Morgunblaðið - 21.03.2019, Síða 47

Morgunblaðið - 21.03.2019, Síða 47
MINNINGAR 47 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. MARS 2019 ✝ Gerður Guð-varðardóttir Möller fæddist á Selá á Skaga 10. janúar 1940. Hún lést 10. mars 2019. Foreldrar Gerð- ar voru Bentína Þorkelsdóttir, f. 27.7. 1898, og Guð- varður Steinsson, f. 10.9. 2019. Eign- uðust þau 13 börn saman og var Gerður yngst þeirra. Þorkell Sigurbjörn, f. 17.7. 1921, Halldóra Sigríður, f. 16.8. 1922, Michael, f. 7.4. 1924, Gyða Ingibjörg, f. 4.5. 1927, María, f. 17.12. 1929, Sigurður Pétur, f. 3.5. 1931, Jónas, f. 17.10. 1932, Gunnar, f. 29.4. 1934, Sig- urbjörg, f. 12.4. 1936, Stella og Erla, f. 18.4. 1937, og Jóhannes, f. 25.12. 1938. Guðrún, f. 12.4. 1916, hálfsystir samfeðra. Fjórar systur eru enn á lífi, þær Gyða Ingibjörg, Sigurbjörg, Stella og Erla. Fjölskyldan flutti frá Skaga- firði 1945 til Eyrarbakka þar sem faðir Gerðar og bræður 16.4. 1980, gift Grétari Hrafns- syni, f. 20.8. 1973. Börn Írisar og Grétars eru Orri Páll, f. 23.3. 2000, sonur Írisar frá fyrra sam- bandi er Hrafnkell Ari, f. 7.4. 2011, og Gísley Huld, f. 12.7. 2013. 3) Gerður Huld, f. 15.9. 1989, í sambúð með Jakobi Fannari Hansen, f. 17.12. 1990. Sonur Gerðar frá fyrra sam- bandi er Hektor Elí, f. 16.10. 2009. Friðný er í sambúð með Hákoni Jóhannessyni, f. 24.6. 1957. Annað barn Gerðar og Páls er Arna Möller, f. 8. október 1965, giftist Gylfa Jónassyni, 1.9. 1963, þau slitu samvistum. Börn Örnu og Gylfa eru 1) Andri Þór, f. 13.6. 1988, í sambúð með Lise- lotte Lindebring, f. 30.7. 1990, börn þeirra eru Molly, f. 13.2. 2012, og Thor, f. 13.6. 2015. 2) Sigrún Ýr, f. 24.1. 1991, í sambúð með Niklas Johanson. f. 4.1. 1989. Arna er í sambúð með Klas Rydenskogen, f. 16.2. 1964. Yngsta barn Gerðar og Páls er Alfreð Möller, f. 12.3. 1970. Gerður og Páll bjuggu á Akureyri alla tíð. Fór hún í sjúkraliðanám og lauk því 1979 og starfaði hún sem sjúkraliði á FSA til ársins 2009. Fyrst á lyf- lækningadeildinni, síðan á bækl- unardeildinni þar sem hún starf- aði hvað lengst. Útför Gerðar fer fram frá Akureyrarkirkju í dag, 21. mars 2019, klukkan 13.30. stunduðu sjó- mennsku. Haustið 1951 flutti hún til Maríu systur sinnar og fjölskyldu í Laugarnesi þar sem hún gekk í Laugar- nesskóla. Gerður byrjaði snemma að vinna og vann hún við umönnun á Hrafn- istu í Reykjavík og Sólvangi í Hafnarfirði þar til veturinn 1959-60 þegar hún fór í Húsmæðraskólann á Laugalandi í Eyjarfirði. Þann vetur kynntist hún eftirlifandi eiginmanni sín- um, Páli Geir Möller, f. 27.9. 1940, þau giftust 18.4. 1962, og eignuðust þau þrjú börn. Elst þeirra er Friðný Möller, f. 28.1. 1962, gift Arinbirni Snorrasyni, f. 30.5. 1962, slitu samvistum. Börn þeirra 1) Guðrún Elva, f. 23.11. 1978, gift Birgi Gunn- arssyni, f. 30.11. 1971. Börn Guð- rúnar og Birgis eru Snorri Freyr, f. 5.4. 2000, sonur Guð- rúnar frá fyrra sambandi, Birta Hlín, f. 25.8. 2002, og Sölmundur Kári, f. 4.4. 2010. 2) Íris Rán, f. Það er skrítið að hugsa til þess að mamma er farin og að geta ekki hringt í hana til að spjalla við hana um lífið og tilveruna. Þótt við byggjum ekki í sama lands- hluta heyrðumst við oft og rædd- um daginn og veginn ásamt því að spjalla um barnabörnin og barnabarnabörnin. Síðustu mánuðir hafa verið erfiðir og fór ég oft norður til að sitja þér við hlið á meðan veikindi þín tóku þig smátt og smátt frá okkur. Takk, mamma, fyrir alla hjálp- ina og góðu stundirnar okkar saman í gegnum lífið. Ég mun ávallt sakna þín en veit að þú ert komin á betri stað og líður betur. Þín dóttir Friðný. Í