Morgunblaðið - 21.03.2019, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 21.03.2019, Blaðsíða 46
46 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. MARS 2019 ✝ Trausti Breið-fjörð Magnús- son fæddist 13. ágúst 1918 að Kú- víkum í Reykjar- firði í Árnes- hreppi. Hann lést á Hjúkrunarheim- ilinu Hrafnistu í Reykjavík 7. mars 2019. Hann var sonur hjónanna Magnús- ar Hannibalssonar og Guð- finnu Guðmundsdóttur. Trausti átti þrjár alsystur og auk þess sex hálfsystkini sam- feðra. Trausti ólst upp á Gjögri í sama hreppi og hóf ungur að stunda sjó. Hann var farsæll sjómaður og vann frækilegt björgunarafrek ásamt áhöfn sinni á flóabátn- um Hörpu ST 105 er þeir björguðu mótorbátnum Ægi við skerið Barm í byrjun desember 1947. Hann giftist Huldu Jónsdóttur frá Seljanesi 1951 og bjuggu þau í Djúpavík uns Trausti gerðist Vitavörður á Sauðanesi við Siglufjörð 1959. Trausti fluttist ásamt konu sinni til Reykjavíkur árið 1997 þar sem þau hafa búið síðan. Börn þeirra eru: 1) Bragi, f. 5.10. 1946, giftur Eygló Guðmundsdóttur. Börn þeirra eru Atli Már og Hallur Örn. 2) Sólveig, f. 16.6. 1951, d. 30.11. 2009. Börn Sólveigar eru Magnús Þór, Drífa Þöll, Örn og Luc- inda Hulda. 3) Margrét, fædd 24.6. 1952, gift Jósé Moreira. Börn Margrétar eru Stella Mjöll og Hulda Val- dís. 4) Magnús, f. 7.5. 1954, giftur Dagbjörtu Matthías- dóttur . Börn Magnúsar eru Þóra Huld, Jón Bjarki og Trausti Breiðfjörð. 5) Vilborg, f. 11.1. 1957, gift Geir Zoëga. Börn Trausti Veigar, Emil, Geir Fannar og Kristján Þór. 6) Jón Trausti, f. 27.1. 1965, giftur Herdísi Erlendsdóttur. Börn þeirra eru Hannibal Páll, Jódís Ósk og Hulda Ellý. Minningarathöfn um Trausta fer fram frá Grafar- vogskirkju í dag, 21. mars 2019, kukkan 13. Útförin fer fram frá Árnes- kirkju í Árneshreppi á morg- un, 22. mars 2019, klukkan 14. Pabbi var snaggaralegur, orð- heppinn, glaðsinna, einlægur og skapmikill. Þó ekki langrækinn. Pabbi var ekki lengi í skóla eins og við þekkjum þá í dag. Hann lærði sjómennsku af Hjálmari gamla á Gjögri. Stund- aði sjó með föður sínum. Var til sjós öll stríðsárin og sigldi á Bretland. Tók „pungaprófið“ varð skipstjóri á fiskibátunum Örninni og Hörpunni sem var flóabátur. Skemmtilegast var þegar ég fékk að vera með í dagsins önn. Man þegar ég fór með að vitja um rauðmaganetin. Róa, lenda á þriðju báru og setja bátinn. Að- stoða við búskapinn, gefa kind- um, kúm og geitum, dúfum og dverghænum svo eitthvað sé nefnt. Kveikja á vitanum og sýna hann ferðamönnum. Mín fyrsta launaða vinna var að mála vitann og pabbi verkstjóri. Þetta er smá upptalning sem sýnir það sem börn lærðu með því að taka þátt í lífsbaráttunni. Það er skóli sem seint verður metinn og mótaðist af fyrri kynslóðum. Stundum áður en vegurinn kom á Sauðanes gengum við fjölskyldan yfir „Herkonugilið“ og inn á Dalabæ. Með nesti, maltöl og hrískex sem komið hafði með vitaskipinu. Það gerðust ævintýri með pabba. Oft komu gestir í sunnu- dagskaffi á Sauðanes, eftir að Strákagöngin voru lögð til Siglufjarðar. Einu sinni komu Færeyingar sem voru á skútum við veiðar í heimsókn. Ragnar Fjalar Lárusson, þá prestur á Siglufirði, kom einnig þann dag, í támjóum spariskóm og allir voru drifnir í fótbolta. Pabbi var í liði með Færeyingunum en presturinn með okkur. Pabbi sem var mikill keppnismaður hvatti Færeyingana. „Eruð þið hræddir við prestinn?