Morgunblaðið - 21.03.2019, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 21.03.2019, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. MARS 2019 B ún að ur b íls á m yn d er fr áb ru g ð in n au g lý st u ve rð i VERÐ FRÁ: 6.290.000 KR. D150, fjórhjóladrifinn, sjálfskiptur. E N N E M M / S ÍA / N M 9 2 8 1 5 JAGUAR HESTHÁLSI 6-8, 110 REYKJAVÍK SÍMI: 525 6500 NÝR FJÓRHJÓLADRIFINN E-PACE JAGUAR E-PACE Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Ég er að upplifa eitthvað nýtt þessa dagana. Ég hef ekki vanist því að landssambandið og stærsta félagið fari sitt í hvora áttina í samn- ingsgerð,“ segir Guðbrandur Einarsson, sem í gær sagði af sér sem formaður Landssambands íslenskra verslunarmanna. Samningaviðræðum sambandsins við Samtök atvinnulífsins var slit- ið í gær. Guðbrandur segir að ástæða afsagnar sinnar sé sú að landssambandið undir hans stjórn og VR, stærsta félag verslunarmanna, hafi ekki átt samleið við gerð kjarasamnings þrátt fyrir að hafa lagt fram sameiginlega kröfugerð. Var kominn góður grunnur „Við erum búin að vera að vinna að því að landa kjarasamningi í margar, margar vikur og töldum okkur vera að ná árangri í því í síðustu viku. Mér fannst vera kominn ágætur grunnur að því að við gætum haldið áfram og klárað enda sá ég í þessu ýmsan ábata fyrir verslunarmenn. Bæði raunverulega vinnutímastyttingu og síðan voru vinnuveitendur tilbúnir að hækka launa- töflur verulega. Svo gerðist það í síðustu viku að umræða um framhaldið var bara stöðvuð,“ segir Guðbrandur í samtali við Morgunblaðið. Þegar hann er inntur eftir nánari útskýring- um á því hvað hafi stöðvað viðræðurnar vísar hann til afstöðu Verslunarmannafélags Reykja- víkur. „Ég hafði verið með fulltrúa frá VR í þessum viðræðum en þeir drógu sig út úr þeim. Þeir sögðust ekki geta haldið áfram viðræðunum þrátt fyrir að við værum í raun og veru sammála um að það væru góðir hlutir að gerast. Ég gat ekki haldið áfram að gera samning fyrir örfáa verslunarmenn. Slíkur samningur þarf að ganga yfir alla línuna ef hann á að virka. Þar með var mitt umboð farið.“ Guðbrandur segir að fulltrúar VR hafi horft til samstöðu með öðrum verkalýðsfélögum í stað þess að reyna til þrautar að klára samn- ingsgerðina. „Ég álít að þetta bandalag fjór- menninganna sé það sterkt að það sé á þessum tímapunkti ekki hægt að rjúfa það. Ég tel að það sem var á borðinu í síðustu viku sé leið til lausnar. Það að vilja ekki fara þá leið sýnir að menn eru tilbúnir að beita öðrum vinnubrögð- um til að ná því fram sem þeir telja ásættan- legt.“ Telurðu þá að átök hafi alltaf verið mark- miðið, að alltaf hafi verið stefnt að verkföllum? „Við getum spurt okkur þeirrar spurningar, ég veit ekki hvert svarið er. En það vöknuðu spurningar þegar maður sá í fjölmiðlum að kröfugerð Starfsgreinasambandsins væri orðin stefna Sósíalistaflokksins. Maður spyr sig um stöðu formanns Eflingar í samningaviðræðum, getur hún eitthvað fallið frá stefnu Sósíalista- flokksins?“ Óttast erfiða tíma Guðbrandur kveðst aðspurður hafa áhyggjur af því hvernig málum vindi fram á næstunni. „Ég óttast að það séu erfiðir tímar fram undan. Hluti af launabreytingunum átti að koma fram í nýjum skilgreiningum á vinnutíma. Ég sé ekki annað en að ef hópurinn ætlar að vera harður á þessari launatölu þá muni þetta sigla í strand. Ég óttast að það verði niðurstaðan. En það verða nýir aðilar sem þurfa að fást við það.“ Guðbrandur hefur verið formaður Verslunar- mannafélags Suðurnesja í 21 ár. Hann hefur setið í stjórn Landssambands íslenskra versl- unarmanna í 20 ár og verið formaður sam- bandsins undanfarin sex ár. Hann lauk í gær störfum fyrir LÍV og var Ragnar Þór Ingólfs- son, formaður VR, kjörinn formaður í hans stað. Guðbrandur mun hætta störfum hjá VS um næstu mánaðamót. Hann ákvað að þiggja ekki starf sem honum var boðið hjá VR í kjölfar yf- irvofandi sameiningar VS við VR. „Ég set niður í kassa á mínum vinnustað og verð kominn þar út 1. apríl,“ segir hann. Morgunblaðið/Hari Slitið Guðbrandur