Morgunblaðið - 21.03.2019, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 21.03.2019, Blaðsíða 38
38 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. MARS 2019 Nýlega lækkaði Pól- land eftirlaunaaldur dómara niður í 65 ár. Æðsti dómstóll ESB, Evrópudómstóllinn, hefur dæmt þessa gerð ólögmæta. Þetta séu ólöglegar aðgerðir framkvæmdavaldsins gegn dómsvaldinu. Ég er nú ekki slyngur í stærðfræði, en ekki er ólíklegt dómari sem er fæddur 1948 til 1953 hafi fyrst verið skipaður dómari árið 1989 eða fyrr. Í Póllandi var þá ríkisstjórn kommúnista. Kommúnistar komust til valda í Austur-Evrópu upp úr lokum seinni heimsstyrjaldarinnar þegar þeir rændu völdum með tilstyrk Rauða hersins. Arnór Hannibalsson heit- inn sem lærði í Moskvu og varð síð- ar prófessor við háskólann sagði réttilega að kommúnistaflokkur Sovétríkjanna hefði verið skipulagð- ur glæpaflokkur. Ekki á það síður við um aðra kommúnistaflokka þar fyrir austan. Til dæmis um hvað það hefur haft í för með sér fyrir þá sem gegndu háum störfum fyrir komm- únista má nefna að starfsmenn KGB í löndum eins og Litháen eru í ævilöngu starfsbanni þegar kemur að störfum hjá ríkinu, skiljanlega. En jafn ótrúlegt og það er, þá gegna ólöglega skipaðir dómarar enn störfum í Póllandi. Mannréttinda- dómstóllinn og Evrópudómstóllinn Mannréttinda- dómstóllinn og Evr- ópudómstóllinn vitna gjarna hvor til annars í dómum sínum. Þess vegna á kannski ekki að koma á óvart að Mannréttindadómstóllinn komist að svipaðri niðurstöðu og Evrópudóm- stóllinn þegar kemur að skipan dómara. Þó má segja að dómur Evr- ópudómstólsins gegn Póllandi sé kannski enn öfgafyllri en dómur Mannréttindadómstólsins gegn Ís- landi. Evrópudómstóllinn telur nefnilega ólöglegt að ólöglega skip- aðir dómarar séu látnir fara á eftir- laun! Var mestallur Landsréttur ólöglega skipaður? Kunnara er en frá þurfi segja að svokölluð hæfnisnefnd taldi ein- ungis 15 manns úr tvöfalt stærri hópi hæfa til starfans, í það minnsta þá hæfustu og án minnsta vafa. Á því léki enginn vafi. Þetta gerði nefndin á grundvelli hæfnismats í formi einkunnagjafar. Einkunna- gjöfin var sem sé allsráðandi; Alfa og Ómega hæfnismatsins. Þeir sem hafa minnstu nasasjón af tölfræði vita hins vegar að til eru óumdeil- anlegar aðferðir til að meta hvort tölfræðilega marktækur munur er á einstökum einkunnum. M.ö.o. þá má ekki segja einn hæfari en annan nema tölfræðilega marktækur mun- ur sé á einkunnum þeirra. Annars er brotið á umsækjendum, „mats- þolum“, en öðrum hyglað. Svo virð- ist hafa verið raunin í umræddu hæfnismati. Líklega er ballið nú fyrst að byrja með dómi Mannrétt- indadómstólsins. Allir þeir sem brotið var á með ólöglega gerðu hæfnismati hljóta að fá dómkvadda matsmenn og leita síðan réttar síns. Það væri fundið fé. – Þ.e. nema at- kvæðagreiðsla Alþingis þar sem 15 umsækjendur voru valdir í Lands- dóm fái að standa. Mannréttindadóm- stóllinn, Evrópudóm- stóllinn og pólskir dómarar Eftir Einar S. Hálfdánarson » Þeir sem