Morgunblaðið - 18.03.2019, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 18.03.2019, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 18. MARS 2019 Demparar og gormar Fjöðrunarbúnaður Opið mánudaga til fimmtudaga kl. 7.45-17.00, föstudaga kl. 7.45-16.00 Flatahrauni 7 | 220 Hafnarfirði | Sími 565 1090 | www.bjb.is SAMEINUÐ GÆÐI Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Smitvörnum á Íslandi er að ýmsu leyti ábótavant og þar liggur mesta hættan á því að alvarlegir sjúkdómar geti borist í fólk og dýr. Við erum svo vön öruggum mat- vælum og heilbrigðum búpeningi,“ segir Katrín Andrésdóttir sem í áraraðir var héraðsdýralæknir á Suðurlandi. „Útbreiðsla sýkla- lyfjaónæmis er ein helsta heil- brigðisógnin sem steðjar að mönn- um og dýrum í dag. Innflutningur á ófrystu kjöti er samt ekki endi- lega sú mikla vá sem haldið er fram, flutt er inn töluvert magn af frosnu kjöti sem gæti innihaldið sömu sóttkveikjur og ófryst kjöt. Og flestar sóttkveikjur, að undan- skildum Camphylobacter, geymast ágætlega í frosti. Mikilvægasta vörnin er því rétt meðhöndlun matvæla, að gegnhita kjöt og þvo ávexti og grænmeti.“ Hvetja bændur og umbuna Katrín þekkir vel til sjúk- dómavarna í landbúnaði, en ýmsir hafa áhyggjur af smithættu nú þegar landbúnaðarráðhera hefur ákveðið að heimila innflutning á ófrystu hráu kjöti til landsins. Ákvörðun ráðherra er í samræmi við skuldbindingar sem Íslend- ingar hafa gert og niðurstöður dómstóla þar að lútandi. Jafnhliða því sem opnað verður fyrir inn- flutning á ófrystu kjöti hefur verið sett fram aðgerðaráætlun sem lýt- ur að efldu matvælaöryggi. Styrkja á eftirlit með innflutningi, efna til átaks til að draga úr notk- un sýklalyfjaónæmra bakería, bæta á upprunamerkingar og efla innlenda framleiðslu með svo- nefndum Matvælasjóði. „Mér líst vel á þær áætlanir sem fyrir liggja; þær munu bæta öryggi neytenda og dýra. Fylgja verður betur eftir því að hægt sé að rekja feril matvæla, frá bónd- anum í búðina. Merkja öll íslensk matvæli skýrt og greinilega þann- ig að neytendur geti auðveldlega valið það sem þeim hugnast best,“ segir Katrín. „Mér þykir sárt að sjá í kjöt- borðum uppþítt erlent kjöt illa merkt og jafnvel ómerkt, oftlega í boði afurðastöðva bændanna sjálfra. Sama máli gegnir um er- lent grænmeti í íslenskum pakkn- ingum. Við neytendur berum mikla ábyrgð, með merkingum sem taka til velferðar dýra getum við hvatt og umbunað bændum sem gera betur. Ef sótspor mat- væla væru talin með gætu meðvit- aðir neytendur lagt sitt af mörkum til að fækka þeim.“ Öflug viðbragðskerfi Á undanförnum árum hefur hrátt kjöt sem flutt er til landsins þurft að vera frystivara, en kjötið svo verið þítt upp eftir þörfum. Katrín telur að þessi háttur verði hafður áfram í einhverjum mæli. Geymsluþol kjöts sé yfirleitt ekki mikið og því verði innflutningur á ferskvöru ekki mikill. Henni þykir líklegt að fluttir inn dýrari hlutar nautakjöts, en svínakjöt síður og alifuglakjöt síst. „Hvað varðar alifuglana þá höfum við Íslendingar þegar feng- ið viðbótartryggingu vegna salmonellu. Einnig er stefnt að mótvægisaðgerðum til að koma í veg fyrir að kjöt mengað af Cam- pylobacter berist hingað, það er að sömu reglur gildi um innflutt ali- fuglakjöt og íslenskt. Í huga okkar dýralækna þá hefur frystiskyldan verið varnaglinn ef upp kæmi dýrasjúkdómur á upprunasvæð- inu, þá gæfist svigrúm til að snúa við mögulega smitmenguðu kjöti. Sem betur fer hefur þó aldrei reynt á þetta. Nú eru komin öflug viðbragðskerfi í Evrópusamband- inu sem gera okkur kleift að stöðva dreifingu smitaðra afurða fljótt og vel. Hættan á smiti úr inn- fluttu kjöti er því ekki jafn mikil og áður var.