Morgunblaðið - 21.03.2019, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 21.03.2019, Qupperneq 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. MARS 2019 Veður víða um heim 20.3., kl. 18.00 Reykjavík -1 skýjað Hólar í Dýrafirði -5 snjókoma Akureyri -1 skýjað Egilsstaðir 1 léttskýjað Vatnsskarðshólar 1 skýjað Nuuk -12 snjóél Þórshöfn 5 rigning Ósló 9 heiðskírt Kaupmannahöfn 8 þoka Stokkhólmur 8 heiðskírt Helsinki 1 rigning Lúxemborg 12 léttskýjað Brussel 13 þoka Dublin 15 skýjað Glasgow 13 alskýjað London 12 alskýjað París 13 alskýjað Amsterdam 11 léttskýjað Hamborg 9 skýjað Berlín 12 heiðskírt Vín 8 heiðskírt Moskva 3 skýjað Algarve 18 heiðskírt Madríd 14 heiðskírt Barcelona 13 léttskýjað Mallorca 11 rigning Róm 14 léttskýjað Aþena 15 léttskýjað Winnipeg 2 léttskýjað Montreal 2 alskýjað New York 9 heiðskírt Chicago 4 rigning Orlando 19 rigning  21. mars Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 7:26 19:45 ÍSAFJÖRÐUR 7:30 19:51 SIGLUFJÖRÐUR 7:13 19:34 DJÚPIVOGUR 6:55 19:15 VEÐUR KL. 12 Í DAG Á föstudag N 13-20 m/s A-til. Snjór NA-til, él við SV-ströndina, annars þurrt að kalla. V-átt með éljum SV- og V-lands síðdegis en dregur úr vindi A-lands og ofankomu NA-til um kvöldið. Hiti um frostmark. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Víða suðvestan 8-15 og él en skýjað með köflum og þurrt að kalla NA- lands. Hiti kringum frostmark að deginum. Guðni Einarsson gudni@mbl.is Frestanir hjartaaðgerða á Landspít- alanum það sem af er árinu eru helm- ingi færri en á sama tíma í fyrra, að sögn Vigdísar Hallgrímsdóttur, framkvæmda- stjóra aðgerða- sviðs. „Meginástæð- an fyrir þessari breytingu er að okkur tókst að opna eitt gjör- gæslupláss í við- bót á gjörgæslu- deildinni við Hringbraut,“ sagði Vigdís. Gjörgæsludeildir spít- alans eru á hennar sviði og eru sjö pláss við Hringbraut og sex í Foss- vogi. „Okkur þykir alltaf slæmt að þurfa að fresta aðgerðum. Við vitum að gjörgæsluplássin okkar eru of fá. Um mitt síðasta ár tóku stjórnendur á gjörgæsludeildum saman skýrslu um starfsemi deildanna. Í samanburði við löndin í kringum okkur erum við með of fá gjörgæslupláss,“ sagði Vig- dís. Stefnt er að því að Landspítalinn taki í notkun nýjan meðferðarkjarna árið 2024 og er gert ráð fyrir 24 gjör- gæsluplássum þar. Vigdís telur að fram að því þurfi að fjölga gjörgæslu- plássum á Landspítalanum og það sé forgangsmál. Til að það sé hægt þarf að fjölga hjúkrunarfræðingum á gjörgæsludeildunum. Einnig hamlar núverandi húsnæði stækkun gjör- gæsludeilda. Vigdís sagði að nýi með- ferðarkjarninn mundi breyta miklu, sérstaklega fyrir gjörgæslusjúk- linga. Þar fá allir sjúklingar einbýli og húsnæðið verður sérhannað með öryggi og þarfir sjúklinga og að- standenda að leiðarljósi. Stundum yfir 100% nýting Veikustu sjúklingarnir liggja á gjörgæsludeildunum. Vigdís sagði að árin 2017 og 2018 hefði meðaltals- nýtingin á gjörgæsluplássum spítal- ans verið um 85%. Suma daga væri nýtingin yfir 100% og þá þyrfti stund- um að fresta valaðgerðum. „Af aðgerðum á Landspítala eru 66% gerðar á dagdeild og sjúklingar geta farið heim samdægurs. Það er vegna þess að við höfum verið að þróa skipulag og aðgerðatækni,“ sagði Vigdís. „Við höfum líka verið í sam- vinnu við verkfræðideild Háskóla Ís- lands um að nota spálíkön og herm- unar- og bestunaraðferðir til að skipuleggja skurðaðgerðirnar. Sögu- legu gögnin okkar eru þá nýtt til að spá fyrir um hvernig röðun sem er gerð fyrir skurðaðgerðir muni færast inn á legudeildir og gjörgæslur.