Morgunblaðið - 18.03.2019, Page 29

Morgunblaðið - 18.03.2019, Page 29
MENNING 29 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 18. MARS 2019 Ylströndin Nauthólsvík Sími: 411 5000 • www.itr.is Mánudagar – Föstudagar 11-14 og 17-20 Laugardagar 11-16 Lengri afgreiðslutími á ylströnd Verið velkomin í Nauthólsvík Um helgina var opnuð í Ljós- myndasafni Reykjavíkur á 6. hæð Grófarhússins sýning á ljósmyndabókverkum sem til- nefndar eru til svokallaðra „Nor- dic Dummy“-verðlauna í ár. Bæk- urnar verða sýndar til þriðjudagsins 26. mars næstkom- andi. „Nordic Dummy“-verðlaunin hafa verið veitt árlega fyrir upp- kast að ljósmyndabókverki síðan árið 2012. Fotogalleriet í Osló hefur veg og vanda af keppninni, þar sem ljósmyndarar á Norður- löndum geta sent inn prufueintök af bókum. Tilnefndar bækur eru síðan sýndar víðsvegar á Norður- löndum og mun vinningsbókin verða gefin út af Kehrer forlag- inu í Þýskalandi. Verðlaunin verða í fyrsta skipti veitt hér á landi, í Ljósmyndasafn- inu á fimmtudaginn kemur kl. 16. Fyrirlestrar í tengslum við verðlaunaafhendinguna verða haldnir þann sama dag í safninu. Í tilkynningu segir að safninu sé heiður „að því að vera hluti af sýningarferð Nordic Dummy Aw- ard og er kynning á þeim gott innlegg í vaxandi útgáfu ljós- myndabóka hér“. Bækurnar sem tilnefndar eru í ár og sýndar eru: Encyclopaedia of Man eftir Øystein Agerlie frá Noregi; Olivenbjerget eftir Cel- este Arnstedt & Petter Wessel frá Danmörku og Noregi; Smoke eftir Theo Elias frá Svíþjóð; Kaihigyo eftir August Eriksson frá Svíþjóð; Lost Identity eftir Önnu Hyvär- inen frá Danmörku; Unburdened Migration eftir Ole Nesset frá Noregi; 6 not taken, and You Des- erve Hell eftir Steffen Kloster Poulsen, Danmörku; Uprofession- el eftir Matilde Søes Rasmussen frá Danmörku; og Danish Mount- ains eftir hina sænsku Tina Umer. Sýning á tilnefndum ljósmyndabókverkum  Sýndar í Ljósmyndasafni Reykjavíkur Fjölbreytilegar Ólíkar og athyglis- verðar bækur eru tilnefndar. » Unnendur Megasar ogtónlistar hans fylltu Eld- borgarsal Hörpu á föstudags- kvöldið var. Undir yfirskrift- ini „Megas – smælar framan í heimin“ sungu landkunnar söngkonur listavel og með sínum hætti úrval nýrra sem þekktra laga meistarans og þá flutti hann líka nokkur lög sjálfur, við undirleik sann- kallaðrar úrvalssveitar hljóð- færaleikara sem hann hafði sett saman sérstaklega fyrir tónleikana. Megas kom fram í Elborgarsal Hörpu ásamt hljómsveit og vinsælum söngkonum Gleði Ekkert vantaði upp á stemninguna hjá þeim Megasi og Ágústu Evu Erlendsdóttur, sem var meðal kvenna sem sungu. Leynigestir Gyða og Kristín Anna Valtýsdætur sungu eins og englar. Innlifun Magga Stína söng frá dýpstu hjartarótum, eins og alltaf. Tjáning Ragnheiður Gröndal gaf allt í sönginn sinn. Morgunblaðið/Eggert

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.