Morgunblaðið - 18.03.2019, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 18. MARS 2019
Veður víða um heim 17.3., kl. 18.00
Reykjavík 3 alskýjað
Hólar í Dýrafirði 0 skýjað
Akureyri 2 alskýjað
Egilsstaðir 2 léttskýjað
Vatnsskarðshólar 2 skýjað
Nuuk -4 skýjað
Þórshöfn 5 heiðskírt
Ósló 2 skýjað
Kaupmannahöfn 6 léttskýjað
Stokkhólmur 5 léttskýjað
Helsinki 0 snjókoma
Lúxemborg 6 rigning
Brussel 6 skúrir
Dublin 10 rigning
Glasgow 8 skýjað
London 7 skúrir
París 7 skúrir
Amsterdam 8 léttskýjað
Hamborg 6 léttskýjað
Berlín 7 léttskýjað
Vín 18 heiðskírt
Moskva 1 skýjað
Algarve 21 heiðskírt
Madríd 18 heiðskírt
Barcelona 16 léttskýjað
Mallorca 19 heiðskírt
Róm 15 léttskýjað
Aþena 18 heiðskírt
Winnipeg -5 skýjað
Montreal -4 skúrir
New York 3 léttskýjað
Chicago 3 léttskýjað
18. mars Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 7:36 19:37
ÍSAFJÖRÐUR 7:41 19:41
SIGLUFJÖRÐUR 7:24 19:24
DJÚPIVOGUR 7:06 19:06
VEÐUR KL. 12 Í DAG
Á þriðjudag Suðvestan 10-18 m/s, hvassast við
suðurströndina. Skúrir eða él. Hiti við frostmark.
Á miðvikudag og fimmtudag Suðvestanáttir og
éljagangur, en þurrt og bjart norðaustan til.
Sunnan 13-20 m/s, hvassast NV-til og rigning víða um land, en þurrt NA-lands. Hægt hlýnandi
veður, hiti 2 til 8 stig.
Bir
tm
eð
fyr
irv
ar
au
m
pr
en
tvi
llu
r.
He
im
sfe
rð
ir
ás
kil
ja
sé
rr
étt
til
lei
ðr
étt
ing
aá
slí
ku
.A
th.
að
ve
rð
ge
tur
br
ey
st
án
fyr
irv
ar
a.
595 1000
Gran Canaria
Einn vinsælasti áfangastaður Íslendinga
Frá kr.
138.995
26. MARS Í 18 NÆTUR
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
„Í fyrsta lagi finnast mér þessi við-
brögð, ummæli og ályktun sveitar-
stjórnarfólks vera úr öllu samhengi
við efni málsins,“ segir Bjarni Bene-
diktsson, fjármála- og efnahagsráð-
herra, spurður um þau hörðu mót-
mæli sem sveitarstjórnarmenn hafa
haft í frammi um að til standi að
skerða framlög til Jöfnunarsjóðs
sveitarfélaga um 3,3 milljarða á
næstu tveimur árum í ríkisfjármála-
áætlun fyrir árin 2020-2024.
„Þetta byrjar á því að ekki er
komin fram nein tillaga um skerð-
ingu á framlagi til jöfnunarsjóðs-
ins,“ segir Bjarni. „Það er hins veg-
ar rétt að við höfum nefnt við
fulltrúa sveitarfélaganna að við vild-
um fara fram á að sveitarfélögin
myndu halda sömu krónutölu og
verið hefur í framlagi til sveitarfé-
laganna næstu tvö árin. Þetta var
hugsað sem framlag sveitarfélag-
anna til þeirrar stöðu sem er uppi í
efnahagsmálum og myndi þá styðja
við markmið stjórnvalda, ríkis og
sveitarfélaga, um afkomuna á næstu
árum,“ segir hann.
