Morgunblaðið - 18.03.2019, Side 19

Morgunblaðið - 18.03.2019, Side 19
MINNINGAR 19 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 18. MARS 2019 ✝ GuðmundurValur Hauks- son (Bússi) fæddist 10. október 1952 í Reykjavík. Hann lést á heimili sínu 15. febrúar 2019. Foreldrar hans voru Haukur Sveinsson bifreiða- stjóri, f. 1917, d. 1999, og Hólm- fríður Sölvadóttir saumakona, f. 1917. Systkini Bússa voru Hreinn Nielsen, f. 1937, d. 2006, samfeðra, Sveinn Þórir, f. 1940, d. 1967, Kristján (Bassi), f. 1944, d. 2000, og Edda Björk, f. 1956. Bússi kvæntist Nönnu Hart- manns Ásgrímsdóttur, f. 1953, árið 1977. Nanna er dóttir Ás- gríms Hartmannssonar, bæjar- stjóra Ólafsfjarðar, f. 1911, d. 2001, og Helgu Jónínu Sigurðar- dóttur húsfreyju, f. 1917, d. 2005. Bússi og Nanna eignuðust fimm börn. 1) Haukur, f. 1977, eiginkona hans er Jennifer Rod- riguez, f. 1970, og eiga þau syn- ina Drake Val, f. 2010, og Grant á Ólafsfirði, í Árbæjarhverfi og á Ásmundarstöðum í Rangár- vallasýslu. Þaðan fluttust þau svo aftur til Reykjavíkur og bjuggu lengst af í Vestur- bænum, nánar tiltekið á Skelja- granda. Loks byggðu þau sér hús á Veðramótum við Úlfars- fell og bjuggu þar tvö ásamt nokkrum hundum síðustu ár Guðmundar. Guðmundur kom víða við um starfsævina. Fyrsta starf hans var sem sendill hjá dagblaðinu Vísi, en þar hóf hann störf um tólf ára aldur. Á yngri árum vann hann auk þess hjá Reykjavíkurborg. Á Ólafsfirði keyrði hann vörubíl en var auk þess lögreglumaður í íhlaupum. Þegar fjölskyldan flutti aftur til Reykjavíkur varð hann verk- stjóri hjá Ísfugli í Mosfellsbæ. Auk þess rak hann lítið hænsna- bú í eigin eigu um skeið og rak um tíma fyrirtæki með Bassa bróður sínum sem hét Glitnir og seldi sérmerktar postulíns- og glervörur. Á Ásmundarstöðum vann Bússi við kjúklinga- og eggjabú. Því næst gerðist hann sendibílstjóri á eigin bíl en fór svo að keyra út fyrir Ísfugl þar sem hann varð aftur verkstjóri til margra ára. Síðast var Guð- mundur kjötstjóri hjá Nóatúni um árabil, lengst af við Hring- braut. Útförin fór fram 8. mars frá Fossvogskirkju. Elijah, f. 2013. 2) Ásgerður Helga, f. 1978, eiginmaður hennar er Árni Hrafn Olsen, f. 1972, og eiga þau börnin Kolbrúnu Rut, f. 1996, Guð- mund Helga, f. 1997, Thelmu Líf, f. 2001, Anítu Ósk, f. 2006, og Emilíu Rós f. 2010. Unnusti Kolbrúnar er Aron Freyr Ei- ríksson, f. 1991 og eiga þau eina dóttur, Alexöndru Líf, f. 2018. Kærasta Guðmundar Helga er Auður Hrönn Halldórsdóttir, f. 1998. 3) Sveinn Þórir f. 1981, eiginkona hans er Dusana Polá- ková, f. 1979 og eiga þau tvo syni, Hauk, f. 2002, og Sindra, f. 2008. 4) Sigurður Valur, f. 1984, sambýliskona hans er Ásta Sirrí Jónasdóttir, f. 1989 og eiga þau eina dóttur, Sirrí Lóu, f. 2017. 