Morgunblaðið - 21.03.2019, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 21.03.2019, Blaðsíða 55
MENNING 55 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. MARS 2019 PFAFF • Grensásvegi 13 • 108 Reykjavík • Sími: 414 0400 • www.pfaff.is Verð áður 7.900 kr. Tilboð: 6.400 kr. Hitapúði HK-58 Sennheiser HD-4.40 bluetooth Ljósakróna Verð áður 13.900 kr. Tilboð: 9.900 kr. Verð áður 89.900 kr. Tilboð: 59.900 kr. Auðvitað er Jón Gnarr réttimaðurinn til að hefja á loftfána fáránleikans í leik-húsinu, taka upp þráðinn þar sem Ionesco þraut erindið. Hvort sem hlutskipti utanveltu- mannsins, útlagans, geimverunnar, er Jóni áskapað eða áunnið þá hefur sýn hans á fólk á sér öll einkenni hins glögga gestsauga. Hann sér kannski ekki djúpt undir yfirborðið, kryfur ekki eða greinir. En hann heyrir það sem við erum hætt að heyra, fangar fullkomlega fáránleik- ann í hversdagshjalinu – hið fráleita, vanhugsaða og heimskulega – og skilar því gljáfægðu til okkar á ný. Það er ekki alltaf notalegt, en alla jafnan morðfyndið og sennilega meinhollt. Þetta hafa áhorfendur Fóst- bræðra og kannski enn fremur hlustendur Tvíhöfða löngu komið auga á og sjálfur hefur Jón í sínum einstöku og mögnuðu minninga- bókum að einhverju leyti hleypt okk- ur að gangverki huga síns og sköp- unargáfu. Það er ýmislegt kunnug- legt við Súper, en líka einhver ferskleiki. Og annað álíka mikilvægt: öryggi í beitingu formsins og hefð- arinnar sem hér er unnið með. Það er mögulega það sem kemur mest á óvart. Það er ekkert sem minnir á stolt kunnáttuleysi pönkarans í þessari yfirveguðu og þaulhugsuðu sýningu. Það virðist fátt fást í kjörbúðinni Súper annað en kjöt. Íslenskt kjöt. Þaulunnar kjötvörur, marineraðar í þjóðarsálinni. Hér er ekkert vegan nema mögulega plastumbúðirnar. Og kannski kleinurnar sem hún Agnieszka frá Póllandi er með á til- boði. Nærvera hennar er eins og steinn í skónum hjá viðskiptavin- unum, þessum sjálfsöruggu og sann- færðu Íslendingum með ranghug- myndagrunnaða sjálfsmyndina á hreinu. Eða það halda þau. Myndin sú reynist vera örlítið meira úr fókus en þau vilja viðurkenna, en það slær þau ekkert út af laginu. Í absúrd- skólanum breytist ekki neitt. Godot lætur aldrei sjá sig. Það má kalla einn Akkilesarhæl formsins. Annar er skortur á sálrænu raunsæi, þrí- víðri persónusköpun. Þannig er það líka í Súper. Hver persóna hverfist um eitthvað eitt. Það er erfiðara en það virðist að halda slíku efni áhuga- verðu heilt kvöld. Margir af læri- sveinum Ionescos hafa fallið á þessu prófi, sannfærðir um að svona efni skrifaði sig sjálft. Svo er ekki. Það þarf meira en tilvistarangist, menntaskólahúmor og sannfæringu um merkingarleysi lífsins. Jóni tekst þetta að talsvert mörgu leyti. Súper er bráðfyndin og skörp stúdía í íslenskum sjálfsmyndar- klisjum. Kannski ekki djúpskreið. Kannski ekki ýkja frumleg, við höf- um heyrt þetta allt áður. En það er auðvitað mergurinn málsins. Til hliðar við hina þjóðlegu og dá- lítið þjóðrembdu hlið sjálfsmyndar- innar eru kynhlutverkin. Þar er bæði margt að skoða í viðteknum og jafnvel klisjukenndum og sjálf- virkum hugmyndum okkar. Þarna er vettvangur fyrir bæði ærsl og usla. Sá vettvangur hefur lengi verið heimavöllur Jóns Gnarr, fyrir fram- an sjónvarpsmyndavélarnar, við útvarpshljóðnemann og eftirminni- lega í hlutverki borgarstjórans í Reykjavík. Á glerhálum kynhlut- verkavellinum spilar Jón gott mót í Súper. Benedikt Erlingsson stenst allar freistingar í þá átt að hjálpa efninu með sjónhverfingum og tilþrifa- brellum leikhússins. Hér ríkir ein- faldleiki og nákvæmni. Þó að per- sónurnar séu einfaldar og flestar aðeins með eitt erindi að reka á svið- inu eru þær ekki ýktar eða stílfærð- ar. Leikstíllinn er raunsæislegur og afslappaður og ber hvergi skugga á í túlkun hópsins. Sólveig Arnarsdóttir gefur hinni fyrrnefndu Agnieszku áreynslu- lausan virðuleika þar sem hún reyn- ir að eigna sér