Ríkið ber kostnaðinn vegna
aðgerða á vinnumarkaði
Bjarni segir jafnframt rétt að láta
þess getið í þessu samhengi að það
sé ríkið sem beri kostnaðinn vegna
þeirra aðgerða sem eru til umræðu
við aðila vinnumarkaðarins. „Þar
má nefna hækkun atvinnuleysis-
bóta, lengingu fæðingarorlofs,
hækkun barnabóta, við erum að
kynna skattalækkanir upp á 15
milljarða króna og stofnframlög til
byggingar á félagslegu húsnæði –
allt eru þetta aðgerðir sem eru mik-
ilvægar fyrir framvindu mála á
vinnumarkaði og ríkið sér eitt um að
fjármagna og hrinda í framkvæmd,“
segir Bjarni.
„Fyrir mér er ekki óeðlilegt að
sveitarfélögin leggi eitthvað af
mörkum en við heyrum skýran tón
frá þeim um að þau virðist ekki
tilbúin. Það kemur mér á óvart og
þá sérstaklega þegar um er að ræða
hugmynd sem er teflt fram á vinnu-
fundi, að menn hlaupi þá til og byrji
að álykta, í ljósi þess hve víðtækt
samstarf er milli ríkis og sveitarfé-
laga. Að tala um að setja í uppnám
öll fjárhagsleg samskipti ríkis og
sveitarfélaga vegna hugmyndar sem
er nefnd á fundi finnst mér vera úr
öllu samhengi og óskiljanlegt. Þetta
er óþarfa upphlaup af litlu tilefni,“
segir hann.
Samkvæmt starfsáætlun Alþingis
á Bjarni að mæla fyrir væntanlegri
ríkisfjármálaáætlun á Alþingi 26.
mars. Spurður hvort eitthvað fleira
þurfi að endurskoða svarar hann því
játandi. „Við höfum verið að létta af
sveitarfélögunum tuga milljarða
króna lífeyrisskuldbindingum á
undanförnum árum og fært til betri
vegar ýmis önnnur mál. Þessi tónn
kom mér því verulega mikið á óvart.
Við erum líka að auka aðhaldið í
þeim forsendum sem við vinnum
með í dag. Allt er þetta vegna fjár-
málaáætlunar og vinnu sem er ekki
komin fram. En stjórn Sambands ís-
lenskra sveitarfélaga er farin að tjá
sig um mál sem eru ekki komin
fram sem formaðar tillögur,“ segir
Bjarni.
Stendur ógn af óvissuþáttum
Hann bendir á að hagspá geri ráð
talsvert minni vexti en verið hefur.
„Við getum lifað við hagspárnar eins
og þær eru núna, en okkur stendur
aðallega ógn af öðrum óvissuþáttum
eins og í fluginu, vegna loðnubrests
og vegna kjarasamninga. Það eru
ógnirnar sem við stöndum frammi
fyrir í dag. Þetta atriði milli ríkis og
sveitarfélaga er lítill hausverkur við
hliðina á hinu,“ segir hann.
Spurður hvort sé minna svigrúm
til aðkomu að kjarasamningum
vegna loðnubrests, ástandsins í flug-
heiminum og fleiri en verið hefur,
segir Bjarni að staðan sé góð að
óbreyttu. „Krafturinn í íslensku
efnahagslífi hefur verið mikill, meiri
vöxtur á síðasta ári en við gerðum
ráð fyrir. Að óbreyttu er staðan góð
en óvissan er óþægileg og ef við
verðum fyrir áfalli, til dæmis í ferða-
þjónustunni, mun það hafa mikil
áhrif á ríkisfjámálin,“ segir Bjarni
að lokum.
„Óþarfa upphlaup af litlu tilefni“
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, segir ekki komna fram neina tillögu um skerð-
ingu á framlagi til jöfnunarsjóðs „Þessi tónn kom mér því verulega mikið á óvart,“ segir hann
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Staða efnahagsmála „Fyrir mér er ekki óeðlilegt að sveitarfélögin leggi
eitthvað af mörkum,“ segir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra.
Stjórn Sambands íslenskra
sveitarfélaga samþykkti fyrir
helgi harðorða bókun vegna
skerðinga sem hún sagði að
fjármála- og efnahagsráðherra
hefði lagt til á framlögum til
Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga.
Krafist er viðræðna við ráð-
herra og að gripið verði til rót-
tækra aðgerða ef þær viðræður
leiði ekki til ásættanlegrar nið-
urstöðu fyrir sveitarfélögin.
