Morgunblaðið - 18.03.2019, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 18. MARS 2019
18. mars 2019
Gengi Kaup Sala Mið
Dollari 117.46 118.02 117.74
Sterlingspund 155.86 156.62 156.24
Kanadadalur 88.16 88.68 88.42
Dönsk króna 17.808 17.912 17.86
Norsk króna 13.721 13.801 13.761
Sænsk króna 12.664 12.738 12.701
Svissn. franki 116.88 117.54 117.21
Japanskt jen 1.0509 1.0571 1.054
SDR 163.46 164.44 163.95
Evra 132.93 133.67 133.3
Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 166.5783
Hrávöruverð
Gull 1299.2 ($/únsa)
Ál 1873.0 ($/tonn) LME
Hráolía 67.18 ($/fatið) Brent
Skannaðu kóð-
ann til að sjá
gengið eins og
það er núna á
● Dagblaðið Seattle Times greindi frá
því á sunnudag að alvarlegir vankantar
hefðu verið á öryggisgreiningu Boeing á
flugstjórnarbúnaði 737 MAX-þotn-
anna. Blaðið hefur eftir bæði núverandi
og fyrrverandi sérfræðingum hjá
Bandaríska flugmálaeftirlitinu, FAA, að
greiningunni hafi verið ábótavant á
ýmsa vegu og að sé við bæði FAA og
Boeing að sakast.
Seattle Times kveðst hafa byrjað
rannsókn á málinu fyrir nokkru, og
bæði greint Boeing og FAA frá áður en
737 MAX-þota Ethiopian Airlines brot-
lenti fyrir viku.
Leikur grunur á að flugstjórnarbún-
aðurinn hafi átt þátt í brotlendingu 737
MAX-þotu Lion Air í október síðast-
liðnum, en ekki er enn ljóst hvað olli
slysinu í Eþíópíu.
Samkvæmt heimildum AFP hyggst
Boeing gefa út hugbúnaðaruppfærslu
fyrir 737 MAX-þoturnar á næstu 7-10
dögum en uppfærslan hefur verið í
smíðum síðan í október. ai@mbl.is
Segja greiningu Boeing
hafa verið gallaða
STUTT
að þess háttar póstar hafi tekið það
miklum framförum að ekki blasi alltaf
við ef maðkur er í mysunni.
Gervigreind þekkir ritstílinn
Góðu fréttirnar eru þær að tækni-
legar varnir fara líka batnandi og jafn-
framt virðist fólk verða æ betur með-
vitað um að sýna þarf aðgát. Sem
dæmi um framþróun í lausnum nefnir
Sigurður að fyrirtæki á borð við
Trend Micro hafi þróað viðbót við ör-
yggishugbúnað fyrir tölvupóst sem
kallast Writing Style DNA, þar sem
gervigreind lærir að þekkja ritstíl
sendandans. „Ef stíllinn er öðruvísi en
alla jafna er að vænta af sendandan-
um þá kemur viðvörun frá hugbún-
aðinum.“
Þá eru fyrirtæki farin að setja sér
vinnureglur til þess að lágmarka lík-
urnar á tjóni ef skúrkar ná einhvern
veginn að blekkja notendur eða brjót-
ast inn í tölvukerfi og -pósta. „Hvert
fyrirtæki og stofnun þarf að setja
reglur sem hæfa umfangi og eðli starf-
seminnar, en ein einföld regla væri sú
að ef tölvupóstur berst um að milli-
færa fjárhæð á nýjan reikning eða til
óþekkts viðtakanda þá sé haft sam-
band símleiðis til að fá staðfestingu
áður en peningurinn er sendur af
stað.“
Segir Sigurður að það þurfi jafn-
framt stöðugt að minna starfsfólk á að
vara sig því að mannfólkið sé, og verði,
veikasti hlekkurinn. „Öll eigum við að
temja okkur að smella ekki á óvenju-
lega hlekki í tölvupóstum, eða skrá inn
óþarfar upplýsingar á vefsíður. Og ef
eitthvað vekur grunsemdir – eða ef
mögulegt er að tölvuþrjótar hafi þeg-
ar komist í gegnum varnirnar – ætti
að hafa strax samband við tölvudeild
eða þjónustuaðila fyrirtækisins.“
Loks minnir Sigurður á að sam-
kvæmt nýrri Evrópureglugerð verði
að tilkynna yfirvöldum ef möguleiki er
á að tölvuþrjótar hafi komist í per-
sónugögn. „Aukinheldur ætti alltaf að
tilkynna til lögreglu bæði þegar árásir
heppnast, en líka þegar þær heppnast
ekki því jafnvel ef þrjótunum varð
ekki ágengt þá geta upplýsingarnar
um árásina hjálpað lögreglu að
þrengja hringinn utan um gerend-
urna.“
Þurfa að setja vinnureglur
til að verjast tölvuþrjótum
AFP
Á varðbergi Að sögn Sigurðar ættu fyrirtæki og stofnanir að hafa það fyrir reglu að starfsmenn fái staðfestingu
símleiðis ef þeim berst beiðni um að gera millifærslu inn á nýjan reikning eða til óþekkts viðtakanda.