dag kveðjum við Gerði ömmu. Minningarnar eru margar og flestar úr Hamragerðinu þar sem amma og afi bjuggu í mörg ár. Garðurinn í Hamragerðinu átti hug ömmu og eyddi hún öll- um frístundum sínum þar. Garð- urinn var stór og fallegur, við systur eyddum einnig miklum tíma í garðinum enda var mikið pláss til að leika sér þar. Hoppa í gegnum úðara, allskonar fim- leikaæfingar, tjalda og á veturna var búið til snjóhús og snjókallar. Minningar eins og jól, afmæli, fermingarveislan mín, sunnudag- ar í vöfflukaffi og margar fleiri poppa upp. En sú minning sem er mér sterkust er þegar amma var viðstödd fæðingu Orra Páls fyrir 19 árum síðan. Hún strauk mér um bakið, hélt í höndina á mér, gaf mér vatn að drekka og veitti mér ómetanlegan stuðning. Ég er henni ávallt þakklát fyrir það. Ég var í VMA á þessum tíma og var skólinn ekki búinn. Fæðingarorlof feðra var ekki nema tvær vikur á þessum tíma svo til að geta klárað skólann bauðst amma til að passa Orra Pál þegar hún gat. Hún naut þess að vera með hann og var svo glöð að fá að passa hann meðan ég var í skólanum. Bless elsku Gerður amma, minningin lifir í huga og hjörtu okkar allra kveðja Íris og fjöl- skylda. Íris R. Möller Arinbjarnardóttir. Í dag kveðjum við kæra skóla- systur. Haustið 1959 hófu 40 ungar stúlkur nám við húsmæðraskól- ann á Laugalandi og var Gerður ein þeirra. Sterk tengsl myndast oft á heimavistarskólum þegar nemendur eru saman allan vet- urinn og áttum við góðan og skemmtilegan tíma. Gerður kynntist svo Palla sínum og sett- ust þau að á Akureyri. Árið 1966 hittust nokkrar af skólasystrunum sem bjuggu fyrir norðan og stofnuðu saumaklúbb, Gerður var ein af þeim. Í nóvember sl. bauð Gerður okkur til sín í klúbb á sitt fallega heimili, þar voru þau hjónin búin að fegra enn meira með jóla- skreytingum. Á þessum tíma var Gerður orðin veik, en þrátt fyrir það mætti hún í saumaklúbb til Nönnu í desember. Við skólasysturnar ásamt mökum höfðum fyrir sið að ferðast saman á fimm ára fresti og dvöldum eina helgi á hótelum víðs vegar um landið. Má þar nefna Vestmannaeyjar, Rangá, Örkina, Hamar, Stykkishólm o.fl. Einnig fórum við í styttri ferðir, síðast til Siglufjarðar. Þetta voru frábærar samverustundir sem við áttum, makarnir hlökkuðu ekki síður til en við skólasysturn- ar, allir náðu svo vel saman. Elsku Gerður, takk fyrir allar samverustundirnar. Kæri Palli og fjölskylda, Guð gefi ykkur styrk á erfiðum tímum. Saumaklúbburinn, Aðalheiður, Anna Gréta, Guðlaug, Hildur, Marselía, Marsilína, Nanna og Sólveig. Gerður Guðvarðardóttir ✝ Birna ÞóraGuðbjörnsdótt- ir var fædd í Hagavík í Grafn- ingi 7. september 1919. Hún lést á Hrafnistu í Hafnar- firði 12. mars 2019. Foreldrar henn- ar voru Guðríður Þórðardóttir, hús- freyja í Hagavík og síðar fiskverkakona í Hafnarfirði, f. 12. ágúst 1892, d. 30. september 1981, ættuð frá Núpum og Laugabökkum í Ölfusi, og Guðbjörn Gíslason, bóndi í Hagavík og útgerðar- maður í Þorlákshöfn, ættaður frá Miðdal í Mosfellssveit og úr Þingvallasveit, f. 28. nóvember 1884, drukknaði í Þing- vallavatni 1. októ- ber 1919. Eiginmaður Birnu var Egill Jónsson, glerslíp- unar- og spegla- gerðarmeistari, f. 9. júní 1921, d. 12. september 1991. Foreldrar hans voru Snjólaug Guðrún Egils- dóttir frá Laxamýri í Aðaldal, og Jón Jónsson frá Brekkna- koti í Reykjahverfi í Suður- Þingeyjarsýslu. Þau bjuggu í Kaldbak við Húsavík. Hann rak glerslípun og speglagerð í Hafnarfirði í rúm 30 ár. Birna og Egill gengu í hjónaband 4. október 1947. Synir þeirra eru Rúnar Þór, f. 1949, Guðbjörn Gísli, f. 1951, og Sigurjón, f. 1959. Rúnar