“ „Nei, við erum ekki hræddir við prestinn en við erum hræddir við prest- fótinn,“ svöruðu þeir. Þetta er lýsandi fyrir pabba. Hann varð- veitti barnið í sjálfum sér og kallaði það fram hjá öðrum. Líka virðulegum sóknarpresti sem stóðst ekki mátið að vera með. Minningar koma upp frá dag- legum gönguferðum okkar seinni árin. Það var ótrúlega mikill kraftur í pabba. Hann var oft með mikla verki þegar við lögðum í hann en gangan hjálp- aði enda gaf pabbi ekkert eftir. Við vorum góð saman. Pabbi var æðrulaus og tók því sem að höndum bar. Það voru forréttindi að fylgja honum síð- asta árið. Sjá af hve mikilli elju hann vann sig upp eftir veik- indin. Lagði mikið á sig að ná styrk til að komast aftur heim. Hann var stoltur af heimilinu þeirra og talaði oft um hve það væri fallegt. Hann fékk inni á Hrafnistu á 100 ára afmæli sínu en hann hafði sótt þar um, til að eiga pláss ef á þyrfti að halda. Þar leið honum vel þó hugurinn væri heima. Við hjónin heim- sóttum hann daglega. Fórum í bíltúr ef veður og heilsa leyfðu, keyptum ís, fórum bryggjurúnt, í heimsókn til vina eða gerðum eitthvað skemmtilegt. Pabbi var af gamla skólanum. Þar sem fólk lagði metnað í að eiga fyrir útförinni. Hann keypt kistuna fyrir þremur árum. Hafði safnað fyrir útförinni og lagði það inn í Sparisjóð Strandamanna eftir að hann kom á Hrafnistu. Hann vildi láta jarða sig á Ströndum. Páll postuli sagði: „Lífið er mér Kristur og dauðinn ávinn- ingur.“ Að kunna að lifa er að kunna að deyja. Lít ég yfir langan veg létt við hjarta syngur. Lífsins dýrð er dásamleg og dauðinn ávinningur. (Vilborg Traustadóttir) Sporin hans pabba liggja víða. Ég held að á einhverri mosaþúfu eða á sæbörðum kletti sé a.m.k. eitt sporið hans greypt ennþá. Við höfum notið samverunnar og erum þakklát fyrir hverja stund, pabbi minn. Það er söknuður í okkur. Í Guðs friði. Vilborg Traustadóttir. Meira: mbl.is/minningar Pabbi, viltu lofa mér því að þú munir aldrei deyja, sagði ég eitt sinn við pabba þegar við leidd- umst út í vitann á Sauðanesi þegar ég var barn. Því get ég nú ekki lofað þér, Magga mín, þú gætir reynt að biðja almættið en ég er ekki viss um að hann geti heldur lofað þér því. Þetta með almættið greyptist í huga minn og það var ósjaldan sem ég leit- aði í bænina þegar ég sem alltaf vildi vera með pabba fékk ekki að fara með honum þegar að- stæður voru háskalegar. Eins og í fjöruferðir í vondum veðrum eða í ferðum yfir fjallið til Siglu- fjarðar. Einu sinni hafði pabbi róið til fiskjar og þá skall á með þoku, ég man að ég fór niður í kjallara og talaði þar við al- mættið og bað þess að honum yrði leiðbeint í land. Þegar við bjuggum í Djúpuvík gekk ég það hart fram í að fara með pabba niður í verksmiðju að kvöldi til í vondu veðri að ég endaði fárveik á sjúkrahúsinu á Hólmavík um nóttina. Pabbi var alltaf barn í hjarta sínu og þegar við bjuggum í ein- angruninni á