“ Smithætta af ferðafólki En þrátt fyrir öflugt eftirlit með innflutningi á kjöti er annað til staðar viðsjárvert. Þar nefnir Katrín að víða séu fráveitur ófull- nægjandi, bæði í þéttbýli og dreif- býli. Þetta getur skapað mikla hættu á smitmengun umhverfisins. „Með fleiri ferðamönnum eykst hættan á því að smit og ónæmar bakteríur berist til lands- ins. Hér á Suðurlandi hefur um skeið verið mikill ágangur ferða- manna sem tjalda eða leggja bílum sínum hér og þar, gista og ganga örna sinna inni í runnum og bak við hóla. Þessu hefur þó aðeins linnt eftir að athæfið var bannað með lögreglusamþykkt. Manna- saur fylgir mikil smithætta. Beitarlönd og drykkjavatn búfén- aðar, villtra dýra og fugla geta mengast, dýrin smitast og borið smitið áfram í önnur dýr og afurð- ir. Einnig er talsvert um að ferða- menn fóðri dýr, til dæmis hross, með matvælum sem ekki eru ætluð dýrum. Stýra þarf beinni snert- ingu ferðamanna við dýr, við nú- verandi aðstæður er smitvörnum verulega ábótavant.“ Innflutningur á ófrystu kjöti ekki endilega sú mikla vá sem sagt er Morgunblaðið/Sigurður Bogi Dýralæknir Við erum svo von öruggum matvælum og heilbrigðum búpeningi, segir Katrín Andrésdóttir. Öryggi neytenda og dýra  Katrín Andrésdóttir er fyrr- verandi héraðsdýralæknir á Suðurlandi. Er með framhalds- menntun í lýðheilsu og opin- berri stjórnsýslu. Situr í Fag- ráði um velferð og í Dýra- læknaráði sem fjallar meðal annar um innflutning búfjár og afurða og ýmis heilbrigðismál í því samhengi. Hver er hún? Veronika Steinunn Magnúsdóttir veronika@mbl.is Hafnarfjörður mun ekki lengur ann- ast ferðaþjónustu fatlaðra í samstarfi við Samtök sveitarfélaga á höfuð- borgarsvæðinu og mun bærinn und- irbúa útboð á þjónustunni í þess stað. Þetta var samþykkt af fjölskyldu- ráði á bæjarráðsfundi á föstudaginn síðastliðinn með fjórum atkvæðum gegn einu atkvæði fulltrúa Samfylk- ingarinnar. Sá taldi samstarfið við SSH hafa gengið vel, en auk þess væri engin trygging því að Hafnar- fjarðarbæ muni bjóðast betri kjör í útboði á eigin veg- um. Rósa Guð- bjartsdóttir, bæj- arstjóri Hafnar- fjarðar, segir hins vegar að kostnað- ur vegna þjónust- unnar hafi aukist um helming á undanförnum ár- um, og bæjaryfir- völd telji að betra sé fyrir bæinn að annast þjónustuna á eigin vegum. Samstarf SHH og Hafnarfjarðarbæj- ar í ferðaþjónustu fatlaðra hófst árið 2014, en fram að því hafði bærinn sinnt þjónustunni. Hún segir breiða samstöðu ríkja um ákvörðunina. „Eftir þessa reynslu undanfarin ár og í aðdraganda nýs útboðs höfum við í Hafnarfjarðarbæ ákveðið að draga okkur út úr þessu samstarfi þar sem markmið sem sett voru í upphafi þess hafa ekki náðst. Kostnaðurinn jókst um helming og við getum ekki séð að þjónustan hafi batnað heldur. Við viljum hverfa aftur til fyrra horfs og freista þess að færa þjónustuna nær,“ sagði Rósa. Auk þess er fyr- irhugað að hafa fulltrúa úr fulltrúa- ráði