Morgunblaðið - 18.03.2019, Qupperneq 25
DÆGRADVÖL 25
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 18. MARS 2019
Ármúla 26 | 108 Reykjavík | Sími 578 4400 | heimilioghugmyndir.is
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Það er í góðu lagi að gera áætlanir
og vera stórhuga, ef þú bara gætir þess að
hafa báða fætur á jörðunni.
20. apríl - 20. maí
Naut Hreinskilni þín er aðdáunarverð, en
veltu því samt fyrir þér, hvernig þú átt að
bera þig á mikilvægum augnablikum. Þú
færð óvæntar fréttir.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Sýndu nú hvað í þér býr og taktu
til hendinni við húsverkin. Langar þig aftur í
nám? Hvað heldur aftur af þér?
21. júní - 22. júlí
Krabbi Ekki hugsa þig tvisvar um ef þú
færð tilboð sem þér líst vel á. Stundum þarf
að toga allt út með töngum vilji fólk fá svar
hjá þér, gerðu fólki nú auðveldara fyrir.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Láttu þér ekki bregða þótt gamall vin-
ur verði þér til einhverra leiðinda. Nágranna-
erjur draga úr þér allan mátt, en ganga fljótt
yfir.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Aðstæður í vinnunni eru óljósar og
ruglingslegar og hugsanlega eitthvert
laumuspil á ferðinni. Fólk gerir það sem þú
biður það um með glöðu geði.
23. sept. - 22. okt.
Vog Allir eiga sér draum sem gott er að
dvelja í þegar tóm gefst til. Gættu þess að
láta reiðina ekki ná tökum á þér því þá ertu
dæmdur til þess að verða undir.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Haltu efasemdum þínum hjá
þér á meðan tíminn leiðir í ljós hvort þú hef-
ur á réttu að standa eða ekki. Hættu að
reiða þig á aðra og farðu eftir eigin sam-
visku.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Þú munt sennilega hafa mikil
áhrif á einhvern í dag. Gagnrýni á aðra á yf-
irleitt við mann sjálfan. Leggðu þig heldur
fram um að bæta samskiptin því maður er
manns gaman.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Þú hugsar mikið um tilgang lífs-
ins þessa dagana. Leitaðu þér aðstoðar og
komdu lagi á tilfinningalíf þitt. Ekki tefla í
tvísýnu með peningana þína.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Samstarfsfélagar sýna þér stuðn-
ing. Reyndu að ná sáttum við þá sem eru
þér andsnúnir í fjölskyldudeilum.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Oft var þörf en nú er nauðsyn að þú
beinir athyglinni að því að rækta sjálfa/n þig
andlega og líkamlega. Þú hugsar einhverjum
þegjandi þörfina.
Guðmundur Arnfinnsson birti áBoðnarmiði og kallar: „Hótel
rís“:
Í Víkurkirkjugarði á gröfum rís
nú glæsihótel, því er verr og miður,
við slíku bákni mörgum hugur hrýs,
um hótel þetta ríkir enginn friður.
Með loftpressum er djöflast dag og nótt
og drunur berast yfir sæ og hauður.
Í Víkurgarði væri mér ei rótt,
ég vildi ekki liggja þarna dauður.
Á mánudag skrifaði Sigrún Har-
aldsdóttir: „Helgin var dásamleg,
stillt veður og bjart, ég átti góðar
stundir með hrossunum.“:
Sannlega ég sælu nóga
og sefjan tókst að finna
er góusólin gyllti bóga
gæðinganna minna.
Deginum áður hafði Sigrún haft
orð á því að það væru sviptingar í
veðrinu:
Senn mun brimhvít bára
blunda milli stríða
því í kjölfar kára
kemur lognið þýða.
Hólmfríður Bjartmarsdóttir, –
Fía á Sandi – segir, að hinn 4. febr-
úar 2010 hafi vinkona sín sent sér í
pósti 50 kvenkenningar til að nota í
stökur. Hún kveðst einhvers staðar
hafa birt þessar áður en það sé
langt síðan. – „Þorrablót í tvinna-
hrundaklúbbnum“ kallar hún þær:
Auðarhlínarauðargná
átti von á silkihlín
og baugagrund og baugagná
báru inn trog og þorravín.
