Morgunblaðið - 21.03.2019, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 21.03.2019, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. MARS 2019 Veður víða um heim 20.3., kl. 18.00 Reykjavík -1 skýjað Hólar í Dýrafirði -5 snjókoma Akureyri -1 skýjað Egilsstaðir 1 léttskýjað Vatnsskarðshólar 1 skýjað Nuuk -12 snjóél Þórshöfn 5 rigning Ósló 9 heiðskírt Kaupmannahöfn 8 þoka Stokkhólmur 8 heiðskírt Helsinki 1 rigning Lúxemborg 12 léttskýjað Brussel 13 þoka Dublin 15 skýjað Glasgow 13 alskýjað London 12 alskýjað París 13 alskýjað Amsterdam 11 léttskýjað Hamborg 9 skýjað Berlín 12 heiðskírt Vín 8 heiðskírt Moskva 3 skýjað Algarve 18 heiðskírt Madríd 14 heiðskírt Barcelona 13 léttskýjað Mallorca 11 rigning Róm 14 léttskýjað Aþena 15 léttskýjað Winnipeg 2 léttskýjað Montreal 2 alskýjað New York 9 heiðskírt Chicago 4 rigning Orlando 19 rigning  21. mars Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 7:26 19:45 ÍSAFJÖRÐUR 7:30 19:51 SIGLUFJÖRÐUR 7:13 19:34 DJÚPIVOGUR 6:55 19:15 VEÐUR KL. 12 Í DAG Á föstudag N 13-20 m/s A-til. Snjór NA-til, él við SV-ströndina, annars þurrt að kalla. V-átt með éljum SV- og V-lands síðdegis en dregur úr vindi A-lands og ofankomu NA-til um kvöldið. Hiti um frostmark. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Víða suðvestan 8-15 og él en skýjað með köflum og þurrt að kalla NA- lands. Hiti kringum frostmark að deginum. Guðni Einarsson gudni@mbl.is Frestanir hjartaaðgerða á Landspít- alanum það sem af er árinu eru helm- ingi færri en á sama tíma í fyrra, að sögn Vigdísar Hallgrímsdóttur, framkvæmda- stjóra aðgerða- sviðs. „Meginástæð- an fyrir þessari breytingu er að okkur tókst að opna eitt gjör- gæslupláss í við- bót á gjörgæslu- deildinni við Hringbraut,“ sagði Vigdís. Gjörgæsludeildir spít- alans eru á hennar sviði og eru sjö pláss við Hringbraut og sex í Foss- vogi. „Okkur þykir alltaf slæmt að þurfa að fresta aðgerðum. Við vitum að gjörgæsluplássin okkar eru of fá. Um mitt síðasta ár tóku stjórnendur á gjörgæsludeildum saman skýrslu um starfsemi deildanna. Í samanburði við löndin í kringum okkur erum við með of fá gjörgæslupláss,“ sagði Vig- dís. Stefnt er að því að Landspítalinn taki í notkun nýjan meðferðarkjarna árið 2024 og er gert ráð fyrir 24 gjör- gæsluplássum þar. Vigdís telur að fram að því þurfi að fjölga gjörgæslu- plássum á Landspítalanum og það sé forgangsmál. Til að það sé hægt þarf að fjölga hjúkrunarfræðingum á gjörgæsludeildunum. Einnig hamlar núverandi húsnæði stækkun gjör- gæsludeilda. Vigdís sagði að nýi með- ferðarkjarninn mundi breyta miklu, sérstaklega fyrir gjörgæslusjúk- linga. Þar fá allir sjúklingar einbýli og húsnæðið verður sérhannað með öryggi og þarfir sjúklinga og að- standenda að leiðarljósi. Stundum yfir 100% nýting Veikustu sjúklingarnir liggja á gjörgæsludeildunum. Vigdís sagði að árin 2017 og 2018 hefði meðaltals- nýtingin á gjörgæsluplássum spítal- ans verið um 85%. Suma daga væri nýtingin yfir 100% og þá þyrfti stund- um að fresta valaðgerðum. „Af aðgerðum á Landspítala eru 66% gerðar á dagdeild og sjúklingar geta farið heim samdægurs. Það er vegna þess að við höfum verið að þróa skipulag og aðgerðatækni,“ sagði Vigdís. „Við höfum líka verið í sam- vinnu við verkfræðideild Háskóla Ís- lands um að nota spálíkön og herm- unar- og bestunaraðferðir til að skipuleggja skurðaðgerðirnar. Sögu- legu gögnin okkar eru þá nýtt til að spá fyrir um hvernig röðun sem er gerð fyrir skurðaðgerðir muni færast inn á legudeildir og gjörgæslur.