Morgunblaðið - 18.03.2019, Blaðsíða 15
FRÉTTIR 15Erlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 18. MARS 2019
TUDOR rafgeymar
TUDOR TUDOR
Er snjósleðinn tilbúinn
fyrir vetrarkuldann?
Bíldshöfða 12 • 110 Rvk • 577 1515 • skorri.is
Mikið úrval - Traust og fagleg þjónusta
Veldu
öruggt
start með
TUDOR
Þúsundir serbneskra mótmælenda
söfnuðust saman í kringum forseta-
höllina í Belgrad í gær til þess að
mótmæla ríkisstjórn Aleksandars
Vucic forseta. Mótmælendurnir
saka Vucic um einræðistilburði og
um að reyna að þagga niður í fjöl-
miðlum. Mótmælendurnir hafa
komið saman vikulega frá því í des-
ember en þeir hafa nýverið gerst
djarfari og leiðtogar stjórnarand-
stöðunnar hafa látið meira á sér
bera meðal þeirra. Á laugardaginn
ruddust mótmælendur inn á skrif-
stofur serbneska ríkisútvarpsins
RTS og heimtuðu að fá að ávarpa
þjóðina. Mótmælendurnir við for-
setahöllina kröfðust þess að fólk
sem hefði verið fangelsað í fyrri
mótmælum yrði látið laust.
Mótmælendur um-
kringja forsetahöllina
Serbar Mótmælandi situr fyrir framan
lögreglusveitir í Belgrad.
SERBÍA
AFP
Þorgrímur Kári Snævarr
thorgrimur@mbl.is
Nýja-Sjáland er í sárum þremur dög-
um eftir hryðjuverkaárásina sem
gerð var á tvær moskur í Christch-
urch á föstudaginn. Um 12.000 manns
komu saman á Basin-krikketleik-
vanginum í Wellington-borg til þess
að votta fórnarlömbum árásarinnar
virðingu sína í gær auk þess sem
nýsjálenska sinfóníuhljómsveitin
steig á svið og ýmsir áhrifamenn í
nýsjálensku þjóðfélagi héldu ræður
til að votta ættingjum hinna látnu
samúð sína. Upphaflega átti að halda
viðburðinn á Te Ngâkau-torginu í
Wellington en hann var fljótt færður
á leikvanginn þegar ljóst var hve mik-
il aðsóknin yrði.
„Þetta er yfirlýsing á því að maður
standi með þeim sem hafa verið
meiddir og þjást enn,“ sagði Dulcie
Johnston, ein þeirra sem sóttu
samstöðufundinn í Wellington, við
blaðamann nýsjálenska vefmiðilsins
Stuff. Hún sagðist ekki vera hissa á
mannfjöldanum. „Þetta er Wellington
og svona gerum við hér. Ég á ekki von
á neinu minna.“
„Tími kominn til breytinga“
Jacinda Ardern, forsætisráðherra
Nýja-Sjálands úr Verkamanna-
flokknum, boðaði í gær að breytingar
yrðu gerðar á nýsjálenskri byssulög-
gjöf vegna árásarinnar. „Við reynd-
um að breyta lögunum okkar árin
2005, 2012 og eftir rannsókn árið
2017,“ sagði hún á blaðamannafundi.
„Núna er tími kominn til breytinga.“
Samkvæmt núverandi skotvopna-
lögum á Nýja-Sjálandi er tiltölulega
rúm heimild til eignar á ýmsum hálf-
sjálfvirkum skotvopnum sem eru al-
farið bönnuð í ríkjum eins og Ástralíu
og Bretlandi. Hryðjuverkamaðurinn
hafði undir höndum fimm skotvopn,
þar á meðal tvær hálfsjálfvirkar
byssur og tvær haglabyssur, sem
hann virðist hafa keypt löglega með
byssuleyfi á skotvopnum í „A-flokki“
sem hann fékk árið 2017. Ríkisstjórn
Arderns gaf út yfirlýsingu fljótlega
eftir árásina í Christchurch að hún
hygðist banna hálfsjálfvirkar byssur.
Óvíst er hvort stjórnarandstaðan
mun spyrna fótum gegn hertri
byssulöggjöf. Árið 2017 fór ríkis-
stjórn nýsjálenska Þjóðarflokksins
aðeins eftir sjö af tuttugu breyting-
artillögum á byssulögum sem sér-
stök rannsóknarnefnd lagði fram.
Meðal breytinganna sem var hafnað
var bann við hálfsjálfvirkum rifflum.
Simon Bridges, formaður Þjóðar-
flokksins og leiðtogi stjórnarandstöð-
unnar, gaf hins vegar til kynna í
morgun á staðartíma að afstaða hans
hefði breyst í kjölfar árásarinnar á
föstudaginn.
„Það var þá,“ sagði hann í viðtali í
þættinum The AM Show um afstöðu
flokks síns til byssulöggjafar árið
2017. „Allt hefur breyst. Ekki mis-
skilja mig – ég er ekki að segja að við
ættum ekki að breyta skotvopnalög-
um. Ég veit ekki sjálfur hvað hefði
getað komið í veg fyrir þetta. […] við
vorum með mann sem hafði sprengi-
efni í bílnum sínum.“ Bridges bætti
við að hann vildi heyra hvað forsætis-
ráðherrann legði til og eiga uppbyggi-
legar samræður og samstarf til að
koma á breytingum.
