Morgunblaðið - 15.03.2019, Blaðsíða 23
MINNINGAR 23
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. MARS 2019
✝ Guðrún Guð-mundsdóttir
fæddist á Selfossi
20. ágúst 1954.
Hún lést á krabba-
meinsdeild Land-
spítalans við
Hringbraut 9. mars
2019.
Foreldrar henn-
ar eru Guðmundur
Sveinsson, f. 12.
febrúar 1923, d. 3.
apríl 2011, og Valgerður Jóns-
dóttir, f. 31. október 1930.
Systkini hennar eru Anna Guð-
mundsdóttir, Árni Guðmunds-
son, Auðbjörg Guðmundsdóttir,
Sveinn Viðar Guðmundsson, d.
1974, og Svava Guðmunds-
dóttir.
Guðrún giftist árið 1978 Ósk-
ari Marelssyni, f. 12. mars 1954.
Börn þeirra eru: a) Sveinn Við-
ar, f. 26. febrúar 1974. b) Kol-
brún Eir, f. 7 júlí 1976, eigin-
maður hennar er Arnar, f. 16.
ágúst 1971, börn þeirra eru Est-
her Elma, f. 6. júní 2002, Oliver
Darri, f. 10. júlí 2006, og Aron
Gauti, f. 20. september 2012. c)
Arnar Freyr, f. 10.
janúar 1989.
Guðrún starfaði
nú síðast sem tann-
tæknir á tann-
læknastofu á Sel-
fossi og þar á
undan sem dag-
móðir og á leik-
skóla á Selfossi.
Var hún ein af
stofnmeðlimum
Jórukórsins á Sel-
fossi og söng með honum í mörg
ár, var meðal annars formaður
kórsins um tíma. Guðrún var
meðlimur Leikfélags Selfoss til
margra ára og stuðningsmaður
knattspyrnudeildarinnar. Hún
hafði alla tíð mikinn áhuga á
útivist og ferðalögum innan sem
utanlands. Alla ævi hafði hún
gaman af hannyrðum og núna í
veikindum sínum fékkst hún
einnig við listmálun í félagsskap
í Ljósinu. Guðrún greindist með
brjóstakrabbamein árið 2014 og
barðist af krafti til síðasta dags.
Útför Guðrúnar verður gerð
frá Selfosskirkju í dag, 15. mars
2019, klukkan 14.
Elsku besta mamma, það eru
fá orð sem geta lýst þeirri sorg að
kveðja þig.
Ég er þakklát baráttukraftin-
um í þér sem hefur einkennt þig
alla tíð og ekki síst í baráttunni
við þennan illvíga sjúkdóm. Þú
vannst margar loturnar og náð-
um við að búa til fleiri minningar
með þér sem lifa með okkur. Alla
tíð hefur þú verið mín trúnaðar-
vinkona og skipti ekki máli hvort
við vorum í sama landinu eða
ekki. Þú ert mín fyrirmynd er
kemur að hannyrðum og skreyt-
ingum hverskonar en hæfileikar
þínir hafa ekki alveg skilað sér yf-
ir til mín. Ég mun halda áfram að
leggja mig fram og ég veit þú að
verður hjá mér til halds og
trausts. Ömmubörnin þín eiga
eftir að sakna þín en hugga sig
við allar stundirnar sem þau áttu
með þér t.d. í sumarfríum og
jólafríum. Og langar mig að enda
á ljóði sem mér finnst lýsa þér
svo vel.
Elsku mamma mín besta.
„Einstakur“ er orð sem notað er þegar
lýsa á því sem engu öðru er líkt, faðm-
lagi eða sólarlagi eða manni sem veitir
ástúð með brosi eða vinsemd.
„Einstakur“ lýsir fólki sem stjórnast af
rödd síns hjarta og hefur í huga hjörtu
annarra.
„Einstakur“ á við þá sem eru dáðir og
dýrmætir og hverra skarð verður aldrei
fyllt.
„Einstakur“ er orð sem best lýsir þér.
(Terri Fernandez.)
Þín dóttir
Kolbrún Eir.
Elsku Guðrún frænka, þú
varst svo miklu meira en bara
frænka í mínum huga.
