Morgunblaðið - 21.03.2019, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 21.03.2019, Blaðsíða 26
SVIÐSLJÓS Guðmundur Magnússon gudmundur@mbl.is Nýlega var greint frá því að sér- fræðingum um borð í leitar- og rannsóknarskipinu Petrel hefði tekist að staðsetja flak bandaríska flugmóðurskipsins USS Wasp í Kóralhafinu. Skipinu var grandað af japönskum kafbáti haustið 1942 og fórst stór hluti skipverja, 166 manns, en nokkrum var bjargað um borð í önnur bandarísk herskip á svæðinu. Wasp tengist íslenskri sögu því það var hér við land um tíma á stríðsárunum í flotadeild sem gætti kaupskipa er sigldu um Norður-Atlantshafið á milli Bret- lands og Bandaríkjanna. Mynd- irnar hér á síðunni eru af skipinu og hluta af áhöfn þess í Hvalfirði í byrjun október 1941. Leitar skipsflaka um heim all- an R/V Petrel er í eigu sjóðs sem Paul heitinn Allen, stofnandi Microsoft, setti á laggirnar fyrir nokkrum árum til að standa straum af ýmsum dýrum rannsóknarverk- efnum. Eitt meginhlutverk skipsins er að leita að sögufrægum skips- flökum víðs vegar um heim og er það sérbúið rannsóknartækjum og tölvum til að ráða við erfiðar að- stæður, svo sem mikla dýpt. Mark- miðið er að kortleggja staðina þar sem skipin eru og ástand þeirra. Samkvæmt fyrirmælum Allen er litið á staðina sem grafreiti sem beri að virða og aðeins stjórnvöld og söfn fá upplýsingar um ná- kvæma staðsetningu flakanna. R/V Petrel sinnir einnig ýmsum öðrum vísindalegum verkefnum. Liggur á 4 km dýpi Það var um miðjan janúar síðast- liðinn sem tókst að staðsetja flak Wasp á rúmlega fjögurra kílómetra dýpi. Þegar því var sökkt í septem- ber 1942 var það á siglingu á Kór- alhafinu á leið til Guadalcanal, einnar Salómonseyjanna í Kyrra- hafinu, með liðsauka vegna bar- daga þar í grennd. Nokkrum dög- um áður en Wasp var staðsett fann Petrel annað bandarískt flug- móðurskip, USS Hornet, á hafs- botni á sömu slóðum. Það kom Jim Forester, sem lík- lega er eini eftirlifandi skipverji Wasp, ekki á óvart að gamla skipið hans skyldi finnast í kjölfarið á Hornet. Skipin fórust nær sam- tímis. Þótt hann sé orðinn 98 ára gamall kvaðst hann í blaðaviðtali á dögunum enn muna skýrt þegar tundurskeytin frá japanska kaf- bátnum hittu flugmóðurskipið og það varð á svipstundu alelda. Hon- um var bjargað úr sjónum en margir góðir vinir hans fórust. Kom til Íslands Vikið er að komu Wasp til Ís- lands í bók Friðþórs Eydals Víg- drekar og vopnagnýr - Hvalfjörður og þáttur Íslands í orrustunni um Atlantshafið (1997). Fram kemur að skipið, sem var tiltölulega ný- byggt í upphafi seinni heimsstyrj- aldar, var hluti flotadeildar sem Bandaríkjamenn sendu til liðsinnis Bretum haustið 1941 (áður en þeir urðu formlega þátttakendur í styrj- öldinni). Hlutverk flotadeildar- innar, Task Force 39, var að hjálpa Bretum við að hindra Þjóðverja í að senda hin stóru herskip sín út á Norður-Atlantshaf til höfuðs skipa- lestum sem sigldu milli Bandaríkj- anna og Bretlands. Þær skipalestir höfðu oft viðkomu á Íslandi. Bandaríkjamenn réttlætu þetta með því að þeir væru að vernda sín eigin kaupskip. Í bókinni segir að Wasp hafi nokkrum sinnum komið til Íslands. Í ágúst 1941 flutti það alls 30 bandarískar orrustuflug- vélar af gerðinni P-40 og þrjár æf- ingaflugvélar 33. flugsveitarinnar til Íslands. Þá voru Bandaríkja- menn að taka við hervernd landsins úr höndum Breta. Þessar flugvélar tóku á loft frá flugmóðurskipinu undan Reykjanesi og lentu á hinum nýbyggða Reykjavíkurflugvelli. Í stríðsfréttum á Íslandi USS Wasp er nokkrum sinnum nefnt á nafn og myndir birtar af því í stríðsfréttum íslenskra blaða árið 1942. Ekkert er sagt frá veru þess hér við land og ekki víst að mönnum hafi verið kunnugt um það. Sagt er frá því þegar skipið flytur flugvélar til Möltu og tekur þátt í stríðsátökum á Miðjarðar- hafi. Þá er sagt frá sorglegum ör- lögum skipsins í Kóralhafi haustið 1941. Ljósmynd/NARA Í Hvalfirði Herskipalægið undan Hvítanesi og Hvammsvík í október 1941. USS Wasp er hægra megin við miðju myndarinnar og ber það við Þyrilsnes. Orrustuskip eru með í för ásamt olíuskipum. Ljósmynd/IWM Vígdrekar Bandaríska orrustuskipið USS Idaho er nær en fjær sést flugmóðurskipið USS Wasp. Myndin er tekin í Hvalfirði í október 1941. Reynivallaháls í baksýn. Flak USS Wasp fundið í Kóralhafinu  Bandaríska flugmóðurskipið var skotið niður af japönskum kafbáti fyrir 77 árum  Var í flota- deild við Ísland  Ekki upplýst um nákvæma staðsetningu flaksins  Er friðhelgur grafreitur Ljósmynd/NARA Í Hvammsvík Yfirmenn í áhöfn USS Wasp glaðir og reifir við veisluborð í fjörunni haustið 1941. Við hlið þeirra eru líklega skipverjar af flutningaskipi. Konur voru ekki um borð í bandarískum herskipum á þessum tíma. 26 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. MARS 2019 Veldu Panodil® sem hentar þér! Verkjastillandi og hitalækkandi Panodil filmuhúðaðar töflur, Panodil Zapp filmuhúðaðar töflur, Panodil Junior mixtúra, dreifa, Panodil Hot mixtúruduft, lausn til inntöku, Panodil Brus freyðitöflur. Inniheldur paracetamól. Við vægum verkjum. Hitalækkandi. Til inntöku. Lesið vandlega upplýsingar á umbúðum og fylgiseðli fyrir notkun lyfsins. Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á frekari upplýsingum um áhættu og aukaverkanir. Sjá nánari upplýsingar um lyfið á www.serlyfjaskra.is.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.