hafaminnstu nasasjón af tölfræði vita að til eru óumdeilanlegar aðferðir til að meta hvort töl- fræðilega marktækur munur er á einkunnum. Einar S. Hálfdánarson Höfundur er hæstaréttarlögmaður. Hrein raunávöxtun samtryggingardeildar Aðalfundur Lífsverks lífeyrissjóðs Engjateigi 9 – Reykjavík - þriðjudaginn 9. apríl kl. 17:00 5 ára meðaltal Hrein raunávöxtun – Samtryggingardeild Dagskrá fundar: Hefðbundin aðalfundarstörf Önnurmál, löglega upp borin Engjateigur 9 105 Reykjavík www.lífsverk.is 9,0% 8,0% 7,0% 6,0% 5,0% 4,0% 3,0% 2,0% 1,0% 0,0% 2014 2015 2016 2017 2018 Björn Ágúst áfram í stjórn Lífsverks Framboðsfrestur um eitt sæti í stjórn Lífsverks rann út 12.mars. Tvö framboð bárust innan tilskilins frests en annað var dregið til baka. Björn Ágúst Björnsson, stjórnarformaður, sóttist eftir endurkjöri. Kjörnefnd mat framboð hans gilt og er hann sjálfkjörinn í stjórn Lífsverks til næstu þriggja ára. Stjórn Lífsverks verður því óbreytt frá og með næsta aðalfundi en stjórnina skipa auk Björns, Agnar Kofoed-Hansen, Eva Hlín Dereksdóttir, Margrét Arnardóttir og Unnar Hermannsson. Stjórn Lífsverks er eingöngu skipuð sjóðfélögum. Um Lífsverk lífeyrissjóð: Lífsverk er opinn lífeyrissjóður fyrir háskólamenntaða en allir geta greitt til séreignardeilda sjóðsins. Sérstaða sjóðsins er m.a. • Sjóðfélagalýðræði • Rafrænt stjórnarkjör • Góð réttindaávinnsla • Hagstæð sjóðfélagalán Hrein eign til greiðslu lífeyris í árslok 2018 var samtals 88,9 milljarðar kr. og hækkaði um 8 milljarða kr. á árinu. Hrein eign í samtryggingardeild í lok árs 2018 var 74,3 milljarðar kr. og hækkaði um 5,7 milljarða kr. Meðaltal hreinnar raunávöxtunar samtryggingardeildar er 4,3% sl. 5 ár og 2,9% sl.10 ár. Hrein nafnávöxtun Hrein raunávöxtun Samtryggingardeild 4,4% 1,1% Lífsverk 1 1,5% -1,7% Lífsverk 2 4,3% 1,0% Lífsverk 3 3,9% 0,6% Ávöxtun 2018: FINNA.is Það er hvimleitt að hlusta á síendurtekið þus frá Þórarni Ævars- syni, bakara og fram- kvæmdastjóra IKEA á Íslandi. Aftur og aftur kýs hann að ráðast að þeim er hann er í sam- keppni við. Sakar allt og alla um okurverðlagn- ingu og græðgi. Um leið og gagnrýninni sleppir taka við sögur af eigin afrekum, baráttu hans við gráðugu stjórnar- mennina sem hann vann fyrir hér áður og sigrum hans í viðleitni sinni til að lækka verð á vörum þess fyrirtækis er hon- um var treyst fyrir. Hvernig hann „fann upp“ það að gefa helm- ingsafslátt fjórar vikur ársins en viðhalda síðan „okurverðinu“ hinar 48 vikur ársins! Þetta eru engin ný sannindi og „uppfinning“ Þórarins er bara mark- aðssetning og gerð til að ná til neyt- andans í samkeppni. Þetta virkaði það vel að bæði neytendurnir og fyrir- tækið sem hann vann fyrir gerðu góð viðskipti. Ný „uppfinning“ Uppfinningamaðurinn Þórarinn var ekki hættur að finna upp (raf)hjólið. Trixið sem hann „fann upp“ til að fá fólk til að koma og versla í megabygg- ingunni í Garðabæ hefur snúist um það að hafa endalausa megaviku í matsölu húsgagnaverslunarinnar. Hefur það lukkast