Þið Óskar voruð mér alltaf svo
góð. Ég gat alltaf leitað til ykkar,
bæði í gleði og sorg. Þið voruð
mér það mikils virði að þegar ég
eignaðist Ingva Má voruð þið
Guðforeldrar hans og Óskar hélt
honum undir skírn (ég var nú svo
sem búin að lofa því). Svo er hún
Guðrún Petra mín heppin að bera
nafnið þitt. Við erum búnar að
gera margt saman í gegnum tíð-
ina, þú komst mér í Leikfélagið og
við vorum í Jórukórnum, við pruf-
uðum að fara í Gospelkór, við er-
um búnar að fara saman í utan-
landsferðir. Þú æfðir meira að
segja með mér í Kraftbrennsl-
unni áður en þú veiktist. Við höfð-
um svipaðar skoðanir á lífinu og
það var alltaf gott að leita til þín
og spjalla við þig enda hittumst
við oft yfir kaffibolla. Mig langar
að enda þetta á ljóðinu sem þú
söngst fyrir mig þegar þú varst að
svæfa mig þegar ég var barn.
Sofðu unga ástin mín,
– úti regnið grætur.
Mamma geymir gullin þín,
gamla leggi og völuskrín.
Við skulum ekki vaka um dimmar
nætur.
Það er margt, sem myrkrið veit,
– minn er hugur þungur.
Oft ég svarta sandinn leit
svíða grænan engireit.
Í jöklinum hljóða dauðadjúpar
sprungur.
Sofðu lengi, sofðu rótt,
seint mun best að vakna.
Mæðan kenna mun þér fljótt,
Meðan hallar degi skjótt,
Að mennirnir elska, missa, gráta og
sakna.
(Jóhann Sigurjónsson)
Elsku Óskar, Sveinn, Kolla,
Arnar Freyr, Arnar, Esther
Elma,
Oliver Darri, Aron Gauti og
amma.
Minningarnar um Guðrúnu
munu lifa í hjarta okkar um
ókomna tíð.
Hafrún Ásta.
Elsku Guðrún frænka, takk
fyrir að vera alltaf svona yndisleg
og góð við okkur. Okkur þykir
mjög vænt um allar minningarnar
og við eigum eftir að sakna þín
mjög mikið. Við elskum þig og
munum passa upp á Óskar
frænda.
Ég fel í forsjá þína,
Guð faðir, sálu mína
því nú er komin nótt.
Um ljósið lát mig dreyma
og ljúfa engla geyma
öll börnin þín svo blundi rótt.
(Matthías Jochumsson)
Með saknaðarkveðju,
Vokes-börnin – Aron Lucas,
Rebecca Jasmine, Alexander
Clive, Lísa Karen, Victoria
Ann, David Luc, Victor Mar-
el og Oliver Darri.
Guð komi til mín,
veri hjá mér og geymi mig.
Ég sit hér við gluggann og
horfi yfir æskuslóðir okkar Guð-
rúnar, Smáratúnið. Ég hugsa til
baka þegar við vorum litlar stelp-
ur að leika okkur, fórum í hæ-
laskó allt of stóra hvað það var
gaman að láta smella í þeim í
langri innkeyrslunni á Smáratúni
16, þeirri einu sem var steypt í
götunni.
Við höfum verið vinkonur alla
tíð, sterk bönd á milli okkar og
aldrei borið skugga á. Við fórum í
gegnum unglingsárin svo urðum
við ungar konur og þá bjuggum
við aftur við sömu götu, Miðeng-
ið, eignuðumst fjölskyldu, börnin
okkar léku sér saman og eru dæt-
ur okkar bestu vinkonur sem
okkur þótti ofur vænt um.
Ég er svo þakklát fyrir allar
góðu og notalegu stundirnar sem
við höfum átt saman, elsku Guð-
rún mín, og fyrir það vil ég þakka.
Ég rakst á þetta ljóð eftir
Kristján Hreinsson, fyrir
nokkru, það lýsir vel hugrenning-
um mínum á þessum tímamótum.
Grámi dagsins grætur
hin góðu liðnu ár
þá hlupu fimir fætur
og féllu gleðitár.
