Morgunblaðið - 21.03.2019, Page 57
MENNING 57
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. MARS 2019
Steinunn Önnudóttir verður með leiðsögn um sýningu
sína Non plus ultra í D-sal Listasafns Reykjavíkur í
Hafnarhúsi í kvöld kl. 20. Steinunn fæst við málverka-
hefðina í víðum skilningi og rannsakar efniseiginleika
og birtingarmyndir í sögu og samtíma, eins og segir í
tilkynningu. Hún velti fyrir sér raunveruleika og eftir-
mynd, því sem er og því sem þykist vera.
Steinunn Önnudóttir er 36. listamaðurinn til að sýna
í sýningarröð Listasafns Reykjavíkur í D-sal.
Steinunn veitir leiðsögn í D
Steinunn
Önnudóttir
Nýjasta Marvel-ofurhetju-kvikmyndin, CaptainMarvel, segir af einnielstu hetju þessa sagna-
heims og er auk þess fyrsta Marvel-
-myndin með konu í aðalhlutverki.
Það er í raun stórfurðulegt að fyrst
núna, árið 2019, komi kvikmynd um
kvenhetju þegar 20 Marvel-myndir
hafa þegar verið gerðar um hinar
ýmsu og misáhugaverðu karlhetjur
útgáfunnar.
Captain Marvel er sumsé 21. mynd-
in í hinum mikla kvikmyndaheimi
Marvel sem á ensku er kallaður Mar-
vel Cinematic Universe, eða MCU.
Kvikmyndir þessar tengjast innbyrðis
og geta þeir sem ekki þekkja til vefj-
arins sem þegar hefur verið spunninn
átt von á því að skilja ekki eitt og ann-
að í Captain Marvel. Fyrir vikið gæti
myndin orðið ruglingsleg en að sama
skapi áhugaverð fyrir þá sem þekkja
vel til.
Brie Larson fer með hlutverk hetj-
unnar og samkvæmt venju gekkst
hún undir langa og stranga líkams-
þjálfun til að verða sem vígalegust og
sannfærandi í aðsniðnum búningi
hetjunnar. Þjálfunin bar greinilega
árangur, Larson er í fantaformi og
tekur sig vel út í glæsilegum gall-
anum. Og sem betur fer tekur hún sig
ekki of alvarlega í hlutverkinu.
Hrist upp í formúlunni
Captain Marvel er svokölluð uppruna-
mynd þar sem þessi hetja hefur ekki
birst áður í Marvel-mynd. Hér er saga
hennar rakin, sagt frá því hvernig hún
öðlaðist sinn ofurmátt, hvernig henni
tókst að beisla hann og nýta til góðs.
Formúlan að handriti uppruna-
mynda er nær alltaf sú sama og sag-
an rekin í réttri tímaröð: persónan er
kynnt, síðan sýnt hvenig hún öðlast
máttinn, þvínæst hvernig henni tekst
að beisla hann og að lokum tekst hún
á við hið illa og sigrar. Í Captain
Marvel er þessari formúlu ekki fylgt
nákvæmlega, hetjan er í upphafi
komin með sína ofurkrafta og er að
læra að nota þá og beisla þegar sagan
hefst. Smám saman er sannleikurinn
svo afhjúpaður, hver hetjan er í raun
og veru (orrustuflugmaðurinn Carol
Danvers) og hvernig hún öðlaðist
krafta sína fyrir slysni. Danvers get-
ur skotið geislum úr höndunum og
heldur að hún tilheyri geimverum
sem kalla sig Kree og búa á annarri
plánetu. Leiðtogi Danvers og læri-
faðir í bardagalistum á þeirri plánetu
er Yon-Rogg, leikinn af Jude Law.
Kree-verurnar eða -fólkið hlýðir ofur-
náttúrlegri veru sem kölluð er „The
Supreme Intelligence“ (Hin ofurnátt-
úrulega greind) og birtist hún Dan-
vers í formi konu sem leikin er af
Annette Bening.
Danvers man ekki eftir fyrra lífi
sínu á jörðinni en eftir að hún brot-
lendir þar á flótta fer ýmislegt að rifj-
ast upp fyrir henni. Hún hittir Nick
Fury, eina lykilpersónu MCU og for-
ingja S.H.I.E.L.D. (bandarískrar ör-
yggis- og njósnastofnunar sem setti
saman Avengers-ofurhetjuhópinn til
að vernda jörðina) og verður þeim vel
til vina. Fury hefur alltaf verið með
lepp fyrir auga í Marvel-myndum en
þar sem Captain Marvel gerist fyrir
tíð Avengers eru bæði augu hans í
lagi til að byrja með en seinna í
myndinni kemur í ljós hvers vegna
hann þarf síðar að nota lepp. Skýr-
ingin er bráðfyndin. Samuel L. Jack-
son leikur á als oddi í hlutverki Fury
sem hefur verið yngdur um ein tutt-
ugu ár með tölvutækni og er það afar
vel gert. Danvers kemst að því hver
hún er í raun, lærir að nýta krafta
sína og berjast við hin illu öfl utan úr
geimnum. Kemur þar við sögu leik-
arinn Ben Mendelsohn í kostulegu
hlutverki grænnar og mæddar geim-
veru með ástralskan hreim. Ein
helsta stjarna myndarinnar er svo
köttur sem Fury tekur ástfóstri við
en er ekki allur þar sem hann er séð-
ur, líkt og fleiri persónur.
