Morgunblaðið - 18.03.2019, Blaðsíða 32
Náttsól fagnar ásamt hljómsveit út-
gáfu fyrstu breiðskífu sinnar með
tónleikum á Húrra á miðvikudag kl.
21. Náttsól er skipað Elínu Sif Hall-
dórsdóttur, Guðrúnu Ólafsdóttur
og Hrafnhildi Magneu Ingólfs-
dóttur. Öll tónlist þeirra er þríradda
og flokkast undir popp með indie-
ívafi. Náttsól vakti fyrst athygli
þegar tríóið vann Söngkeppni fram-
haldsskólanna 2016.
Náttsól fagnar fyrstu
breiðskífu á Húrra
MÁNUDAGUR 18. MARS 77. DAGUR ÁRSINS 2019
Sími: 569 1100
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is
Í lausasölu 670 kr.
Áskrift 7.240 kr. Helgaráskrift 4.520 kr.
PDF á mbl.is 6.420 kr. iPad-áskrift 6.420 kr.
Skautafélag Akureyrar varð
Íslandsmeistari karla í íshokkíi í
tuttugasta og fyrsta skipti á laug-
ardaginn þegar liðið vann Skauta-
félag Reykjavíkur 4:1 í Skautahöll-
inni á Akureyri. SA vann rimmuna
samanlagt 3:0 en fyrstu tveir leik-
irnir voru þó mjög jafnir. Akureyr-
ingar urðu Íslandsmeistarar annað
árið í röð. »4-5
Akureyringar unnu
annað árið í röð
ÍÞRÓTTIR FÓLK Í FRÉTTUM
Botnliðin tvö í Olís-deild karla í
handknattleik, Akureyri og Grótta,
mættust í gær í miklum baráttuleik
á Akureyri. Höfðu Akureyringar bet-
ur og eru nú stigi á eftir Fram sem
tapaði fyrir Stjörnunni. Þar náðu
Garðbæingar í sinn
fyrsta sigur á
þessu ári í deild-
inni. Í þriðja leik
gærdagsins gerðu
FH og Afturelding
jafntefli í
Kaplakrika en
bikarmeist-
ararnir í FH
eru skammt
á eftir
topp-
liðunum.
»4-5
Dýrmætur sigur hjá
Akureyringum
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Sigurganga dúkkunnar Lúllu um
heiminn heldur áfram. Nú er að fjölga
í hópnum og í byrjun apríl verða af-
greiddar forpantanir á þremur nýjum
gerðum af Lúllu. Eftir það fara dúkk-
urnar í verslanir víða um heim.
Eyrún Eggertsdóttir, frumkvöðull
og stofnandi nýsköpunarfyrirtækisins
Róró (lulladoll.com), sagði að gerðar
hefðu verið töluverðar breytingar á
dúkkunni til að koma til móts við óskir
viðskiptavina. Í byrjun apríl verður
opnunarviðburður fyrir nýju Lúllu í
New York. Þangað verður boðið fjöl-
miðlum sem fjalla um barnavörur, ný-
sköpun og viðskipti ásamt ýmsum
áhrifavöldum sem hafa unnið með
Róró. Síðan taka þau þátt í Mommy-
Con-vörusýningunni í New York.
„Það gekk ótrúlega vel hjá okkur
með frumgerðina af Lúllu,“ sagði Ey-
rún. „Hún var lengi í prófun og við
hlustuðum á viðskiptavini. Í þrjú ár
höfum við verið í þessari vinnu og líka
gert stórar kannanir. Við uppfærðum
Lúllu með þeim breytingum sem helst
var kallað eftir.“
Selst mest í útlöndum
Ný gerð Lúllu er úr sterkara og
endingarbetra efni en frumgerðin var.
Augnlok, varir og augabrúnir eru nú
bróderaðar í efnið í stað þess
að vera prentaðar. Eyrún
segir að reynslan hafi
sýnt að fólk noti
dúkkurnar mjög
mikið fyrir börn
langt fram
eftir aldri.
Nýja
gerðin er því
höfð endingar-
betri en sú eldri.
Rafhlöðurnar í nýju
Lúllu endast þrefalt
lengur en í eldri gerð-
inni eða í meira en 300
klukkustundir. Dúkkan
slekkur sjálfkrafa á sér
eftir tólf stunda samfellda
spilun en eldri gerðin gerði
það eftir átta stundir.
Helstu markaðssvæði fyrir Lúllu eru
Ástralía, Nýja-Sjáland og Bandaríkin.
