Morgunblaðið - 21.03.2019, Side 52
52 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. MARS 2019
Vegna veikinda hleypur sænska
mezzósópransöngkonan Charlotte
Hellekant í skarðið fyrir Anne
Sofie von Otter á tónleikum
Sinfóníuhljómsveitar Íslands í
Eldborg Hörpu í kvöld kl. 19.30
og verður efnisskrá tónleikanna
óbreytt.
„Fluttar verða heillandi útsetn-
ingar Josephs Canteloube á
frönskum þjóðlögum sem eru
hans kunnasta verk og hefur náð
miklum vinsældum. Tónleikarnir
hefjast með fjörugri útsetningu
Atla Heimis Sveinssonar fyrir
klarínett og hljómsveit á hinu
vinsæla Rondo alla Turca eftir
Mozart,“ segir í tilkynningu, en
einleikari er Einar Jóhannesson.
„Eftir hlé hljómar eina sinfónía
Bizets, meistaraverk sem hann
samdi aðeins 17 ára gamall. Enn í
dag er þetta ein frægasta sin-
fónía fransks tónskálds og vitnis-
burður um ótvíræða snilligáfu
hans.“ Upphaflega stóð til að Yan
Pascal Tortelier, aðalstjórnandi
SÍ, stjórnaði tónleikunum en
hann forfallaðist líka og tekur
Bjarni Frímann Bjarnason,
aðstoðarhljómsveitar SÍ, við tón-
sprotanum.
„Hellekant er meðal fremstu
söngkvenna Norðurlanda og hef-
ur um áratuga skeið komið fram
víða um heim. Hún hefur m.a.
sungið við Metropolitan-óperuna í
New York, Parísaróperuna og
komið fram á Glyndebourne-
óperuhátíðinni í Englandi. Meðal
helstu hlutverka hennar eru
Charlotte í Werther, sem hún
hefur sungið m.a. við Deutsche
Oper í Berlín, og Carmen sem
hún hefur sungið við Konunglegu
óperuna í Stokkhólmi,“ segir í til-
kynningu. Þar kemur fram að
Hellekant hafi einu sinni áður
sungið á tónleikum á Íslandi, þeg-
ar hún kom fram í óratoríunni
Draumur Gerontiusar eftir Elgar
með Sinfóníuhljómsveit Íslands í
Háskólabíói árið 2002, undir
stjórn Vladimirs Ashkenazy.
Charlotte Hellekant
leysir von Otter af
Fær Charlotte Hellekant er meðal
fremstu söngkvenna Norðurlanda.
Helgi Snær Sigurðsson
helgisnaer@mbl.is
Ein þeirra kvikmynda sem kynntar
voru sem verk í vinnslu á Stockfish-
kvikmyndahátíðinni nefnist Valhalla
og byggist á sögum norrænnar
goðafræði og túlkunum danska
myndasagnahöfundarins Peters
Madsen á þeim í
bókasyrpunni
Goðheimum sem
ætti að vera okk-
ur Íslendingum
að góðu kunn.
Kvikmynd þessi
er stórmynd á
norrænan mæli-
kvarða enda
hvorki einfalt né
ódýrt að færa
þennan magnaða
heim upp á hvíta tjaldið. Munu
tölvubrellumeistarar nú sitja sveitt-
ir við sína vandasömu iðju og af-
raksturinn verður frumsýndur bæði
í Danmörku og hér á landi 10. októ-
ber næstkomandi.
Söguþræði myndarinnar er lýst
svo í stuttu máli: „Víkingabörnin
Röskva og Þjálfi koma í Goðheima
með þrumuguðinum Þór og Loka
hinum lævísa. Goðheimar eru að
hruni komnir og eingöngu krakk-
arnir geta komið til bjargar.“
Nokkrir Íslendingar koma að
gerð myndarinnar sem sögð er
dönsk því aðalframleiðendur eru
danskir sem og helstu aðstand-
endur, leikstjóri, leikarar og aðrir í
tökuliði. Íslendingarnir eru fram-
leiðandinn Grímar Jónsson hjá
Netop Films en fyrirtækið er með-
framleiðandi myndarinnar, leikkon-
urnar Salóme Gunnarsdóttir sem
leikur Freyju og Lára Jóhanna
Jónsdóttir sem leikur Sif, búninga-
hönnuðurinn Margrét Einarsdóttir
og gervahönnuðurinn Kristín Krist-
jánsdóttir. Þá var Ísland líka einn af
tökustöðum myndarinnar. Með hlut-
verk Þórs, Týs og Óðins fara dönsku
leikararnir Roland Møller, Jacob
Lohmann og Asbjørn Krogh Nissen.
Krakkarnir bjarga málunum
Grímar segist meðframleiða kvik-
myndina í samstarfi við Profile Pict-
ures í Danmörku en einnig koma
Svíar að framleiðslunni. „Þetta er
fjórða myndin sem við gerum saman
en þetta er í fyrsta sinn sem ég er
meðframleiðandi, þeir eru aðalfram-
leiðendur,“ útskýrir hann en mynd-
irnar fjórar sem Grímar nefnir eru
Hrútar, Undir trénu, Héraðið og
Valhalla.