Tvinnahrundir hresstust vel
en hringafoldin unga
ekki vildi súran sel
en silkihlín át punga.
Fálabaugahringahrund
hringabrúna grætti
og freyjutáragullþornsgrund
grét og hár sitt tætti.
Engan vefinn ofið hefur
eðalsilkihrundin.
Menjaristin reyndar sefur
röflar keytugrundin.
Þetta er óvenjuleg og skondin
vetrarstemning hjá Magnúsi Geir
Guðmundssyni:
Kuldatíðin krumlusterka kreistir Frón.
Víða leggur vatn og lón,
virkilega fögur sjón.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Af Víkurkirkjugarði og
kvenkenningar
„SJÖ!”
„MIG DREYMDI AÐ ÉG VÆRI AÐ AKA NIÐUR
FJALLSHLÍÐ OG AÐ BREMSURNAR HEFÐU
BILAÐ.”
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... knús á dag.
Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann
EITT-NÚLL!
HVENÆR VERÐUR MATURINN
TILBÚINN?
EINHVERN TÍMANN
Í NÆSTU VIKU!
SPÁ 2500 KR.
TÖFRABRÖGÐ 1500 KR.
MIÐILSFUNDUR 1500 KR.
BIÐSTOFA
HUGSIÐ UM
TÖLU
Listar með nöfnum fermingar-barna vorsins eru ekki lengur
birtir opinberlega, eins og sagði frá í
Morgunblaðinu. Þetta var furðu-
frétt vikunnar. Hér koma til Evr-
ópureglur um persónuvernd en skv.
þeim er litið svo á að ferming sé
heimild um trúarafstöðu sem teljist
til viðkvæmra persónuupplýsinga
sem sjálfsagt er satt og rétt. Reglu-
verk þetta er samt frekar hlægilegt
séu mál skoðuð í stóru samhengi. Sé
nöfnum fólks slegið upp á Google
koma strax fram hinar og þessar
færslur sem gefa strax mynd af lífi,
starfi og lífsafstöðu viðkomandi. Í
gegnum heimabankann höfum við
þjóðskrána og getum þar séð hvar
fólk býr og sakir fámennis á landinu
bláa þá vitum við almennt talað
býsna mikið um samferðafólk okkar.
Í því ljósi er frekar fáfengilegt að
banna birtingu á nöfnum fermingar-
barna; verið er að fylgja regluverki
og lagabókstaf eftir án neins sýni-
legs tilgangs. Er það ekki í fyrsta
sinn sem slíkt gerist, regluverk sem
kemur hrátt að utan er oft í engu
samræmi við íslenskar aðstæður.
x x x
Veröldin er lítil og smækkar ört. ÍMorgunblaðinu í vikunni sagði
frá Margréti Þóru Einarsdóttur á
Akureyri sem hafði setið á nám-
skeiði suður á Ítalíu með tveimur af
þeim sem svo fórust í hinu hörmu-
lega flugslysi í Eþíópíu. Í fréttinni
var sögð merkileg saga – komin bein
íslensk tenging við atburð sem hefur
verið í heimsfréttum. Á veraldarvísu
hefur flugslysið svo haft áhrif um
um allan heim, svo sem á rekstur
Icelandair.
x x x
Á föstudag var ógnarverkið í borg-inni í Christchurch á Nýja-
Sjálandi sem kostaði 50 manns lífið
svo efst á baugi. Í Mogganum á
laugardag var svo rætt við Eggert
Eyjólfsson, íslenskan lækni sem
starfar á neyðarmóttöku sjúkra-
hússins, sem lýsti því meðal annars
hvernig brugðist hefði verið við á
spítalanum og hvernig andrúms-
loftið í borginni væri. Frásögn hans
var mikilvæg; gaf lesendum hér
heima góða tilfinningu fyrir atburði
og málavöxtum. vikverji@mbl.is
Víkverji
Ég hef elskað yður eins og faðirinn hef-
ur elskað mig. Verið stöðug í elsku
minni.
(Jóh: 15.9)