Sauðanesi var hann duglegur að hjálpa okkur við að finna okkur verkefni í leik og starfi. Hann tók í sundur olíutunnur til þess að við gætum róið á tjörninni með tunnu- stöfum og margt fleira skemmti- legt. Pabbi var steinasafnari og ófáar ferðir voru farnar í steina- leit og margir og merkilegir steinar eru til sem hann bar heim í hús. Söngur og glaðværð fylgdu pabba og hann átti það til þegar við Solla systir fórum að eldast að kalla á okkur þegar gesti bar að garði og fá okkur til að syngja og spila. Fjölskyldan á Hraunum var mikið vinafólk okkar og þegar Pétur og pabbi hittust var mikið sungið og þá voru það ættjarðarlögin sem í heiðri voru höfð. Veröldin okkar á Sauðanesi var okkar athvarf og þegar við börnin þurftum að fara burt í skóla voru það þung skref fyrir okkur. Eftir frí var erfitt að fara aftur. Í einu ferða- lagi okkar eftir jól gengum við yfir Gjár og þar var bratt að ganga upp og harðfenni mikið. Pabbi hjó spor í snjóinn og við gengum á eftir honum í hala- rófu. Hann missti fótanna ofar- lega í fjallinu og rann niður all- nokkurn spöl en reis svo upp eins og ekkert hefði í skorist og brölti upp til okkar aftur og ferðinni var haldið áfram. Síðar á ævinni fórum við sam- an tvær ferðir til Portúgal og þar lék pabbi á als oddi og spjallaði og söng með sínu lagi. Það var yndislegt að geta haldið upp á 100 ára afmælið hans 13. ágúst í fyrra með stór- fjölskyldunni og þar söng pabbi á eftirminnilegan hátt. Ég er þakklát fyrir að hafa átt síðustu jólin hans pabba með honum og mömmu. Það var erfitt að horfa á hann veikan og sjá máttinn þverra, en í veikindunum sýndi hann og sannaði að lífsviljinn var mikill. Ég trúi því að nú líði honum vel. Ég trúi því líka að almættið hafi bænheyrt mig að því leyti að pabba fékk að lifa í 100 ár og sex mánuði. Minningarnar lifa og þær tek- ur engin frá manni. Mikill er söknuðurinn. Guð blessi minningu pabba. Þó að kali heitur hver, hylji dali jökull ber, steinar tali og allt hvað er, aldrei skal ég gleyma þér. (Rósa Guðmundsdóttir, Vatnsenda-Rósa) Hulda Margrét Traustadóttir Pabbi er dáinn, en minningin lifir. En er einhver ein minning sterkari en önnur? Er það minn- ingin um það þegar ég og fleiri úr systkinahópnum fengum að trítla með pabba upp á fjall til móts við nokkra siglfirska skáta sem færðu okkur jólaávextina á Þorláksmessu? Á leið niður fjall- ið hrapaði pabbi niður snar- bratta fönnina og stöðvaðist ekki fyrr en um tvö til þrjú hundruð metrum neðar. Þá vor- um við börnin hrædd. Er það minningin um það þegar pabbi fór með mig í skólann í Fljót- unum á hestinum Krumma gamla, í vondu veðri að vetri, eða eru það minningarnar um allar sjóferðirnar okkar saman? Um sumarkvöldin í sveitinni þar sem spilaður var fótbolti fram á nótt eftir annasaman dag í hey- skap. Eru það minningarnar um öll kvöldin sem liðu við söng og gleði þegar gesti bar að garði? Og allar ferðirnar okkar feðga um fjöllin fyrir ofan bæ- inn, er við leituðum dýrmætra steina á milli þess sem við æfð- um okkur að klifra í klettum, eru ógleymanlegar. Pabbi kenndi mér að við þær aðstæður hefur maður ekki efni á að gera