Morgunblaðið - 21.03.2019, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 21.03.2019, Blaðsíða 57
MENNING 57 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. MARS 2019 Steinunn Önnudóttir verður með leiðsögn um sýningu sína Non plus ultra í D-sal Listasafns Reykjavíkur í Hafnarhúsi í kvöld kl. 20. Steinunn fæst við málverka- hefðina í víðum skilningi og rannsakar efniseiginleika og birtingarmyndir í sögu og samtíma, eins og segir í tilkynningu. Hún velti fyrir sér raunveruleika og eftir- mynd, því sem er og því sem þykist vera. Steinunn Önnudóttir er 36. listamaðurinn til að sýna í sýningarröð Listasafns Reykjavíkur í D-sal. Steinunn veitir leiðsögn í D Steinunn Önnudóttir Nýjasta Marvel-ofurhetju-kvikmyndin, CaptainMarvel, segir af einnielstu hetju þessa sagna- heims og er auk þess fyrsta Marvel- -myndin með konu í aðalhlutverki. Það er í raun stórfurðulegt að fyrst núna, árið 2019, komi kvikmynd um kvenhetju þegar 20 Marvel-myndir hafa þegar verið gerðar um hinar ýmsu og misáhugaverðu karlhetjur útgáfunnar. Captain Marvel er sumsé 21. mynd- in í hinum mikla kvikmyndaheimi Marvel sem á ensku er kallaður Mar- vel Cinematic Universe, eða MCU. Kvikmyndir þessar tengjast innbyrðis og geta þeir sem ekki þekkja til vefj- arins sem þegar hefur verið spunninn átt von á því að skilja ekki eitt og ann- að í Captain Marvel. Fyrir vikið gæti myndin orðið ruglingsleg en að sama skapi áhugaverð fyrir þá sem þekkja vel til. Brie Larson fer með hlutverk hetj- unnar og samkvæmt venju gekkst hún undir langa og stranga líkams- þjálfun til að verða sem vígalegust og sannfærandi í aðsniðnum búningi hetjunnar. Þjálfunin bar greinilega árangur, Larson er í fantaformi og tekur sig vel út í glæsilegum gall- anum. Og sem betur fer tekur hún sig ekki of alvarlega í hlutverkinu. Hrist upp í formúlunni Captain Marvel er svokölluð uppruna- mynd þar sem þessi hetja hefur ekki birst áður í Marvel-mynd. Hér er saga hennar rakin, sagt frá því hvernig hún öðlaðist sinn ofurmátt, hvernig henni tókst að beisla hann og nýta til góðs. Formúlan að handriti uppruna- mynda er nær alltaf sú sama og sag- an rekin í réttri tímaröð: persónan er kynnt, síðan sýnt hvenig hún öðlast máttinn, þvínæst hvernig henni tekst að beisla hann og að lokum tekst hún á við hið illa og sigrar. Í Captain Marvel er þessari formúlu ekki fylgt nákvæmlega, hetjan er í upphafi komin með sína ofurkrafta og er að læra að nota þá og beisla þegar sagan hefst. Smám saman er sannleikurinn svo afhjúpaður, hver hetjan er í raun og veru (orrustuflugmaðurinn Carol Danvers) og hvernig hún öðlaðist krafta sína fyrir slysni. Danvers get- ur skotið geislum úr höndunum og heldur að hún tilheyri geimverum sem kalla sig Kree og búa á annarri plánetu. Leiðtogi Danvers og læri- faðir í bardagalistum á þeirri plánetu er Yon-Rogg, leikinn af Jude Law. Kree-verurnar eða -fólkið hlýðir ofur- náttúrlegri veru sem kölluð er „The Supreme Intelligence“ (Hin ofurnátt- úrulega greind) og birtist hún Dan- vers í formi konu sem leikin er af Annette Bening. Danvers man ekki eftir fyrra lífi sínu á jörðinni en eftir að hún brot- lendir þar á flótta fer ýmislegt að rifj- ast upp fyrir henni. Hún hittir Nick Fury, eina lykilpersónu MCU og for- ingja S.H.I.E.L.D. (bandarískrar ör- yggis- og njósnastofnunar sem setti saman Avengers-ofurhetjuhópinn til að vernda jörðina) og verður þeim vel til vina. Fury hefur alltaf verið með lepp fyrir auga í Marvel-myndum en þar sem Captain Marvel gerist fyrir tíð Avengers eru bæði augu hans í lagi til að byrja með en seinna í myndinni kemur í ljós hvers vegna hann þarf síðar að nota lepp. Skýr- ingin er bráðfyndin. Samuel L. Jack- son leikur á als oddi í hlutverki Fury sem hefur verið yngdur um ein tutt- ugu ár með