“ Ef fleiri aðgerðir eru skipulagðar en gjörgæsludeildirnar ráða við er brugðist við með því að reyna að endurskipuleggja röðun aðgerða áð- ur en til þess kemur að fresta að- gerðum. Slys og bráðaaðgerðir geta einnig valdið því að valkvæðum að- gerðum sé frestað. Erfitt að fresta aðgerðum Vigdís sagði að það væri alltaf erf- itt fyrir starfsfólkið þegar fresta þyrfti aðgerðum. Auk þess ylli það tví- og þríverknaði. M.a. þyrfti að endurtaka blóðprufur og aðrar rann- sóknir sem væri sóun á tíma og fjár- munum. Helmingi færri aðgerðum frestað nú  Mikið hefur dregið úr frestun hjartaaðgerða frá sama tíma í fyrra  Það munar um stækkun gjör- gæsludeildar á Landspítala við Hringbraut  Fjölga þarf gjörgæsluplássum á spítalanum næstu ár Morgunblaðið/Eggert Landspítalinn Fjölga þarf gjörgæsluplássum næstu árin til að mæta þörf. Vigdís Hallgrímsdóttir Skráð voru 536 hegningarlagabrot á höfuðborgarsvæðinu í febrúar- mánuði og fækkaði tilkynningum um brot milli mánaða. Þá hafa 16% færri tilkynningar um hegningar- lagabrot borist á höfuðborgar- svæðinu það sem af er ári heldur en bárust að meðaltali á sama tímabili síðustu þrjú ár á undan. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í skýrslu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um afbrota- tölfræði sem birt var í gær. Flestum tegundum afbrota hef- ur fækkað mikið miðað við meðal- fjölda brota síðustu sex og síðustu tólf mánuði samkvæmt skýrslunni, en þó hefur fíkniefnabrotum og of- beldisbrotum gegn lögreglu- mönnum fjölgað miðað við með- altal síðustu sex mánuði. Tilkynnt var um átta tilfelli þar sem lög- reglumenn voru beittir ofbeldi í febrúar en það var eitt í janúar- mánuði. Þá voru fleiri kynferðisbrot og umferðarlagabrot skráð í febrúar- mánuði en í janúar, en fjölgun beggja afbrota er innan marka miðað við meðalfjölda afbrota síð- ustu mánuði. Minna um tilkynnt afbrot í ár  Ofbeldi gegn lög- reglumönnum jókst Kynntu þér afsláttarþrep Orkunnar á orkan.is. Nú eru allar 55 stöðvar Orkunnar þínar stöðvar. Glatt var á hjalla á Borgarbókasafninu í Grófinni í gær þegar Guðni Th. Jóhannesson, forseti lýð- veldisins, og Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, drógu nöfn eins for- eldris og fimm krakka úr potti fyrir góðan ár- angur í síðasta lestrarátaki Ævars vísinda- manns. Var glæsilegt lestrarmet sett í átakinu að þessu sinni; íslenskir krakkar lásu 91.734 bækur á tveimur mánuðum en foreldrar þeirra 5.904 bækur. Hafa þá samtals verið lesnar tæplega 330.000 bækur á þeim fimm árum sem hið árlega átak Ævars hefur verið haldið. Álftanesskóli, Árskógarskóli, Þelamerkurskóli og Grunnskól- inn á Drangsnesi fengu einnig viðurkenningu fyrir besta árangurinn í átakinu nú. Met slegið í bóklestri barna og foreldra Morgunblaðið/Hari Hinsta lestrarátaki Ævars vísindamanns lokið

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.