fatlaðra í Hafnarfirði með í ráð- um, þegar kemur að útfærslu verkefnisins. Tvö mismunandi ráðgjafarfyrir- tæki hafa gert umfangsmiklar grein- ingar á ferðaþjónustu fatlaðra frá því að bærinn hóf samstarf við SSH, að sögn Rósu. „Þetta er niðurstaðan eft- ir mikla greiningavinnu. Eftir að hafa farið ítarlega yfir greiningarnar og þá þjónustulýsingu sem á að fara af stað í nýju útboði þá teljum við að betra sé fyrir okkur í Hafnarfirði að annast þetta sjálf, líkt og í Kópavogi,“ segir Rósa, en Kópavogur tók ekki þátt í samstarfi SSH í ferðaþjónustu fatl- aðra árið 2014. Fjölskylduráð samþykkti að skipa starfshóp til undirbúnings á útboði en hann munu skipa þrír fulltrúar ásamt fulltrúa frá ráðgjafaráði fatlaðra. Með hópnum munu starfa innkaupastjóri, fjármálastjóri og sviðsstjóri fjöl- skylduþjónustu. Rósa segir að hóp- urinn þurfi að hafa hraðar hendur og fá ráðgjafa til samstarfs. Ákveðnar hugmyndir séu uppi um hvernig hægt sé að bæta þjónustuna en útfærslurn- ar muni líta dagsins ljós eftir vinnu starfshópsins og ráðgjafa, sem verði að gerast hratt og vel, þar sem samn- ingur við SSH um ferðaþjónustu fatl- aðra rennur út um áramótin. Hafnarfjarðarbær hættir í samstarfi  Draga sig úr samstarfi við SSH í ferðaþjónustu fatlaðra  Breið samstaða um málið að sögn bæjarstjóra Rósa Guðbjartsdóttir Andri Yrkill Valsson yrkill@mbl.is Engar nýjar vísbendingar hafa borist varðandi hvarf Jóns Þrastar Jónssonar, en um helgina voru liðnar fimm vikur síðan hann hvarf í Dublin á Írlandi. Síðast sást til hans fyrir hádegi laugar- daginn 9. febrúar, en hann lenti í borginni kvöldið áður. Aðstandendur Jóns sendu ákall til írsku þjóðarinnar fyrir helgi að hafa augun opin og dreifa mynd- um af Jóni í þeirri von að nýjar upplýsingar kynnu að berast. „Viðtökurnar hafa verið góðar, en það á eftir að ráðast hvort verði einhver sýnilegur árangur. Vonandi verður eitthvað nýtt að frétta í byrjun vikunnar, ég vona það. Þá ræðst kannski meira hvort eitthvað komi úr þessu átaki,“ segir Davíð Karl Wiium, bróðir Jóns Þrastar, um tilkynninguna sem send var út fyrir helgi. Fjöl- miðlar ytra hafa verið duglegir að fjalla um málið. Davíð segir að írska lögreglan vinni að því hörðum höndum að fara í gegnum þær vísbendingar sem hafa borist. Enn séu að ber- ast ábendingar, auk þess sem Al- þjóðalögreglan Interpol lýsti eftir Jóni í síðustu viku. Fjölskylda Jóns heldur til að hluta í Dublin og skiptir því svolítið á milli sín. Davíð segir að fjölskylda Jóns sé í góðum samskiptum við lögreglu- yfirvöld ytra og að upplýsingagjöf þar á milli sé góð. „Það er engin uppgjafartónn þar allavega, sem er gott. Við er- um mjög vel upplýst um stöðu mála. Nú er kannski minna að gerast en fyrst, en það er alltaf eitthvað. Við bíðum bara og sjáum,“ segir Davíð Karl Wiium, bróðir Jóns Þrastar Jónssonar. Enga uppgjöf að finna í leitinni  Fimm vikur frá hvarfi Jóns Þrastar Leitað Jón Þröstur Jónsson hvarf sporlaust í Dublin fyrir fimm vikum. Leitin að Jóni Þresti » Ekkert hefur spurst til Jóns Þrastar Jónssonar í rúmar fimm vikur. » Hann sást síðast í Dublin á Írlandi um klukkan ellefu fyrir hádegi laugardaginn 9. febr- úar. » Alþjóðalögreglan Interpol lýsti eftir Jóni á alþjóðavísu fyrir helgi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.