Morgunblaðið - 21.03.2019, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 21.03.2019, Blaðsíða 49
safnstjóri Síldarminjasafns Íslands 1996-2016. „Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á sögu og söfnum, til dæmis þegar ég var í myndlistarskólanum þá heimsótti ég Þjóðminjasafnið reglulega. Árið 1989 kom að því að hér á Siglufirði yrði að gera eitthvað í málunum og fyrir mig var annað- hvort að takast á við þetta eða fara. Málið var það alvarlegt í mínum augum.“ Örlygur er höfundur þriggja bóka: Svipmyndir úr síldarbæ I og II og Saga úr síldarfirði, sem er barnabók skreytt eigin vatnslitamyndum. Örlygur er meðhöfundur bókanna Af norskum rótum og Siglufjörður 1872- 2018. Örlygur hefur verið virkur í kvæðamannafélaginu Rímu á síðustu árum og rekur vinnustofu og gallerí í Ytrahúsinu við Aðalgötuna á Siglu- firði. Hann hefur hlotið margs konar viðurkenningar fyrir störf sín í þágu Síldarminjasafnsins, m.a. Fálkaorðan 2005 og er heiðursfélagi Físos, Fé- lags safna- og safnmanna 2017. Hann hefur frá unga aldri verið mikill úti- vistar- og náttúruunnandi. Fjölskylda Eiginkona Örlygs er Guðný Róbertsdóttir, f. 26.1. 1955, kennari. Foreldrar hennar voru Robert Freeland Gestsson, f. 5.5. 1924, d. 25. 2. 2009, málari í Reykjavík, og Ingveldur Einarsdóttir, f. 8.7. 1925, d. 5.6. 2009, starfsstúlka á Land- spítalanum. Fyrri eiginkona Örlygs er Valgerður Erlendsdóttir, f. 13.2. 1952, myndlistarmaður, bús. á Englandi. Börn: 1) Már, f. 10.12, 1975, hönn- uður, bús. á Siglufirði, maki: Kristína Róbertsdóttir Bermann hönnuður og börn þeirra eru Logi Garpur, f. 2002, Úlfrún, f. 2006, og Örvar, f. 2009; 2) Hrafn, f. 29.9. 1995, verkfræðinemi í Reykjavík; 3) Hildur, f. 29.9. 1995, nemi í ljósmyndun, bús. á Siglufirði; 4) Róbert Viðarsson, f. 26.4. 1981, háskólanemi, unnusta: Guðrún Sig- ríður Sæmundsen og dóttir þeirra er Ísabella Rún, f. 2017. Uppeldissystir Örlygs er Alda Aðalsteinsdóttir, f. 4.6. 1948, hjúkr- unarfræðingur, bús. í Garðabæ; hálf- systkini: Steindór Kristfinnsson, f. 19.6. 1921, d. 6.12. 2010, rafvélavirki á Akureyri; Rósa Pálína Kristfinns- dóttir Barker, f. 4.11. 1923, d. í ágúst 1988, húsmóðir í Newcastle, Eng- landi, og Sigurbjörg Kristfinnsdóttir, f. 8.1. 1926, d. 24.12. 2005, húsmóðir í Reykjavík og afgreiðslustúlka hjá Pósti og síma. Foreldrar Örlygs voru hjónin Jóna Guðbjörg Stefánsdóttir, f. 23.5. 1927, d. 22.5. 2014, síldarstúlka og versl- unarkona á Siglufirði, síðar í Reykja- vík og á Akureyri, og Kristfinnur Guðjónsson, f. 27.11. 1896, d. 19.3. 1974, ljósmyndari á Siglufirði. Örlygur Kristfinnsson Guðrún Guðjónsdóttir húsmóðir Manasses Masassesson bóndi á Ási á Þelamörk Guðjón Manassesson bóndi á Ytra-Brennuhóli Kristfinnur Guðjónsson ljósmyndari á Siglufirði Rósa Kristjánsdóttir húsmóðir á Ytra-Brennuhóli í Kræklingahlíð, Eyj. Guðfinna Jónsdóttir húsmóðir Kristján Kristjánsson bóndi á Hamri á Þelamörk, Eyj. Albert Rútsson „Alli Rúts“ bílasali og forstjóri Hótels Laxness Svanfríður Stefánsdóttir fv. verkakona á Siglufirði Jón Stefánsson verkamaður í ReykjavíkSvavar Knútur tónlistarmaður Anna Jónsdóttir söngkona Kristinn