Morgunblaðið - 18.03.2019, Page 13
FRÉTTIR 13Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 18. MARS 2019
GLÆNÝ
LÍNUÝSAKLAUSTUR-BLEIKJA
Opið virka daga 10.00 - 18.15 laugardaga 11.00 - 14.00 | Gnoðarvogi 44, 104 Reykjavík | sími: 588 8686
ÞORSKHNAKKAR
GLÆNÝ LÚÐA
Gómsætir og girnilegir réttir í fiskborði beint í ofninn
N FRÁ
NÝLÖGUÐ HUMARSÚPA
Hópur Íslendinga er staddur í Abu
Dhabi og Dubai um þessar mundir
og taka þar alls 38 íslenskir kepp-
endur þátt í heimsleikum Special
Olympics, sem hófust á fimmtudag-
inn síðastliðinn. Um er að ræða sum-
aríþróttaleika fyrir fatlað fólk úr öll-
um heimshornum, þar sem rík
áhersla er lögð á að styrkja sjálfs-
mynd keppenda.
Keppt er í 24 einstaklings- og hóp-
íþróttagreinum en íslenskir kepp-
endur keppa í tíu þeirra. Meðal
íþrótta sem íslensku keppendurnir
keppa í eru botsía, badminton, frjáls-
ar íþróttir, sund og knattspyrna.
Keppt er í sundi og knattspyrnu í
Dubai en fara allar aðrar keppnir
fram í Abu Dhabi.
Íslenski hópurinn hóf ferðalagið á
þriggja daga dvöl í borginni Fujairah
í Sameinuðu arabísku furstadæm-
unum og var þar hópurinn formlega
boðinn velkominn til landsins. Íbúar
bæjarins höfðu lagt mikið á sig við að
bjóða hópinn velkominn, efndu til
sýninga og viðburða og létu íslenska
þjóðsönginn hljóma í barnaskólanum
þar sem hópurinn var boðinn vel-
kominn af heimamönnum. Anna Kar-
ólína Vilhjálmsdóttir, ein tveggja far-
arstjóra ferðarinnar, segir ferðina
hafa gengið ljómandi vel. „Þarna
voru íbúar búnir að leggja mikið á sig
við að bjóða okkur velkomin, þau
efndu til sýninga og kenndu okkur
leiki í barnaskólanum. Þetta var eins
og að koma til heimabæjar sem tekur
öllum gestum með opnum örmum,“
segir Anna Karólína.
Heimsleikarnir hófust formlega á
fimmtudaginn síðastliðinn og standa
nú yfir fram til 20. mars. Vel hefur
gengið hjá karlalandsliðinu í fótbolta
á leikunum, en liðið vann 3-2 sigur
gegn Arúba á föstudag og 3-0 sigur
gegn Írlandi á laugardag. Þar með
sigraði liðið riðilinn og hefur tryggt
sér sæti í úrslitaleik mótsins, þrátt
fyrir að liðið eigi eftir að keppa einn
leik í viðbót. Sá er gegn Eistlandi í
dag og hefst klukkan hálfellefu, en
liðið tók frí í gær og safnaði kröftum
fyrir seinasta leik riðilsins.
Anna segir þó að ekki sé lögð höf-
uðáhersla á verðlaun heldur heim-
spekina á bak við keppnina. „Við höf-
um ekki verið að leggja mikla áherslu
á að vinna gullið, heldur frekar að all-
ir séu með og fái tækifæri til að vera
sigurvegarar, því það hefur góð áhrif
á sjálfsmyndina,“ segir Anna.
Setningarathöfnin Keppendur Íslands eru 38 talsins. Þeir fjölmenntu á setningarathöfn heimsleikanna.
Knattspyrnuliðið Karlalandsliðið í knattspyrnu hefur tryggt sér sæti í úrslitum mótsins. Seinasti leikur riðilsins er
gegn Eistlandi og fer fram í dag mánudag klukkan hálfellefu.
Fjöldi Íslend-
inga keppir á
heimsleikum
Heimsleikarnir Special Olympics
hafnir Gott gengi í knattspyrnu