Morgunblaðið - 18.03.2019, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 18.03.2019, Blaðsíða 26
26 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 18. MARS 2019 Söngleikurinn Matthildur frumsýndur á Hópferð Systurnar Margrét og Álfrún Örnólfsdætur mættu með kátan barnahóp: Kolbrún Helga Friðriksdóttir, Júlía Stefánsdóttir, Margrét Frið- riksdóttir, Snæbjörn Oddsson og Þorsteinn Stefánsson. Leikhúsfólk Fólk á öllum aldri mætti á frumsýningu. Vigdís Finnbogadóttir, Kristín Eysteinsdóttir, Ástríður Magnúsdóttir og Sveinn Einarsson. Morgunblaðið/Eggert Verið velkomin í verslun okkar Opið virka daga kl. 8:30–17:00 Síðumúli 16 I 108 Reykjavík I Sími 580 3900 I fastus.is fastus.is ELECTROLUX ÞVOTTADAGAR Frá18. mars - 18. apríl verður 25% afsláttur af öllum Electrolux iðnaðarþvottavélum, þurrkurum og strauvélum Ryksuga fylgir með öllum pöntunum sem gerðar eru á iðnaðarþvottavélum, þurrkurum og strauvélum frá 18. mars til 18. apríl. Ryksugan er „tvær í einni“ frá Electrolux KAUP- AUKI! stöð í því hvernig Björk og Einar Örn Benediktsson voru látin sitja í risastórum stólum, með fæturna dinglandi niður. Var þess gætt að spyrjandinn og gestirnir voru aldrei í sama skotinu svo að fyrir áhorf- endur heima í stofu kom þetta út eins og Sykurmolarnir væru pínulitl- ar manneskjur. Strax í kjölfarið barst umboðsmanni þeirra símtal frá manni sem vildi endilega vita hvar honum hefði tekist að finna þetta músíkalska smáfólk.“ Bæði til gagns og ógagns Smám saman efldist íslenska indí- tónlistarsenan, og fleiri listamenn byggðu ofan á þann grunn sem Syk- urmolarnir höfðu lagt, s.s. Björk, Sigur Rós, Múm og kannski núna síðast Of Monsters and Men. Segir Þorbjörg að hugtakið „krútt“ hafi verið notað til að lýsa þessum hópi, og birtist orðið „krúttkynslóðin“ fyrst í grein í Mannlífi 2002. Að sögn Þorbjargar gátu margir nýtt ís- lensku staðalmyndina sjálfum sér til framdráttar. „Þessi náttúruvæna og sakleysislega ímynd virkaði afskap- lega vel, og hjálpaði íslensku tónlist- arfólki eflaust að skera sig úr hópn- um á alþjóðavettvangi – standa upp úr þvögunni. En staðalmyndin gat líka orðið yfirgnæfandi og sumir sem upplifðu íslenska stimpilinn sem smættandi; vildu ekki vera þekktir sem íslenskir tónlistarmenn, heldur einfaldlega vera í tónlistinni á sínum eigin forsendum og láta listsköpun- ina tala sínu máli.“ Gat þetta fólk rekist á hindranir, enda tengdu erlendir umboðsmenn og útgáfufyrirtæki íslenska tónlist við tiltekna ímynd og hljóðheim – þeir voru á höttunum eftir næstu Björk og næstu Sigur Rós. Finna má fjölmörg sambærileg dæmi erlendis frá, þar sem tiltekin menningarstefna varð svo ríkjandi að fór að gera þeim óleik sem stund- uðu listsköpun úr annarri átt. „Má nefna grunge-senuna í Seattle, og „Seattle-sándið“ sem var lengi svo sterkt að annað sem var í gangi í borginni fékk sáralitla athygli. Sama með „Dunedin-sándið“ frá Nýja- Sjálandi sem hreinlega tók yfir alla umræðu erlendis um hvað nýsjá- Þegar staðalmyndin varð  Velgengni indí-hljómsveita mótaði sýn umheimsins á ís- lenska tónlist  Hugmyndin um frumlega, krúttlega íslenska náttúrubarnið hjálpaði mörgum en varð öðrum fjötur um fót Morgunblaðið/Arnaldur Innlifun Jónsi í Sigur Rós mundar fiðlubogann á tónleikum í Laugardals- höll, um það leyti sem áhrif íslenskrar indí-tónlistar voru að ná hámarki. Áhrif Serkennilegir Íslendingar í miklum tengslum við náttúruna birtust líka á hvíta tjaldinu, s.s. í Nóa Albínóa. Tómas Lemarquis í titilhlutverkinu. VIÐTAL Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Á ákveðnum tímapunkti virðist sú ímynd hafa orðið til af íslensku tón- listarfólki að það sé hálfgerðar furðuverur; nokkurs konar krútt- legir álfar sem spretta upp úr hraun- inu og goshver- unum, til að spila og syngja tónlist sem er eins og úr öðrum heimi. Í doktorsritgerðs sinni hefur Þor- björg Daphne Hall rakið þróun ímyndar íslensku tónlistarsen- unnar og lýsir því m.a. hvernig þessi staðalmynd, meðan hún var allsráðandi, gat verkað hamlandi á þá sem voru að skapa list af allt öðr- um toga. Þorbjörg, sem ver ritgerðina í júní, er lektor í tónlistarfræðum við tónlistardeild Listaháskóla Íslands og kviknaði hjá henni áhugi á að komast til botns í því hvað veldur að bæði erlendir tónlistarblaðamenn og fræðimenn hafa, í gegnum tíðina, verið gjarnir á að benda á tengingu milli íslenskrar tónlistar annars veg- ar, og íslenskrar náttúru og lands- lags hins vegar. Hún rakti slóðina alla leið að myndbandi Sykurmolanna fyrir lag- ið „Birthday“ árið 1988. „Lagið kom Sykurmolunum á kortið hjá tónlist- arpressunni en í myndbandinu þeirra nota þau það sem kalla mætti í dag hálfgerðar klisjur; fossa, svarta sanda, hveri og jökla, í bland við húmor. Staðalmyndin um þau sem furðufugla fer að mótast og kom t.d. fram í viðtali hjá breskri sjónvarps- Þorbjörg Daphne Hall

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.