Morgunblaðið - 18.03.2019, Page 23

Morgunblaðið - 18.03.2019, Page 23
sveitadvöl mín breytti mér í nátt- úruverndarsinna. Æ síðan hef ég lit- ið á náttúruna sem lifandi afl sem okkur ber að skilja, virða og gæta.“ Þórdís stundaði hefðbundið grunnskólanám í Austurbæjarskóla og Æfingadeild Kennaraháskólans, lauk tveimur árum til stúdentsprófs frá Fjölbrautaskólanum við Ármúla, þá tók hún einkaþjálfaraprófið FIA, en eftir það lauk hún stúdentspróf- inu í Keili. Leiðin lá einnig til New York þar sem Þórdís lauk tveggja ára námi í kínverskum heilsufræð- um og í Háskóla Íslands nam hún kínversk fræði í eitt ár. Þaðan fór Þórdís í Skóla hinna fjögurra árs- tíða og lauk námi í kínverskum læknisfræðum, nánar tiltekið nála- stungum og grasalækningum. Auk þessa hefur Þórdís lokið NLP námi, prófi frá Ráðgjafaskóla Íslands, endurmenntað sig í þrjú ár í Taichi Akademíu í Shandong í Kína og á þessu ári lýkur hún alþjóðlegu TRE (Tension and Trauma Release Ex- cerises) námi frá Bandaríkjunum. „Aðferðin er notuð til að losa áfalla- og streituvaldandi spennu úr líkam- anum.“ Undanfarin ár hefur Þórdís unnið sem kjarnþjálfari. „Kjarnþjálfun er heildstæð þjálfun sem ég þróaði og nýtir allt í senn samtalsmeðferð, kínverska læknisfræði, heilsuheim- speki og hefðbundna líkamsþjálfun með meiru. Auk kjarnþjálfunar- innar er ég Qigong og Tai chi kenn- ari í miðstöðinni Tveimur Heimum í Suðurhlíð 35, en hana stofnaði ég 2015. Samhliða vinnunni hef ég skrifað greinar í blöð og tímarit um jafn- vægi, andlega og líkamlega heilsu, fæst jöfnum höndum við ljóðagerð og listmálun sem eru mín helstu áhugamál auk lesturs mannbætandi bóka af öllum gerðum. Á afmælisárinu er planið að halda myndlistarsýningu, ljúka náminu í áfalla- og spennulosun og fara með hóp af Qigong og Tai chi iðkendum í Tai chi akademíuna í Kína.“ Fjölskylda Maki Þórdísar er Páll Ásgeir Davíðsson, f. 26.1. 1970, mannrétt- indalögfræðingur. Foreldrar hans: Dóra Pálsdóttir, f. 29.6. 1947, d. 17.9. 2016, kennari í Reykjavík, og Davíð Janis, f. 4.2. 1946, fyrrverandi þjónustufulltrúi, bús. í Reykjavík. Dóttir Þórdísar er Vigdís Grace Ólafsdóttir, f. 5.5. 2006, grunn- skólanemi í Reykjavík, og stjúpdótt- ir hennar er Elíndís Arnalds Páls- dóttir, f. 11.10. 2009. Albróðir Þórdísar er Hólmar Þór Filipsson, f. 3.7. 1974, tónlistar- maður í Bandaríkjunum, og hálf- bróðir samfeðra er Frank Woolford Sykes, f. 17.1. 1965, lögreglumaður í Bandaríkjunum. Foreldrar Þórdísar eru Filip W. Franksson, f. 19.12. 1944, skipa- smiður, listmálari og kennari í Reykjavík, og Vigdís Grímsdóttir, f. 15.8. 