Morgunblaðið - 18.03.2019, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 18.03.2019, Blaðsíða 21
missir ykkar er mikill og við hjónin vottum ykkur okkar dýpstu samúð. Ég vil enda þessi orð mín á ferskeytlu eftir Vatnsenda-Rósu. Þó að kali heitur hver, hylji dali jökull ber, steinar tali og allt, hvað er, aldrei skal ég gleyma þér. Helga Erla. Nú er hún Bögga mín fallin frá og mig sárverkjar í hjartað af sorg og söknuði, mikið finnst mér óréttlátt að hún sem gaf svo mikið þurfti einnig að þjást svo mikið í áralangri baráttu við krabbamein. Þakklæti er mér samt efst í huga, á þessari stundu, fyrir að hafa átt svo sér- staka manneskju í mínu lífi, hún var engum lík á hinn besta hátt. Bögga var ein af mínum stóru og kæru manneskjum í lífinu en í tuttugu ár hafa tengsl og vin- skapur fjölskyldna okkar orðið svo mikil að við erum orðin eins og ein stór fjölskylda. Borgarfjarðarævintýrið okkar byrjaði þegar Bögga bauð dætr- um okkar Andreu og Tönju, eftir níu ára aldur, að koma einar á sumrin og vera hjá þeim nokkrar vikur í senn. Stelpurnar elskuðu þennan tíma svo mikið að þær gátu varla klárað skólaárið, svo mikill var asinn að komast aust- ur til Böggu og Bjössa, þar fengu þær að njóta sín faðmi góðra ættingja og fallegrar náttúru. Í um tuttugu ár höfum við komið í Sætún á sumrin og voru þetta stundum ansi margir dagar í senn inni á fjölskyldunni. Vinir okkar og systkini mín hafa líka vanið komur sínar á Borgarfjörð og tjaldað á lóðinni hjá Sætúni og hafa gert í mörg ár. Eitt sum- arið gaf Bögga okkur skúr í bak- garðinum, sennilega verið orðið nóg boðið yfir átroðningnum á heimilinu, en við tókum hana á orðinu og reistum þar hús ári seinna. Þvílíkt sem þessi gjöf hefur gefið af sér, því við eigum svo margar minningar úr Úraníu og Sætúni með þessari yndislegu fjölskyldu okkar og vinum á Borgarfirði og úr bænum, það hafa myndast svo sterk vináttu- bönd og sameinumst við í að elska fjölskylduna í Sætúni og fjörðinn fagra. Bögga var alltaf til staðar og vildi vita okkar sögu og að allt væri gott hjá okkur og öllu okkar fólki. Hún var svo mikil barna- kona, hrein og bein, blótaði meira en ég hafði kynnst, þó var blótið fyndið og í flestum tilfell- um vel meint. Hún notaði alls kyns skrýtin orð sem ég hafði aldrei áður heyrt, hún sagði hlut- ina eins og þeir voru og spurði spurninganna sem enginn þorði. Þó að Bögga mín hafi þurft að stríða við veikindi í öll þessi ár þá vildi hún alltaf hafa húsið fullt af fólki. Hún undirbjó hátíðar þannig að það voru allir dallar og kistur fylltar af kökum og góð- gæti. Svo þegar fólk fór að tínast í fjörðinn þá var nóg til og fólk gat fengið sér kaffi og með því en helst vildi hún sitja fyrir utan stóra gula húsið sitt með handa- vinnu og heilsa og spjalla við gesti og gangandi. Bögga gaf aldrei neitt eftir og fannst manni hún aldrei neitt veik fyrr en und- ir það síðasta og þá gaf hún samt ekkert eftir, mætti t.d. á þorra- blót og var á blóti til fjögur um nóttina núna í janúar. Bögga vildi ekki mikið ræða veikindi sín en alltaf fékk maður sögur af fólkinu á spítalanum eða bara því fólki sem varð á vegi hennar, hún elskaði að spjalla og kynnast nýju fólki. Elsku Bjössi og fjölskylda í Sætúni, Guð veri með ykkur í þessari miklu sorg. Hvíl í friði, elsku vinkona, mér þótti endalaust vænt um þig og takk fyrir allt, við munum minn- ast þín á hverjum degi með þakklæti. Þín