5) Hartmann Kristinn, f. 1990. Guðmundur bjó öll æskuárin við Langholtsveg í Vogahverfi Reykjavíkur. Þau Nanna bjuggu svo stuttlega í Breiðholtshverfi, Elsku hjartans ástin mín. Þótt sólin nú skíni á grænni grundu, er hjarta mitt þungt sem blý. Því burt varst þú kallaður á örskammri stundu, í huganum hrannast upp sorgarský. Fyrir mér varst þú ímynd hins göfuga og góða, svo gestrisinn, einlægur og hlýr. En örlög þín ráðin – mig setur hljóða, við hittumst ei framar á ný. Megi algóður Guð þína sálu nú geyma, gæta að sorgmæddum, græða djúp sár. Þó komin sért yfir í aðra heima mun minning þín lifa um ókomin ár. (Sigríður Hörn Lárusdóttir) Elska þig alltaf, þín Nanna. „Dáinn, horfinn“ – harmafregn! hvílíkt orð mig dynur yfir! En eg veit að látinn lifir; það er huggun harmi gegn. Hvað væri annars guðleg gjöf, geimur heims og lífið þjóða, hvað væri sigur sonarins góða? Illur draumur, opin gröf. (Jónas Hallgrímsson) Fallinn er frá yndislegur mað- ur sem því miður var tekinn allt of snemma frá okkur. Ég fékk símtalið frá mömmu sem ég hef lengi óttast að ég myndi á ein- hverjum tímapunkti fá. Mikið lif- andi ósköp sem ég vonaði að hann kæmi til baka, hann hafði gert það áður en ekki í þetta sinn. Hann var farinn. Pabbi var góður faðir sem stóð með sínum í blíðu og stríðu. Hann var mikill fjölskyldumaður og vissi fátt betra en að vera í faðmi fjölskyldunnar. Hann vildi allt fyrir alla gera og mátti ekkert aumt sjá. Pabbi var ávallt tilbú- inn að aðstoða þegar þess var þörf. Hann var mjög drífandi og unni sér ekki hvíldar fyrr en hann hafði lokið við það sem hann hafði hafist handa á. Hann var mjög hugmyndaríkur og fékk margar hugmyndirnar sem hann hrinti í framkvæmd sem öðrum hefði jafnvel ekki dottið í hug að hægt væri að framkvæma. Hann var mikill grúskari og þurfti alltaf að hafa eitthvað fyrir stafni. Af- kastageta hans var með eindæm- um og orkan ótrúleg þegar hann var upp á sitt besta. Hann var hress og skemmtilegur og alltaf mikið líf og fjör í kringum hann. Það var dásamlegt að fá boð í mat til pabba þar sem enginn jafnast á við hann í eldhúsinu. Hann hef- ur eldað jólamatinn frá því að ég man eftir mér. Hann sá um ferm- ingarveislur barna sinna sem og barnabarna. Borðin hreinlega svignuðu undan kræsingunum. Ég mun virkilega sakna alls þess sem hann hafði upp á að bjóða enda frábær maður. Ég trúi því ekki enn að ég eigi ekki eftir að hitta pabba aftur í þessu lífi. Ég efa ekki að bræður hans, faðir og bróðurdóttir hafi tekið vel á móti honum ásamt þeim ástvinum sem fallnir eru frá. Það er viss huggun. Pabbi þurfti að ganga í gegn- um mikil veikindi í gegnum tíðina sem hann tæklaði ávallt vel og stóð alltaf uppi sem sigurvegari. Ég hélt að það gæti ekkert fellt þetta hörkutól en eitt er víst að eitt sinn verða allir menn að deyja. Lífið er óútreiknanlegt og enginn veit sína ævi fyrr en öll er. Hvað morgundagurinn ber í skauti sér er óvissa og því er mikilvægt að njóta lífsins á með- an það varir því lífið er svo sann- arlega núna, munum að njóta. Ég kveð pabba minn með miklum söknuði en minning hans er ljós í lífi okkar. Mér tregt er um orð til að þakka þér, hvað þú hefur alla tíð verið mér. Í munann fram myndir streyma. Hver einasta minning er björt og blíð, og bros þitt mun fylgja mér alla tíð, unz hittumst við aftur heima. Ó, elsku pabbi, ég enn þá er aðeins barn, sem vill fylgja þér. Þú heldur í höndina mína. Til starfanna gekkstu með glaðri lund, þú gleymdir ei skyldunum eina stund, að annast um ástvini þína. Þú farinn ert þangað á undan inn. Á eftir komum við, pabbi minn. Það huggar á harmastundum. Þótt hjörtun titri af trega og þrá, við