Morgunblaðið - 18.03.2019, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 18.03.2019, Blaðsíða 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 18. MARS 2019 Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Nemendur úr 10. bekk Tálkna- fjarðarskóla fengu að vinna á rann- sóknarstofu seiðastöðvar Arctic Fish þegar þeir fóru þangað tvo morgna í starfskynningu. Þau lærðu um hreinlæti og örverur, fengu að taka sýni og rannsaka, veiða seiði og kryfja. Rannsóknarstofan í seiðastöð Arctic Fish er ein sú fullkomnasta á svæðinu. „Okkur fannst að skól- inn ætti að njóta góðs af og buðum nemendum að koma í heimsókn,“ segir Sigurvin Hreiðarsson stöðv- arstjóri. Laufey Jónsdóttir, umsjónar- kennari 9. og 10. bekkjar Tálkna- fjarðarskóla, segir að tækifærið hafi verið notað þegar 9. bekkingar voru í samræmdu prófunum að leyfa 10. bekkingum að heimsækja seiðastöðina. Ætlunin sé vinna áframhaldandi líffræðivinnu í skól- anum. Þá segir hún að 9. bekkingar heimsæki stöðina síðar. Framtíð staðarins „Þetta er fyrst og fremst starfs- kynning, ætluð til þess að börnin kynnist þeim störfum sem þarna eru unnin. Þau geri sér einnig grein fyrir því hvað laxeldið er um- fangsmikið hér og skiptir miklu máli fyrir framtíð staðarins,“ segir Laufey. Einhver börn höfðu á orði sín í milli eftir heimsóknina að þau hefðu áhuga á að sækja um sumar- vinnu í seiðastöðinni. Nemendur kynnast rannsóknastörfum Morgunblaðið/Guðlaugur Albertsson Rannsókn Elías Kári, Freyr, Þórunn, Halldóra og Gabríel skoða hjarta úr laxaseiði með Evu Dögg Jóhannesdóttur, líffræðingi hjá Arctic Fish. Erla María Markúsdóttir erla@mbl.is Landhelgisgæslan fékk á laugardag afhenta leiguþyrluna TF-EIR, sem er fyrri þyrlan af tveimur í bráða- birgðaendurnýjun þyrluflota gæsl- unnar. Seinni leiguþyrlan er vænt- anleg til landsins á næstu vikum og mun bera einkennisstafina TF- GRO. Nýju leiguþyrlurnar tvær eru af gerðinni Airbus H225 og munu leysa leiguþyrlurnar TF-GNA og TF-SYN af hólmi. Verður Land- helgisgæslan því áfram með þrjár þyrlu á sínum snærum, en TF-LIF er í eigu hennar. Vélin sem er komin til landsins er ekki ný, en er hins vegar nýjasta gerð af Super Puma- fjölskyldunni sem fyrri leiguþyrlur gæslunnar tilheyrðu einnig. Nýju leiguþyrlurnar tvær eru umtalsvert öflugri en þær þyrlur sem gæslan hefur haft til umráða síðustu ár. Þær eru langdrægari og hraðfleygari og munu stuðla að auk- inni getu gæslunnar til að takast á við komandi verkefni að sögn Sig- urðar Heiðars Wiium, yfirflugstjóra Landhelgisgæslunnar. „Í vélinni er nýrri búnaður og hún er hæfari en sú eldri að öllu leyti. Hún lítur mjög svipað út en er örlít- ið þyngri, stærri og öflugri. Öll sjálf- virkni og tæki um borð eru ný eða nýlegri og ættu að gefa okkur meiri getu til að nýta tækin til þeirra verka sem við notum vélarnar í.“ Mikil fjölgun þyrluútkalla Nýja þyrlan kom hingað til lands frá Noregi á laugardag, en Norð- mennirnir Steinar Haugen og Frode Moi flugu henni til landsins ásamt Sigurjóni Sigurgeirssyni, yfirflug- virkja hjá Landhelgisgæslunni. Þyrlan verður hins vegar að öllum líkindum ekki tekin formlega í notk- un fyrr en í apríl eða maí. Fyrst þarf að þjálfa flugvirkja og flugmenn. „Við erum langt á veg komin með flugmennina. Vélarnar koma hægt og rólega í þjónustu, þetta tekur alltaf meiri tíma en menn halda og það er töluverð pappírsvinna í kringum þetta,“ segir Sigurður. Hann segir að nýju vélarnar muni stuðla að auknu öryggi í komandi verkefnum. Hann minnir hins vegar á að þyrlurnar séu hluti af því ferli sem nú stendur yfir í útboðsmálum sem er bráðabirgðaendurnýjun þyrluflota gæslunnar. „Þetta eru spennandi tímar, við erum að endurnýja leiguflotann en líka að vinna í þyrluútboðsmálum. Allt er þetta spennandi en vissulega mikil vinna og tekur aðeins á, þann- ig. Það sem maður hlakkar mest til að sjá er meira öryggi og hæfari verkfæri til að nota í þau verkefni sem við erum að fara í,“ segir Sig- urður Heiðar Wiium, yfirflugstjóri Landhelgisgæslunnar. Morgunblaðið/Árni Sæberg Nýja þyrlan TF-EIR býr sig undir lendingu við komuna til landsins á laugardag. Henni var flogið hingað frá Noregi. TF-EIR eykur getu Landhelgisgæslunnar  Fyrri þyrlan af tveimur í bráðabirgðaendurnýjun flotans Áhöfnin Sigurjón Sigurgeirsson, yfirflugvirki hjá gæslunni, og Norðmenn- irnir Steinar Haugen flugmaður og Frode Moi aðstoðarflugmaður. Framfaraskref Sigurjón Sigurgeirsson, yfirflugvirki hjá Landhelgisgæsl- unni, kemur sigri hrósandi út úr nýju þyrlunni eftir komuna til landsins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.