Morgunblaðið - 21.03.2019, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 21.03.2019, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. MARS 2019 HEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · Sími 590 5000 · hekla.is Höldur Akureyri · Bílasala Selfoss · Bílás Akranesi · HEKLA Reykjanesbæ · BVA Egilsstöðum Škoda Kodiaq hefur slegið rækilega í gegn og Karoq litli bróðir gefur honum lítið eftir. Komdu í reynsluakstur og finndu hvernig er að vera á toppnum. Hlökkum til að sjá þig. Tilboðsverð 4.550.000 kr. Škoda Karoq Ambition / 1.6 TDI / Sjálfskiptur Listaverð 4.850.000 kr. 300.000 kr. Afsláttur Verð frá 5.790.000 kr. Škoda Kodiaq 4x4 Tveir á toppnum frá Škoda Hjörtur J. Guðmundsson Freyr Bjarnason Mestu skiptir í kjölfar dóms Mann- réttindadómstóls Evrópu í síðustu viku að Landsréttur fái að starfa áfram af fullum þunga. Þetta var á meðal þess sem kom fram í máli Davíðs Þórs Björgvinssonar, vara- forseta Landsréttar og fyrrverandi dómara við Mannréttindadómstól- inn á málþingi Lagastofnunar Há- skóla Íslands um dóminn, sem haldið var í Öskju í gær. Auk Davíðs Þórs fluttu þau Björg Thorarensen pró- fessor, Trausti Fannar Valsson dós- ent, Kristín Benediktsdóttir dósent og Ingibjörg Þorsteinsdóttir, hér- aðsdómari og formaður dómara- félagsins, erindi á málþinginu. Flækjan er í pólitíkinni Davíð Þór sagði jafnframt að dómurinn hefði komið sér á óvart, enda virtist sér í fljótu bragði að meirihluti dómsins beitti lögfimi sem áður hefði ekki verið gert í málinu. Kom fram í máli hans að málið væri í raun ekki flókið frá þjóð- réttarlegu sjónarmiði, heldur væri flækjuna að finna í pólitíkinni innan- lands, þar sem endanlegt mat á því hvort farið hefði verið eftir dómnum myndi vera á vettvangi ráðherra- nefndarinnar sem starfar í tengslum við Mannréttindadómstólinn. Það væri því pólitísk vegferð að meta hvort dóminum hefði verið fullnægt. Davíð sagði að þegar svona mál kæmu upp þyrfti að slökkva elda, eins og til dæmis með því að setja dómarana fjóra til hliðar, þótt þeir hefðu ekkert gert af sér annað en að sækja um starf. Þá gætu hins vegar eldar blossað upp annars staðar sem þyrfti að slökkva líka. Sagðist hann telja að gefa ætti stjórnmálunum svigrúm til að leysa málið. Benti Davíð einnig á að dómstóll- inn hefði áður fellt dóma sem hefði reynst erfitt að framkvæma vegna pólitískra ástæðna. Nefndi hann sem dæmi að Bretar hafi hafnað því í fjórtán ár að láta dæmda fanga fá kosningarétt að nýju, þrátt fyrir til- mæli dómstólsins þar um. Sagðist Davíð ekki ætla sér að hvetja íslensk stjórnvöld til óhlýðni, en benti á að þau hefðu rúmt svigrúm til að ákveða hvernig þau ætluðu sér að koma til móts við dóminn. „Mín skoðun er sú að sú vinna þurfi að miða að því að það fólk sem hefur verið skipað til starfa í Landsrétti geti sinnt dómarastörfum eins og það hefur verið skipað til,“ sagði Davíð Þór. Óþolandi og ólíðandi staða Ingibjörg Þorsteinsdóttir, for- maður Dómarafélags Íslands, sagði í erindi sínu að skoðanir dómara á ástandinu væru afar skiptar. „Þetta er staða sem er óþolandi, hún er ólíðandi. Við hljótum að geta verið sammála um að þetta viljum við ekki að gerist,“ sagði hún og velti því fyr- ir sér hvaða áhrif ástandið hafi á áhuga fólks á að sækja um störf dómara á næstunni. „Það mun skaða dómskerfið ef þetta fælir hæf dómaraefni frá því að sækja um þessi störf,“ sagði Ingibjörg. Benti hún á að dómur Mannréttinda- dómstólsins hefði byggt að verulegu leyti á niðurstöðu Hæstaréttar um þá ágalla sem hafi verið á skipun dómara í Landsrétt. Dómurinn yki því líkurnar á að þeir sem færu með skipunarvald dómara í framtíðinni myndu fylgja lögum í hvívetna. Þá sagði Ingibjörg að deilur og órói hefðu skapast vegna skipunarinnar og undirbúningurinn hefði því miður varpað skugga á allt það jákvæða sem fylgdi tilkomu Landsréttar. Þá hefði dómskerfið í heild sinni skað- ast af málinu. „Þetta er afar þung- bært fyrir það fólk sem hefur ekkert annað til saka unnið en að sækja um starf,“ sagði hún og nefndi að dóm- arar innan Dómarafélags Íslands hafi ákveðið að taka ekki þátt í dómsstörfum og einnig sé þar fólk sem hafi orðið fyrir verulegum miska vegna þess að gengið var fram hjá því sem dómurum við Landsrétt. Ummælin óskýr Björg Thorarensen, prófessor við Háskóla Íslands, sagði í erindi sínu að túlka yrði niðurstöðu dómstólsins þannig að hún gilti aðeins um þá fjóra dómara Landsréttar þar sem dómsmálaráðherra vék frá tillögum hæfnisnefndar en ekki þannig að dómstóllinn í heild sinni teljist ekki skipaður lögum samkvæmt. Um- mæli í dóminum um þetta væru hins vegar óskýr. Sagði Björg að einn af kostum þess að skjóta málinu til yfirréttar væri sá að leita eftir skýrri niður- stöðu gagnvart „misvísandi ályktun“ dómstólsins um þetta atriði. Sagðist Björg telja dóminn gefa það til kynna að það sem öllu skiptir við ummæli dómstólsins um galla á at- kvæðagreiðslu Alþingis væri að markmiðum um aðkomu þingsins hafi ekki verið verið náð við skipun umræddra fjögurra dómara og ein- göngu þeirra. „Þar urðu mögulega beinar efnislegar afleiðingar af þeirri staðreynd að ekki var kosið beinlínis um tillögur ráðherra að víkja frá tillögum hæfnisnefndar,“ sagði Björg. Hún nefndi að þungamiðjan í rök- stuðningi í dómi dómstólsins hafi verið að um geðþóttaákvörðun dómsmálaráðherra hafi verið að ræða þegar dómararnir fjórir voru skipaðir í Landsrétt. Björg sagði þann rökstuðning ekkert hafa að gera með skipun hinna ellefu um- sækjendanna. Björg minntist á að umræða hafi verið uppi um að ekki væri hafið yfir vafa að Landsréttur væri lögmætt skipaður. Hún sagðist skilja þá um- ræðu og að því miður varpi staðan sem er uppi ákveðnum skugga á stöðu Landsréttar. Gæti fælt fólk frá dómstörfum  Málþing Lagastofnunar HÍ um dóm Mannréttindadómstólsins í Landsréttarmálinu var haldið í gær  Dómurinn kom varaforseta Landsréttar á óvart  Málið sagt hafa varpað skugga á dómskerfið Morgunblaðið/Eggert Málþing Fundurinn var vel sóttur og augljóst að margir hafa áhuga á afleiðingum dómsins á íslenskt réttarfar. Erindi Þau Trausti Fannar Valsson dósent, Kristín Benediktsdóttir dósent, dómararnir Ingibjörg Þorsteinsdóttir og Davíð Þór Björgvinsson og Björg Thorarensen prófessor fluttu erindi á málþinginu og sátu fyrir svörum í lokin. MMeira á mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.