trúum, að þig við hittum þá í alsælu á grónum grundum. (Hugrún) Ásgerður Helga Guðmundsdóttir. Tengdafaðir minn var góður maður, hávær og hress. Hann vildi alltaf hafa mikið að gera og undi sér mjög vel í gröfunum sín- um uppi á landi að hamast. Hann gekk hreint til verka, reddaði hlutunum sjálfur og var einstak- lega lunkinn við að kynnast fólki sem gat aðstoðað hann á einn eða annan hátt. Það eru nokkrir menn sem ég hef bara heyrt nefnda sem „bróðir“ eða „frændi“ sem eru þó hreint óskyldir fjöl- skyldunni, bara toppnáungar sem Bússi hafði kynnst í gegnum tíðina og höfðu góð sambönd. Bússi var hjálpfús og það skipti engu hvort það þurfti að mála, fiffa eitthvað smálegt eða þvo hús fyrir flutninga, hann var alltaf til í að gera það sem hann gat. Ég er sérlega léleg í að mála og man hvað ég var glöð, eftir að hafa reynt að mála vegg gráan heima hjá okkur Sigga í Furugrundinni, þegar Bússi greip inn í og kláraði verkið fyrir mig. Grái liturinn hafði slest vel yfir á næsta vegg hjá mér en þetta var lítið mál í höndum Bússa sem málaði líka yfir sletturnar frá mér á hinum veggnum og bjargaði þar með báðum veggjum. Hann hafði reyndar átt við veikindi að stríða en lést skyndi- lega og skilur eftir sig stórt skarð. Það var þó ef til vill ekki við öðru að búast af Bússa, sem gerði ekkert í hálfkæringi. Í dag kveð ég góðan mann og þakka fyrir allt. Þín tengdadóttir, Ásta Sirrí. Guðmundur Valur Hauksson Drengur góður. Ég veit ekki um neinn sem þetta orðtak á betur við en hann Ísleif vin minn Jónsson. Hann var drengur góður alla tíð, alltaf við alla. Hjálpsamur, for- dómalaus, æðrulaus umfram allt, glaður, alltaf glaður og jákvæð- ur. Lífið var honum samt ekki alltaf dans á rósum og hann hlaut sínar holskeflur í lífinu, en hann lét það aldrei draga sig nið- ur í sorg og sút. Lífið var honum of dýrmætt til þess. Ísleifur þurfti aldrei að fara á námskeið um núvitund, slökun, jákvæða sálfræði og hvað allt þetta nú kallast sem er boðið upp á til að hjálpa fólki að lifa lífinu lifandi. Allt þetta var innbyggt í Ísleif. Hann kunni að lifa lífinu lifandi og sjá fegurðina og gleðina í því smáa. Hann var vin- ur minn í rúma hálfa öld. Þegar við hjónin komum í Stykkishólm Ísleifur Jónsson ✝ Ísleifur Jóns-son fæddist 23. ágúst 1944. Hann lést 6. mars 2019. Útför Ísleifs fór fram 16. mars 2019. haustið 1968 til að kenna voru Ísleifur og Böggý heitin kona hans fyrstu vinirnir sem við eignuðumst. Trygg- ari og betri vini var ekki hægt að eign- ast. Ísleifur var Hólmari í húð og hár. Hans stóra hjarta sló í Hólmin- um. Þar þekkti hann alla, alltaf tilbúinn að rétta öllum hjálparhönd. Með bros á vör heilsaði hann ævinlega fólki hressilega: „Nei, bleeessuð, gam- an að sjá þig.“ Stundum hugsaði ég að hann væri svona hjálparengill sem væri sendur á þessa jörð til að hjálpa en stundum fannst mér nóg um hjálpsemi hans við aðra og gerði athugasemd við það; þá horfði hann á mig í einlægni og sagði: „Veistu, ég hef svo gaman af þessu.