Morgunblaðið - 21.03.2019, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 21.03.2019, Blaðsíða 40
Súkkulaðinaggar geta tekið tryllinginn af eftirvæntingu því páskakanínan í ár er frá Omnom. Um er að ræða 300 g lakkríssúkkulaðiskúlptúr sem myndi sóma sér vel á hvaða hönnunarsafni sem er. Kanínan ber hið virðu- lega nafn Mr. Carrots og í tilefni útgáfu hennar verður Omnom með leik þar sem nokkrir heppnir naggar fá að skreyta sína eigin kanínu. Kanínuna er hægt að forpanta núna en upplagið er takmarkað þannig að það er eins gott að tryggja sér eintak í tíma. Safngripur Mr. Carrots er svo fagur að það er nánast synd að borða hann. Páskakanínan frá Omnom Þóra Sigurðardóttir thora@mbl.is Hér kemur uppskrift að súkkulaði sem hentar vel í lítil páskaeggjasilí- konmót fyrir þá sem vilja hollari egg. 100 g kakósmjör 50 g kókosolia 60 g hnetusmjör* 60 g kakó (eða eftir smekk. Það er eftir því hve dökkt súkkulaðið á að vera) Sæta að eigin vali - t.d stevía, hunang, döðlusíróp eða önnur sæta eftir smekk. Ég notaði 15 karamellustevíudropa og 2 msk. döðlusíróp. Örlítið sjávarsalt Athugið Það má vel bæta við pipar- mintudropum ef vill. Nú eða salt- hnetum og/eða döðlubita. Hnetusmjörið má vera venjulegt, möndlu, heslihnetu, nú eða það allra besta með kókos, döðlum og möndlum sem var að koma í verslanir (fæst í Nettó). Það er án viðbætts sykurs. Flippaða fólkið getur líka notað það sem fyllingu ef það vill gera kjarna í eggin. Kakósmjörið og olían er brætt í vatnsbaði. Því næst fara hin inni- haldsefnin saman við. Hrærið vel með gafli. Hellið í mótin og geymið í frysti. Athugið að súkkulaðið smitar fljótt út frá sér við stofuhita. Sykurlaus en sjúkleg Það er nauðsynlegt að geta boðið upp á valkost sem er sykurlaus en samt sjúklega góður. Ljósmyndir/Tobba Marinós Sykurlausar súkkulaði- freistingar Tobbu Ef einhver kann að galdra fram sykurlausar súkkulaðikræsingar er það Tobba Marinós en hún segist vart hafa undan að svara beiðnum örvæntingarfullra foreldra sem þrá ekkert heitar en að geta boðið upp á sykurlausan valkost fyr- ir krílin. Þar sem Tobba kallar ekki allt ömmu sína svaraði hún kallinu og hér gefur að líta útkomuna sem er hreint stórkostleg (og bragðast frábærlega). Óskaplega fögur Það er ekki amalegt að bjóða upp á svona kræsingar. FYRSTA FLOKKS RÁÐSTEFNU- OG FUNDARAÐSTAÐA UM ALLT LAND – ÁRSHÁTÍÐIR, SÖLUFUNDIR, NÁMSKEIÐ, VEISLUR OG VIÐBURÐIR – Nánari upplýsingar: islandshotel.is/fundir Bókanir: fundir@islandshotel.is Reyktur lax í brunchinn Söluaðilar: Hagkaup, Iceland verslanir, Melabúðin, Kjörbúðir, Krambúðir, Nettó verslanir um allt land og Pure Food Hall í flugstöðinni Keflavík. Með því að velja hráefnið af kostgæfni, nota engin aukaefni og hafa verkhefðir fyrri tíma í hávegum, framleiðum við heilnæmar og bragðgóðar sjávarafurðir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.