Morgunblaðið - 30.03.2019, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 30.03.2019, Blaðsíða 1
Mikilvægt aðfinna stelpurn Framtíðiner björt íboltanum 31. MARS 2019SUNNUDAGUR Vorið kallará nýja skó Hugrúndórsdóttauðvelt mfinna hæleikaríkafótbolta-stelpur fyrir nýjheimildamynd 2 Of mikill mótvindur Ekki gengur til lengdar að reka lágfargjaldaflugfélag í landi þar sem launin eru eins há og hér, að mati prófessors 10 Strigaskór eru ekkibara fyrir ræktina 20 Hall- ir átti eð a fi- r a - L A U G A R D A G U R 3 0. M A R S 2 0 1 9 Stofnað 1913  76. tölublað  107. árgangur  ÞÓRDÍS SÉR- FRÆÐINGUR Í VAFNINGI GEFIÐ Í Á FJALLA- HJÓLI ÆFING 12SÝNING 47 Guðni Einarsson gudni@mbl.is „Myndin sem upptökur úr öryggis- myndavélum sýnir er allt önnur en sú sem Bára Halldórsdóttir hefur lýst,“ sagði Bergþór Ólason alþingismaður um efni úr öryggismyndavél frá kvöldinu á Klaustri bar 20. nóvember sl. „Það skýrir hvers vegna lögmenn Báru börðust svo hart gegn því að þessar upptökur væru skoðaðar.“ Myndefnið þykir benda til þess að framganga Báru hafi verið undirbúin en ekki fyrir tilviljun, að sögn Berg- þórs. Hann sagði að Bára hefði gengið beint til verks. Ekki vantaði nema sex mínútur upp á að sá tími sem upptök- urnar tóku til væri jafn langur og sá tími sem Bára var inni á staðnum. Úti- lokað væri að henni hefði ofboðið orð- bragð þingmannanna og því byrjað að hljóðrita tal þeirra, til þess hefði ekki gefist tími. Hann telur að Bára hafi verið með upptökutæki auk símans. Bergþór nefndi ljósmynd sem var tekin inn um glugga Klausturs þar sem þingmennirnir sjást. „Því var haldið fram að hún hefði verið tekin af ótengdum aðila og send til fjölmiðla. Nú kemur í ljós að myndin er tekin af Báru sjálfri,“ sagði Bergþór. Hann sagði að reynt yrði að komast til botns í því hvort Bára hefði átt samverka- menn varðandi upptökurnar. Ekki væri eðlilegt ef til dæmis fjölmiðill hefði skipulagt þessa aðgerð. Bergþór sagði að óskað yrði eftir því að myndbandsupptökur frá því fyrir og eftir þær sem nú liggja fyrir yrðu einnig skoðaðar. Önnur mynd en Bára lýsti  Efni úr öryggismyndavél á Klaustri skoðað  Bendir til þess að framganga Báru Halldórsdóttur hafi ekki verið fyrir tilviljun, að sögn Bergþórs Ólasonar MMyndbandsupptaka … »6 Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Í gær VR boðaði félagsmenn sem hafa starfað hjá WOW air á fund. Baldur Arnarson Helgi Bjarnason Mikil óvissa er um áhrifin af falli WOW air á fjölda ferðamanna í ár. Áhrifin ráðast m.a. af viðbrögðum annarra flugfélaga á markaði. Samkvæmt samantekt Isavia fækkar flugsætum í sumaráætlun Keflavíkurflugvallar um 1,4 milljónir með brotthvarfi WOW air. Alls 7,8 milljónir flugsæta voru í boði í sumaráætlun 2018. Eftir niðurskurð hjá WOW air í desember og svo gjaldþrot félagsins sl. fimmtudag eru sætin komin niður í 5,5 milljónir sem er um 30% samdráttur. Isavia vinnur að endurskoðun sumaráætlunar. Á þessu stigi er ekki ljóst hvaða áhrif fall WOW air hefur á fjölda farþega og ferðamanna. Skarphéðinn Berg Steinarsson ferðamálastjóri segir áhrifin af þess- um samdrætti á fjölda erlendra ferðamanna ekki liggja fyrir. Uppsagnir í ferðaþjónustu Yfir 720 einstaklingar skráðu sig atvinnulausa og sóttu um