“ Ef fleiri aðgerðir eru skipulagðar en gjörgæsludeildirnar ráða við er brugðist við með því að reyna að endurskipuleggja röðun aðgerða áð- ur en til þess kemur að fresta að- gerðum. Slys og bráðaaðgerðir geta einnig valdið því að valkvæðum að- gerðum sé frestað. Erfitt að fresta aðgerðum Vigdís sagði að það væri alltaf erf- itt fyrir starfsfólkið þegar fresta þyrfti aðgerðum. Auk þess ylli það tví- og þríverknaði. M.a. þyrfti að endurtaka blóðprufur og aðrar rann- sóknir sem væri sóun á tíma og fjár- munum. Helmingi færri aðgerðum frestað nú  Mikið hefur dregið úr frestun hjartaaðgerða frá sama tíma í fyrra  Það munar um stækkun gjör- gæsludeildar á Landspítala við Hringbraut  Fjölga þarf gjörgæsluplássum á spítalanum næstu ár Morgunblaðið/Eggert Landspítalinn Fjölga þarf gjörgæsluplássum næstu árin til að mæta þörf. Vigdís Hallgrímsdóttir Skráð voru 536 hegningarlagabrot á höfuðborgarsvæðinu í febrúar- mánuði og fækkaði tilkynningum um brot milli mánaða. Þá hafa 16% færri tilkynningar um hegningar- lagabrot borist á höfuðborgar- svæðinu það sem af er ári heldur en bárust að meðaltali á sama tímabili síðustu þrjú ár á undan. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í skýrslu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um afbrota- tölfræði sem birt var í gær. Flestum tegundum afbrota hef- ur fækkað mikið miðað við meðal- fjölda brota síðustu sex og síðustu tólf mánuði samkvæmt skýrslunni, en þó hefur fíkniefnabrotum og of- beldisbrotum gegn lögreglu- mönnum fjölgað miðað við með- altal síðustu sex mánuði. Tilkynnt var um átta tilfelli þar sem lög- reglumenn voru beittir ofbeldi í febrúar en það var eitt í janúar- mánuði. Þá voru fleiri kynferðisbrot og umferðarlagabrot skráð í febrúar- mánuði en í janúar, en fjölgun beggja afbrota er innan marka miðað við meðalfjölda afbrota síð- ustu mánuði. Minna um tilkynnt afbrot í ár  Ofbeldi gegn lög- reglumönnum jókst Kynntu þér afsláttarþrep Orkunnar á orkan.is. Nú eru allar 55 stöðvar Orkunnar þínar stöðvar. Glatt var á hjalla á Borgarbókasafninu í Grófinni í gær þegar Guðni Th. Jóhannesson, forseti lýð- veldisins, og Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, drógu nöfn eins for- eldris og fimm krakka úr potti fyrir góðan ár- angur í síðasta lestrarátaki Ævars vísinda- manns. Var glæsilegt lestrarmet sett í átakinu að þessu sinni; íslenskir krakkar lásu 91.734 bækur á tveimur mánuðum en foreldrar þeirra 5.904 bækur. Hafa þá samtals verið lesnar tæplega 330.000 bækur á þeim fimm árum sem hið árlega átak Ævars hefur verið haldið. Álftanesskóli, Árskógarskóli, Þelamerkurskóli og Grunnskól- inn á Drangsnesi fengu einnig viðurkenningu fyrir besta árangurinn í átakinu nú. Met slegið í bóklestri barna og foreldra Morgunblaðið/Hari Hinsta lestrarátaki Ævars vísindamanns lokið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.