1953, rithöfundur og kennari í Reykjavík. Þórdís Filipsdóttir John Woolford bandarískur hermaður Filip W. Franksson skipasmiður, listmálari og kennari í Reykjavík Þórdís Filippusdóttir verkakona í Reykjavík Filippus Ámundason járnsmiður og vélsmiður í Reykjavík Ingveldur Jóhannsdóttir húsfreyja og klæðskeri í Reykjavík Hólmfríður Helga Sigurðardóttir blaðamaður í Reykjavík Sigurður Grímsson rafmagnstækni- fræðingur í Reykjavík Grímur Grímsson yfirmaður hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu æmundur Grímsson óndi á Egilsstöðum í Vopnafirði S b Jóhanna Sæmundsdóttir handavinnu- ennari í Reykjavíkk Sighvatur Björgvinsson fv. ráðherra og frkvstj. ÞSSÍ yjólfur Ámundason bóndi í Önundarholti í Flóa Engigerður Eyjólfsdóttir húsfreyja í Hafnarfirði I Guðrún Helgadóttir rithöfundur og fv. forsetiAlþingis Sverrir Tómasson miðaldafræðingur Sigurður G.Tómasson dagskrárgerðarmaður Magnús Tómasson myndlistarmaður Gísli Ámundason sjómaður í Hafnarfirði Tómas Gíslason rafvirki í Reykjavík Kristinn Helgi Einarsson bóndi á Breiðumýri og Leifsstöðum í Vopnafirði, síðar símaeftirlitsmaður á Seyðisfirði Vigdís M. Grímsdóttir húsfreyja í Vopnafirði og verkakona á Seyðisfirði Grímur M. Helgason forstöðumaður Handritadeildar Landsbókasafns Hólmfríður Sigurðardóttir kennari og ljóðskáld í Kópavogi Sigurður Árnason kaupfélagsstjóri á Raufarhöfn óhanna Stefánsdóttir húsfreyja á RaufarhöfnJBjörn Önundarson tryggingayfirlæknir Arnþrúður Stefánsdóttir húsfreyja á Raufarhöfn Úr frændgarði Þórdísar Filipsdóttur Vigdís Grímsdóttir rithöfundur og kennari í Reykjavík Afmælisbarnið Þórdís Filipsdóttir. ÍSLENDINGAR 23 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 18. MARS 2019 Bíldshöfði 9 Smáratorg 1 He 1 1lluhraun 6- 8 Fiskislóð 1 Við eru í þínu hverfi m Katrín Sigríður SkúladóttirMagnússon fæddist 18. mars1858 í Hrappsey á Breiða- firði. Foreldrar hennar voru hjónin Skúli Þorvaldsson Sívertsson, f. 1835, d. 1912, bóndi í Hrappsey, sonur Þor- valdar alþingismanns Sivertsens í Hrappsey, og Hlíf Jónsdóttir frá Helgavatni í Vatnsdal, f. 1831, d. 1895. Katrín ólst up í Hrappsey en kom fyrst til Reykjavíkur 14 ára gömul. Hún trúlofaðist 1883 Guðmundi Magnússyni, f. 1863, d. 1924, en hann fór síðan í læknanám til Kaupmanna- hafnar og þau giftust 1891, en þá höfðu þau hist einu sinni á þessum átta árum. Þau eignuðust dótturina Ingibjörgu 1892 en hún lifði aðeins í tvo daga. Guðmundur var fyrsti læknirinn hér á landi sem gerði hol- skurði og aðstoðaði Katrín hann við skurðaðgerðir og tók virkan þátt í störfum manns síns. Hann varð síðan prófessor við Háskóla Íslands. Katrín tók virkan þátt í félags- málum í Reykjavík, einkum í sam- tökum kvenna. Full þjóðfélagsleg réttindi kvenna voru henni kappsmál og hún starfaði innan Hins íslenska kvenfélags og gegndi formennsku 1903-1924. Sem formaður félagsins átti Katrín þátt í stofnun Bandalags kvenna árið 1917 og hún var í fyrstu stjórn þess. Hún lét til sín taka í Thorvaldsensfélaginu, sat lengi í stjórn og var kjörin heiðursfélagi 1929. Katrín lét sig menntunarmál kvenna varða og átti sæti um árabil í skólanefnd Kvennaskólans í Reykja- vík. Katrín stóð framarlega í barátt- unni fyrir kosningarétti kvenna og þegar konur fengu kosningarétt og kjörgengi og báru í fyrsta sinn fram lista við bæjarstjórnarkosningar í Reykjavík skipaði Katrín efsta sæti listans. Hún var kosin með flestum atkvæðum allra bæjarfulltrúanna. Katrín sat átta