Varnir gegn árásum verða æ fullkomnari og er manneskjan veikasti hlekkurinn
VIÐTAL
Ásgeir Ingvarsson
ai@mbl.is
Ugglaust hafa margir lesendur
kynnst því frá fyrstu hendi að tölvu-
þrjótar verða sífellt útsmognari.
Orðalag og innihald svindlpósta er
orðið mjög sannfærandi, þarf oft ekki
nema andartaks hugsunarleysi til að
annars grandvart
fólk detti rakleiðis
í gildru þrjótanna.
Þá eru árásirnar
gerðar með mark-
vissari hætti, frek-
ar en af handahófi,
og t.d. skemmst að
minnast þegar
svikahrappar kom-
ust inn í samskipti
Arctic Trucks og
erlends viðskiptavinar, og tókst á end-
anum að stela jafnvirði nærri 40 millj-
óna króna.
„Árásirnar eru orðnar mun vand-
aðri, ef nota má það orð. Við sjáum
það bæði hérlendis og erlendis að
árásir eru að verða algengari og að
skaðinn getur verið mikill,“ segir Sig-
urður Sæberg Þorsteinsson, fram-
kvæmdastjóri rekstrarlausna hjá
Advania og bætir hann við að talið sé
að árlega nemi heildartap af árásum
tölvuþrjóta mörgum milljörðum dala
á heimsvísu.
Meðal þess sem hefur hjálpað Ís-
lendingum, í gegnum tíðina, til að
verjast árásum á borð við svikapósta
er sú staðreynd að erlendum skúrkum
reyndist erfitt að skrifa sannfærandi
íslenskan texta, en nú er ekki einu
sinni hægt að reikna með að flókin
málfræði og setningagerð íslenskunn-
ar veiti nokkra vernd. Segir Sigurður
Sigurður Sæberg
Þorsteinsson
Samtök kampavínsframleiðenda,
Comité Interprofessionnel du Vin
de Champagne (CIVC), kenna
Brexit og mótmælum gulvestunga
um að kampavínssala hefur ekki
verið minni síðan 2004. Reuters
greinir frá þessu en árið 2018 seld-
ust 302 milljónir kampavínsflaskna
sem er 1,8% samdráttur frá árinu á
undan.
Þrátt fyrir að færri flöskur hafi
verið seldar hækkaði verð á kampa-
víni lítillega svo að heildarsölu-
tekjur framleiðenda jukust um 0,3%
og námu 4,9 milljörðum evra í fyrra
– sem er nýtt met.
Jean-Marie Barillere, varaforseti
CIVC, segir áhyggjuefni að kampa-
vínssala utan ESB hafi ekki aukist
nægilega mikið til að vega á móti
samdrættinum á breska og franska
markaðinum en samtals kaupa
Frakkar og Bretar 60% af öllu
kampavíni, mælt í magni.
Í Frakklandi dróst salan saman
um 4,2% og fór niður í 147 milljónir
flaskna sem skýrist m.a. af því að
dregið hefur úr komum ferða-
manna til Parísar vegna mótmæl-
anna þar í borg, og að heimilin í
landinu halda fastar um pyngjuna.
Þessi samdráttur varð til þess að í
fyrsta skipti í heila öld seldust fleiri
kampavínsflöskur utan Frakklands
en á heimamarkaði.
Í Bandaríkjunum jókst sala á
kampavíni á síðasta ári um 2,7%,
mælt í flöskum; um 5,5% í Japan,
10,1% í Kína og 12% í Hong Kong.
Varð hlutfallslega aukningin mest í
Suður-Afríku eða 38%. ai@mbl.is
AFP
Sopi Þó selst hafi færri flöskur
jukust sölutekjurnar lítillega.
Dregur úr sölu
á kampavíni
Fátt til að skála
fyrir í Bretlandi
og Frakklandi