Morgunblaðið - 18.03.2019, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 18.03.2019, Blaðsíða 12
12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 18. MARS 2019 FYRIR HÚÐ OG HÁR Omega3 SKIN er sérstaklega smíðuð til að viðhalda heilbrigðri húð og gljáa. Hylkin innihalda m.a. omega3 fitusýrurnar EPA og DHA og sjávar kollagen. www.lysilife.is F æ st í a p ó te k u m NÝ TT FRÁ LÝ S IF Y R IR H ÚÐ OG H Á R NÝTT Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Gleðin í starfinu felst í því aðskapa eitthvað fallegt. Þaðer líka sagt að fötin skapimanninn og því felst margt í þeim iðnum sem við kenn- um,“ segir Bryndís Böðvarsdóttir, kennari í fataiðn við Handverksskól- ann – sem er einn af þeim undir- skólum sem mynda Tækniskólann – skóla atvinnulífsins. Fjölmenni sótti námskynninguna Mín framtíð 2019 sem var í Laugardalshöll í Reykjavík frá fimmtudegi til og með laugardegi. Hátt í 200 ungmenni kepptu á hátíð- inni um Íslandsmeistaratitil í sínu fagi, en aðalmálið var kynning 33ja skóla víða um land á hinum ýmsu námsleiðum sem bjóðast. Þúsundir nema úr grunnskólum, víða á land- inu, mættu á svæðið. Fleiri í fatanámið Á Íslandi er rík hefð fyrir því að ungmenni fari í bóknám og braut- skráist með stúdentspróf. Reynt er þó eftir megni að vekja áhuga ungs fólks á möguleikunum sem bjóðast í iðnnámi og víst eru tækifærin þar mörg, hvort sem það er í trésmíði, málmiðnum, matreiðslu, fiskvinnslu og svo mætti áfram telja. Og svo eru það handverkið og fötin sem margir sýndu áhuga. „Aðsóknin hefur verið að aukast. Í fyrravetur voru um 30 nem- ar hjá okkur á fataiðnbraut en eru núna um 50. Við eigum hins vegar talsvert í að ná því sem var fyrst eftir hrun. Þá var mikil vakning fyrir hverskonar handverki og skapandi greinum og nemendurnir hátt í 120 talsins þegar best lét,“ segir Bryndís. Fyrirkomulagið er þannig að eftir tveggja ára nám geta nemar brautskráðst sem fatatæknar. Eftir það er hægt að halda áfram í sérnám í klæðskurði og kjólasaum; nám sem tekur önnur tvö ár. Að því loknu er tekið sveinspróf sem veitir rétt til að starfa í iðninni og einnig aðgang að iðnmeistaranáminu. „Krakkarnir sem koma inn í fatatækninámið læra öll helstu vinnubrögðin, fjölbreytta saum- tækni, sniðagerð, efnisfræði og svo framvegis. Í sjálfu sér er námsefnið og vinnan tekin alveg frá grunni og byggt jafnt og þétt ofan á það. Marg- ir nemendur okkar hafa einhverja undirstöðu úr saumaskap en það er þó mjög misjafnt og alls ekki nauð- synlegt. Allir eiga það sameiginlegt að elska að skapa og vinna með hönd- unum,“ segir Bryndís sem starfaði við sniðagerð hjá 66° áður en hún kom til starfa hjá Tækniskólanum. – Hún segir að lokum: Ósigrandi í gæðavinnu „Eftir tveggja ára nám í fata- tækni fara sumir nemenda okkar í fatahönnunarnám, það er við Lista- háskóla Íslands eða til útlanda. At- vinnumögleikar þeirra sem klára sérnámið í klæðskurði og kjólasaum eru margir. Allt byggist þetta á út- sjónarsemi fólks; eljunni við að skapa sér störf, fara í eigin rekstur, sér- saum, vinna við leikhúsin, á sauma- stofum, hjá