Morgunblaðið - 18.03.2019, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 18.03.2019, Blaðsíða 1
ÞRÓUN ÍMYNDAR ÍSLENSKRAR TÓNLISTARSENU AÐSÓKNIN ALLTAF AÐ AUKAST HAFÐI BEÐIÐ LENGI EFTIR TITLINUM SKAPANDI FATAIÐN 12 AGNES ÍSLANDSMEISTARI ÍÞRÓTTIRÞORBJÖRG DAPHNE HALL 26 Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, er gagnrýninn í garð sveitarstjórnarmanna og stjórn- ar Sambands íslenskra sveitarfélaga sem mótmælt hafa því að til standi að skerða framlög til Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga um 3,3 milljarða á næstu tveimur árum í ríkisfjármála- áætlun fyrir árin 2020-2024. Þessi viðbrögð sveitarstjórnarmanna séu úr öllu samhengi og óskiljanleg og óþarfa upphlaup af litlu tilefni. Bjarni segir við Morgunblaðið í dag að engin tillaga sé komin fram til skerðingar heldur hafi möguleikinn á því aðeins verið ræddur á vinnufundi. Bjarni segir það með öllu óskiljanlegt og úr öllu samhengi að hugmynd sem nefnd sé á þeim vettvangi og sé ekki komin fram setji öll fjárhagsleg sam- skipti ríkis og sveitarfélaga í upp- nám. Bjarni segir ekkert óeðlilegt vera við það að sveitarfélögin leggi eitt- hvað af mörkum við kostnað vegna þeirra aðgerða sem eru til umræðu við aðila vinnumarkaðarins. Það sé ríkið sem beri uppi hækkun atvinnu- leysis- og barnabóta og lengingu fæð- ingarorlofs. Að auki sé ríkið að kynna skattalækkanir upp á 15 milljarða. Allt séu þetta mikilvægar aðgerðir fyrir framvindu mála á vinnumarkaði og ríkið eitt sjái um að fjármagna það. Þetta atriði milli ríkis og sveit- arstjórnarmanna sé þó lítill höfuð- verkur samanborið við óvissuþætti sem ríkið glími við á borð við loðnu- brest og vegna kjarasamninga. Gagnrýnir óþarfa upphlaup  Fjármála- og efnahagsráðherra er hissa á mótmælum sveitarstjórnarmanna sem hann segir tilefnislítil  Hlaupið til eftir hugmynd sem rædd var á vinnufundi M„Óþarfa upphlaup af litlu …“ »4 Snorri Másson snorrim@mbl.is Þorri allra félagsmanna ASÍ gæti verið farinn í undirbúning verkfalls- aðgerða á allra næstu dögum ef sáttatilraunir reynast árangurslaus- ar í dag og á morgun. Þeir skipta mörgum tugum þúsunda og mynda þannig stærstan hluta almenna vinnumarkaðarins. Forsvarsmenn Samiðnar segja „ómögulegt að halda viðræðum áfram.“ Iðnaðarmenn taka stöðuna í dag en funda með Samtökum at- vinnulífsins á morgun. Ef ekki koma fram „nýjar hugmyndir“ frá SA í tæka tíð fyrir það, segist Samiðn til- neydd að lýsa yfir árangurslausum viðræðum og í kjölfarið ráðast í und- irbúning verkfallsaðgerða. SGS býst við að slíta viðræðum „Við erum að undirbúa okkar hópa og þetta getur farið í báðar áttir,“ segir Hilmar Harðarson, formaður Samiðnar. Hann segir bakslag hafa komið í viðræðurnar fyrir helgi, að SA hafi lagt fram kröfur sem Samiðn fannst ganga of langt. Fundur Starfsgreinasambandsins við SA hjá ríkissáttasemjara í dag verður að líkindum sagður árangurs- laus, ef ekkert nýtt berst frá SA. Í kjölfarið verður farið í að skoða verkfallsaðgerðir. Björn Snæbjörns- son, formaður SGS, sagðist í gær- kvöld enga trú hafa á því að SA gæfi eftir fyrir fundinn í dag. Á fundi Framsýnar, einu aðildar- félagi SGS, verður lagt til á morgun að afturkalla samningsumboðið frá SGS. Heimildir Morgunblaðsins herma að fleiri félög gætu fylgt í kjölfarið og tekið upp