Einarsson, lengst til vinstri, hefur ásamt fulltrúum VR reynt vikum saman að ná samningum við SA. Hann taldi samninga í sjónmáli en fulltrúar VR drógu sig út. Segir fulltrúa VR hafa stöðvað viðræðurnar  Viðræðum LÍV og SA slitið  Guðbrandur Einarsson segir af sér „Ég er alls ekki sammála því sem fram kemur í álykt- un Framsýnar. Það er ekki vilji samninganefndar að skerða réttindi fólks. Menn geta rætt hlutina og skoðað en það er ekkert frágengið fyrr en skrifað er undir. Við munum ekki sam- þykkja hvað sem er og fé- lagsmenn taka á endanum ákvörðun um samninga,“ segir Björn Snæbjörnsson, formaður Starfs- greinasambandsins. Vísar hann þar til álykt- unar stéttarfélagsins Framsýnar sem dró í fyrradag samningsumboð sitt frá SGS. Þessi orð Björns ríma við yfirlýsingu samninga- nefndar SGS sem send var út í gær: „Það er miður að í tengslum við þessa sam- þykkt þurfi að bera félaga sína þungum sök- um. Samninganefnd Starfgreinasambandsins mun aldrei taka þátt í því að semja um að rýra kjör okkar fólks, hvort sem það lýtur að vinnu- tíma, álagsgreiðum eða öðrum þáttum. Í við- ræðum við Samtök atvinnulífsins hefur þessi afstaða komið fram með mjög sterkum og af- dráttarlausum hætti og samninganefndar- mönnum á að vera það algerlega ljóst,“ segir í yfirlýsingunni. Björn segir í samtali við Morgunblaðið að góð samstaða sé meðal þeirra félaga sem enn eru undir merkjum SGS. „Eins og ég hef alltaf sagt getur hvaða félag sem er dregið samningsumboð sitt til baka hvenær sem er og þessi ákvörðun Framsýnar kemur mér ekki á óvart. Ég vil hins vegar minna á að í samningunum 2015 voru það fimmtán félög sem sömdu í nafni Starfsgreina- sambandsins. Það er sami fjöldi og er nú í sam- flotinu en við erum með fleiri félagsmenn að baki okkur heldur en þá. Það er góð samstaða í hópnum og þó að menn hafi auðvitað mis- munandi skoðanir hefur verið þar mjög mál- efnaleg umræða. Það hefur verið unnin rosa- lega góð vinna í þessari samningagerð og mikið af því sem við lögðum fram í kröfugerð okkar er komið í ásættanlegt stand.“ 15 félög á vegum SGS eins og 2015 Björn Snæbjörnsson  Semja fyrir fleiri núna Samkomulag hefur náðst milli Prentmets og Odda um að Prentmet kaupi alla prentvinnslu Odda ásamt tækjum. Kaupin eru gerð meðal ann- ars með fyrirvara um samþykki sam- keppnisyfirvalda. Fram kemur í fréttatilkynningu um kaupin að sameinuð prentsmiðja verður rekin á Höfðabakka 7 þar sem Oddi er til húsa, en rúmlega 100 manns munu starfa hjá sameinuðu fyrirtæki. Sameinuð velta fyrirtækj- anna var um 1.900 milljónir króna á seinasta ári. Lokaskrefið í grundvallar- breytingu félagsins Í tilkynningunni segir að sala á framleiðsluhluta Odda feli í sér loka- skrefið í grundvallarbreytingu fé- lagsins úr framleiðslufélagi í sölu- og markaðsfélag sem einbeitir sér að umbúðum og umbúðalausnum til annarra fyrirtækja. Prentsmiðjan Oddi er 76 ára gamalt félag sem upp- haflega var stofnað um prentverk en hefur einnig framleitt og flutt inn gæðaumbúðir síðastliðin ár. „Í kjölfar breytinganna mun Kassagerðin ehf., sem er að fullu í eigu móðurfélags Odda, einbeita sér að sölu innfluttra umbúða til við- skiptavina, með enn sterkara vöru- vali og öflugri þjónustu,“ segir í til- kynningunni. Mun auka samkeppnishæfni íslensks prentverks Haft er eftir Guðmundi Ragnari Guðmundssyni, framkvæmdastjóra Prentmets, að kaupin á prentvinnslu Odda séu frábært tækifæri fyrir fyrirtækið, „og muni hjálpa mikið til við að auka samkeppnishæfni ís- lensks prentverks ásamt því að auka vöruúrval og þjónustustig fyrir- tækisins.“ Kristján Geir Gunnarsson, fram- kvæmdastjóri Odda, segist ánægður fyrir hönd íslensks prentiðnaðar með að þessi kaup hafi verið und- irrituð. ,,Með þessari sameiningu stendur öflugra félag eftir sem getur tryggt íslenskt prentverk og fram- leiðslu inn í framtíðina.“ Prentmet kaupir prentsmiðjuna Odda  Sameinuð velta fyrirtækjanna var um 1.900 milljónir króna í fyrra  Starfsmenn rúmlega 100 talsins
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.