mistök. Hann kenndi mér líka að lenda litlum bát við klettótta strönd undir vitanum Pabbi fór sínar eigin leiðir í mörgu og þegar árin færðust yf- ir fór hann að undirbúa jarðar- förina sína. Sá undirbúningur hefur staðið yfir með hléum í all- mörg ár. Honum þótti mikilvægt að velja eigin líkkistu, sem hann og gerði fyrir nokkrum árum. Hann talaði oft um kistuna sína og við fórum jafnvel í heimsókn til „Kistusmiðsins“, eins og hann kallaði útfararstofuna... Þar var jafnan tekið vel á móti gamla manninum og sungið yfir kaffi- bolla. Var þá glatt á hjalla. Síð- asta vetur héldum við feðgar svo á fund Kistusmiðsins til að framkvæma lokagreiðslu, og fól pabbi undirrituðum að passa uppá „pappírana“. Pabbi minn hafði mikið álit á álfum og seinni árin talaði hann mikið um þá. Hann sagði sögur af álfasteinum og álfaborgum sem hann heim- sótti sem barn á æskuslóðum á Ströndunum. Það var þann 19. apríl á síðasta ári að hann var fluttur á Landspítalann í Foss- vogi mikið veikur, þar sem hann lá um nokkurra vikna skeið. Þaðan lá leiðin á Landakot þar sem pabbi dvaldi uns hann fékk pláss á hjúkrunarheimilinu Hrafnistu í Reykjavík. Hann hélt uppá hundrað ára afmælið sitt í hópi fjölskyldu og vina í Seljaskóla og söng þar manna mest. Þessa síðustu mánuði var bar- áttan stundum hörð og tvísýn en gamli maðurinn kom okkur að- standendum sem og læknum sí- fellt á óvart með lífsvilja sínum og þrautseigju. Eftir margar erfiðar orrustur og ítrekaða sigra var þrekið að þrotum kom- ið og ljóst að baráttan var að tapast. Henni lauk hljóðlega að morgni fimmtudagsins 7. mars síðastliðinn á Hjúkrunarheim- ilinu Hrafnistu í Reykjavík. Ég kom inn á herbergið hans um klukkan sjö þann morgun ásamt konu minni og henni mömmu. Hann lá í rúminu sínu og við hlið hans rauða húfan sem hafði fylgt honum síðustu mánuðina. Þegar ég kom út var sólin að koma upp og geislar hennar glömpuðu í gluggunum á húsinu á móti, „Húsi hinnar rísandi sólar“. Tvö einmana strá hreyfð- ust í léttum andblæ undir vegg. Mér kom í hug setning sem pabbi sagði svo oft: „Hvað mun- ar sól um geisla, hvað munar vind um strá.“ Ég vil þakka öllu því frábæra fólki sem annaðist föður minn í veikindum hans og umvöfðu gamla manninn kærleika og ást þessa síðustu mánuði. Nú er hann pabbi kominn til álfanna sinna. Góða ferð. Magnús H. Traustason. Nú er hann tengdapabbi minn horfinn inn í draumalandið. Sá heiðursmaður átti sér það tak- mark að lifa það að verða 100 ára. Það tókst hjá honum, þó á stundum væri baráttan hörð. Ég fékk að vera samferða þessum höfðingja síðastliðinn 13 ár. Það eru forréttindi að mínu mati. Þegar ég var nýkomin inn í fjöl- skylduna, hringdi hann einu sinni í mig og sagði: „Hei, Dagga, við erum ekki komin í neitt almennilegt kjaftasam- band.