“ Maður gæti haldið af þessum skrifum að hann hefði alltaf gengið um hjálpandi, með geisla- baug en það var öðru nær, hann var mannlegur og hafði gaman af stuði og slarki þegar það átti við. Reykti og drakk manna mest í góðra vina hópi og dansaði manna best; duglegur við allt hann Ísleifur. Þegar vinirnir dröttuðust fram úr skelþunnir og grámyglulegir nóttina eftir gleði, sat Ísleifur brosandi með kaffi- bollann sinn og sígarettuna og Moggann eins og nýkominn úr ræktinni, hló góðlátlega og sagði: „Nei, hvað er að sjá þig, ertu ekki hress?“ Ísleifur var náttúrubarn sem elskaði að vera úti í náttúrunni og mest af öllu elskaði hann að veiða, bæði á sjó og landi. Að sitja í iðjuleysi var ekki hans te- bolli. Ekki var hann skoðanalaus, hafði sterkar skoðanir á þjóðmál- um og öll spilling og græðgi var honum ekki að skapi. Hann eyddi þó ekki lífi sínu í fúllyndi yfir spillingu og heimsku í heim- inum. Samband hans við Böggý var einstaklega fallegt, betri eigin- maður og hjálpsamari fannst ekki, það sást best þegar hún missti heilsuna, þá var Ísleifur alltaf til taks, boðinn og búinn að aðstoða hana með bros á vör. Samband hans við börnin, Jonna og Möggu, var líka svo fal- legt, hann var vinur þeirra og fé- lagi alla tíð og sama er að segja um tengdabörnin og barnabörn- in. Hann elskaði þau öll svo skil- yrðislaust hvert og eitt eins og þau eru og gladdist einlæglega yfir því sem þau tóku sér fyrir hendur. „Heldurðu að ég sé ekki orðinn langafi, hugsa sér,“ sagði hann hlæjandi við mig fyrir nokkrum árum. Þau öll sjá nú á eftir góðum vini og félaga. Minningarnar um góðan dreng og tryggan flæða fram, heimsóknirnar í Hólminn, veiði- ferð á Fána, ferðalög, heimsókn- ir þeirra til okkar – allt ljúfar stundir sem gott er að ylja sér við. Hafðu þökk fyrir allt, kæri vinur. Fjölskyldu hans og vinum sendi ég mína dýpstu samúð. Minning um góðan dreng lifir. Hólmfríður Árnadóttir. HINSTA KVEÐJA Við söknum vinar við starf og leik í Aftanskini, félagi eldri borgara í Stykkishólmi. Ísleifur Jónsson var formaður fé- lagsins þegar hann lést og vann félaginu vel. Hann hafði gaman af að leika sér. Við munum halda áfram að leika okkur. Við sendum samúðarkveðjur til fjöl- skyldu hans og þökkumi liðnar ánægjustundir. Fyrir hönd Aftanskins, Dagbjört S. Höskuldsdóttir. Nú hefur pabbi lyft akkerum og kvatt sína jarðvist. Hann var fær um að vinna flest verk og ferðast um að mestu gegnum veikindin, en eftir að meðferð var hætt í nóvember hallaði fljótt undan fæti. Undi hann sér þá mest heima við, og naut m.a. nærveru systranna Emmu og Isabellu og Susie tengdadóttur, sem hann hafði ekki getað hitt um langa hríð. Isabella litla naut þess að kenna afa sínum að byggja úr legókubbum til að stytta honum stundirnar og vill koma því á framfæri við hann að hún óski þess heitt að hann eigi héðan í frá yndislegar stundir í himna- ríki. Emma minnist með þakk- læti allra sumarheimsóknanna til Íslands til afa og ömmu – sundlaugaferðanna, golfæfing- anna og hinna fjölmörgu göngu- túra og ekki síst hinna óteljandi kaffi- og kökustoppa sem voru ómissandi hluti af hverri akst- ursferð og göngutúr. Eftir áramót var ljóst að tím- inn væri senn á þrotum. Pabbi fluttist á líknardeild Landspít- alans í Kópavogi og fékk þar frábæra umönnun. Síðustu tvær vikurnar var fallið hratt, en það létti honum mikið byrðina að hann hafði mömmu hjá sér lang- tímum dag hvern. Hann