Samkvæmt nýsjálenska fréttamiðl-
inum Newshub hafa nýsjálenskir
byssuunnendur þyrpst í skotvopna-
verslanir frá því að árásin var gerð til
þess að kaupa hálfsjálfvirk skotvopn
áður en tækifæri gefst til að banna
sölu þeirra. „Jacinda er líklega sölu-
maður ársins,“ sagði einn þeirra á
bloggsíðu sinni.
Réttað í málinu innanlands
Samkvæmt frétt Newshub eru
nýsjálensk stjórnvöld að íhuga að
gera árásarmanninn, Ástrala að nafni
Brenton Harrison Tarrant, brottræk-
an frá Nýja-Sjálandi eftir að búið er
að rétta yfir honum. Ardern forsætis-
ráðherra hefur þó lagt áherslu á að
hann verði ákærður á Nýja-Sjálandi
og að réttarhöldin muni fara þar
fram.
Brenton Tarrant er fæddur og upp-
alinn í Ástralíu. Í stefnuskrá sem
hann birti fyrir árásina sagðist hann
hafa orðið fyrir innblæstri af hryðju-
verkaárásum Anders Breivik í Nor-
egi árið 2011. Tarrant hafði ferðast
um heiminn síðustu árin og hafði
meðal annars komið til Íslands fyrir
tveimur árum.
Eftirköst Christchurch-
árásarinnar rétt að byrja
Rætt um ný byssulög, samstöðu með innflytjendum o.fl. eftir hryðjuverkaárás
AFP
Árás Fána Nýja-Sjálands var varpað á turnana í Kúveitborg í gær til að votta fórnarlömbum árásarinnar virðingu.
Þorgrímur Kári Snævarr
thorgrimur@mbl.is
Ríkisstjórn Bretlands varaði við því í
gær að mögulega yrði ný atkvæða-
greiðsla um skilmála áætlaðrar út-
göngu landsins úr Evrópusamband-
inu ekki haldin í vikunni. Tveir
ráðherrar í ríkisstjórn Theresu May
sögðu að erfitt væri að réttlæta enn
eina atkvæðagreiðsluna sæi stjórnin
ekki fram á að geta aflað sér þing-
stuðnings fyrir samþykki á samn-
ingnum sem May hefur unnið að með
leiðtogum ESB.
Allt er þá tvennt er?
Neðri deild breska þingsins hefur
tvisvar neitað að samþykkja samn-
inga sem May vann að ásamt samn-
ingamönnum Evrópusambandsins.
Þessir samningar áttu m.a. að
tryggja að Bretland hefði áfram að-
gang að innri markaði ESB og að
ekki þyrfti að hefja landamæraeft-
irlit milli Norður-Írlands og Lýð-
veldisins Írlands þegar Bretland
gengur úr sambandinu. Aftur á móti
hafnaði þingið einnig möguleikanum
á því að yfirgefa Evrópusambandið
án nokkurs samnings síðastliðinn
miðvikudag. May hafði lýst því yfir
að hún sæktist eftir þriðju atkvæða-
greiðslunni á miðvikudaginn en nú
lýsa ráðherrar hennar yfir efasemd-
um um að hún verði haldin.
Breska þingið samþykkti á
fimmtudaginn að sækja um frest á
útgöngu Bretlands úr Evrópusam-
bandinu, sem verður að öllu óbreyttu
29. mars næstkomandi. Óvíst er þó
hvort leiðtogar Evrópusambandsins
munu fallast á að gefa Bretum frest
fram yfir tilsettan útgöngudag. Sér-
staklega er þrætt um það hvort
Bretar verði að taka þátt í kosning-
um til Evrópuþingsins sem fara fram
í maí ef viðræður á breska þinginu
dragast áfram á langinn.
AFP
UK Brexit-sinnar telja sig illa svikna.
Brexit-samningur
May í vaskinn?
Óvíst um þriðju atkvæðagreiðsluna
Að minnsta kosti
150 manns eru
látnir og enn fleiri
týndir í Malaví,
Mósambík og Sim-
babve eftir að hita-
beltisstormurinn
Idai gekk yfir suð-
vestanverða Afr-
íku um helgina.
Umhverfisráð-
herra Mósambík,
Celso Coreia, sagði fullvíst að tala
hinna látnu mundi hækka áður en
yfir lyki og bætti við að hann teldi
þetta verstu náttúruhamfarir í sögu
landsins. Stjórn Simbabve hefur lýst
yfir neyðarástandi þar sem stormur-
inn fór yfir. Þúsundir manna hafa
hrakist á vergang út af flóðum sem
fylgja storminum.
Stormurinn Idai fer
hamförum um Afríku
Idai Stormur í
Simbabve.
MALAVÍ, MÓSAMBÍK, SIMBABVE