“ Ég varð svolítið hissa, en þótti mikið gaman að og síðan höfum við átt aldeilis ágætt kjaftasamband. Mikið hef ég átt margar skemmtilegar stundir heima hjá gömlu hjónunum, að hlusta á sögur af viðburðum og daglegu lífi frá Ströndum hér áður fyrr. Eftirlifandi eiginkona, Hulda Jónsdóttir, ein af hvunndags- hetjum þessa lands, er líka sögumaður góður, eldklár og minnug. Trausti var einstaklega sterk- ur persónuleiki. Aldrei var logn- molla þar sem hann var. Skoð- anafastur, glaðvær og söng- maður mikill. Hundrað ára afmælið hans var haldið í ágúst síðastliðnum. Ekki á Ströndum norður, eins og hann hafði alltaf vonað, til þess var heilsan of veik, heldur hér í Reykjavík að viðstöddu fjölmenni, ættingjum og vinum. Það var ljúfsár gleði- stund. Mikill söngur og þar lá sá gamli ekki á liði sínu. Söng hæst og mest. Mikið var gaman að gleðjast með honum þá. Síðustu mánuði hefur honum hrakað jafnt og þétt og oft á tíðum svo að við héldum að nú væri komið að lokastundinni. En einmitt þar sýndi Trausti vel sína ótrúlegu þrautseigju. Hvað eftir annað kom hann öllum á óvart, með seiglu sinni. Nú hefur hann fengið hvíld- ina, að ég held sáttur og saddur lífdaga. Mér er helst þakklæti í huga að hafa fengið að kynnast Trausta. Dagbjört Matthíasdóttir (Dagga). Afi minn Trausti var heil öld, hundrað ára og hálfu ári betur, vitavörður, ljóðskáld, sjóari, steinasafnari og álfur til hálfs, hið minnsta. Þegar ég hugsa um hann sé ég ljós. Ég sé ljósið sem vita- vörðurinn hélt alla tíð á lífi til þess að vísa öðrum veginn í gegnum myrkrið. Ljósið sem hann tendraði hvar sem hann kom. Ljósið sem hann var öllum þeim sem urðu á vegi hans. Við afi vorum alla tíð góðir vinir og baukuðum mikið saman. Heimili þeirra ömmu á Sauða- nesvita var enda eins og mitt annað heimili í barnæsku og um- hverfið í kring auðvitað hrein- asta ævintýraveröld í allri sinni náttúrudýrð. Ferðirnar í fjósið eru mér minnisstæðar en þá átti afi það til að leika á als oddi og bresta jafnvel í söng á meðan hann mjólkaði beljurnar. Mér þótti allt sem þessi gamli karl sagði og gerði jafn spenn- andi. Eitt sinn rerum við til fiskjar ásamt föður mínum, Magnúsi Traustasyni, og héld- um til baka um tveimur klukku- stundum síðar á drekkhlöðnum árabátnum. Þá var afi glaður með að hafa fengið svona líka ríflega í soðið, og ekki síður með að geta sýnt mér hvernig hann hafði stundað veiðar í barnæsku sinni norður á Ströndum. Afi kenndi mér svo margt, ekki síst eftir að ég var kominn á fullorðinsár og þau amma flutt til borgarinnar. Þá áttum við ófáar morgunstundirnar yfir hafragrautnum þar sem afi sagði mér sögur af lífshlaupi sínu og samferðarmönnum, af hættulegum sjóferðum á stríðs- árunum, af ömmu sinni, Vil- borgu á Felli, og baráttu hennar fyrir hönd álfanna sem héldu til í kring um bæinn hennar. Það var alltaf ævintýri að vera með honum afa. Hann var gæddur þeim einstaka hæfileika að geta dregið galdrana fram úr hinum gráa hversdagsleika hvar sem hann steig niður fæti. Þannig komst fúllyndi táningur- inn á kassanum í 10/11 hreinlega ekki hjá því að brosa út í annað þegar afi, háaldraður sem hann var orðinn, brast skyndilega í söng á miðju búðargólfinu. Síðustu árin gerðum við okk- ur það að leik að heimsækja kosningaskrifstofur stjórnmála- flokkana í aðdraganda kosninga. Þá lék afi á als oddi og fíflaðist hvað hann gat í þeim sem voru í framboði í það og það skiptið. Gott ef hann reyndi ekki að kveðast á við einhvern fyrrver- andi ráðherrann