er giftur Svanhildi Margréti Bergsdóttur. For- eldrar hennar eru Gunnhildur Birna Þorsteinsdóttir og Berg- ur Jónsson, en hann lést árið 2016. Svanhildur og Rúnar eiga þrjú börn. Egill Fannar er fæddur árið 1982, börn hans með Díönu Ósk Arnardóttur eru Adam Óli og Heiðdís Erna. Bergdís Mjöll er fædd árið 1984, eiginmaður hennar er Trausti Kristinsson, þau eiga tvo syni, Kristin Þór og Jakob Snævar. Heiðrún Birna er fædd árið 1986, eiginkona hennar er Nanna Ósk Arnarsdóttir. Birna átti alla tíð heimili sitt að Reykjavíkurvegi 16 í Hafnarfirði, þar til hún flutti að Hrafnistu í júní árið 2013. Útför Birnu fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju í dag, 21. mars, klukkan 13. Birna amma var stórmerkileg kona, sérlega handlagin, mynd- arleg og ósérhlífin og svo ótrú- lega skemmtileg. Það er alveg sérstakt hvað hún kunni mörg kvæði, ef vel lá á henni þuldi hún upp hvert kvæðið á fætur öðru eins og ekkert væri sjálf- sagðara. Henni þótti líka gaman að syngja og fannst það svo há- tíðlegt og viðeigandi í afmælum og við flest önnur tilefni. Ég var ekki eldri en 10 ára þegar hún kenndi okkur systkinunum lagið Undir bláhimni. Það lag er okk- ur svo dýrmætt og mun alltaf minna okkur á ömmu. Mér hefur oft verið sagt að ég líkist Birnu ömmu og ég hef alltaf verið stolt af því, amma var svo glæsileg og kraftmikil kona. Amma kallaði mig líka alltaf Birnu, ekki Heiðrúnu. Hún var eina manneskjan sem kallaði mig Birnu og þess mun ég sakna. Það er m.a. vegna hennar sem mér þykir svona óendanlega vænt um Birnu- nafnið. Það var líka sterk teng- ing okkar á milli, við Birnurnar áttum nafnið saman. Mér fannst alltaf merkilegt að heimsækja ömmu á Reykja- víkurveginn eftir að ég varð fullorðin, maður vissi aldrei fyr- ir fram hvað bæri á góma. Ég man þegar ég kom einu sinni og hún gaf mér bleika flíspeysu sem henni hafði eflaust verið gefin. Henni fannst ermarnar helst til of langar fyrir mig þannig að við vörðum dágóðum tíma í að stytta þær og áttum gott spjall um alls konar mál á meðan. Amma var guðrækin kona og það er mér minnisstætt þegar ég kíkti til hennar í eitt skiptið og hún sagði mér að nú væri illt í efni því nú væri búið að taka Guð frá henni. Ég spurði hana hvernig stæði á því og þá sagði hún mér að hún hefði fengið bréf í pósti sem var stílað á Birnu Björnsdóttur, ekki Birnu Guðbjörnsdóttur. Svo hlógum við Birnurnar saman, amma var svo mikill húmoristi. Elsku fallega amma mín, mér finnst svo óraunverulegt að hugsa til þess að þú sért farin, að ég muni ekki aftur fá að syngja með þér, spjalla og hlusta á þig segja skemmtilegar og skrítnar sögur. Það skipti ekki máli þó ég hafi ekki alltaf botnað í sögunum þínum, það eina sem skipti máli var að fá að hlusta. Það er ómetanlegt að vera barnabarnið þitt og hafa fengið að þekkja þig á þann hátt. Ég er svo þakklát fyrir það sem þú hefur kennt mér og ég mun halda áfram að læra af þér á meðan ég lifi. Elsku amma, þú varst svo tilbúin að fá að fara og hitta aft- ur vini sem þú hafðir þurft að kveðja og ég trúi því að þau hafi öll tekið vel á móti þér. Takk fyrir allt, elsku Birna amma. Hvíldu í friði. Dagur líður, fagur, fríður flýgur tíðin í aldaskaut. Daggeislar hníga, stjörnurnar stíga stillt nú og milt upp á himinbraut. Streymir niður náð og friður, nú er búin öll dagsins þraut. (V. Briem) Þín Birna. Birna Þóra Guðbjörnsdóttir Faðir okkar og tengdafaðir minn, SIGFÚS BJARNASON, Sóltúni 7, lést á heimili sínu mánudaginn 11. mars. