Morgunblaðið - 18.03.2019, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 18.03.2019, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 18. MARS 2019 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Hverfisgötu 33|Þriðjudaginn 19. mars 2019|kl. 20 - 21:30 15.000 fjölskyldur hafa misst heimili sín frá hruni. Hvernig gat það gerst? Ásta Lóa fer yfir málin og rekur um leið sína eigin sögu. Ein saga – saga þúsunda. Framsókn Mjólkurfræðingafélag Íslands (MFFÍ) vísaði viðræðum sínum um nýjan kjarasamning við Samtök at- vinnulífsins til ríkissáttasemjara á föstudaginn. Þegar hefur félagið átt tvo fundi við SA en á fimmtudaginn var fundur þeirra við samtökin af- boðaður. Félagið telur um 85 mjólk- urfræðinga og er í meginatriðum í samvinnu við iðnaðarmannafélögin í kjaraviðræðunum. Eiríkur Ingvarsson, formaður MFFÍ, segir að viðræðurnar fram að þessu hafi verið svo að segja ár- angurslausar og því sé gripið til þessa ráðs. Auk þess hafi samflots- félög MFFÍ þegar vísað sinni deilu til sáttasemjara og því liggi þetta beinast við. Um flest fylgir MFFÍ iðnaðar- mannafélögunum að málum í við- ræðunum en mjólkurfræðingar eru sér á báti með ákveðin sérmál. Þeir eru til að mynda skyldugir til þess að vinna á ákveðnum helgidögum og um helgar, segir Eiríkur, og í við- ræðunum við SA hafa þessi ákvæði verið nokkuð rædd. Einnig hefur verið farið yfir ýmislegt í sambandi við endurmenntunarmál og launa- laus frí ýmis. Samningar mjólkurfræðinga runnu út um áramót, rétt eins og samningar aðildarfélaga SGS og LÍV. Þau félög vísuðu sínum við- ræðum til sáttasemjara 21. og 22. febrúar. snorrim@mbl.is MFFÍ vísar til sáttasemjara Morgunblaðið/Árni Sæberg. Mjólk er góð Mjólkurfræðingafélag Íslands hefur vísað deilu sinni við SA til ríkissáttasemjara. 85 mjólkurfræðingar eru meðlimir í félaginu.  85 mjólkur- fræðingar  Ýmis sérmál hjá þeim Snorri Másson snorrim@mbl.is Mikil óvissa er um viðræður stórra verka- lýðsfélaga við Samtök atvinnulífsins og að óbreyttu verða bókaðir árangurslausir fund- ir í dag og á morgun á milli viðsemjenda. Svo verður farið í að teikna upp verkfalls- aðgerðir á meðal margra tuga þúsunda starfsmanna í ýmsum störfum. Viðræður samflots iðnaðarmannafélaga við SA eru líklega sigldar í strand, sagði í pistli á vef Samiðnar stéttarfélags á föstu- daginn. „Það voru settar ákveðnar kröfur sem okkur fannst ganga of langt,“ sagði Hilmar Harðarson, formaður Samiðnar, í samtali við Morgunblaðið í gær. Fundur verður haldinn hjá sáttasemjara á morgun og „komi ekki fram nýjar hugmyndir eða viðbrögð frá Samtökum atvinnulífsins neyð- ist samninganefndin til að lýsa yfir árang- urslausum viðræðum,“ sagði í pistlinum. Þar segir jafnframt að þó að samninga- viðræður hafi þokast í rétta átt undanfarnar vikur hafi orðið viðsnúningur síðustu daga. Viðræðurnar hanga þannig á bláþræði: stað- an er sögð þannig að „ómögulegt er að halda viðræðum áfram“. „Við erum að undirbúa okkar hópa og þetta getur farið í báðar áttir,“ sagði Hilm- ar. „Nú förum við í okkar bakland og tökum upplýstar ákvarðanir um framhaldið. Það tekur ákveðinn tíma að boða til vinnustöðv- unar og slíks þannig að við höfum nægan tíma til að senda það frá okkur ef svo fer,“ sagði hann. Í Samiðn eru í kringum 6.000- 7.000 manns en í samfloti iðnaðarmanna- félaga samtals um 15.000-16.000. Ef staðan breytist ekki, segir í pistlinum, þurfa félögin í samflotinu að fara að „teikna upp“ og virkja „sína sterkustu hópa“. SGS skoðar vinnustöðvanir Starfsgreinasamband Íslands (SGS) fund- ar klukkan 11 í dag hjá ríkissáttasemjara. Engin ný tilboð bárust SGS frá SA um helgina og Björn Snæbjörnsson, formaður SGS, sagðist í samtali við Morgunblaðið í gær ekki búast við að slíkt bærist fyrir fundinn. Því verður sennilega bókaður ár- angurslaus fundur í hádeginu. Ef svo fer setur SGS ákveðið ferli í gang: „Þá getum við farið að skoða okkar mál varðandi það að fara að boða