Nú faðmast fólk sem lifir
og fegurð leitar að
en engill svífur yfir
þeim yndislega stað.
Nú tala englar aðrir
um allt sem hérna var.
Til jarðar falla fjaðrir
sem fagrar minningar.
Elsku Óskar, Sveinn, Kolla,
Arnar Freyr og fjölskylda mínar
innilegustu samúðarkveðjur. Guð
styrki ykkur.
Sessa.
Sesselja Sigurðardóttir.
Það er sár tilfinning sem fylgir
því að hugsa til þess að við mun-
um ekki sjá Guðrúnu aftur. Bar-
átta hennar er á enda en góðar
minningar lifa enn og um ókomna
tíð.
Minnisstæðar eru stundirnar
sem við áttum saman með fjöl-
skyldum okkar. Ferðalögin inn-
anlands þar sem feluleikurinn á
bílunum í Húsafelli stendur einna
helst upp úr. Margar utanlands-
ferðir en eftirminnilegust er ferð-
in til Englands þar sem meðal
annars var keppt í brúnku sem
Guðrún vann yfirleitt án mikillar
fyrirhafnar. Ófá Eurovision-
partíin þar sem stigagjöfin gat
sagt til um hvert ferðinni var
heitið næsta sumar – 12 stig og
við vorum farin að plana ferða-
lagið þangað. Einnig voru þau
fjölmörg vídeókvöldin þar sem
leigt var myndbandstæki og ófá-
ar spólur og var þá helgin undir-
lögð í vídeógláp þar sem yngstu
börnin enduðu á því að lúra á bak
við sófa.
Guðrún var alltaf tilbúin að
rétta fram hjálparhönd og var
okkar stoð og stytta í gegnum tíð-
ina sem er okkur ómetanlegt.
Guðrún var alltaf til í að skemmta
sér og fíflast eða ræða lífsins ráð-
gátur. Hún miklaði ekki hlutina
fyrir sér og vissi í hjarta sínu
hvað skipti máli í lífinu.
Kveðjan er erfið en við fjöl-
skyldan erum mjög þakklát fyrir
allar stundirnar sem við áttum
saman og munu þær minningar
lifa áfram í hjörtum okkar.
Hvíl í friði, elsku Guðrún, og
takk fyrir allt!
Elsku Óskar, Sveinn, Kolla,
Arnar Freyr og fjölskyldur við
sendum ykkur okkar dýpstu
samúðarkveðjur og tökum utan
um hvert annað í sorginni.
Þakkir
Þér ég þakka
vináttu og góðar stundir
Hlýja hönd og handleiðslu,
okkar stundir saman.
Bjartar minningar lifa
ævina á enda.
(Höf. óþekktur)
David, Elsa, Lísa, Atli Marel,
Sally Ann og makar.
Í dag kveð ég elsku Guðrúnu
okkar með sorg í hjarta. Ég á erf-
itt með að trúa því að ég sjái hana
ekki aftur, fallegu og yndislegu
Guðrúnu sem okkur þótti svo
vænt um. Þegar ég hugsa um
Guðrúnu koma fram margar góð-
ar minningar bæði úr æsku og í
seinni tíð. Þessar minningar ylja.
Ég man hvað þið Óskar skemmt-
uð ykkur vel í brúðkaupinu okkar
Njarðar. Þið tjúttuðuð með okk-
ur fram á nótt og gleðin skein úr
fallegu brúnu augunum þínum.
Kaffispjöllin þegar ég var í fæð-
ingarorlofinu, snöppin og ótal
fleiri hlýjar minningar.
Þegar ég var lítil stelpa að
skottast um í Miðenginu kenndir
þú mér litla bæn sem hefur fylgt
mér ætíð síðan. Þegar ég var í
pössun hjá ykkur fórum við alltaf
saman með þessa bæn. Hana
kenndi ég svo börnunum mínum
og förum við með hana á hverju
kvöldi.
Vertu yfir og allt um kring
með eilífri blessun þinni,
sitji Guðs englar saman í hring
sænginni yfir minni.
(Sigurður Jónsson frá Presthólum)
Þín verður sárt saknað.