rými í þjóðrembukæl- inum. Það dettur hvorki né drýpur af Elínu hennar Vigdísar Hrefnu Pálsdóttur, í óþreyju hennar eftir áfengisóminni og einnar nætur- gamni, sama hversu yfirgengilega hluti hún lætur út úr sér. Nettur óhugnaður einkennir Einar og Guð- rúnu, unga parið sem virkar svo samhent og keimlíkt en á svo illa saman, í meðförum Arnmundar Ernst Backman og Snæfríðar Ingv- arsdóttur, sem ég er ekki frá því að ég hafi ekki séð gera betur en hér. Höfundurinn sjálfur fer með hlut- verk Kristjáns kjötborðskapteins og fellur ekki í þá gryfju að smíða ein- hvern „kall“ sem hann annars gerir svo skemmtilega. Það er öryggi og myndugleiki í framgöngu Jóns, og auðvitað hárrétt tilfinning fyrir skopmöguleikum texta og samleiks. Það er líka eitthvað sérlega „gnarr- ískt“ við bæði persónu Hannesar, sem hefur farið í föt föður síns í eiginlegri og óeiginlegri merkingu, og meðferð Hallgríms Ólafssonar á henni. Algerlega hversdagslegur maður, úr þjóðardjúpinu ef svo mætti segja, en um leið næstum hrollvekjandi án þess beinlínis verði fest hönd á hvað veldur. Frábær frammistaða hjá Hallgrími, auk þess sem bæði búningur og gervi vinna sinn drjúga skerf af verkefninu við að skapa þennan mann. Það er síðan eitthvað dýrðlegt við innkomu Eddu Björgvinsdóttur og Eggerts Þorleifssonar sem eru ómótstæðileg í gervum hinna erki- týpísku bóndahjóna Bjössa og Guggu. Svo samhent og hjartahrein að engin fórn Bjössa er of stór fyrir lífshamingju Guggu, eins og kemur í ljós í óvæntri uppljóstrun sem send- ir verkið á örugga braut að marklín- unni. Sjálfsmyndin reynist ekki vera jafn klöppuð í steininn og viðskipta- vinir og starfsfólk Súper eru sam- mála um, en engu að síður eru þau öll jafn örugg með sig í sjálfgóðum klisjuhjúpnum. Það er kannski fá- ránleikinn sjálfur. Leikmynd Gretars Reynissonar er verulega vel heppnað verk í ein- faldleika sínum sem segir hæfilega mikið um verkið. Inni í einsleitum marmaragráum kassa er kjötkælir og verðskanni. Annað ekki, fyrir utan innkaupakerrur kúnnanna og vörukynningarborð kleinusölukon- unnar. Plaststrimlar hanga úr lofti og ramma inn innra rými innan kassans. Gegnsæir þegar vel útfærð lýsing Jóhanns Friðriks Ágústs- sonar leyfir. En minnir sterklega á sig með megnri plastlykt. Þetta er áreiðanlega meinhollt íslenskt plast. Filippía I. Elísdóttir klæðir fólkið í algerlega viðeigandi klæði. Súper – þar sem kjöt snýst um fólk er meðal skemmtilegustu sýn- inga sem ég hef séð það sem af er þessum leikvetri. Hún er óvænt, en það kemur líka á óvart hvað hún er óvænt, svo mjög sem hún ber stíl höfundar sínum vitni. Hún er líka enn eitt dæmið um að því er virðist áreynslulaust öryggi Benedikts Erl- ingssonar við að finna viðfangs- efnum sínum nákvæmlega réttan tón, stíl og yfirbragð. Hún mun ekki breyta því hvernig við erum, en kannski mun hún stundum kalla fram smá kinnroða yfir því hvað við segjum. Geimveran Ljósmynd/Hörður Sveinsson Fáni fáranleikans „Auðvitað er Jón Gnarr rétti maðurinn til að hefja á loft fána fáránleikans í leikhúsinu, taka upp þráðinn þar sem Ionesco þraut erindið,“ segir í leikdómi um Súper – þar sem kjöt snýst um fólk sem Þjóðleikhúsið frumsýndi í Kassanum um liðna helgi í leikstjórn Benedikts Erlingssonar. Þjóðleikhúsið Súper – þar sem kjöt snýst um fólk bbbbn Eftir Jón Gnarr. Leikstjórn: Benedikt Erlingsson. Leikmynd: Gretar Reynis- son. Búningar: Filippía I. Elísdóttir. Lýs- ing: Jóhann Friðrik Ágústson. Hljóð- mynd: Aron Þór Arnarsson. Leikarar: Arnmundur Ernst Backman, Edda Björg- vinsdóttir, Eggert Þorleifsson, Hall- grímur Ólafsson, Jón Gnarr, Snæfríður Ingvarsdóttir, Sólveig Arnarsdóttir og Vigdís Hrefna Pálsdóttir. Raddir: Freyja Maríanna Benediktsdóttir, Brynja Maja Benediktsdóttir og Ragnheiður Stein- dórsdóttir. Frumsýnt í Kassanum í Þjóð- leikhúsinu laugardaginn 16. mars 2019. ÞORGEIR TRYGGVASON LEIKLIST
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.