Jónsson sjómaður, síðast bús. í Rvík tefán Jóhannsson trommuleikari SBjörn Stefánsson trommuleikari og leikari Jakobína Stefánsdóttir fv. verkakona á Akureyri Bernharð Guðjónsson bifreiðastj. og ennari á Akureyrik Hreinn Bernharðsson kennari í Ólafsfirði Lára Guðjónsdóttir ráðskona, vann m.a. í Noregi og Danmörku Kamma Rósa Jónasdóttir Karlsson vann mis störf, bjó í Hafnarfirði ý Atli Guð- laugsson tónlistar- maður tefán Guðjónsson verkamaður á Akureyri SHreiðar Stefánsson kennari og rithöfundur á Akureyri Anna Soffía Stefánsdóttir húsmóðir Aðalsteinn Stefánsson bóndi á Sjöundastöðum í Fljótum Stefán Aðalsteinsson bóndi í Sigríðarstaðakoti Kristín Jósepsdóttir húsmóðir í Sigríðarstaðakoti í Fljótum Svanfríður Sigurðardóttir húsmóðir Jósep Björnsson bóndi á Stóru-Reykjum í Fljótum Úr frændgarði Örlygs Kristfinnssonar Jóna Guðbjörg Stefánsdóttir síldarstúlka og verslunarkona á Siglufirði Með krumma Örlygur ól upp hrafn- inn og er myndin tekin 1970. ÍSLENDINGAR 49 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. MARS 2019 90 ára Steinþór Steingrímsson 85 ára Birna Hrólfsdóttir Guðrún Hrönn Hilmarsd. Hallgrímur Pétursson Svanfríður Valdimarsdóttir Ýrr Bertelsdóttir 80 ára Aðalsteinn Davíðsson Auður Ásta Jónasdóttir Sigríður Jóna Kjartansd. Sigurður Þórðarson 75 ára Bergþóra Einarsdóttir Ester Jakobsdóttir Guðrún Kolbrún Thomas Sigurður J. Kristjánsson 70 ára Benedikt Ketilbjarnarson Björgvin Vinjar Sigurðsson Friðrik E. Hafberg Friðrik Gissurarson Guðmundur Örn Ragnarss. Guðrún Torfadóttir Ingibjörg Elín Sigfúsdóttir Steindór Guðmundsson Örlygur Kristfinnsson 60 ára Eiríkur Snorrason Georg Kristinn Lárusson Gísli Jónsson Gísli Pétursson Guðrún Magnea Teitsdóttir Jóna Guðbjörnsdóttir Jón Baldvin Haraldsson Kristín S. Guðmundsdóttir Ornesa Neis Orongan Pétur Júlíusson Ragnar Guðleifsson Sigfús Bjarnason Stig Randal Þórunn Guðbjörnsdóttir 50 ára Árni Þór Sævarsson Berglind Valsdóttir Elínbjörg Hjaltey Rúnarsd. Elva Dögg Ásud. Kristinsd. Guðbjörg Sigríður Snorrad. Hrefna Halldórsdóttir Kristín María Hreinsdóttir Magnús Bollason Óttar Már Ellingsen Þormóður Guðbjartsson Þórhalla Valgeirsdóttir 40 ára Anna K. Guðmundsdóttir Dagbjört Margrét Páls- dóttir Denis Potapcik Fannar Þór Árnason Guðrún Inga Hannesdóttir Íris Ósk Guðjónsdóttir Jóhann Þór Hansen Kristín Amelía Þuríðardóttir Lára Björg Ágústsdóttir Lóa Bergljót Þorsteinsd. Lucyna Kulewicz María Svava Snæfells Ólafur Darri Björnsson Sigurbjörg María Ingólfsd. 30 ára Aðalheiður Rós Baldursd. Baldur Kristjánsson Bergþór Steinar Bjarnason Drífa Andrésdóttir Fanney Jóhannsdóttir Gísli Elvar Arnarson Halla Ómarsdóttir Heiðar Snær Magnússon Ingvar Örn Bergsson Jóhanna Sigrún Andrésd. Linda Björg Arnardóttir Paula Vargas Alvarez Sigurjón Sverrir Sigurðsson Staffan J.S. Hedström Örvar Joensen Creed 40 ára Dagbjört er Reyk- víkingur en býr í Hafnar- firði. Hún er viðskipta- fræðingur að mennta og er deildarstjóri hjá Þjóð- skrá Íslands. Maki: Guðmundur Leifur Gunnlaugsson, f. 1961, húsasmíðameistari. Börn: Róbert Ingi, f. 2003, og Gabríel Páll, f. 2008. Foreldrar: Páll Magnús- son, f. 1948, og Hafdís