útivistarfyrirtækjum, verslunum og svo mætti áfram telja. Annars er innflutningurinn á fata- markaði ráðandi og sé einvörðungu tekið tillit til magns er íslensk fram- leiðsla og handverk aldrei sam- keppnisfært. Þegar kemur hins veg- ar að gæðunum erum við bókstaflega ósigrandi,“ segir Bryndís Böðvars- dóttir. Morgunblaðið/Eggert Framtíð Hér er saumað af listfengi og útkoman verður frábær. Fataiðn er mjög skapandi Fötin skapa manninn! Nám í fataiðnum við Tækniskólann er vinsælt og vekur athygli. Gleðin fylgir starfinu, segir kenn- ari og bendir á ýmsa atvinnumöguleika sem bjóðast. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Kennari Bryndís Böðvarsdóttir við gínur sem eru ómissandi við sniðagerð. Hún segir aðsókn hafa aukist í námið. Margt áhugavert er á dagskrá Júlíönu – hátíðar sögu og bóka í Stykkis- hólmi sem nú er framundan. Dag- skráin hefst á fimmtudag, 21. mars og stendur til og með sunnudegi, 24. mars. Við setningarathöfn í Vatna- safninu verður tónlistarflutningur og ljóðalestur, veitt verðlaun í smá- sagnasamkeppni og veitt viðurkenn- ing fyrir framlag til menningarmála. Á föstudag verður sömuleiðis margt í gangi þegar sveinar og meyj- ar lesa úr bókinni Ör eftir Auði Övu í Amtsbókasafninu, í Stykkishólmi, Bónus, Bókaverzlun Breiðafjarðar, Skipavík og Hótel Egilsen. Margt fleira er á dagskránni á föstudeg- inum, svo sem Harry Potter og heila- blæðingin; frásögn mæðgnanna Önnu Sigrúnar Baldursdóttur og Guðrúnar Mörtu Ársælsdóttur. Síðdegis á laugardag, kl. 15.45, verður Viktor Arnar Ólafsson, rithöf- undur í Vatnasafni, og flytur þar er- indi sem hann nefnir Flateyjargáta – saga verður til og á sitt líf. Mun hann þar og þá segja frá tilurð skáldsögu sinnar sem gerð var eftir sjónvarps- mynd sem vakti athygli. Sjá má nánar um hátíðina á Facebook-síðunni: Júlíana – hátíð sögu og bóka 21.- 24. mars 2019. Júlíana – hátíð sögu og bóka í Stykkishólmi Lesið úr bókum, tónlistarflutn- ingur, ljóðin og Harry Potter Morgunblaðið/Sigurður Bogi Hólmurinn Menningin blómstrar í bænum fagra við Breiðafjörðinn. „Handverkið heillaði,“ segir Hafrún Harðardóttir, nemi í klæðskeraiðn. „Á unglingsárum vestur í Ólafsvík hafði ég áhuga á að læra tölvunarfræði og saumaskap og tók þetta allt mjög skipulega. Tölvunáminu við HÍ lauk ég fyrir nokkrum ár- um og fór þá í fataiðnina, sem stóð hjarta mínu alltaf nærri. Hafði verið mikið hjá ömmu minni sem sinnti saumaskap og þaðan er áhugi minn væntan- lega kominn.“ Hafrún brautskráist að ári sem klæðskeri, en í vor fer hún í verknám á saumastofu í Perth í Skotlandi. Verður þar í fjóra mánuði í gegnum Erasmus+ sem er skiptinemaáætlun Evr- ópusambandins. „Það er dýr- mætt tækifæri að fara til út- landa og læra um vinnbrögð og tísku þar. Safna þannig reynslu í sarpinn,“ segir Hafrún sem á námskynningunni í Laugardals- höll var að sauma tweed-jakka úr ull á unnusta sinn, Einar Árnason. Ullarjakki á unnustann ÚR TÖLVUM Í KLÆÐSKURÐ Fataiðn Hafrún Harðardóttir lagar bryddingar á jakkanum góða.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.