atvinnu- leysisbætur hjá Vinnumálastofnun í gær og fyrradag. Flestir eru fyrr- verandi starfsmenn WOW air. Að auki hefur hundruðum starfsmanna verið sagt upp hjá þjónustufyrir- tækjum og ferðaþjónustufyrirtækj- um vegna minni verkefna í kjölfar falls WOW air. Mest munar um 315 starfsmenn sem sagt var upp hjá Airport Associates sem þjónustaði flugvélar WOW á Keflavíkurflug- velli. Kemur gjaldþrot WOW air og uppsagnir í kjölfarið sérstaklega illa við íbúa á Suðurnesjum sem vinna hjá þessum fyrirtækjum. »2,4,18 30% færri flugsæti í sumar en 2018  Sumaráætlun Isavia í Keflavík breytist mikið  Uppsagnir í kjölfar gjaldþrots Þótt blikur séu í ferðaþjónustunni vegna fækk- unar erlendra ferðamanna vegna falls WOW air, verkfalla og annarra ástæðna eru enn ferða- menn úr öllum heimsins hornum að skoða sig um á Íslandi. Þessi hópur gekk niður Laugaveginn í vetrarveðrinu. Úlpu- og treflaveður verður áfram næstu daga. Í dag verður bjartviðri í Reykjavík en slydda í kvöld. Hiti verður nálægt frostmarki að deginum en kaldara að nóttu til. Ferðamenn láta fréttirnar ekki á sig fá Morgunblaðið/Árni Sæberg Á gangi niður Laugaveginn  Nú um mánaðamótin verður átt- unda og síðasta álman í fangelsinu á Hólmsheiði ofan við Reykjavík tekin í notkun. Starfsemi hófst í fangelsinu síð- sumars 2016 og síðan hefur föngum í fangelsinu og álmum í notkun ver- ið fjölgað smátt og smátt, en hægt er að hýsa þar 56 fanga. Halldór Valur Pálsson fangelsisstjóri segir ósennilegt að nokkurt fangelsi í heimi hafi jafn fjölþætt hlutverk og þetta. »16 Síðasta álman tekin í notkun Tilbúið Fangelsið á Hólmsheiði.  „Ég hef alltaf haft algjört límminni, ýmis séráhugamál og svo er það hitt og þetta eins og að ég hef aldrei getað eða kunn- að að stunda „smalltalk“ – svona létt spjall um ekkert. Þá er gelgjan í hálfgerðri þoku, þar sem unglingsárin snúast um tvíræð og óljós skilaboð í einhverjum augn- gotum,“ segir Guðlaug S. Krist- jánsdóttir, bæjarfulltrúi í Hafnar- firði, um það að vera með Asperger-heilkennið. Guðlaug greindist fyrir um ári með Asperger en stúlkur á einhverfurófinu greinast mun síð- ar en drengir. Hluti af ástæðunni er þekkingarskortur en einkenni kvenna á rófinu eru önnur en hjá körlum. Á alþjóðlegum degi ein- hverfu verður íslensk heimildar- mynd, Að sjá hið ósýnilega, frum- sýnd en í myndinni er spjallað við 17 konur á einhverfurófinu og skyggnst inn í líf þeirra. Sunnu- dagsblað Morgunblaðsins hitti fimm þeirra. Stúlkur fá mun síðar einhverfu- greiningu Guðlaug S. Kristjánsdóttir  Samninganefndir Samtaka at- vinnulífsins og samflots sex stéttar- félaga og sambanda koma saman til fundar í dag og gert er ráð fyrir áframhaldandi vinnu um helgina. Vegna fjölmiðlabanns geta samn- ingamenn ekki tjáð sig um gang við- ræðna en Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, sagði þær á við- kvæmu stigi. Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, sagði að nóg væri að gera um helgina í samningum og einnig væri verið að undirbúa verkföll. Verkfall Eflingar hjá bílstjórum Kynnisferða sem aka fyrir Strætó hefst á mánudag og þriggja daga hótel- og rútuverkfall Eflingar og VR á miðvikudag. Samningaviðræður áfram um helgina

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.