ár í bæjarstjórn Reykjavíkur og á þeim tíma starfaði hún m.a. í fátækranefnd. Katrínartún er nefnt í höfuðið á henni. Katrín lést 13. júlí 1932. Merkir Íslendingar Katrín Magnússon 95 ára Ragnheiður Guðmundsdóttir Sigríður Benny Eiríksdóttir 85 ára Andrés Sigurðsson Hulda Magnúsdóttir Jóna Hólmfríður Guðjónsdóttir Unnur Ólafsdóttir 80 ára Árni Jón Árnason Ásdís Gunnlaugsdóttir Fríða Dóra Jóhannsdóttir Guðný Árdal Guðrún Friðriksdóttir Jakob Ólason Ottó Tulinius Sesselja Friðriksdóttir Viðar Guðmundsson 75 ára Helena Ágústa Óskarsdóttir Símon Gunnarsson Vilhjálmur Pálsson Þórdís Sveinsdóttir 70 ára Antoníus Þ. Svavarsson Guðrún Kr. Ásgrímsdóttir Sigríður Albertsdóttir Sæmundur Ástmundsson Valgerður Ingimarsdóttir Þröstur Kristjánsson 60 ára Guðrún Ásta Sigurðardóttir Herdís Hermannsdóttir Hrafnhildur Ragnarsdóttir Jón Kristján Ólason Linda Rós Benediktsdóttir Lovísa Guðbrandsdóttir Margrét Inga Bjarnadóttir Níels Atli Hjálmarsson Sjöfn Pálsdóttir Stefán Hallgrímsson Vilhjálmur Gunnarsson 50 ára Ágúst Hreinn Sæmundsson Edda Þórðardóttir Ewa Lucyna Wojtas Gróa Guðbjörg Þorsteinsd. Olga Alexandra Magnúsd. Sigurlaug Sævarsdóttir Tinna Björk Baldursdóttir 40 ára Arleta K. Kilichowska Bjarnheiður Alda Lárusdóttir Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir Elín Salína Ásgeirsdóttir Guðmundur Friðgeirsson Gunnar Örn Arnarson Hau Kit Poon Katla Guðrún Jónasdóttir Kolbrún Stella Indriðadóttir María Pálmadóttir Sólveig Eggertsdóttir Þorgeir Þorbjarnarson Þórdís Filipsdóttir 30 ára Andris Korolovs Arnrún Bára Finnsdóttir Fannar Smári Guðmundss. Haukur Heiðar Steingrímsson Hjörtur Vilhelmsson Justina Vingriene Kjartan Hjaltason Kjartan Smári Ragnarsson Kushu Gurung Sigurborg Knarran Ólafsd. Sigurður Óskar Sigurðars. 40 ára Borghildur býr í Reykjavík og. er lífeindafr. á Landspítalanum. Maki: Móses Halldórs- son, f. 1972, bifvéla- og vélvirki hjá Vegagerðinni. Börn: Máni Snær, f. 1995, Alex Uni, f. 1997, Margrét Sól, f. 1999, Mikael Mar- on, f. 2004, og stjúpdóttir er Eva Þórdís, f. 2003. Foreldrar: Kristján Þor- steinsson, f. 1961, bús. á Jótlandi, og Jóhanna Atla- dóttir, f. 1962, bús á Blönduósi. Borghildur F. Kristjánsdóttir 30 ára Haukur býr í Hafn- arfirði, hefur lært ýmis- legt í eftirvinnslu í kvik- myndum, eins og í hljóði og klippingu, en vinnur hjá Þjóðgarðinum á Þing- völlum. Maki: Jón Baldur Boga- son, f. 1983, vinnur hjá Icelandair. Foreldrar: Steingrímur Hauksson, f. 1959, verkfr. hjá Samgöngustofu, og Maggý Dögg Emilsdóttir, f. 1959, búningameistari hjá Borgarleikhúsinu. Haukur Heiðar Steingrímsson 30 ára Kjartan er Mos- fellsbæingur og vinnur í íþróttamiðstöðinni á Varmá. Maki: Telma Hrund Heim- isdóttir, f. 1991, stuðn- ingsfulltrúi í Lágafells- skóla. Sonur: Adrian Ragnar, f. 2016. Foreldrar: Ragnar Antonsson, f. 1963, sjó- maður hjá Úthafsskipum, og Guðbjörg Jensdóttir, f. 1966, rakari að mennt, bús. í Mosfellsbæ. Kjartan Smári Ragnarsson Til hamingju með daginn

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.