kom ungur í höfuð- borgina til kennaranáms og hitti þar sinn lífsförunaut, Auði móð- ur okkar. Að námi loknu lá leið hans þó ekki í skólakerfið held- ur í tollgæsluna á Keflavíkur- flugvelli – þar hafði hann verið að sumarstörfum með náminu. Var þar starfsvettvangur hans í hartnær 50 ár og sinnti hann störfum sínum af stakri prýði alla tíð. Í áratugi vann hann fjóra daga í burtu á vakt og var Einar Birgir Eymundsson ✝ Einar BirgirEymundsson fæddist 15. maí 1935. Hann lést 17. febrúar 2019. Útför Einars Birgis fór fram í kyrrþey að eigin ósk. heima í fjóra daga á milli. Í æsku fékk lítill drengur á ári hverju að ferðast einn með lang- ferðabifreið og heimsækja pabba sinn í þann ævin- týraheim, sem hann starfaði í. Það var á huldu framan af ævinni hjá drengnum unga, hvernig pabba hans tókst að finna einhvern á leið til Reykja- víkur til að grípa með sér fyrir hann heillaskeyti í þau skipti, sem pabbi var á vakt á afmæl- isdegi sonarins. Líklega þekkti hann pabbi minn bara alla! Í vaktafríum vann hann fyrst á trésmíðaverkstæði, en seinna sjálfstætt við margskonar hús- byggingaverk og garðyrkju- störf. Sóttu margir fastir við- skiptavinir til hans enda almannarómur að slík verk yrðu ekki betur unnin af öðrum. Kenndi hann mér margt til verka, sem ég bý enn að, en var á unglingsárum þó ekki alltaf viljugur nemandi. Pabbi var alla tíð grannur og snyrtimenni, hörkuduglegur og gerði miklar kröfur til sín sjálfs og annarra. Hann stundaði mik- ið útilíf. Hann var sjálfstæður og átti ekki gott með að þiggja boð um aðstoð ef hans var ekki frumkvæðið, en var örlátur og átti mun auðveldara með að bjóða hjálp. Hann var nægju- samur, lítillátur, kurteis og vanafastur, en stundum gat hvesst hressilega þegar honum mislíkaði eða fannst að verið væri að breyta frá áætlunum, sem hann hafði hugsað sér, en kannski ekki alltaf munað að miðla. Hann tróð ekki nærveru sinni upp á aðra og átti sjaldan frumkvæði að heimsóknum, en naut vel þegar aðrir áttu frum- kvæði að. Ég kveð hann með þakklæti fyrir það veganesti sem hann veitti mér. Við Susie og stelp- urnar minnumst hans með hlýju og óskum honum góðrar hvíld- ar. Nikulás Þór Einarsson. Ástkær faðir okkar AÐALSTEINN GUÐMUNDSSON áður Holtsgötu 10 Ytri Njarðvík lést á hjúkrunarheimilinu Hlévangi í Reykjanesbæ miðvikudaginn 6. mars. Útförin hefur þegar farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Innilegar þakkir færum við starfsfólki Hlévangs. Guðmundur I. Aðalsteinsson Rósant G. Aðalsteinsson Guðrún Högnadóttir Soffía Aðalsteinsdóttir Erlendur Guðnason Ingveldur M. Aðalsteinsd. Sigurður Garðarsson og afkomendur Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma, kær systir og mágkona, SIGRÚN BJÖRK GUNNARSDÓTTIR hjúkrunarfræðingur, Arkarholti 14, 270 Mosfellsbæ lést á hjúkrunarheimilinu Höfða á Akranesi þann 14.mars síðastliðinn. Ásgeir Indriðason Hjörtur Eiríksson Sólrún Inga Ólafsdóttir Anna Silfa Þorsteinsdóttir Egill Örn Arnarson Hansen Gunnar Reynir Þorsteinsson Renqing Zhuoma Svava Björk Ásgeirsdóttir Kristmundur Anton Jónasson Kristján Júlíus Kristjánsson Kristín Helgadóttir barnabörn og barnabarnabörn

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.