Kvikmyndin var tekin upp í Dan-
mörku, á Íslandi, í Noregi og Sví-
þjóð og verður með dönsku tali en
Grímar segir að myndin verði líka
talsett á íslensku þar sem hún sé
fjölskyldumynd. „Hún er um Þjálfa
og Röskvu, krakka úr mannheimum
sem flækjast með guðunum, Þór og
„Þetta er klassík“
Kvikmynd byggð á myndasagnabókum Peter Madsen,
Goðheimum, verður frumsýnd 10. október Íslendingar í
hópi framleiðenda, leikara og hönnuða búninga og gerva
Grímar
Jónsson
Salóme
Gunnarsdóttir
Lára Jóhanna
Jónsdóttir
Hugrökk Cecilia Loffredo
leikur hina hugrökku Röskvu.
Bandaríski rithöfundurinnog blaðamaðurinn JamesM. Cain (1892 – 1977) ereinn kunnasti höfundur
þeirrar senu bandarískra glæpa-
bókmennta frá miðri síðustu öld sem
kallaðar hafa verið harðsoðnar og
líka verið kenndar við rökkrið –
roman noir. Þetta eru sögur um svala
gaura, oft einkaspæjara, sem klædd-
ust rykfrökkum, gengu um með
gæjalega hatta, höfðu svör á reiðum
höndum og sneru kynþokkafullum
dömum í kringum sig. Meðal annarra
þekktra höfunda þessa geira banda-
rískra spennusagna má nefna Ray-
mond Chandler og Dashiell Ham-
mett.
Margrar sagna þessara höfunda
voru kvikmyndaðar og hafa ekki síð-
ur náð langlífi á hvíta tjaldinu, enda
eru þessar sögur í knöppu og meitl-
uðu forminu, drifnar af svölum sam-
tölum og skýrri sögumannsröddu,
ekki svo langt frá handritsformi kvik-
myndanna og var tiltölulega auðvelt
að færa þær í myndræna frásögn.
Eftir að hafa starfað við skrif fyrir
bandaríska herinn í fyrri heimsstyrj-
öldinni gerðist James M.
Cain blaðamaður auk þessa
að skrifa stöku ljóð og leik-
rit. Fyrsta skáldsaga hans,
The Postman Always Rings
Twice, kom svo út árið 1934
og sló í gegn; Cain sendi frá
sér 18 skáldsögur og nóvell-
ur meðan hann lifði og
nokkrar til komu út eftir
hans dag.
Double Indemnity, sem
nefnist Tvöfaldar tjónabætur á ís-
lensku, kom fyrst á prent sem fram-
haldssaga í tímariti árið 1936. Þetta
er stutt skáldsaga, eða nóvella, og
kom fyrst út í bók árið 1936 með
tveimur öðrum nóvellum höfund-
arins. Kvikmynd var gerð eftir sög-
unni á stríðsárunum seinni og frum-
sýnd árið 1944. Chandler kom að
handritsgerðinni en Billy Wilder
leikstýrði, í aðalhlutverkum voru
Fred MacMurray, Barbara Stan-
wyck, og Edward G. Robinson.
Sögumaðurinn Walter Huff er
lunkinn og séður tryggingasölu-
maður og frásögnin fer strax á flug
þegar hann heimsækir heimili í
Hollywood með það fyrir augum að
fá húsbóndann, herra Nirdlinger, til
að endurnýja bílatryggingu. Mað-
urinn er ekki heima en ung og glæsi-
leg eiginkona hans er það og þegar
þau hafa rætt um tryggingar býðst
hún til að tala máli Huff við
eiginmanninn. Og þegar
Huff er aftur boðið í heim-
sókn nokkrum dögum síðar
er húsbóndinn ekki heima
og tryggingasölumaðurinn
endar í fanginu á eiginkon-
unni ungu.
Frú Nirdlinger er ekki
öll þar sem hún er séð, er
sem sagt enn eitt sögu-
flagðið undir fögru skinni,
og hefur hug á að kaupa slysatrygg-
ingu fyrir eiginmanninn. Sem hún vill
gjarnan að verði síðan fyrir slysi. Og
það er Huff sem tekur að sér að
ganga frá tryggingunni fyrir frúna,
og jafnframt að ganga frá eiginmann-
inum fullorðna – hann er reyndar
ekki nema 44 ára gamall – þegar
hann hefur fundið leið til að setja upp
morð sem ekki á mögulega að vera
hægt að rekja til þeirra skötuhjúa.
Inn í söguna blandast dóttir herra
Nirdlinger af fyrra hjónabandi og
dularfullur unnusti hennar – eða er
hann unnusti einhverrar annarrar í
fjölskyldunni? Þá vinna með Huff
reyndir rannsakendur trygginga-
Tryggingasvik með morði
Spennusaga
Tvöfaldar tjónabætur bbbmn
Eftir James M. Cain.
Þórdís Bachmann þýddi.
Ugla, 2019. Kilja, 176 bls.
EINAR FALUR
INGÓLFSSON
BÆKUR
Verð frá 99.999
25% afsláttur af aukakönnum
Vitamix blandararnir eiga
sér engan jafningja.
Mylja nánast hvað sem
er. Búa til heita súpu
og ís.
Hraðastillir, prógrömm
og pulse rofi sjá til þess
að blandan verður ávallt
fullkomin og fersk!
Byrjaðu árið með stæl
Rauðagerði 25 108 Rvk Sími 440-1800 www.kaelitaekni.is
Ascent serían frá Vitamix