Þín
Sally Ann.
Guðrún
Guðmundsdóttir
✝ Guðrún MartaSigurðardóttir
fæddist að Króki í
Ásahreppi í Rang-
árvallasýslu 5.
mars 1951. Hún
lést á Landspítal-
anum 27. febrúar
2019.
Foreldrar henn-
ar voru Ragnheið-
ur Guðmunds-
dóttir, f. 16. ágúst
1929, d. 14. maí 1999, og Sig-
urður Ísfeld Frímannsson, f. 4.
september 1930, d. 1. desember
1996.
Systkini Guðrúnar Mörtu eru:
Frímann Már Sigurðsson, f. 11.
september 1954, d. 15. nóvem-
ber 2005, Óskar Ísfeld Sigurðs-
son, f. 18. apríl 1957, Helga Sig-
Freyja, f. 7. mars 2006, og Katr-
ín Helga, f. 19. desember 2008.
Guðrún Marta ólst upp í Smá-
íbúðahverfinu í Reykjavík og
tók verslunardeildapróf frá
Réttarholtsskóla 1968. Hún var
sem ung virk í skátunum. Á ár-
unum 1972 til 1976 starfaði hún
ásamt Þorsteini manni sínum
fyrir Orkustofnun í Nýjabæ og
Sandbúðum á hálendi Íslands
við veðurathuganir og ísinga-
mælingar. Guðrún Marta og
Þorsteinn bjuggu í Svíþjóð
1977-1981. Þau fluttust á Hellu
1982. Á Hellu söng hún í Odda-
kórnum og tók þátt í Leikfélagi
Rangæinga. Hún starfaði fyrst
um sinn hjá Kaupfélaginu Þór
og síðar hjá Póstinum á Hellu.
Hún lauk námi frá Póst- og
símaskólanum 1995 og starfaði
eftir það við tollskjalagerð hjá
ýmsum fyrirtækjum í Reykja-
vík.
Útför Guðrúnar Mörtu fer
fram frá Dómkirkjunni í
Reykjavík í dag, 15. mars 2019,
og hefst athöfnin klukkan 13.
urðardóttir, f. 2.
maí 1960, og Er-
lendur Ísfeld Sig-
urðsson, f. 11. maí
1966.
Guðrún Marta
giftist Þorsteini
Ingvarssyni, f. 3.
ágúst 1951, í
Reykjavík 25. sept-
ember 1971. Þau
slitu samvistum.
Dætur þeirra eru:
Ragnheiður Anna Þorsteins-
dóttir, f. 12. júlí 1969, og Íris
Þorsteinsdóttir, f. 3. nóvember
1980. Dóttir Ragnheiðar Önnu
er Embla Líf Ragnheiðardóttir,
f. 29. júní 2011. Íris er gift Krist-
birni Eydal, f. 30. september
1976, börn hans eru: Axel Breki,
f. 28. september 1998, Margrét
Elsku mamma.
Það er skrýtið að sitja hér í
íbúð þinni og skrifa umkringd
þínum hlutum og ekki síst
myndum sem bera svo ótal
minningar með sér. Á ýmsu hef-
ur gengið, en eins og vitur vin-
kona sagði við mig: „Maður á
bara eina mömmu.“ Ég vona að
nú loksins hafir þú fundið frið.
Ég mun ávallt vera óendan-
lega þakklát fyrir það hve vel þú
og Embla Líf dóttir mín náðuð
að tengjast. Þið áttuð margar
góðar stundir saman þið tvær og
hún mun búa að mörgum góðum
minningum um ykkar stundir
saman. Spánarferð okkar
þriggja saman er einnig dýrmæt
minning um ljúfar samveru-
stundir. Eins bústaðaferðirnar
okkar, þar spjölluðum við, nut-
um kyrrðarinnar og þú naust
þín við að baka með Emblu.
Eins og gefur að skilja finnst
Emblu enn frekar óraunverulegt
að þú sért farin. Mér finnst það í
raun líka þrátt fyrir allt og vildi
óska þess að síðustu ár hefðu
verið þér auðveldari.