en án tilætlaðs árangurs. Afi var mikill grallari allt til þess síðasta enda ákvað hann þegar hann var ungur að hann skyldi aldrei vaxa upp úr því að vera bara krakkafífl, líkt og hon- um varð tíðrætt um. Hann var steinasafnari sem kunni að lesa í steina, ástir þeirra og örlög, og gott ef hann var ekki bara ein- hver helsti baráttumaður fyrir álfa sem ég hef komist í kynni við. Það er skrýtið til þess að hugsa að það sé ekki nema ár síðan við afi og amma stóðum í ströngu við tökur á heimilda- myndinni sem ég hef verið að vinna um þau. Þá lagði sá gamli allt í sölurnar til þess að sýna „vélinni“ hvaða mann hann hefði að geyma, og töfraði fram hvert ævintýrið á fætur öðru fyrir „myndasmiðinn“ að festa á filmu. Afi var yndisleg manneskja og einhver besti vinur sem nokkur getur hugsað sér að eignast. Eitt af því sem hann kenndi mér var að taka mark á draumunum. Ég hitti hann einmitt fyrir í draumi fyrir nokkrum dögum. Hann var umvafinn svo miklu ljósi að það var engu líkara en að hann væri ljósið sjálft. Og það rann upp fyrir mér að þann- ig hafði það auðvitað alltaf verið; Afi var ljósið sjálft. Jón Bjarki Magnússon. Nú er hann elsku afi búinn að fá hvíldina. Við systur minnumst hans með gleði og þakklæti í hjarta en það er ekki sjálfgefið að eiga afa sem nær því að verða aldargamall og sprækur allt fram á síðasta dag. Hann afi hætti aldrei að haga sér eins og krakkafífl, eins og hann orðaði það sjálfur, og vildi meina að það væri ein af ástæðunum fyrir því að hann náði þessum háa aldri. Afi sendi okkur þannig þau mikilvægu skilaboð að það á ekki að líta lífið og tilveruna allt of alvarlegum augum og það má ekki gleyma að gleðjast, lifa og njóta augnabliksins. Við barna- börnin vorum alltaf velkomin í sveitina á Sauðanesi og aldrei upplifðum við að við værum byrði þó að stundum værum við mörg í heimsókn. Við fengum miklu frekar þau skilaboð að við værum bjargvættir, við værum svo dugleg og hjálpsöm. Svona eftir á að hyggja hefur auðvitað verið heilmikil fyrirhöfn fyrir afa og ömmu að hafa okkur þarna en alltaf vorum við vel- komin. Að vitja um netin, að laga girðingar, að smala fénu, vera í heyskap, að sækja belj- urnar, að aðstoða úti í vita, gefa kálfunum, moka flórinn og svo mætti lengi telja. Þetta voru allt verkefni sem við þvældumst með afa í og vorum ómetanlegir aðstoðarmenn að hans mati. Þetta eru dýrmæt skilaboð hverju barni og með afa upp- lifðum við aldrei þessa gjá sem stundum virtist vera á milli heims hinna fullorðnu og okkar barnanna, með honum vorum við öll jafningjar. Ekki má held- ur gleyma að afi var líka alltaf til í að leika við okkur krakkana, fara með okkur í fótbolta inni á túni eftir kvöldmjaltirnar og þangað röltum við á gúmmístíg- vélunum og kepptum okkar á milli á björtum sumarkvöldum. Minningarnar um afa lifa og eru okkur dýrmætt veganesti í líf- inu. Elsku amma, missir þinn er mikill og samúð okkar er hjá þér nú þegar afi dansar með Sollu sinni inn í sólarlagið á Ströndum. Hvíldu í friði, elsku afi. Hulda Valdís og Stella Mjöll. Trausti Breiðfjörð Magnússon
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.