Morgunblaðið - 18.03.2019, Page 11

Morgunblaðið - 18.03.2019, Page 11
FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 18. MARS 2019 Smiðjuvegi 9 · 200 Kópavogi Sími 535 4300 · axis.is Vandaðar íslenskar innréttingar Þó að afhending nýs Herjólfs sé á lokametrunum eru enn nokkur atriði ófrágengin fyrir afhendingu skips- ins. Þetta kemur fram í frétta- tilkynningu Vegagerðarinnar um helgina. Fram kemur að m.a. þarf að ganga frá lokauppgjöri milli kaup- anda og seljanda áður en til afhend- ingar Herjólfs kemur. „Vegagerðin er í viðræðum við CRIST S.A. [skipasmíðastöðina] um uppgjör lokagreiðslu fyrir ferjuna. Lokagreiðsla samanstendur af 15% samningsfjárhæðar auk uppgjörs fyrir umsamin aukaverk að frá- dregnum samningsbundnum frá- drætti vegna tafa á afhendingu og tæknilegra frávika frá smíðalýsingu samkvæmt nánar tilgreindri að- ferðafræði sem tiltekin er í samningi milli aðila. Þessar viðræður eru á viðkvæmu stigi og því er ekki unnt að greina frá innihaldi þeirra að svo stöddu en gert er ráð fyrir að mál skýrist frekar undir lok næstu viku,“ segir m.a. í frétt Vegagerðarinnar. Viðræður um uppgjör lokagreiðslu Ljósmynd/Vegagerðin Nýi Herjólfur Að lokinni skoðun verður haffærnisskírteini gefið út. Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Atvinnuleysi virðist aukast hægt og bítandi um þessar mundir og mældist skráð atvinnuleysi 3,1% á vinnumark- aðinum í seinasta mánuði. Þó að árs- tíðasveifla skýri alltaf að einhverju marki aukið atvinnuleysi á þessum árstíma hefur svo hátt hlutfall at- vinnulausra ekki mælst frá því í apr- ílmánuði árið 2015. Atvinnuleysið var til samanburðar 2,4% fyrir réttu ári. 5,3% atvinnuleysi í OECD- löndum í byrjun ársins Atvinnuleysi hefur verið langtum minna hér en í flestum öðrum löndum innan OECD um árabil þar sem það mældist 5,3% að jafnaði í janúar- mánuði en hlutfall atvinnulausra hér á landi er þó ekki ýkja frábrugðið því sem er í nokkrum Evrópulöndum sem búa við hvað best atvinnustig s.s. Þýskaland þar sem það var 3,2% í janúar skv. tölum sem OECD birti í seinustu viku. Hlutfallið er þó víðast hvar langtum hærra en hér á landi um þessar mundir; t.a.m. er það 5% í Danmörku, 6,7% í Finnlandi og 6% í Svíþjóð, hefur svo aðeins minnkað í Bandaríkjunum þar sem það var 3,8% í febrúar. Atvinnuleysi meðal ungs fólks á aldrinum 15 til 24 ára er víða mikið vandamál og það jókst í janúar sé lit- ið á meðaltalið í OECD-löndunum og er komið í 11,3%. Það hefur verið í kringum 15% í löndum Evrópusam- bandsins og af einstökum nálægum löndum þá voru 9,4% ungmenna í Danmörku án atvinnu í janúar og 17,4% í Svíþjóð. Um 3.000 manns á aldrinum 16 til 25 ára hér á landi töldust vera at- vinnulausir í janúar sl. eða 9,3% sam- kvæmt seinustu vinnumarkaðs- könnun Hagstofunnar og í nýbirtu yfirliti Vinnumálastofnunar yfir skráð atvinnuleysi í febrúar kemur í ljós að alls voru 812 einstaklingar á aldrinum 18-24 ára atvinnulausir í lok febrúar í ár sem samsvarar um 3,2% skráðu atvinnuleysi. Atvinnulausum ungmennum hefur fjölgað á skrá ,,Atvinnulausum ungmennum hef- ur fjölgað um 213 frá febrúar 2018 þegar fjöldi atvinnulausra á þessu aldursbili var 599,“ segir í skýringum stofnunarinnar. Að jafnaði voru 5.690 einstaklingar á atvinnuleysisskrá yfir allan seinasta mánuð en í lok febrúar töldust þeir vera alls 6.157 talsins og hafa ekki verið fleiri frá í mars 2015. Erlendum ríkisborgurum í hópi at- vinnulausra fer einnig fjölgandi. Alls voru þeir 2.192 um seinustu mánaða- mót sem voru án atvinnu eða um 36% atvinnulausra til samanburðar var hlutfall erlendra ríkisborgara 29% allra atvinnulausra í febrúar mánuði fyrir ári. Aldrei fyrr hafa fleiri erlendir ríkisborgarar verið á skrá atvinnu- lausra hér á landi samkvæmt talna- yfirliti Vinnumálastofnunar. Pólverj- ar eru langstærsti hópurinn eða alls 1.153 í lok febrúar sl. Gæti orðið á bilinu 2,9% til 3,2% í marsmánuði Atvinnuleysi var mest á Suður- nesjum í febrúar eða 5,1% og 3,2% á höfuðborgarsvæðinu svo og á Norð- urlandi eystra, en minnst á Norður- landi vestra 1,5%. Sérfræðingar Vinnumálastofnunar gera ráð fyrir að skráð atvinnuleysi