Rósalind. MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 18. MARS 2019 21 Félagsstarf eldri borgara Árskógar Opin smíðastofa kl. 9-16. Leikfimi með Maríu kl. 9. Handa- vinna með leiðbeinanda kl. 12.30-16. Félagsvist með vinningum kl. 13. Myndlist með Elsu kl. 16-20. Opið fyrir innipútt. Hádegismatur kl. 11.40-12.45. Kaffisala kl. 15-15.45. Heitt á könnunni. S. 535-2700. Boðinn Félagsvist kl. 13. Leikfimi kl. 10.30. Myndlist kl. 12.30. Vatns- leikfimi kl. 14.30. Spjallhópur kl. 15. Bólstaðarhlíð 43 Opin handverksstofa kl. 9-16. Morgunkaffi kl. 10- 10.30. Leikfimi kl. 12.50-13.30. Samprjón kl. 13.30-14.30. Bútasaums- hópur kl. 13-16. Opið kaffihús kl. 14.30-15.15. Dalbraut 18-20 Brids kl.13. Félagsmiðstöðin Hæðargarði 31 Við hringborðið kl. 8.50, kaffi- spjall og blöðin. Frjáls tími í Listasmiðju kl. 9-12. Byrjendanámskeið í línudansi kl. 10. Ganga kl. 10.15. Hádegismatur kl. 11.30. Myndlistar- námskeið hjá Margréti kl. 12.30-15.30. Félagsvist kl. 13. Handavinnu- hornið kl. 13-15. Síðdegiskaffi kl. 14.30. Kóræfing kl. 19.30-21.45. Allir vekkomnir óháð aldri. Nánari upplýsingar í síma 411-2790 Félagsmiðstöðin Lönguhlíð 3 Upplestur kl. 10.10. Opin handverks- stofa kl. 13. Botsía kl. 13.30. Kaffiveitingar kl. 14.30. Allir velkomnir. Garðabær Vatnsleikfimi Sjálandi kl. 7.30 /8.15 /150. Kvennaleikfimi Sjálandi kl. 9.30. Liðstyrkur Sjálandi kl. 10.15. Kvennaleikfimi Ásgarði kl. 11.15. Gönguhópur fer frá Jónshúsi kl. 10. Stólajóga kl. 11. Brids í Jónshúsi kl. 13. Zumba í Kirkjuhvoli kl. 16.15. Gerðuberg 3-5 Opin handavinnustofan kl. 8.30-16. Útskurður með leiðbeinanda kl. 9-16. Leikfimi Maríu kl. 10-10.45. Leikfimi Helgu Ben kl. 11-11.30. Kóræfing kl. 13-15. Allir velkomnir. Gjábakki Kl. 9 handavinna, kl. 9 botsía, kl. 9.30 postulínsmálun, kl. 10.50 jóga, kl. 13.15 kanasta, kl. 16.30 Söngvinir, kóræfing, kl. 19 Skap- andi skrif. Gullsmári Postulínshópur kl. 9, jóga kl. 9.30, handavinna /brids kl. 13, jóga kl. 17, félagsvist kl. 20. Hraunbær 105 Kaffiklúbbur og spjall, allir velkomnir í frítt kaffi kl. 9. Handavinna með leiðbeinanda kl. 9-11.30, 1340 kr. mánuðurinn, allir velkomnir og kostar ekkert að prufa. Hádegismatur kl. 11.30. Sögu- stund kl. 12.30-14. Jóga kl. 14.15–15.15. Hraunsel Kl. 8-12 ganga í Kaplakrika, kl. 9 myndmennt, kl. 11 Gabl- ara-kórinn, kl. 10 ganga frá Haukahúsi, kl. 13 félagsvist, kl. 10-15 Fjöl- stofan Hjallabraut. Korpúlfar Hugleiðsla og létt jóga kl. 9, gönguhópar kl. 10 frá Borg- um, Grafarvogskirkju og inni í Egilshöll. Dansinn hefst á ný kl. 11 í Borgum, vonumst til að sjá ykkur sem flest, mikil dansgleði í boði og öll gömlu góðu lögin. Skartgripagerð með Sesselju kl. 13 í Borgum. Félagsvist kl. 13 í Borgum og tréútskurður á Korpúlfsstöðum kl. 13 og kóræfing kl. 16 í Borgum. Seltjarnarnes Leir Skólabraut kl. 9. Billjard Selinu kl. 10. Krossgátur og kaffi í króknum kl. 10.30. Jóga með Öldu í salnum á Skólabraut kl. 13. Vatnsleikfimi í sundlauginni kl. 18.30. Á morgun þriðjudag kl. 13 verður bingó í salnum með nemendum 5. bekkjar Mýrarhúsaskóla. Allir velkomnir. Fimmtudaginn 21. mars verður farið í heimsókn á Stöð 2 og Marshallhúsið á Granda. Allir velkomnir. Skráning í síma 8939800. Sléttuvegur 11-13 Selið á Sléttuvegi er opið frá kl. 10–16. Heitt á könnunni frá kl. 10–11 og hægt er að líta í blöðin. Hádegismatur er frá kl. 11.30–12.15, panta þarf matinn daginn áður. Spiluð er félagsvist sem