Ell- ertsdóttir, f. 1944. Dagbjört Mar- grét Pálsdóttir 40 ára Guðrún er Dal- víkingur, grunnskóla- kennari og grafískur hönnuður að mennt. Hún er ritstjóri viku- blaðsins DB. Maki: Óskar Sigurpáls- son, f. 1970, sjómaður á Þorleifi EA-88 í Grímsey. Sonur: Hannes Logi, f. 2007. Foreldrar: Hannes Sveinbergsson, f. 1949, d. 2012, og Agga Hrönn Hauksdóttir, f. 1958. Guðrún Inga Hannesdóttir 30 ára Gísli er Reykvík- ingur og vinnur við reikn- ingagerð hjá Sýn. Maki: Dagný Hrund Val- geirsdóttir, f. 1991, bók- haldsfulltrúi hjá Modus. Foreldrar: Örn Sæ- mundsson, f. 1959, raf- eindavirki og yfirmaður í fjarskiptadeild hjá Sam- einuðu þjóðunum, bús. í Kongó, og María Gísla- dóttir, f. 1960, vinnur hjá Hlutverkasetrinu, bús. í Reykjavík. Gísli Elvar Arnarson Til hamingju með daginn  Sheeba Santhini Basil hefur varið doktorsritgerð sína í líffræði við Há- skóla Íslands. Heiti ritgerðarinnar er Sameindagreining á himnuskóf (Peltigera membranacea) með kjarn- sýruraðgreiningu og lýsing á nýrri fléttutegund, foldarskóf (Peltigera islandica) Andmælendur voru dr. Imke Scmitt, prófessor við deild um vistfræði, þróunarfræði og fjölbreyti- leika, Goethe-háskólanum í Frankfurt í Þýskalandi, og dr. Kristinn P. Magnússon, prófessor við auðlinda- deild Háskólans á Akureyri. Leiðbein- andi var dr. Ólafur S. Andrésson, prófessor við Líf- og umhverfis- vísindadeild Háskóla Íslands. Fléttur eru vel þekkt dæmi um samlífi sem báðir aðilar hafa gagn af. Blábakteríur eða grænþörungar sjá um ljóstillífun en sveppurinn er oftast af fylkingu asksveppa. Svepp- irnir veita blábakteríunum skjól, næringu og raka, en fá á móti nýt- anlegt kolvetni og nitur. Sam- eindagreining getur veitt innsýn í eðli samlífis hjá fléttum svo sem himnuskóf (Pelti- gera membran- acea), en þar sem ekki er gerlegt að rækta fléttuna þarf að einangra stórsameindir svo sem kjarnsýrur og prótein úr sýnum fengnum beint úr náttúrunni. Í ritgerðinni var gerð grein fyrir erfðamengi svepphluta himnu- skófar, ásamt greiningu á umrita- mengjum og DNA metýleringu. Rit- gerðin var fyrsta víðtæka rannsóknin á stórsameindum í flétt- um með blábakteríum (cyanolichen) og leggur grunn að frekari sam- eindarannsóknum á þessu sviði. Í viðbót við ofangreindar rannsóknir fannst flétta sem við nánari skoðun reyndist vera ný tegund og var hún nefnd foldarskóf (Peltigera is- landica). Sheeba Santhini Basil Sheeba Santhini Basil fæddist í Tamil Nadu á Indlandi. Hún lauk námi frá St. Joseph’s Cluny Hr. Sec. framhaldsskólanum og útskrifaðist með láði með meistaragráður (M.Sc. og M. Phil.) frá Bharathidasan-háskóla á́ Indlandi. Áður en hún hóf nám við Háskóla Íslands vann hún nokkur ár sem fyrirlesari í Bangalore. Hún tók til starfa við rannsóknahóp Ólafs S. Andréssonar árið 2008 og hlaut styrk til framhaldsnáms frá Rannsóknasjóði HÍ árið 2010 til að vinna að rann- sóknum á umritunarmengjum og metýlun erfðaefnis í himnuskóf (Peltigera membranacea). Sheeba er gift dr. Basil Britto Xavier, nýdoktor við Háskólann í Antwerpen, og eiga þau dótturina Benita Samara Basil. Doktor
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.