Morgunblaðið - 21.03.2019, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 21.03.2019, Blaðsíða 56
56 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. MARS 2019 „„Það var barn í dalnum …“. Um hrjáð börn og fleira í verkum Steinunnar Sig- urðardóttur“ er yfirskrift fyrir- lesturs sem Dagný Kristjáns- dóttir, prófessor í íslenskum nú- tímabók- menntum, flytur í fyrirlestrasal Þjóðminjasafns Íslands í dag kl. 12. „Mjög margar af bókum Stein- unnar fjalla um dramatísk tilfinn- ingasambönd, vináttu, stuðning og samstöðu. Eða þrá einmana fólks eftir slíkum tengslum sem geta ekki orðið. Það reynist einhver „ómögulegleiki“ í stöðunni. Oft eru fortíðardraugar á ferð. Það eru börn á sveimi; draugabörn, villi- börn og börn sem hafa verið beitt ofbeldi eða verið vanrækt. Þau hafa iðulega verið svikin af fólki sem áttu að vernda þau. Hvernig er hægt að segja sögurnar af þeim og þarf að gera það?“ segir í tilkynn- ingu frá skipuleggjendum. Hrjáð börn í verk- um Steinunnar Dagný Kristjánsdóttir Síðustu daga hef- ur staðið yfir í Ljósmyndasafni Reykjavíkur á 6. hæð Grófarhúss- ins sýning á þeim ljósmyndabók- verkum sem til- nefnd eru til „Nordic Dummy“- verðlaunanna. Verðlaunin fyrir besta bókverkið verða afhent í safninu í dag, fimmtudag, kl. 16. Í tengslum við afhendinguna verða fyrirlestrar á sama tíma á vegum Fotogalleriet í Oslo, sem heldur utan um sam- keppnina, og tengjast þeir bókinni sem hreppir verðlaunin. Anna Nil- son, vistfræðingur við Háskólann í Oslo, flytur erindið Farfuglar í breyttum heimi og Jóhann Óli Hilmarsson ljósmyndari og fugla- fræðingur fjallar um farfugla. Dummy-verðlaun afhent í dag Ljósmyndabókverk á sýingunni. Anna Sigríður Helgadóttir söngkona syngur sum- arlög í Borgarbókasafninu í Árbæ í dag kl. 17 í tilefni af því að í dag er jafndægur á vori, nóttin jafnlöng deginum. Anna hefur sungið með fjölda kóra og tekið þátt í margs konar tónlistarflutningi, m.a. einsöngs- tónleikum, djasstónleikum, óperu- og óperettuupp- færslum, kirkjutónleikum, gospeltónleikum o.fl., á Íslandi, í Danmörku, Svíþjóð og á Ítalíu. Anna er leiðtogi í barnastarfi í Árbæjarkirkju. Vorsöngur á jafndægri Anna Sigríður Helgadóttir Hljómsveitin Vök varstofnuð 2012 og er einþeirra sveita sem stigusín fyrstu skref í þeirri ágætu keppni Músíktilraunum árið 2013 þegar hljómsveitin gerði sér lítið fyrir og vann þá keppni. Í fyrstu útgáfu sveitarinnar voru ein- göngu þau Margrét Rán og Andri Már og skiptu þau öllum hljóð- færaleik bróðurlega á milli sín. Fyrir vikið var hljómurinn hrárri og einfaldari. Strax í upphafi var augljóst að það var rödd Mar- grétar Ránar sem hljóðheimurinn spannst um. Það er þannig með sumar raddir að þær eru auðþekkj- anlegar og einstakar og þannig er hennar rödd. Tónninn er þannig að hann sker sig einhvern veginn úr. Fyrsta breiðskífa Vakar kom út ár- ið 2017 en fyrir hafði sveitin sent frá sér tvær stuttskífur árin 2013 og 2015, báðar hjá Record Re- cords. Nýútkomna platan, In the Dark, á kannski ekki mikið sameig- inlegt tónlistarlega með fyrstu út- gáfum sveitarinnar en það er samt svo augljóslega Vök sem um ræðir sökum þessarar raddar. Þetta er mikill styrkur í heimi þar sem allir hafa aðgang að alls kyns græjum og forritum og geta nálgast sömu eða sambærilega tækni, hvar sem þeir eru staddir í heiminum. Rödd Margrétar Ránar er í senn ang- urvær og viðkvæm og ögrandi, og það er þessi leikur viðkvæmni og hörku sem dansar á brúninni í gegnum öll lög hjá Vök. Á nýju plötunni kveður svo við nýjan tón í laga- smíðum og út- setningum þar sem farið er mun lengra í poppheiminn en nokkru sinni áð- ur og flóknari lausnum beitt í út- setningum. Það er erfitt fyrir mig að greina hvaða áhrifavalda þau eru að sækja í þar sem ég hlusta afar lítið á hreinræktuð poppgoð þessa dagana, en mér finnst ég samt greina örlítið af Prince- áhrifum (eða semsagt listamann- inum sem fyrr var þekktur sem Prince), og þá sér í lagi í upphafi plötunnar. Lögin „Autopilot“ og „Night & Day“ eru góð dæmi um þetta og ef til vill felast þessi áhrif meðal annars í frábærri notkun hljómborða sem hrífa hlustandann með sér. Þessi plata byrjar líka einhvern veginn svo hressilega að manni dettur helst í hug tónlist frá níunda áratugnum sem gerð voru dansmyndbönd við þar sem aðal- söguhetjurnar voru allar að strjúka að heiman til að sporna við leiðin- legum foreldrum sem vildu ekki leyfa þeim að fara í listaskóla. Það er unglingaorka og -uppreisn þarna sem er gaman að dilla sér við. Platan er melódísk og mikið af spennandi sönglínum sem hanga inní hausnum á manni löngu eftir að hlustun líkur, eins og til dæmis línan „I like to erase you“ úr lag- inu „Erase You“, sem er farin að skjóta upp kollinum í mínum haus óþægilega oft. Veiki punktur plöt- unnar er hins vegar að lögin eru keimlík og ná ekki að skilja sig hvert frá öðru. Það er mjög fínt að láta hana rúlla í partíi en hún er verri til hlustunar í einbeitingu. Hún er góð til að hreyfa sig við, dansa eða hjóla en maður á erfitt með að tengjast henni. Hún er góð til að skapa umhverfi en maður kemst ekki á neitt trúnó með henni. Þarna er komin mjög flott poppstuðplata sem eflaust á eftir að hljóma víða og gleðja margt partýið en ég myndi persónulega vilja aðeins undarlegra partý. Ljósmynd/Sigga Ella Melódísk Að mati gagnrýnanda er platan In the Dark melódísk með mörgum spennandi sönglínum en veiki punkturinn sá að lögin eru keimlík og ná ekki að skera sig hvert frá öðru. Flott poppstuðplata sem eflaust á eftir að hljóma víða, segir m.a. í gagnrýni. Poppuð unglingauppreisn Popp Vök – In the Dark bbbmn Hljómsveitin Vök sendir frá sér sína aðra breiðskífu sem inniheldur 11 lög. Útgáfudagur 1. mars 2019 og er það Nettwerk Music Group sem gefur út. Í Vök eru Margrét Rán Magnúsdóttir sem syngur og leikur á hljómborð og gítara, Andri Már Enoksson sem leikur á saxó- fón, hljómborð og hljóðsmala og Einar Hrafn Stefánsson sem sér um slagverk. RAGNHEIÐUR EIRÍKSDÓTTIR TÓNLIST
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.