byrjar kl. 13.15. Kaffi og meðlæti er til sölu frá kl. 14.30–15.30. Allir velkomnir. Síminn í Selinu er 568-2586. Stangarhylur 4, ZUMBA Gold framhald kl. 10.20, kennari Tanya. Smáauglýsingar Húsnæði íboði 3 herbergja orlofsíbúð til leigu á Þingeyri við Dýrafjörð, til sumardvarlar. Fyrir félagasamtök eða fyrirtæki. Gott aðgengi fyrir hjólastóla. Upplýsingar í síma. 456-1600. Atvinnuhúsnæði Skrifstofuhúsnæði til leigu Óskað er eftir leigjendum fyrir skrif- stofuhúsnæði að Hverfisgötu 76, 101 Reykjavík. Birt stærð er 170,5 fm. Um er að ræða fallega og bjarta skrif- stofuhæð í traustu steinhúsi. Hæðin samanstendur af einum stórum vinnusal, rúmgóðri geymslu, tveimur rúmgóðum fundarherbergjum, tveim- ur snyrtingum, forstofu fyrir yfirhafnir og rúmgóðu eldhúsi. Gólf eru lögð linoleum dúk og veggir nýmálaðir. Baðherbergi eru flísalög bæði á gólfi og veggjum. Ástand og útlit hæðar- innar er mjög gott. Lyfta er í húsinu. Bílastæðahús er beint á móti húsinu. Staðsetning er góð í miðborginni. Hús og sameign í allgóðu ástandi. Á baklóð eru þrjú sérbílastæði fyrir hæðina. Tilboð óskast í leiguna. Vinsamlega hafið samband í GSM 8608886/8604429 Sumarhús Sumarhús – Gestahús – Breytingar  Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum.  Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum.  Smíðum gestahús – margar útfærslur.  Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum.  Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla – endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892-3742 og 483-3693, www.tresmidjan.is Ýmislegt BátarBílaþjónusta GÆÐABÓN Stofnað 1986 • Ármúla 17a Opið mán.-fös. 8-16. S. 568 4310 Það besta fyrir bílinn þinn Alþrif, djúphreinsun, mössun, teflon, blettun, bryngljái, leðurhreinsun. Húsviðhald Hreinsa þakrennur og tek að mér ýmis smærri verkefni Uppl. í síma 847 8704 manninn@hotmail.com Vantar þig fagmann? FINNA.is atvinna@mbl.is Pantaðu pláss fyrir þína atvinnuauglýsingu á ✝ Hrefna Daní-elsdóttir fædd- ist 19. janúar 1942 á Gljúfurá í Borgar- firði en flutti þaðan fljótlega á Hreða- vatn. Hún lést á Landspítalanum við Hringbraut 11. mars 2019. Foreldrar henn- ar voru Daníel Kristjánsson, 25.8. 1908, d. 24.4. 1982, og Ásta Guð- brandsdóttir, 9.11. 1907, d. 1.7. 1984. Bræður hennar eru Ragnar Daníelsson, f. 10.5. 1932, d. 2.12. 1992, Guðmundur Daní- elsson, f. 3.10. 1938, og Kristján Daníelsson, f. 7.4. 1946, d. 26.2. 2012. Hrefna bjó á Kópavogshæli frá 1958-2002 en það- an flutti hún á heimili við Skaga- sel 9 og naut sín þar mjög vel. Hún verður jarðsungin frá Seljakirkju í dag, 18. mars 2019, klukkan 13. Hrefna okkar er nú fallin frá og margs er að minnast. Hún var mjög áhugasöm um heimili sitt og nánasta umhverfi og lítið gefin fyrir breytingar, eins var hún mjög fljót að ganga frá hlutum á sinn stað ef starfsfólk gerði það ekki. Allt átti sinn stað. Á laug- ardögum fór hún alltaf með starfsmanni að kaupa garn og stundum á kaffihús og var engin breyting á því síðasta laugardag fyrir andlát hennar er hún fór á kaffihús í Kringlunni og fékk sér kaffi og köku og naut þess að horfa á börnin sem voru þar. Hún hafði mikinn áhuga á að sauma út, lita í bækur, fara í bíltúra, búða- ráp, kaffihús og skoða dýrin og ungviði svo fátt eitt sé nefnt. Hrefna hafði ekki mál en var ekki í vandræðum að tjá sig með lík- amstjáningu sinni og svipbrigð- um, svo ekki sé minnst á fallegu bláu