til vinnustöðvana, skipu- leggja þær og greiða atkvæði um þær,“ sagði Björn. Á föstudaginn samþykkti samninganefnd SGS að viðræðunefndin hefði fulla heimild til þess að slíta viðræð- unum ef þær bæru ekki árangur. Það væru þá í kringum 20.000-25.000 manns sem kynnu að fara verkfall. Halldór Benjamín Þorbergsson, fram- kvæmdastjóri SA, sagði stöðuna í kjara- viðræðunum þunga í samtali við Morgun- blaðið, þó að margt hefði áunnist á undanförnum dögum og vikum. „Gangur- inn í viðræðunum við SGS hefur verið mjög góður og margt áunnist í þeim. Jafn- vel þótt aðilar lýsi yfir árangurslausum viðræðum höldum við áfram að hittast á vettvangi ríkissáttasemjara,“ sagði Hall- dór. Starfsmenn Eflingar fara í allsherjar- verkfall í sólarhring á föstudag. Halldór segir stefnuna að afstýra því. „Boðuð verk- föll í kólnandi hagkerfi eru mikið hættuspil með óvissri útkomu og verkefni vikunnar er að afstýra verkföllum,“ segir hann. „Þetta getur farið í báðar áttir“  Iðnaðarmenn tala um að teikna upp aðgerðir  16.000 iðnaðarmenn sem gætu verið að fara í verkfall  SGS sér fram á árangurslausan fund að öllu óbreyttu  Samtök atvinnulífsins segja stöðuna þunga Morgunblaðið/Hari Sáttafundur Fulltrúar Starfsgreinasambandsins á fundi hjá ríkissáttasemjara. Ef ekkert nýtt berst frá Samtökum atvinnulífsins bókar SGS árangurslausan fund í hádeginu í dag. Lagt verður til á fundi Framsýnar á Húsavík á morgun að samningsum- boðið verði dregið til baka frá Starfsgreinasambandi Íslands, sam- kvæmt heimildum Morgunblaðsins. Samtals um 60 manns eru boðaðir á fundinn og í fundarboðinu segir að „tíðinda sé að vænta“. Samkvæmt heimildum blaðsins er hugsanlegt að fleiri félög fylgi í kjölfarið og dragi samningsumboð sitt líka til baka frá SGS. Framsýn hefur verið í samfloti við hin 15 félögin innan SGS en nú stefnir í að félagið slíti sig úr því samstarfi. Heimildir Morgunblaðsins herma að menn greini á innan sam- starfsins um það hvort lengja skuli dagvinnutímabil og hvort yfirvinnu- álagið verði lækkað úr 80% í ann- aðhvort 50% eða 40%. Fyrir því er hljómgrunnur innan einhverra fé- laga í samstarfinu en ekki allra. Björn Snæbjörnsson, formaður SGS, segir það vera ákvörðun hvers félags fyrir sig hvar samningsumboð þess liggur inntur eftir því hver við- brögð hans verði ef eitthvert félag í samflotinu afturkallar samningsum- boð sitt. „Það er hvers félags að meta það,“ segir hann. „Á meðan samningar eru gerðir hafa menn mismunandi skoðanir á ýmsu og það eru ekki allir alltaf sammála um alla hluti,“ segir Björn. „Ef eitthvert félag ætlar sér ekki að skrifa undir þann samning sem við gerum, þá stendur það í okkar lög- um að það verði að draga samnings- umboð sitt til baka,“ segir hann. Hvert og eitt þeirra 16 félaga hefur fullan rétt á því alveg þar til samið er, að afturkalla samningsumboðið frá SGS, segir Björn. snorrim@mbl.is Framsýn afturkalli umboð frá SGS  Tillaga þess efnis lögð fram á morgun Fyrsta skemmtiferðaskip ársins kom til Íslands á föstudaginn. Var þar um að ræða skemmtiferðaskip- ið Astoriu sem lagðist við akkeri í Reykjavík með um 550 farþega og 280 manna áhöfn innanborðs. Áætlað er að Astoria hafi fimm sinnum viðkomu í Reykjavík á árinu. Alls eru 200 komur til Faxa- flóahafna áætlaðar í ár, með alls 190.269 farþega um borð. Þetta er fjölgun um rúm 24% í skipakomum frá síðasta ári og 22% fjölgun far- þega. Samkvæmt heimasíðu Faxa- flóahafna er ein ástæðan fyrir sigl- ingum til Íslands svo snemma árs aukinn áhugi á norðurljósasigl- ingum. Hinn 19. júlí er áætlað að skemmtiferðaskipið Queen Mary 2. komi til Reykjavíkur. Það skip er 345 metrar að lengd og verður því lengsta skemmtiferðaskip sem komið hefur til Íslands. Fyrsta skemmtiferðaskip ársins Morgunblaðið/Eggert Sigling Skemmtiferðaskipið Astoria sést hér við bryggju á Skarfabakka.  Koma Astoriu til Reykjavíkur boðar vorið

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.