Morgunblaðið - 21.03.2019, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 21.03.2019, Blaðsíða 34
34 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. MARS 2019 af nýsjálenskri vefverslun. Hann ferðaðist um fjallahéruð í Pakistan í október síðastliðnum og fór síðan í aðra ferð til austanverðrar Evrópu þar sem hann skoðaði fleiri vígvelli, m.a. Shipka-skarð í Búlgaríu þar sem um 7.500 Búlgarar og Rússar vörðust árás nær 40.000 tyrk- neskra hermanna árið 1877. Ástralski þjóðernissinninn sneri aftur til Nýja-Sjálands skömmu fyrir hryðjuverkin og byrjaði að tísta á Twitter þremur dögum áður en hann framdi ódæðisverkin. Hann tísti alls 64 sinnum, oftast með því að deila myndskeiðum eða birta tengla við greinar þjóðernis- sinna um íslam og innflytjendur. Hann birti m.a. 74 síðna „stefnu- yfirlýsingu“ þar sem hann lýsti Bogi Þór Arason bogi@mbl.is 28 ára ástralskur þjóðernisöfga- maður, sem skaut 50 manns til bana í moskum í borginni Christ- church á Nýja-Sjálandi, var heltek- inn af baráttu kristinna manna og múslíma fyrr á öldum og honum var umhugað um að vekja aðdáun annarra þjóðernissinna á sam- félagsmiðlum. The Wall Street Journal hefur þetta eftir rann- sóknarmönnum sem segja að ástr- alski hryðjuverkamaðurinn hafi á síðustu árum ferðast til Suðaustur- Evrópu til að skoða sögufræga staði þar sem kristnar þjóðir börð- ust gegn Tyrkjaveldi, áður en hann hóf undirbúning ódæðisverkanna á Nýja-Sjálandi. Hryðjuverkamaðurinn ólst upp í Grafton, um 18.000 manna bæ í fylkinu Nýja Suður-Wales í Ástr- alíu. Langflestir bæjarbúanna eru hvítir, afkomendur Evrópumanna sem settust að í landinu. Um 30% íbúanna eru yfir sextugu og at- vinnulífinu í bænum hefur hnignað vegna þess að atvinnurekendur hafa smám saman flutt fyrirtæki sín til stærri bæja eða borga við ströndina. Mikið atvinnuleysi er því meðal ungra íbúa bæjarins og hnignunin hefur leitt til vandamála á borð við fíkniefnaneyslu og sjálfs- víg, að sögn bæjarstjóra Grafton. Skoðaði sögufræga vígvelli Eftir að hryðjuverkamaðurinn lauk námi í miðskóla starfaði hann við þjálfun í íþróttahúsi í bænum í nokkra mánuði þar til faðir hans lést úr krabbameini árið 2010. Seinna lýsti hann Grafton sem „smáskítlegum bæ“ á samfélags- miðlum og óskaði eftir ráðlegg- ingum um hvernig hann ætti að ávaxta arfinn eftir föður sinn. Hann kvaðst hafa hug á að ganga í herinn eða stofna vefsíðu fyrir fylgdar- þjónustu og vændi. „Ég mun alltaf velja það starf sem gerir mér kleift að þéna eins mikið og mögulegt er á sem skemmstum tíma,“ sagði hann í einni af færslum sínum á samfélagsmiðlunum á þessum tíma. Ekki er vitað hvenær hann fékk áhuga á átökum kristinna þjóða og múslíma fyrr á öldum. Hann fór til Grikklands og Tyrklands árið 2016 og vikuna eftir jólin það ár fór hann til Serbíu, þar sem hann skoðaði staði þar sem kristnir Serbar börð- ust gegn Tyrkjaveldi. Þaðan fór hann til Svartfjallalands, þar sem hann skoðaði m.a. klaustur sem varð fyrir árás hers Tyrkjaveldis á sjöunda áratug nítjándu aldar. Hann fór síðan til Nýja-Sjálands árið 2017 og leigði íbúð í Dunedin, næststærstu borg Suðureyjar, þar sem hann undirbjó hryðjuverkin í Christchurch. Hann gekk þar í skotfélag og keypti byssur á