á því sama. »2 Kjaraviðræður á bláþræði  Iðnaðarmenn segja ómögulegt að halda viðræðum áfram Efnt var til stórtónleika í Eldborgarsal Hörpu í gærkvöldi af því tilefni að Ragnar Bjarnason, Raggi Bjarna, fagnar 85 ára afmæli á árinu 2019. Fjöldi listamanna kom fram og flutti lög sem Raggi hefur gert ódauðleg í gegnum tíðina, auk þess sem söngvarinn síungi tók að sjálfsögðu sjálfur þátt í gleðinni. Meðal þeirra sem stigu á svið með Ragga var Katrín Halldóra Sigurðar- dóttir og sungu þau saman lagið My Way. Hinn síungi gleðigjafi heiðraður með stórtónleikum Morgunblaðið/Eggert 85 ára afmælistónleikar Ragga Bjarna  Samþykkt var á bæjarráðsfundi Hafnarfjarðarbæjar á föstudag að hætta að annast ferðaþjónustu fatl- aðra í samstarfi við Samtök sveitar- félaga á höfuðborgarsvæðinu. Þess í stað mun bærinn undirbúa útboð á þjónustunni. Tillagan var samþykkt með fjórum atkvæðum gegn einu atkvæði fulltrúa Samfylkingar- innar, en Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, segir að breið samstaða ríki meðal bæjar- fulltrúa um málið. Samstarf Hafnarfjarðarbæjar og SSH hófst árið 2014 og segir Rósa að síðan þá hafi kostnaður vegna ferðaþjónustu fatlaðra aukist um helming. „Við viljum hverfa aftur til fyrra horfs og freista þess að færa þjónustuna nær,“ sagði Rósa í samtali við Morgunblaðið. »6 Hafnarfjörður dregur úr samstarfi við SSH „Sumir eru ekki tilbúnir að hætta að drekka en þurfa samt heimaþjónustu. Okkur hefur reynst best að mæta fólki þar sem það er statt og reyna að minnka skaðann sem einstaklingur- inn veldur sjálfum sér og umhverfi sínu. Við reynum að styðja fólk og vinna traust þess frekar en að skamma það,“ sagði Líney Úlfars- dóttir, sálfræðingur hjá þjónustu- miðstöð Laugardals og Hlíða. Hún og Sigrún Ingvarsdóttir, félagsráðgjafi og deildarstjóri, héldu erindi um fíkn og þjónustu á vísindadegi Rannsókn- arstofu HÍ og Landspítala í öldr- unarfræðum þar sem fjallað var um fíknivanda á meðal aldraðra. Líney sagði að erfitt geti verið að ná markmiðum heimaþjónustunnar þegar skjólstæðingar misnotuðu lyf eða áfengi. „Það er ekki alltaf ein- staklingurinn sem fær þjónustuna sem er vandamálið heldur óæskilegur félagsskapur sem safnast að honum þegar hann er í þessu ástandi.“ Dæmi eru um að starfsfólk heima- þjónustunnar hafi ekki getað sinnt starfi sínu vegna ástandsins og þá til- kynnt það. Í einstaka tilfellum hefur þjónustu verið hætt. »16 Heimaþjónusta og áfengisvandamál  Heimsleikar Special Olympics hófust á fimmtudaginn og standa nú yfir í Dubai og Abu Dhabi en þar taka 38 Íslendingar þátt í 10 íþróttagreinum. Vel hefur gengið á mótinu og tryggði karlalandsliðið í knattspyrnu fatlaðra sér sæti í úr- slitum mótsins með 3-0 sigri gegn Írlandi á laugardag. Síðasti leikur- inn liðsins í riðlinum er gegn Eist- landi og fer fram í dag klukkan hálfellefu. Anna Karólína Vilhjálmsdóttir, einn af fararstjórum íslenska hóps- ins, segir keppnina þó síður en svo snúast um verðlaun og árangur, heldur frekar styrkingu sjálfs- myndar keppenda. »13 Kapp Unnar Ingi keppir á Special Olympics sem standa nú yfir í Dubai og Abu Dhabi. Íslendingum gengur vel á heimsleikunum Stofnað 1913  65. tölublað  107. árgangur  M Á N U D A G U R 1 8. M A R S 2 0 1 9

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.