Morgunblaðið - 18.03.2019, Page 8

Morgunblaðið - 18.03.2019, Page 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 18. MARS 2019 Z-brautir & gluggatjöld Opið mán.-fös. 10-18, lau. 11-15 Faxafeni 14 | 108 Reykjavík | S. 525 8200 | www.z.is | Mælum, sérsmíðum og setjum upp Úrval - gæði - þjónusta Falleg gluggatjöld fyrir falleg heimili Logi Bergmann vék að því í pistlisínum í sunnudagsblaði Morg- unblaðsins að sú breyting væri nú orðin á langri hefð að Morgun- blaðið birti ekki nöfn fermingar- barna. Furðaði Logi sig á þessu, sem von er, og taldi bersýnilega að rökin væru fráleit. Og hver eru rökin? Jú, búið er að setja ný per- sónuverndarlög og talið er að sam- kvæmt þeim þyki ferming við- kvæmar persónuupplýsingar.    En það er ekki aðeins ferminginsem getur verið viðkvæm samkvæmt nýju lögunum, mynda- tökur líka. Logi skrifar: „Ofan á þetta bætist svo að það má senni- lega ekki taka myndir. Vegna þess að „þátttaka í kirkjulegu starfi get- ur gefið til kynna trúarafstöðu þeirra sem á myndunum sjást“. Í alvöru!“    Auðvitað þarf að gæta að per-sónuvernd og einkalífi fólks, en það getur tæpast talist einkamál sem gerist á opinberum samkomum frammi fyrir fjölda manna, kirkju- gesta í þessu tilviki.    Svo hlýtur, fyrst persónuverndiner orðin jafn heilög og raun ber vitni, að þurfa að huga að fleiri þáttum sem jafnvel eru raunveru- legt einkamál.    Árlega eru birtar upplýsingarum tekjur þúsunda Íslendinga, byggt á skattgreiðslum. Og skatt- urinn sjálfur birtir jafnvel „há- karlalista“.    Er til sá maður sem telur þettaminna viðkvæmar persónu- upplýsingar en kirkjusókn? Hvað er viðkvæmt? STAKSTEINAR Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Á flokksstjórnarfundi Samfylkingar- innar sem fram fór um helgina var tekin fyrir tillaga til ályktunar um að fella beri úrskurð kjararáðs frá 29. október 2016, um laun forseta Ís- lands, þingfararkaup alþingismanna og launakjör ráðherra, úr gildi með lagasetningu. Er þar vísað til hækk- unar kjararáðs sem Alþýðusamband Íslands sagði meðal annars að væri eins og blaut tuska í andlit verkalýðs- hreyfingarinnar. Tillagan var ekki tekin fyrir í stjórnmálaályktun flokksins sem samþykkt var eftir fundinn um helgina, en ákveðið var að vísa tillög- unni til málefnanefndar. Nefndin mun því næst taka afstöðu til hennar fyrir landsfund Samfylkingarinnar á næsta ári, eða fyrir næsta flokks- stjórnarfund sem er næsta haust. Meðal þeirra tillagna sem sam- þykktar voru á flokksstjórnarfundin- um um helgina var ályktun um að Samfylkingin muni, næst þegar hún er í ríkisstjórn, hækka framlög Ís- lands til þróunarsamvinnu til jafns við það sem gerist annars staðar á Norð- urlöndum. Þá var samþykkt að krefj- ast metnaðarfyllri aðgerða í barátt- unni við hlýnun jarðar og að opinber störf á vegum ríkisins skuli ávallt vera án staðsetningar, nema aðstæð- ur krefjist annars. yrkill@mbl.is Ályktun um kjararáð vísað í nefnd  Samfylkingin ræðir tillögu um að fella úrskurð kjararáðs um launakjör úr gildi Ljósmynd/Berglaug Petra Samfylking Yfir 150 manns voru á flokksstjórnarfundi um helgina. Margt var um manninn á mat- vælasýningunni Local Food Festi- val sem fór fram í húsakynnum Menningarhússins Hofs á Akur- eyri á laugardag. Fjöldi fyrir- tækja kynnti þar vöru sína, auk þess sem efnt var til kokka- keppni. Klúbbur matreiðslumeistara á Norðurlandi stóð fyrir keppninni, sem skipt var upp í nemakeppni, kokkakeppni og eftirréttakeppni. Í keppnunum höfðu keppendur 30 mínútur til að útbúa rétti fyrir framan áhorfendur, og skáru síð- an dómarar úr um hver væri besti rétturinn í hverri keppni. Keppt í matseld á mat- vælahátíð á Akureyri Morgunblaðið/Þorgeir Baldursson Kræsingar Gestum og gangandi buðust ýmsar kræsingar á matvælahátíð- inni Local Food Festival sem fram fór í Menningarhúsinu Hofi á laugardag. Fjölmenni Fjöldi fólks mætti á matvælahátíðina á Akureyri.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.