muni ekki breytast mikið í mars og verða á bilinu 2,9% til 3,2%. Hlutfall atvinnulausra mælist það hæsta í fjögur ár  Hópur erlendra ríkisborgara án atvinnu hefur aldrei verið stærri hér á landi  Atvinnuleysið mælist nú 3,1% og er enn með því minnsta meðal OECD-landa Fjöldi atvinnulausra í nokkrum atvinnugreinum Febrúar 2018 Febrúar 2019 270 240 257 149 260 169 167 124 336 277 483 383 348 252 406 284 248 191 271 297 Fiskvinnsla Önnur matvæla- framleiðsla Bygging hús- næðis; þróun byggingar- verkefna Sérhæfð byggingar- starfsemi Heildverslun, að undanskild- um vélknúnum ökutækjum Smásöluversl- un, að undansk. vélknúnum ökutækjum Rekstur gististaða Veitingasala og -þjónusta Fasteignar- umsýsla, hrein- gerningarþj. og skrúðgarðyrkja Fræðslu- starfsemi Heimild: Vinnumálastofnun Alvarlegt umferðarslys varð á Suður- landsvegi við Skógasand á tíunda tímanum í gærmorgun miðja vegu milli Sólheimajökuls og Skógafoss. Um var að ræða bílveltu. Voru fjórir í bílnum. Allt voru það erlendir ferða- menn, þrír fullorðnir og eitt þriggja ára barn. Allir voru fluttir á Land- spítalann í Fossvogi með þyrlu Land- helgisgæslunnar. Samkvæmt upplýsingum frá því í hádeginu í gær nutu þessir ein- staklingar aðhlynningar á sjúkrahúsi og voru ekki taldir í lífshættu. Meira er ekki vitað um ástand þeirra. Suðurlandsvegi var lokað um stund eftir slysið en var skömmu síðar opn- aður að nýju. Fernt flutt með þyrlu eftir bílslys Þegar skoðað er úr hvaða starfsgreinum atvinnulausir koma má sjá í töl- um Vinnumálastofnunar að einn af stærstu hópunum störfuðu í smá- söluverslun. Þar eru 483 skráðir atvinnulausir um seinustu áramót eða um 100 fleiri en í sama mánuði í fyrra og fjölgaði því um 23% á einu ári. 406 atvinnulausir unnu við veitingasölu og þjónustu. Þessi hópur hefur stækkað úr 284 frá því í febrúar í fyrra eða um tæp 43% Fjölgað hefur í þessum hópi jafnt og þétt allt undanfarið ár og hafa þeir ekki verið fleiri frá í apríl árið 2014. 270 einstaklingar í fiskvinnslu voru skráðir án at- vinnu og í atvinnuleit um seinustu mánaðamót og 257 störfuðu í annarri matvælaframleiðslu. Í mörgum atvinnugreinum hefur þó orðið lítil fjölg- un atvinnulausra samanborið við þessa og fleiri starfsgreinar. Vinnumálastofnun bendir á að atvinnulausum fjölgaði í flestum at- vinnugreinum í febrúar sl. frá febrúar í fyrra nema í fræðslustarfsemi. Mesta fjölgunin var á fjölda atvinnulausra í flutningum, ýmissi sérhæfðri þjónustu og mannvirkjastarfsemi. Ef skoðuð er skipting atvinnulauss fólks eftir starfsstéttum kemur í ljós að einn stærsti hópurinn tilheyrir þjónustu- og umönnunarstörfum. Þeir voru alls 1.032 um seinustu mánaðamót og hafði fjölgað á einu ári úr 750 eða um tæp 38%. Atvinnulaust verkafólk sem kemur úr iðnaði, fisk- vinnslu og samgöngum var alls 1.034 talsins í lok febrúar og hafði fjölgað í þeim hópi um 39% frá því í febrúar 2018. Verkafólki við sölu- og þjón- ustustörf sem eru á atvinnuleysisskrá hefur fjölgað úr 513 fyrir ári í 698 einstaklinga um seinustu mánaðamót. Margir í verslun og veitingum ATVINNULEYSI Í STARFSGREINUM OG STARFSSTÉTTUM Staðfest hefur verið að myglu sé að finna í tveimur grunnskólum í Reykjavík, en til viðbótar er til skoð- unar hvort lekamál í tveimur öðrum skólum hafi leitt til myglu að því er fram kom á mbl.is í gærkvöldi. Aðgerðir standa nú yfir í Breið- holtsskóla og Fossvogsskóla. Síðar- nefndi skólinn var rýmdur í heild sinni og kennsla færð annað út skólaárið eins og áður var greint frá. Í fyrrnefnda skólanum þurfti að rýma eina álmu eftir að vatn rann á milli útveggja og einangrunar í inn- veggjum. Komst það upp þegar starfsfólk og nemendur fóru að finna til óþæginda. Auk þessa skóla hafa komið fram einkenni um raka eða leka í Ártúnsskóla og Seljaskóla. Það er nú til frekari skoðunar. Heildarúttekt á skólahúsnæði borgarinnar stendur til í sumar að sögn Helga Grímssonar, sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs Reykjavík- urborgar. Rekja megi leka og lélegt viðhald til niðurskurðar eftir hrun. Grunur um enn fleiri til- felli myglu

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.