrið. Það gladdi Víkverja líka að sjá hversu sjálfsöruggt og hæfileikaríkt unga fólkið er. Það fer beint af aug- um, að því er virðist óttalaust. Leyfir sér að dreyma stóra drauma og, það sem betra er, lætur þá rætast. x x x Þegar horft er á ungt tónlistarfólk ídag er fjölbreytni það fyrsta sem Víkverja dettur í hug. Það er allt leyfilegt í tónlistarheiminum. Það er kannski ekki skrýtið að Víkverji sem vaknaði á sunnudagsmorgnum til þess að hlusta á lög Unga fólksins á einu útvarpsrásinni sem var í boði, nái ekki að fylgjast með allri tónlist sem flæðir í ljósvakamiðlum og á net- inu. vikverji@mbl.is Víkverji En öllum þeim sem tóku við honum gaf hann rétt til að verða Guðs börn, þeim sem trúa á nafn hans. (Jóh: 1.12) Gullfiskur Kæliþurrkaður harðfiskur semhámarkar ferskleika, gæði og endingu. Inniheldur 84%prótein. 84%prótein - 100% ánægja Framleiðandi: Tradex ehf, Eyrartröð 11, 220Hafnarfjörður, tradex@tradex.is Harðfiskur // Bitafiskur // Skífur Lang- vinsælastur hollusta í hverjum bita Fía á Sandi birtir á Leirnum„Staglkvennarímu með nokkrum kvenkenningum“. Hátt- urinn er stafhenda en orðið „stagl“ vísar til þess að einstök orð, oft rímorð, eru endurtekin. Sömuleiðis kvenkenningar, jafnvel svo, að í einni vísunni er kvenkenning í hverju vísuorði, sumar nýstárlegar eins og styttubandastorð. Það er mikil músík þessum vís- um enda eru þær leikur að orðum og hljómum og því rétt að söngla þær eða kveða. Vörn gegn leiða er ljóðamál, ljóðamálið auðgar sál, sál sem þarf sitt ljós og loft, lofnartróðu gleður oft. Oft hún byrjar stuðla stag, staghent rímnatróðu fag, fag og tryggir gæðin góð, góð svo náttsól finnist ljóð. Ljóðatróða er stundar stagl, stagl, er úti dynur hagl hagl er lemur glugga gátt, gáttaskjökt ei pirra þrátt. Láttu ei, knarrarbringan björt, björt þó nóttin gerist svört, svart þó myrkrið fari um flet flet þitt kæla ei nokkurt hret. Í hreti er næs að baka brauð, brauðgraut hringabrúin sauð, sauð svo mættu borða brátt, brátt svo yrði liljan sátt. Sátt vertu ullarsokkalín, saknar nálaskorðan þín, þín, styttubandastorðin rjóð, stoppunálarsniftin góð. Óðinn sendir tölvutróð, trafaróðu á vefsins slóð, hákarlsgrútarliljan ljós, ljóssins nælonsokkadrós. Síra Helgi Sigurðsson kallar það „klifað“ eða „stagað“ þegar stagast er á sama eða sömu orðum tvisvar eða oftar. Nafnið á hættinum verð- ur því staghenda. Hér er gamall húsgangur: Narri! Ef þú narrar mig, narri skaltu heita; narrar allir narri þig, narrinn allra sveita. Úr Odds rímum sterka eftir Örn Arnarson: Snauður, þjáður bað um brauð, brauði ráða hróðug gauð, gauð, sem dáðu aðeins auð, auð sem smáði þjóðar nauð. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Skemmtilega ort Staglkvennaríma Í klípu EF ÞETTA ERU KOSTAKJÖR SKALTU ALDREI SPYRJA HVERS VEGNA. ÞÚ VILT EKKI VITA ÞAÐ. eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „EKKI HAFA FYRIR ÞVÍ AÐ REDDA BARNAPÍU, ÉG ÆTLA ÚT SJÁLFUR.” Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... bætt sýn á heiminn. ÉG DÁIST AÐ HEIÐARLEGU FÓLKI HEIÐARLEIKA? ÉG ER STÁLHEIÐARLEGUR! Í ALVÖRU? JAMM, ÉG STAL ÞVÍ HELGA MÍN, MÉR LEIÐIST AÐ SJÁ ÞIG ÞUNGBRÝNDA! ÞÚ ÆTTIR KANNSKI AÐ HJÁLPA MÉR! SJÁLFSAGT! HVERNIG VÆRI AÐ ÉG SEGÐI ÞÉR NOKKRAR SKRÍTLUR Á MEÐAN ÞÚ VINNUR? SÍÐASTI LEIGJANDI ÁTTI SNÁKA. ÉG VONA BARA AÐ HANN HAFI FUNDIÐ ÞÁ ALLA ÁÐUR EN HANN FLUTTI ÚT.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.