Hóta róttækum
aðgerðum
SVEITARFÉLÖGIN
Andri Yrkill Valsson
yrkill@mbl.is
Ekki var einhugur innan stjórnar
dómstólasýslunnar um samþykkt
bókunar eftir fund hennar á föstu-
dag, en tilefnið var dómur Mannrétt-
indadómstóls Evrópu frá 12. mars
síðastliðnum er varðar skipun dóm-
ara í Landsrétt.
Benedikt Bogason, formaður
stjórnar dómstólasýslunnar, segir í
samtali við Morgunblaðið að stjórn-
völd hafi farið nokkuð geyst í að full-
yrða það að vísa ætti dómi Mannrétt-
indadómstólsins til yfirdeildar hans
áður en faglegt mat var lagt á slíkt.
„Í fyrsta viðtali eftir að dómurinn
féll lýsti þáver-
andi dómsmála-
ráðherra því yfir
að það væri stefnt
að því að skjóta
málinu áfram.
Það þarf að
staldra við og
meta kosti og
galla þess að ann-
ars vegar skjóta
málinu áfram og
vera í óvissu til framtíðar, eða þá að
una þessum dómi og gera þá þær
lagfæringar sem efni eru til,“ segir
Benedikt.
Bókun stjórnar dómstólasýslunn-
ar um að meta skuli áhrif málskots
til yfirdeildar Mannréttindadóm-
stólsins áður en ákvörðun um slíkt er
tekin var samþykkt með fjórum at-
kvæðum gegn einu. Ekki var einhug-
ur innan stjórnar um að senda slíka
afstöðu frá sér í fréttatilkynningu.
Skipun dómara við Landsrétt
mun ekki verða breytt
Í bókun dómstólasýslunnar frá því
á föstudag var einnig ráðlagt að
fjölga ætti dómurum við Landsrétt.
Var lagt til að lagabreyting þess efn-
is yrði lögð fram. Nú væru fjórir af
15 dómurum óvirkir eftir dóm Mann-
réttindadómstólsins auk þess sem
einn af þeim ellefu sem eftir eru fer í
leyfi næsta haust. Það að aðeins tveir
þriðju hlutar dómara við Landsrétt
séu til taks geti ekki gengið til lang-
frama.
Benedikt undirstrikar að þeir fjór-
ir dómarar sem nú að óbreyttu geta
ekki tekið þátt í dómstörfum við
Landsrétt hafi engu að síður skip-
unarbréf og því verði ekki breytt.
Lagabreytingin væri þar af leiðandi
sú að dómurum við réttinn yrði fjölg-
að í 19. Slíkt væri mjög aðkallandi.
Jafnvel ef dómur Mannréttindadóm-
stólsins hefði ekki fallið væri ekki
víst að 15 dómarar við Landsrétt
dygðu svo ekki myndist hali í af-
greiðslu mála. Ekki væri þó komin
full reynsla á það ennþá síðan
Landsréttur tók til starfa á síðasta
ári.
Stjórn dómstólasýslunnar fundaði
á föstudag með Þórdísi Kolbrúnu
Reykfjörð Gylfadóttur, sem tók við
embætti dómsmálaráðherra á
fimmtudag eftir að Sigríður Á. And-
ersen sagði af sér á miðvikudag í
kjölfar dómsins.
Á fundinum með ráðherra gerði
stjórnin grein fyrir bókun sinni. Nú
sé verið að skoða málin frekar í ráðu-
neytinu og er beðið frekari við-
bragða, en í bókuninni segir að dóm-
stólasýslan sé reiðubúin til samráðs
og aðstoðar í þessu sambandi.
Ráðherra fór nokkuð geyst fram
Formaður dómstólasýslunnar segir stjórnvöld hafa talað nokkuð óvarlega áður en faglegt mat var
lagt á dóm Mannréttindadómstóls Evrópu Ekki var einhugur innan stjórnar um samþykkt bókunar
Benedikt
Bogason
Morgunblaðið/Hanna
Landsréttur Dómarar hans eru 15.