Morgunblaðið - 18.03.2019, Side 18

Morgunblaðið - 18.03.2019, Side 18
18 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 18. MARS 2019 TILBOÐSDAGAR 15-20% afsláttur af öllum vörum. ÞV O TT AV ÉL A R KÆ LI SK Á PA R HELLUBORÐ ÞURRKARAR SMÁTÆKI U PPÞVO TTAVÉLA R OFNAR RYKSUGUR VIFTUR OG HÁFAR Skoðaðu úrvalið okkar á *FRí heImkeyRSLA í neTveRSLun LO K A D A G A R Eyðing og ástand gróðurs hér á landi var áður helsta umræðuefni landsmanna á sviði um- hverfisverndar, enda var tilefnið brýnt. Nú er fjallað um aðra þætti umhverfisins og ekki síst um lífsvon á jörð- inni í ljósi ógnvæn- legrar mengunar lífrík- isins. Gripið verður til ýmissa al- þjóðlegra aðgerða til að draga úr þessari mengun sem mannkynið hef- ur að hluta valdið. Vandamálið – gróðursnauðar eyðimerkur Íslands og víða snautlegur gróður – hefur sem slíkt horfið hér í skuggann af þessari hættu, samtímis því að fram- lag hvers lands mun m.a. vera fólgið í því að gróðurþekja þess bindi sem mest af þeim skaðlegu lofttegundum sem jörðinni berast. Enn er ekki ljóst í hverju framlag okkar til loftslagsbreytinga verður fólgið. Fyrst og fremst á það þó að felast í minnkandi notkun mengandi eldsneytis og bindingu koltvísýrings með auknum trjágróðri og öðrum gróðri í landinu. Skógur þekur nú að- eins um 2,5% af landinu öllu og bið verður á aukinni bindigetu nýs skóg- lendis. Við þetta framlag bætist bind- ing annars gróðurs landsins, m.a. með endurheimt votlendisgróðurs með lokun jarðvegsskurða sem voru grafnir hér á landi fyrir 50-70 árum vegna væntanlegrar túnræktar og annarra landbóta. Vonandi bera þessi verkefni, og önnur sem enn hefur ekki verið getið um, þann árangur sem stefnt er að. Eyðing gróðurs og jarðvegs Eyðing gróðurs og jarðvegs hófst fljótlega eftir að landnám hófst fyrir meira en 1.100 árum og hún hefur verið viðverandi allt fram til okkar daga. Um er að ræða gífurlegt tap á náttúrulegum gróðri og jarðvegi – töpuð auðlind sem okkur hefur ekki nema að litlu leyti tekist að bæta fyrir eða endurheimta. Þegar núverandi gróður landsins er metinn – stærð hans og gróðurfar (plöntutegundir) – kemur í ljós hve geta hans til að draga úr loftslagsvandanum er tak- mörkuð. Við upphaf landnáms er talið að um helmingur landsins hafi verið klæddur gróðri og að það hafi verið „viði vaxið milli fjalls og fjöru“. Áætlað er að nú sé aðeins um fjórðungur af landinu gróinn. Leifar forna skógarins nema nú að- eins um 1,7% af landinu. Ný skóglendi eru um 0,8% af landstærð, fengin með plöntun birkis og erlendra trjáteg- unda. Eyðing gróðurs á Íslandi á sér þannig ýmsar orsakir: Búsetan með þeirri einhliða landnýtingu sem hún byggðist á raskaði gróðurjafnvægi landsins. Við þetta bættist kólnandi veðurfar og eldgos en skaðleg áhrif þessa röskuðu gróðri enn meira eftir hnignun skóganna. Nú er ástæða til að ætla að ekki dragi lengur úr heildarstærð gróður- lendisins. Víða á sér stað gróður- og jarðvegseyðing og uppblástur, en á nokkrum svæðum er gróður í hægri framför. Ástæðan er mikil fækkun bú- fjár á úthaga, uppgræðsla lands, sjálf- græðsla, m.a. á stóru jökulsöndunum á Suðurlandi, aukin skógrækt, hlýn- andi loftslag, ræktun túna o.fl. Stærð og gróðurfar landsins er, þrátt fyrir allt, ekki nema að mjög litlu leyti í samræmi við ríkjandi loftslag. Hvaða ráð eru til úrbóta til þess að auka gróðurlendið að vöxtum og bæta þann gróður sem fyrir er? Endurheimt landgæða – lúpína Örfoka land á Íslandi grær afar seint af sjálfu sér og það byggist ekki síst á því hversu örsnauður jarðveg- urinn er af næringarefnum og skorti á harðgerum, fljótvöxnum plöntuteg- undum til uppgræðslu. Margt hefur verið reynt til að bregðast við þessu. Erlendur vísindamaður