Einnig hefur gengið vel að selja dúkk-
una hér á landi og annars staðar á
Norðurlöndum.
„Við höfum mest selt erlendis og er-
um að stækka hlut okkar á Banda-
ríkjamarkaði. Þar var kallað eftir
dekkri gerð af dúkkunni. Frumgerðin
var með millibrúnan húðlit og fékkst
bara bláhærð. Nú er komin Lúlla með
dekkri húðlit og fjólublátt hár og líka
ljósari húðlit og bleikt hár. Millibrúna
dúkkan er bláhærð. Þær hafa fengið
nöfn. Lulla Sky heitir sú bláa, Lulla
Coral heitir þessi bleika og Lulla Lilac
sú fjólubláa,“ sagði Eyrún. Botninn á
nýju gerðinni var þyngdur svo nú situr
dúkkan betur en hún gerði. Eins þykir
þyngri dúkka vera meira traustvekj-
andi og veita betri huggun litlum börn-
um.
Í Lúllu er spilari sem spilar hjart-
slátt og öndun íslenskrar fjögurra
barna móður sem einnig er jógakenn-
ari. „Þetta er sérstök jógaöndun og
heyrist aðeins betur en venjuleg
öndun,“ sagði Eyrún. Nú er hægt
að velja um þrjár styrkstill-
ingar á hljóðinu og er sú
hæsta notuð á daginn
þegar eru mikil
umhverfishljóð
og sú lægsta
er góð á
nóttinni
þegar allt er
komið í ró.
Dúkkan Lúlla
fékk öll verðlaun sem
sótt var um í fyrra og
völdu foreldrar (Nat-
ional Parenting Pro-
ducts Awards)
Lúllu sem bestu
svefnhjálp fyrir börn
sem völ var á.
Þrjár nýjar gerðir af
dúkkunni Lúllu
Ljósmynd/Aðsend
Frumkvöðull Eyrún Eggertsdóttir er stofnandi Róró sem gerir Lúllu.
Dúkkan Lúlla sem hjálpar börnum að sofna hefur slegið í gegn
Ljósmynd/Róró
Nýjar gerðir F.v.: Lulla Coral, Lulla Sky og Lulla Lilac.
Drauma-
siglingar
Gríska Eyjahafið 23. okt.-10. nóv. 2019
Aðeins 8 sæti laus
Allt innifalið í öllum siglingum
Drykkjarpakki og þjórfé að verðmæti
kr. 80.000 á mann innifalið í verði
EKKI BORGA MEIRA EN ÞÚ ÞARFT
PREMIUM
ALL INCLUSIVE
Flórídafrí og sigling til Kúbu
27. okt.-11. nóv. 2019
Verð frá kr.
515.000
á mann í 2ja manna
inniklefa með
PREMIUM ALLT
INNIFALIÐ
Verð frá kr.
417.000
á mann í 2ja manna
inniklefa með
PREMIUM ALLT
INNIFALIÐ
Íslensk fararstjórn • Gist í 3 nætur í
Feneyjum og Róm • 12 nátta sigling
Kotor í Svartfjallalandi, Corfu, Santorini,
Aþena og Mykonos í Grikklandi, Chania á
Krít, Valetta á Möltu, Taormina á Sikiley,
Napolí, Livorno og Róm á Ítalíu
Íslensk fararstjórn • Gist í 8 nætur á hóteli
við ströndina í göngufæri við miðbæ
St. Pete og 1 nótt á Florida Mall hótelinu
5 nátta sigling til Kúbu. Frá Kúbu
er siglt til Bahamaeyja.
Gerum tilboð fyrir hópa og einstaklinga
Fararstjórar okkar eru á staðnum til viðtals
Velkomin í spjall og kaffi. Nánar á norræna.is
MIÐJARÐARHAFIÐ
6.-16. sept. 2019
Barcelona, Napólí, Civitavecchi, Livorno,
Flórens, Písa, Cannes, Palma
JÓLAFERÐ Í KARÍBAHAFIÐ
20. des. 2019 - 3. jan. 2020
Costa Maya í Mexíkó, Harvest Caye í Belize,
Roatán í Hondúras og Cozumel í Mexíkó
KÖBEN TIL NEW ORLEANS
20. okt. - 12. nóv. 2019
Rotterdam, Southampton, Le Havre, Portland,
Cork, Ponta Delgada, Great Stirrup Cay, Miami,
New Orleans
Verð frá kr. 310.000 á mann
Verð frá kr. 365.000 á mann
6 sæti l
aus
4 sæti l
aus
10 sæti
laus
Verð frá kr. 450.000 á mann