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Þeim sem minnast vildu Sigfúsar er bent á Minningarsjóð líknarþjónustu og heimahlynningar Landspítalans. Ingólfur Bjarni Sigfússon Ásgeir Sigfússon Sean Michael Duffy Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts ástkærs eiginmanns, föður, tengaföður, afa og langafa, ÁSBJÖRNS ÞÓRARINSSONAR rakara. Sérstakar þakkir til starfsfólks Skjólgarðs fyrir góða umönnun. Vigdís Halldóra Vigfúsdóttir Sonja Guðrún Ásbjörnsdóttir Ingi Þór Sigurgeirsson Vigfús Þórarinn Ásbjörnsson Fjóla Hrafnkelsdóttir Birnir Vilhelm Ásbjörnsson Silja Gylfadóttir barnabörn og barnabarnabörn Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein ber- ist áður en skilafrestur rennur út. Minningargreinar Með sorg í hjarta en jafnframt þakk- læti kveðjum við elsku frænku okkar. Það er sárt að sakna og það gerum við sann- arlega öll sem vorum það lánsöm að hafa hana í okkar lífi. Bögga var hetjan okkar, hennar ein- skæra æðruleysi gagnvart veik- indum sínum og kjarkur var ein- stakur. Bjössi var kletturinn hennar sem aldrei brást og stóð þétt við hlið hennar í einu og öllu. Björg Aðalsteinsdóttir ✝ Björg Aðal-steinsdóttir fæddist 29. júní 1959. Hún lést 7. mars 2019. Útför Bjargar fór fram 16. mars 2019. Við sendum elsku Bjössa, Hörpu, Birki, Hlyn, Ástu, Brynjari Frosta, Birtu Björgu og Birni Braga okkar dýpstu og innilegustu samúðarkveðjur, megi minning um fallega og góða manneskju lifa um ókomna tíð. Við þökkum indælu árin er áttum við með þér um sinn. Mörg verða treganda tárin er tindra við legstað þinn. (S.E.) Elsku frænka, takk fyrir sam- fylgdina og að vera alltaf til staðar fyrir okkur. Hvíldu í friði, elsku Bögga okkar. Hrafnhildur, Aðalsteinn, Siggerður og fjölskyldur. Finnbogi Hösk- uldsson (Bói) æsku- vinur minn var hálfu ári eldri en ég. Við fæddumst í Reykjavík og áttum heima á Hringbrautinni, ég á númer 111 en hann á 113. Við lékum okkur saman alla daga, en í þá daga höfðu börn mikið frjálsræði miðað við í dag. Í kringum 7 ára aldurinn eignuðumst við báðir hjól og voru þau óspart notuð og margar ævin- týraferðir farnar. Á sumrin fórum við báðir í sveit og þá var skrifast á og alltaf spenningur að bíða eftir bréfi. Svo leið tíminn og áhugamálin breyttust. Þegar ragtime-píanó- músíkin tók yfir hjá okkur á ung- lingsárunum spiluðum við sömu plötuna út í eitt og til þess að geta spilað með stilltum við píanóið heima hjá Bóa í ragtime-stillingu með því að lækka miðstrenginn í píanóinu við litla hrifningu föður Bóa (prestsins). Seinna kom bílatímabilið. Það Finnbogi Höskuldsson ✝ Finnbogi Hösk-uldsson fæddist 30. ágúst 1943. Hann lést 22. febr- úar 2019. Útför Finnboga fór fram 4. mars 2019. var meiriháttar tími, en eftir að ég eign- aðist sjálfur bíl var hann alltaf boðinn og búinn að hjálpa til við viðgerðir og við- hald enda lék allt í höndunum á honum. Áttum við þar mörg skemmtileg ævintýri saman ásamt fé- lögum. Bói vinur minn lærði vélvirkjun í Héðni og síðan lá leiðinn í Tækni- skólann og þaðan áfram í tækni- nám til Danmerkur þar sem hann bjó í nokkur ár ásamt Hildigunni konu sinni. Alla tíð átti ég hann að með ráðleggingar og aðstoð. Mig langar að minnast þess þegar ég var að innrétta iðnaðar- húsnæði fyrir mína starfsemi, þá skipulagði hann húsnæðið og smíðaði allt sem þurfti að smíða, hvort sem það var úr járni eða tré. Þvílíkur vinur, en okkar vinátta hefur nú staðið yfir í rúmlega 70 ár og aldrei borið skugga á. Ég sakna hans mikið. Ég og fjölskylda mín sendum innilegar samúðarkveðjur til Hildu, Rakelar, Ásdísar og fjöl- skyldna þeirra. Blessuð sé minning Bóa vinar míns. Svavar Sölvason.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.