á sviði gróður- og jarðvegseyðingar ferðað- ist um Ísland fyrr nokkrum árum. Hann sagði að ferðalokum að Ísland væri stærsta og svartasta eyðimörk í Evrópu. Þessi niðurstaða var nokkuð ólík þeirri mynd sem blasti við land- námsmönnum, eins og að framan get- ur. Ekki er þó að sakast við þá sem urðu að nauðbeita og fullnýta landið til að lifa af á köldum miðöldunum. Það mun hafa verið á 17. og 18. öld að dönsk yfirvöld tóku eftir því að gróður á Íslandi var að fjúka á haf út og örfoka lönd að stækka. Sendir voru hingað fræðimenn til að kanna málið og finna leiðir til úrbóta. Meðal annars fluttu þeir inn melgresi og marhálm frá Danmörku, þannig að borgaryfirvöld Reykjavíkur eru ekki þau fyrstu til að flytja inn „strá“ frá Danmörku. Fræðimennirnir sáu þó fljótt að hér óx sama tegund mel- gresis og í Danmörku, en marhálm- urinn þoldi illa sandfok. Sandgræðslan, sem stofnuð var ásamt Skógræktinni árið 1907, reyndi margar aðferðir til að sporna við hinu hættulega og hvimleiða sandfoki. Hún komst fljótt að því að ekkert stóðst melgresinu snúning við að safna foksandinum saman í melgíga sem hindruðu mjög skemmdir af völdum sandsins. Öflugt sandfok get- ur á einu ári sorfið tréstaura svo að þeir brotna í hvassviðrum. Melurinn, sem er grágrænn að lit, fær þennan lit vegna þess að blöð og strá hans eru þakin allþykku lagi af vaxi sem verja hann fyrir sandfoki. Með þessari góðu vörn gegn sandfoki vaknar spurningin: Hvernig er best að þekja örfoka land gróðri og umbreyta því í nytjaland? Slíkt má gera með grasfræi af hentugum grastegundum ásamt áburði, en það hefur reynst alltof dýr aðferð þegar til lengdar lætur. Hvað annað er þá til taks? Skógræktarstjóri, Hákon Bjarna- son, ferðaðist til Ameríku strax eftir seinni heimsstyrjöldina og lagði leið sína til Alaska til að freista þess að finna plöntur og tré sem nýst gætu ís- lenskri náttúru vel. Hann sneri heim með gott safn af fræjum og trjágrein- um sem hann kom fyrir í afgirtum reit rétt austan við Múlakot í Fljóts- hlíð. Annar okkar sem þetta skrifar, Björn, fór með honum að skoða reit- inn 1957. Þar kenndi margra grasa og trjáa, en eitt þeirra þó mest áberandi, stór og falleg jurt með bláum blóm- stönglum. Hún hafði næstum fyllt girta reitinn og hafði auk þess sáð sér marga metra í allar áttir út á aurana kringum reitinn. Ánægjusvipurinn á Hákoni gleymist ekki. Varla er nokkur hreppur í landinu sem ekki hefur fengið að njóta þess- arar afburða- – ef ekki bestu – plöntu, sem reynd hefur verið til þess að nema örfoka og gróðurlaust íslenskt land. Það sem gerir alaskalúpínuna svo „ágenga“ er að hún er að mestu sjálfri sér nóg. Hún þarf að vísu loft, vatn og jörð eins og aðrar plöntur, en hún þarf ekki áburð, því að í sam- vinnu við bakteríutegund vinnur hún köfnunarefni úr loftinu með svipuð- um hætti og gamla áburðarverk- smiðjan í Gufunesi notaði rafmagn til að kljúfa vatn í vetni og súrefni og mynda ammoníak með köfnunarefni loftsins. Þá gefur lúpínan frá sér efni úr rótinni sem getur losað bindingu fosfórs í jarðveginum, sem plantan hagnýtir sér til vaxtar. Slík köfnunar- efnisbinding er þekkt hjá mörgum öðrum plöntum, aðallega belgjurtum, s.s. rauð- og hvítsmára, ertum, baun- um o.fl., en þær dreifast lítt um land- ið. Mörgum finnst alaskalúpínan of ágeng og má það víða til sanns vegar færa. En lúpínan undirbýr og skilur eftir mjög frjósaman jarðveg sem nýtist öðrum tegundum plantna þeg- ar hún hörfar í samkeppni við þær. Í stað þess að lýsa þessu í löngu máli og mörgum dæmum nægir hér að benda á Keldnaholtið sem „aldnir“ menn, eins og þeir sem þetta skrifa, muna sem gróðurlaust holt og grjótbreiður. Auk þess má rifja upp fyrrverandi