Of öflug?
Í ágætu hljóðvarpsspjalli um kvik-
myndina á kvikmyndir.is kemur
réttilega fram að þessi hetja, Marvel
kafteinn, er haldin ákveðinni ofur-
hetjubölvun sem felst í því að hún er
of öflug. Líkt og Súpermann er fátt ef
nokkuð sem getur bitið á henni, sér-
staklega þegar hún er farin að geta
flogið um á ljóshraða og sprengt nán-
ast hvað sem er í loft upp með hönd-
unum einum saman. Að þessu er
reyndar gert góðlátlegt grín þegar
eitt agalegasta illmenni alheimsins,
Ronan the Accuser (Reynir ásak-
andi?), neyðist til að hafa sig á brott
eftir að Marvel kafteinn birtist hon-
um ljómandi í geimnum eins og sjálf-
ur Jesús Kristur upprisinn. En við
skulum gefa nýju hetjunni séns og sjá
hvað gerist þegar hún gengur til liðs
við Avengers-hópinn í væntanlegri
kvikmynd, Avengers: End Game.
Allt er prýðilega unnið tæknilega í
þessari mynd, eins og við mátti búast,
enda ofurhetjumyndir með dýrustu
kvikmyndum sem framleiddar eru í
heiminum. Og oft er hún bæði fyndin
og sniðug, t.d. þegar Marvel kafteinn
berst við illmenni í líki aldraðrar
konu í neðanjarðarlest. Alls konar
vísanir í menningu tíunda áratug-
arins, sem myndin á að gerast á, eru
líka spaugilegar og nokkrar vísanir
má líka finna í kvikmyndina Top Gun,
til dæmis nafnið á kettinum í mynd-
inni, Goose.
En ariðin sem eiga sér stað í
geimnum og á annarri plánetu eru
frekar leiðinleg og langdregin og
hefði mátt stytta þau því um leið og
til Jarðar er komið færist fjör í leik-
inn og myndin hristir af sér doðann.
Jackson eykur skemmtanagildi
myndarinnar heilmikið með sínum
þekkta sjarma en Jude Law er held-
ur flatur í sínu hlutverki. Bardaga-
atriðin eru ágæt en hafa þó verið
mun flottari í fyrri Marvel-myndum.
Stenst Bechdel
Captain Marvel er ágætisviðbót við
Marvel-heiminn og auðvitað ber að
fagna því að kvenhetja fái loksins
sviðið. Vonandi verða kvenhetjur
fleiri héðan af og ég fékk ekki betur
séð en að myndin stæðist Bechdel-
prófið, þ.e. að tvær nafngreindar
konur tali saman um eitthvað annað
en karlmann. Myndin sver sig í ætt
við Marvel-myndir í léttari kant-
inum og er með nauðsynlegan
skammt af gríni og léttleika sem er
kærkominn í öllum þessum kjána-
skap.
Forvitnilegt verður að sjá í hvaða
átt Marvel-heimurinn þróast í næstu
kvikmyndum og hvort 21 verði fram-
leidd til viðbótar eða jafnvel fleiri.
Vígaleg Brie Larson í hlutverki Carol Danvers sem er ofurhetjan Marvel kafteinn. Hér leitar hún geimveru í neðanjarðarlest.
Loksins fær kvenhetja sviðið
Smárabíó, Laugarásbíó og
Sambíóin Egilshöll, Álfabakka
og Kringlunni
Captain Marvel bbbmn
Leikstjórn: Anna Boden og Ryan Fleck.
Handrit: Anna Boden, Ryan Fleck og Ge-
neva Robertson-Dworet. Aðalleikarar:
Brie Larson, Samuel L. Jackson, Ben
Mendelsohn, Jude Law og Annette Ben-
ing. Bandaríkin, 2019. 123 mín.
HELGI SNÆR
SIGURÐSSON
KVIKMYNDIR
PON Pétur O. Nikulásson ehf.
Melabraut 21, 220 Hafnarfjörður | Sími: 580 0110 | pon.is
skotbómulyftara
AG línan frá Manitou býður meðal
annars upp á nýtt ökumannshús
með góðu aðgengi og útsýni.
HANNAÐUR TIL AÐ
VINNA VERKIN
NÝ KYNSLÓÐ
• DSB stjórntakkar
• JSM stýripinni í fjaðrandi armi
• Stýrð stjórnun og hraði á
öllum glussahreyfingum
• Virk dempun á bómu
Bláu húsin v/Faxafen
Sími 553 7355 • www.selena.is
Selena undirfataverslun • Næg bílastæði
Frábært úrval
af sundfötum