Eftir lifir minning um mann-
eskju sem alltaf var til í að berj-
ast fyrir börnin sín. Þú varst
einstaklega úrræðagóð þegar
eitthvað bjátaði á eða maður
þurfti aðstoð með einhver
vandamál.
Lífið fór ekki alltaf ljúfum
höndum um þig, en þú varst
baráttumanneskja og þér tókst á
undraverðan hátt að ítrekað að
reisa þig við. „Krókurinn“ í þér
var sterkur eins og hjá fleirum
úr Króksættinni. Á einhverjum
tímapunkti verða þó allir að láta
undan og í þetta sinn var komið
að þér. Embla Líf á eftir að
sakna ömmu sinnar mikið, sem
og ég mömmu minnar.
Þín
Anna Heiða.
Elsku mamma mín.
Ég sendi þér kæra kveðju,
nú komin er lífsins nótt,
þig umvefji blessun og bænir,
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því,
þú laus ert úr veikinda viðjum,
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti,
þá auðnu að hafa þig hér,
og það er svo margs að minnast,
svo margt sem um hug minn fer,
þó þú sért horfinn úr heimi,
ég hitti þig ekki um hríð,
þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir)
Ég elska þig, mamma, og
sakna þín sárt. Þín dóttir,
Íris.
Elsku Dúna.
Víst er þetta löng og erfið leið,
og lífið stutt og margt, sem útaf ber.
En tigið gegnum tál og hverskyns
neyð
skín takmarkið og bíður eftir þér.
Hve oft þú hrasar, oft þig brestur
mátt,
hve undarlega er gott að sitja kyrr.
Samt kemstu á fætur, réttir höfuð
hátt,
og hraðar þér af stað sem áður fyrr.
Svo styttist þessi ganga smátt og
smátt,
og seinast stendurðu einn við luktar
dyr.
(Steinn Steinarr)
Góða ferð, elsku systir, skil-
aðu kveðjum.
Helga og Erlendur.
Guðrún Marta
Sigurðardóttir
Innilegar þakkir fyrir samúð og hlýhug við
andlát og útför ástkærs eiginmanns, föður
og afa,
HELGA THEÓDÓRS ANDERSEN,
Þórkötlustöðum,
Miðbæ,
sem lést föstudaginn 1. mars á
Heilbrigðisstofnun Suðurnesja.
Guðrún Aradóttir
Halldóra Guðlaug Helgadóttir
og barnabörn
Það verður tóm-
legt á badminton-
mótunum okkar á
næstunni. Enginn
Siggi til að hóa okk-
ur saman á Shell fyrir mót. Þú
varst sá fyrsti sem kenndi mér
eitthvað í badmintonþjálfun og
mun ég aldrei gleyma því. En
hvernig þú náðir stjórn á 20
óþekkum krökkum í eltingaleik
Sigurður Blöndal
✝ Sigurður Blön-dal fæddist 28.
janúar 1953. Hann
lést 1. mars 2019.
Útför Sigurðar
fór fram 11. mars
2019.
og fékkst þau öll í
einu til að setjast á
bossann og hlusta á
þig tala um badmi-
nonreglur eða tækni
er mér enn ráðgáta.
Þú sagðir líka alltaf
að badminton væri
ekki bara íþrótt
heldur vísindi og
list. Og hvað það er
nú satt.
Svo eftir æfingu
gátum við spjallað endalaust um
kveðskap og ritlist. Hvíl í friði,
kæri vinur, og ég kveð þig með
sömu orðum og þú kvaddir mig
alltaf í símanum. Blessi þig.
Hrund Guðmundsdóttir.
Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki
lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri grein-
ar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda örstutta kveðju,
HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur.
Undirskrift | Minningargreinahöfundar eru beðnir að hafa skírn-
arnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
Myndir | Hafi mynd birst í tilkynningu er hún sjálfkrafa notuð með
minningargrein nema beðið sé um annað. Ef nota á nýja mynd skal
senda hana með æviágripi í innsendikerfinu. Hafi æviágrip þegar verið
sent er ráðlegt að senda myndina á netfangið minning@mbl.is og láta
umsjónarmenn minningargreina vita.
Minningargreinar