berangur við Hafnarfjall, Mýrdals- sand og Hólasand við Mývatn – „svartar eyðimerkur“ – sem nú eru að verða að frjósömu og grænu landi. Að lokum Þeir sem sinna aukinni ferða- mennsku á Íslandi birta oft myndir til að sýna fegurð íslenskrar náttúru. Takið eftir því hve oft hin fagurbláa alaskalúpína er höfð í forgrunni. Hún gæti verið einhver besta viðbót við ís- lenskt lífríki síðan norrænir menn og Írar komu hingað fyrir nokkrum öld- um. Fyrir þá sem óttast að lúpínan hverfi ekki með tímanum, má benda á að í Alaska, þar sem lúpínan okkar á uppruna, er erfitt að finna hana. Or- sökin virðist vera að hún hopar í sam- keppni við annan gróður. En áður en hún víkur hefur hún bætt jarðveginn fyrir þær plöntur sem á eftir koma. Sem sagt, einn besti samherji okkar í baráttunni við að breyta örfoka landi okkar aftur í gróðurlendi. Eftir Björn Sig- urbjörnsson og Ingva Þorsteinsson » Varla er nokkur hreppur í landinu sem ekki hefur fengið að njóta þessarar afburða- – ef ekki bestu – plöntu, sem reynd hefur verið til þess að nema örfoka og gróðurlaust íslenskt land. Björn Sigurbjörnsson Höfundar eru náttúrufræðingar. Endurheimt gróðurs á Íslandi Ingvi Þorsteinsson Um þessar mundir er að ljúka í Borgarleikhúsinu sýn- ingum á verkinu Elly sem sýnt hefur verið við fádæma vinsældir í um tvö ár. Koma þar við sögu margir af okk- ar fremstu tónlistar- mönnum þess tíma sem ferill Ellyjar spannaði. Einn þeirra er kennari minn og velgjörðarmaður Eyþór Þor- láksson, gítarleikari og kennari. Það er miður að sú mynd sem dregin er upp af Eyþóri í sýningunni er afar neikvæð og einhliða en hann er þar útmálaður sem drykkfelldur ofbeldismaður og slepjulegur flagari. Ef marka má náin kynni mín af hon- um yfir meira en hálfa öld er þessi persónusköpun víðsfjarri sannleikan- um; ég hef aldrei hitt eða kynnst þeirri persónu sem birtist í um- ræddri sýningu. Ef ég ætti að lýsa Eyþóri í stuttu máli þá var hann ein- stakt ljúfmenni, rólyndur, góðhjart- aður, umburðarlyndur og mjög þægilegur hvort sem var í sam- starfi eða daglegri um- gengni. Mér og öðrum sem ég þekki til reynd- ist hann einstaklega vel og erum við fjölmargir nemendur hans sem getum þakkað Eyþóri það að hafa auðnast að gera tónlist og gítarleik að ævistarfi okkar. Hann brá sjaldan skapi og var mikill reglumað- ur. Kunnu fáir jafn vel með áfengi að fara og hann og staðfesta það menn sem til hans þekktu á undanförnum áratugum, jafnt fyrrverandi nem- endur og samstarfsfólk sem og nán- asta fjölskylda hans. Í fjölmörg ár dvaldi Eyþór á Spáni við nám og störf sem hljóðfæraleik- ari. Hann var fyrstur Íslendinga til að læra klassískan gítarleik erlendis og átti í kjölfarið stórmerkan feril sem hljóðfæraleikari og kennari. Samhliða því gaf hann út á netinu mikið af vönduðu, ókeypis kennsluefni og verkum fyrir klassískan gítar sem þúsundir manna um allan heim hafa notað við kennslu og störf undan- farna áratugi. Nafn hans er því þekkt um víða veröld. Ófá eru þau þakkar- bréf sem hann hefur fengið frá kenn- urum og nemendum alls staðar að. Eftir að sýningum á Elly lýkur má ætla að um þriðjungur íslensku þjóð- arinnar sitji eftir með ofangreinda, neikvæða mynd af persónu Eyþórs. Mér er því skylt hér að benda á hið gagnstæða en full ástæða er í kjölfar- ið til að gera ævistarfi þessa merka manns viðeigandi skil á öðrum vett- vangi. Eftir Þórarin Sigurbergsson »Eftir að sýningum á Elly lýkur má ætla að um þriðjungur ís- lensku þjóðarinnar sitji eftir með neikvæða mynd af persónu Ey- þórs. Mér er því skylt að benda á hið gagnstæða. Þórarinn Sigurbergsson Höfundur er gítarleikar og kennari. Til varnar heiðursmanni

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.