tölvutækni og er það afar vel gert. Danvers kemst að því hver hún er í raun, lærir að nýta krafta sína og berjast við hin illu öfl utan úr geimnum. Kemur þar við sögu leik- arinn Ben Mendelsohn í kostulegu hlutverki grænnar og mæddar geim- veru með ástralskan hreim. Ein helsta stjarna myndarinnar er svo köttur sem Fury tekur ástfóstri við en er ekki allur þar sem hann er séð- ur, líkt og fleiri persónur. Of öflug? Í ágætu hljóðvarpsspjalli um kvik- myndina á kvikmyndir.is kemur réttilega fram að þessi hetja, Marvel kafteinn, er haldin ákveðinni ofur- hetjubölvun sem felst í því að hún er of öflug. Líkt og Súpermann er fátt ef nokkuð sem getur bitið á henni, sér- staklega þegar hún er farin að geta flogið um á ljóshraða og sprengt nán- ast hvað sem er í loft upp með hönd- unum einum saman. Að þessu er reyndar gert góðlátlegt grín þegar eitt agalegasta illmenni alheimsins, Ronan the Accuser (Reynir ásak- andi?), neyðist til að hafa sig á brott eftir að Marvel kafteinn birtist hon- um ljómandi í geimnum eins og sjálf- ur Jesús Kristur upprisinn. En við skulum gefa nýju hetjunni séns og sjá hvað gerist þegar hún gengur til liðs við Avengers-hópinn í væntanlegri kvikmynd, Avengers: End Game. Allt er prýðilega unnið tæknilega í þessari mynd, eins og við mátti búast, enda ofurhetjumyndir með dýrustu kvikmyndum sem framleiddar eru í heiminum. Og oft er hún bæði fyndin og sniðug, t.d. þegar Marvel kafteinn berst við illmenni í líki aldraðrar konu í neðanjarðarlest. Alls konar vísanir í menningu tíunda áratug- arins, sem myndin á að gerast á, eru líka spaugilegar og nokkrar vísanir má líka finna í kvikmyndina Top Gun, til dæmis nafnið á kettinum í mynd- inni, Goose. En ariðin sem eiga sér stað í geimnum og á annarri plánetu eru frekar leiðinleg og langdregin og hefði mátt stytta þau því um leið og til Jarðar er komið færist fjör í leik- inn og myndin hristir af sér doðann. Jackson eykur skemmtanagildi myndarinnar heilmikið með sínum þekkta sjarma en Jude Law er held- ur flatur í sínu hlutverki. Bardaga- atriðin eru ágæt en hafa þó verið mun flottari í fyrri Marvel-myndum. Stenst Bechdel Captain Marvel er ágætisviðbót við Marvel-heiminn og auðvitað ber að fagna því að kvenhetja fái loksins sviðið. Vonandi verða kvenhetjur fleiri héðan af og ég fékk ekki betur séð en að myndin stæðist Bechdel- prófið, þ.e. að tvær nafngreindar konur tali saman um eitthvað annað en karlmann. Myndin sver sig í ætt við Marvel-myndir í léttari kant- inum og er með nauðsynlegan skammt af gríni og léttleika sem er kærkominn í öllum þessum kjána- skap. Forvitnilegt verður að sjá í hvaða átt Marvel-heimurinn þróast í næstu kvikmyndum og hvort 21 verði fram- leidd til viðbótar eða jafnvel fleiri. Vígaleg Brie Larson í hlutverki Carol Danvers sem er ofurhetjan Marvel kafteinn. Hér leitar hún geimveru í neðanjarðarlest. Loksins fær kvenhetja sviðið Smárabíó, Laugarásbíó og Sambíóin Egilshöll, Álfabakka og Kringlunni Captain Marvel bbbmn Leikstjórn: Anna Boden og Ryan Fleck. Handrit: Anna Boden, Ryan Fleck og Ge- neva Robertson-Dworet. Aðalleikarar: Brie Larson, Samuel L. Jackson, Ben Mendelsohn, Jude Law og Annette Ben- ing. Bandaríkin, 2019. 123 mín. HELGI SNÆR SIGURÐSSON KVIKMYNDIR PON Pétur O. Nikulásson ehf. Melabraut 21, 220 Hafnarfjörður | Sími: 580 0110 | pon.is skotbómulyftara AG línan frá Manitou býður meðal annars upp á nýtt ökumannshús með góðu aðgengi og útsýni. HANNAÐUR TIL AÐ VINNA VERKIN NÝ KYNSLÓÐ • DSB stjórntakkar • JSM stýripinni í fjaðrandi armi • Stýrð stjórnun og hraði á öllum glussahreyfingum • Virk dempun á bómu Bláu húsin v/Faxafen Sími 553 7355 • www.selena.is Selena undirfataverslun • Næg bílastæði Frábært úrval af sundfötum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.