netinu hatri sínu á múslímum og undir- búningi árásanna. Yfirlýsingin var undir yfirskriftinni „umskiptingin mikla“, með skírskotun til sam- nefndrar samsæriskenningar sem kom fyrst fram í Frakklandi. Hún gengur út á að verið sé að skipta út hvíta manninum í Evrópu fyrir inn- flytjendur sem fjölgi sér hraðar og séu að leggja heimalönd evrópskra þjóða undir sig. Eftirlitið hert Hryðjuverkamaðurinn er talinn hafa verið einn að verki og ekki er vitað til þess að hann tengist hreyf- ingum þjóðernissinna í Evrópu eða Ástralíu. Rannsóknin á ódæðis- verkunum beinist meðal annars að því hvort hann hafi verið í sam- bandi við slíkar hreyfingar með því að nota annað nafn eða dulkóðuð skilaboð. Leyniþjónustustofnanir í Evrópu hafa aukið eftirlit sitt með hreyf- ingum þjóðernissinna á síðustu ár- um. Öryggisstofnanir í löndum á borð við Bretland, Frakkland, Ítal- íu og Þýskaland hafa ítrekað varað við hættunni sem stafar af þjóð- ernishreyfingunum vegna þess að hatursglæpum þeirra hefur fjölgað mjög á síðustu árum. Til að mynda hefur leyniþjónusta Þýskalands ákveðið að fjölga þeim starfs- mönnum sínum sem sinna eftirliti með þjóðernissinnum um 50% í ár. Nokkrar nasistahreyfingar hafa verið leystar upp í Þýskalandi á síðustu árum. Heltekinn af baráttu gegn íslam  Ástralski hryðjuverkamaðurinn hafði lagst í ferðalög til að skoða vígvelli í baráttu kristinna þjóða gegn Tyrkjaveldi áður en hann framdi ódæðisverkin á Nýja-Sjálandi  Hatast við innflytjendur AFP Fórnarlambanna minnst Margir hafa lagt blóm við moskurnar tvær í Christchurch til minningar um þá sem biðu bana í skotárás ástralsks þjóðernisöfgamanns á föstudaginn var. Fólk á öllum aldri lét lífið, þ. á m. þriggja ára barn. Hryðjuverkamaðurinn verði nafnlaus » Jacinda Ardern, forsætis- ráðherra Nýja-Sjálands, hefur hvatt þjóðir heims til að taka höndum saman í baráttu gegn því að öfgamenn geti notað samfélagsmiðla til að breiða út hatursáróður og hvetja til of- beldis. » Ardern hvatti fólk til að nefna aldrei nafn hryðjuverka- mannsins í Christchurch til að koma í veg fyrir að hann öðl- aðist þá frægð sem hann þráði. „Hann er hryðjuverkamaður. Hann er glæpamaður. Hann er öfgamaður. En hann verður alltaf nafnlaus þegar ég tala.“ Gegn hatri Jacinda Ardern. Rannsókn á erfðaefnum sem fund- ust á sjali eins af fórnarlömbum Jacks the Ripper, eða Kobba kvið- ristu, benda til þess að Aaron Kosminski, 23 ára pólskur hár- greiðslumaður, hafi framið morðin, að sögn vísindamanna í grein í Journal of Forensic Sciences. Þeir komust að þessari niðurstöðu eftir að hafa borið erfðaefnin saman við sýni úr afkomendum Kosminskis. Aðrir vísindamenn telja þó að niðurstaðan sé ekki óyggjandi. Kosminski var á meðal þeirra sem lágu undir grun þegar morðin voru framin í London upp úr 1880. DNA-RANNSÓKN Á GÖMLU SAKAMÁLI Í LONDON Kobbi kviðrista loksins fundinn? Rafgeymaþjónusta Opið mánudaga til fimmtudaga kl. 7.45-17.00, föstudaga kl. 7.45-16.00 Flatahrauni 7 | 220 Hafnarfirði | Sími 565 1090 | www.bjb.is SAMEINUÐ GÆÐI Þýsk gæði Opnunartilboð í fullum gangi Allt að 30% afsláttur af völdum vörum í verslun okkar á Óseyrarbraut 28 Komdu við og gerðu góð kaup
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.