með slikum ágæt- um að fyrirtækið hefur hagnast það vel að það getur bæði greitt Þórarni „ofurlaun“ og eigendum hundruð milljóna í arð. Erfitt er að gagnrýna þá er ná því á sama tíma að hagnast vel og bjóða lágt verð. Það er sannarlega til fyrirmyndar. Það hljóta frekari lækkanir að vera á leiðinni í Garðabæ, svona miðað við „upp- finningar“ fortíðar. Ómakleg gagnrýni Það er í hæsta máta ómaklegt að vega að þeim sem af veikum mætti reyna að halda úti smárekstri í samkeppni við „mega“ fyrirtækið IKEA. Bæði það að fyrirtækið er í eigu afar fjársterkra aðila og síð- an nýtur matvælafram- eiðsla og sala IKEA þess að samnýta bæði fjármagn, húsnæði og starfsfólk. Auk þess eru veitingamenn og bakarí oftar en ekki með fjöl- breyttari mat/bakkelsi en það einfalda úrval er IKEA býður upp á. Sér- staklega er ódýrt að koma fram og tiltaka verð á einhverjum hrá- efnum eða kostnaði hráefna einstakra vara og bera síðan saman við endan- legt söluverð. Handvalið af Þórarni til að valda sem mestri vandlætingu og hneykslan þess er á hlýðir. Stað- reyndin er sú að rekstrarkostnaður minni fyrirtækja, þá sérstaklega sá þáttur er lítur að launakostnaði, er hærri hlutfallslega en stórfyrirtækja sem kjósa að fara út fyrir sérsvið sitt og hefja matvælaframleiðslu og veit- ingarekstur. IKEA á Íslandi er stór fiskur í þeirri litlu tjörn er Ísland er. Ég bið að lokum lesanda um að velta því fyrir hvert hráefnisverð bókahill- unnar BILLY er og hvort miðað við endanlegt söluverð sé um að ræða ok- ur og græðgi. Bara ódýrt í Garðabæ? Eftir Steinþór Jónsson Steinþór Jónsson » Staðreyndin er sú að rekstrarkostn- aður minni fyrirtækja, þá sérstaklega sá þáttur er lýtur að launakostn- aði, er hærri hlutfallslega en stórfyrirtækja. Höfundur rekur bakarí. steinthorj@hotmail.com Það er alltaf ver- ið að leika þessi gömlu klassísku verk og alltaf fylgir með að hér sé verið að setja upp verk eftir mesta leikskáld sem gengið hafi á þessari jörð, þó að lífshlaup þess sé að vísu í dálít- illi þoku og ekki einu sinni víst að það hafi verið til undir þessu nafni. Bretar halda vel upp á sinn mann ekki síður en Íslendingar og eru enn að skýra gamlan texta hins aldna skáldjöfurs og geta í eyður. Íslendingar, aftur á móti, þurfa alltaf nýja þýðingu þegar þeim dettur í hug að dusta rykið af klassíkinni, eins og ekki sé hægt að treysta nýjum kynslóðum að skilja mál næstu kynslóðar á undan. Ekki minnkar þetta hrörnun málsins sem margir halda að lifi ekki öld- ina. Annað sem leikstjórar stunda grimmt er að setja leikverk í sam- tímabúning og eru hreyknir af. Finnst þeir vera svo „framúr- stefnulegir“. Þetta er auðvitað fyrirsláttur. Með þessari aðferð gera þeir sér aðeins hægara um vik. Þurfa ekki að kafa í sögu eða búningatísku þegar verkið á að gerast. Þetta er nú allur módern- isminn. Sunnlendingur. Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12 velvakandi@mbl.is Hvaða Shakespeare má bjóða þér?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.