augun hennar og tjáði hún mikið með þeim. Þau voru eins og brosandi gimsteinar þegar henni leið vel. Hún var í Fjölmennt og var alveg með það á hreinu hve- nær bíllinn kom og beið við eld- húsgluggann tilbúin að fara með töskuna sína. Einnig var Hrefna í Iðjubergi þrjá morgna í viku og var með dagana á hreinu, þegar hún átti frí svaf hún lengur. Íbúa sem bjuggu með henni hafði hún þekkt mjög lengi og alltaf er hún keypti gos og nammi deildi hún því með þeim. Var það til marks um að þeir væru hluti af fjöl- skyldu hennar. Við andlátsfregn þína, allt stöðvast í tímans ranni. Og sorgin mig grípur, en segja ég vil með sanni, að ósk mín um bata þinn, tjáð var í bænunum mínum, en Guð vildi fá þig, og hafa með englunum sínum. Við getum ei breytt því sem frelsarinn hefur að segja. Um hver fær að lifa, og hver á svo næstur að deyja. Þau örlög sem við höfum hlotið, það verður að skilja. Svo auðmjúk og hljóð, við lútum að frelsarans vilja. Þó sorgin sé sár, og erfitt er við hana að una. Við verðum að skilja, og alltaf við verðum að muna, að Guð hann er góður, og veit hvað er best fyrir sína. Því treysti ég nú, að hann geymi vel sálina þína. Þótt farin þú sért, og horfin ert burt þessum heimi. Ég minningu þína, þá ávallt í hjarta mér geymi. Ástvini þína, ég bið síðan Guð minn að styðja, og þerra burt tárin, ég ætíð skal fyrir þeim biðja. (Bryndís Halldóra Jónsdóttir.) Hún hvílir nú í faðmi móður sinnar og annarra ástvina sem fallnir voru frá. Ástu, Dagnýju, Silvíu og öðrum aðstandendum Hrefnu vottum við okkar innilegustu samúð í sorg og þeirra missi. Megi minning henn- ar vera ljós í lífi okkar allra. Auður, Birgir, Hannes, Snorri og starfsfólk, Skagaseli 9. Hrefna Daníelsdóttir Við viljum minn- ast Guðrúnar Sig- urðardóttur, eða Gunnu Sig., með nokkrum orðum. Gunna Sig. ólst upp við bág kjör og má ætla að það hafi mark- að lífsskoðanir hennar út ævina. Hún var sanngjörn manneskja og fylgdi grunngildum jafnaðar- stefnunnar alla tíð. Gunna Sig. var létt í lund, búin jafnaðargeði og samskipti við hana alltaf skemmtileg. Þegar á ævina leið gaf stoðkerfi líkamans verulega eftir en andleg heilsa hennar var góð fram á síðustu ár. Þrátt fyrir heilsubrest var með ólíkindum hvað hún hélt sinni fal- legu rithönd fram á tíræðisaldur. Verulegur hluti af æviskeiði Gunnu Sig. var í „málarablokk- inni“ á Ísafirði. Samfélagið þar var að mörgu leyti sérstakt. Í Guðrún Guðríður Sigurðardóttir ✝ Guðrún Sig-urðardóttir fæddist 21. maí 1924. Hún lést 3. mars 2019. Útför Guðrúnar fór fram 16. mars 2019. áratugi bjuggu í fimm íbúðum af sex Margrét Péturs- dóttir og Guðmund- ur E. Sæmundsson ásamt sonum sínum fjórum, tengda- dætrum og fjöl- skyldum. Samskipti stórfjölskyldunnar voru mjög náin. Sér- staklega vil ég nefna samskipti tveggja tengdadætranna, móður minnar, Guðrúnar Ásgeirsdóttur og Gunnu Sig. Náin vinátta þeirra til áratuga var með afbrigðum far- sæl og rekur mig ekki minni til að þeim hafi orðið sundurorða. Börnin okkar minnast Gunnu Sig. með mikilli hlýju. Hún var þeim eins og amma, ekki síst eftir að föðuramma þeirra lést. Þó að vinsemdin hafi verið aðalatriðið í þeirra samskiptum þá verður að nefna það að pönnukökurnar hennar Gunnu Sig. verða lengi í minnum hafðar. Við vottum börnum Gunnu Sig., tengdabörnum og fjölskyld- um þeirra okkar innilegustu sam- úð. Guðmundur og Bryndís.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.