Morgunblaðið - 30.03.2019, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 30.03.2019, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. MARS 2019 sp ör eh f. Sumar 20 Paradís Tatrafjallanna í Slóvakíu, Kraká í Póllandi og gullborgin Prag í Tékklandi eru meðal hápunkta þessarar glæsilegu ferðar. Menning, saga og náttúrufegurð fara hér saman og láta engan ósnortinn.Við heimsækjum m.a.Vínarborg, sögufræga landsvæðið Spiš, sem var mikilvægasta landnámssvæði Þjóðverja á 14. öld, og að sjálfsögðu Tatra svæðið sem er að mati margra með mikilfenglegustu svæðum Evrópu. 10. - 24. ágúst Fararstjóri: Pavel Manásek Bókaðu núna á baendaferdir.is Sími 570 2790 | bokun@baendaferdir.is | Síðumúla 2, 108 Reykjavík Verð: 338.600 kr. á mann í tvíbýli. Mjög mikið innifalið! Tatrafjöllin, Kraká&Prag Guðrún Erlingsdóttir ge@mbl.is „Ég átti nú ekki von á því að enda í Morgunblaðinu fyrir það eitt að lita skeggið á mér fjólublátt,“ segir Friðrik B. Kristjánsson, íbúi á Skagaströnd, en hann brá sér til höf- uðborgarinnar og fékk Hjálmar Gauta Jónsson á rakarastofunni Effect til að lita skeggið. Til þess að fá rétta litinn tók Friðrik með sér ljósmynd af Massey Ferguson- traktor sem hann á. „Ég er mikill húmoristi og hef gaman af að ögra. Mér er sagt að það nálgist guðlast og ég eigi vísa vist í helvíti fyrir það að hafa trakt- orinn fjólubláan. Menn hafa mis- jafnar skoðanir á litnum og ef það fer í taugarnar á þeim þá ögra ég meira,“ segir Friðrik, sem lét lita á sér skeggið vegna áskorunar frá kunningja. Valið stóð um bleikt eða fjólublátt. „Ég er sáttur við útkomuna, þetta er krúttlegt og æðislegt. Konan var ekki hrifin af hugmyndinni en hún fær að sjá þetta þegar ég kem heim,“ segir Friðrik, sem er lífs- glaður og notar húmorinn til að létta sér lífið. Vegna bæklunar er hann kominn á hækjur og hann segir það halda sér gangandi að sjá hlutina öðrum augum en aðrir. Morgunblaðið/Árni Sæberg Skegg í sama lit og traktorinn Guðni Einarsson gudni@mbl.is Myndefni úr öryggismyndavélum er sagt benda til þess að framganga Báru Halldórsdóttur, sem tók upp samtal sex þingmanna á Klaustri Downtown bar hinn 20. nóvember 2018, hafi verið undirbúin. Hún hafi því ekki komið á barinn fyrir tilviljun, eins og hún hefur haldið fram. Bergþór Ólason alþingismaður sagði í samtali við Morgunblaðið að lögmaður fjögurra þingmanna Mið- flokksins sem voru á barnum, þeirra Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, Gunnars Braga Sveinssonar, Önnu Kolbrúnar Árnadóttur og Bergþórs, hefði skoðað myndefni sem Persónu- vernd aflaði vegna málsins. Af því mætti ýmislegt ráða um atburða- rásina umrætt kvöld. Á myndbandsupptöku sæist Bára sitja í bíl sínum utan við Klaustur bar klukkan 19.29 umrætt kvöld. Bílljósin lýstu inn í veitingasal Klausturs og á borðið þar sem þingmennirnir sátu. Síðan slokknuðu bílljósin kl. 19.41 og Bára gekk inn á barinn. Samkvæmt þessu sat hún fyrir utan barinn og virti fyrir sér aðstæður í að minnsta kosti tólf mínútur áður en hún fór inn. Þegar hún steig út úr bílnum virð- ist hún hafa tekið mynd inn um glugga af þingmönnunum. Myndin birtist síðan á vefmiðlum en Bára hef- ur neitað því að hafa tekið myndina. Þegar Bára kom inn á Klaustur virðist hún fyrst hafa farið á salernið, síðan inn á barinn kl. 19.48 og þaðan í innri salinn mínútu síðar þar sem þingmennirnir sátu. Þar settist hún við borð kl. 19.49 og lagði frá sér handtösku. Hún fór úr jakkanum og sótti inn á sig svartan hlut og lagði við handtöskuna. Svo sótti hún matseðil af næsta borði og fékk sér aftur sæti. Bára tók upp hvítan handfrjálsan búnað, heyrnartól, og lagði á töskuna kl. 19.50. Hún tók svo búnaðinn til baka en þá virðist loða við hann svört snúra sem datt. Hún tók snúruna og stakk aftur fyrir töskuna. Síðan setti hún handfrjálsa búnaðinn á sig og tengdi við símann. Hún aftengdi handfrjálsa búnaðinn frá símanum kl. 20.01 en var áfram með hann í eyr- unum. Svo tengdi hún handfrjálsa búnaðinn aftur við símann kl. 20.12. Mínútu síðar tók hún í töskuna og handlék snúru í eða við hana. Þá sjást tveir svartir hlutir og snúrur undir töskunni. Bára hagræddi töskunni kl. 20.35 og þá sjást svört stykki og snúr- ur undir henni. Bára tók í töskuna kl. 20.40 og tók upp svarta snúru eða hlut, setti upp gleraugu og leit undir bekkinn sem hún sat á og skimaði í kringum sig. Síðan stóð hún upp, tók svartan hlut með sér og færði sig út fyrir mynd- sviðið. Hún kom til baka mínútu síðar án svarta hlutarins. Síðan tók hún muni sína og tösku kl. 20.42 og þar með tvö svört stykki og snúrur undan henni. Svo flutti hún sig út fyrir myndsviðið og kom ekki aftur inn í það. Svo virðist sem Bára hafi setið eftir það eins langt frá þingmönn- unum og mögulegt var. Bergþór sagði að á upptökunni sæ- ist að Bára hefði gjarnan haldið á símanum, horft á skjáinn og dregið fingur yfir hann. Eftir kl. 20.40 hafi af og til sést til ferða Báru fram á bar eða í anddyri Kvosin Hotel sem er í sama húsi. Þangað sótti hún tvívegis ferðabæklinga. Svo sést þegar hún yfirgaf staðinn kl. 23.39. Myndskeið- inu sem lögmaður fjórmenninganna hefur skoðað lauk kl. 23.52. Myndband frá Klaustri bar skoðað Morgunblaðið/Hari Klaustur Bar Samtal sex alþingismanna var hljóðritað og ummælin birt.  Ólíklegt talið að Bára hafi verið á barnum fyrir tilviljun  Sat drjúga stund í bíl fyrir utan barinn  Talin hafa tekið mynd inn um gluggann af þingmönnunum  Flutti sig langt frá þingmönnunum Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Það er ekkert flókið að sigla skipi. Þú þarft bara eina áhöfn og olíu. Mestu vonbrigðin eru þau að við séum að sigla öðru skipi en við áttum að gera og getum ekki haldið þeirri áætlun sem við ætluðum okkur,“ segir Guðbjartur Ellert Jónsson, framkvæmdastjóri Vestmannaeyja- ferjunnar Herjólfs ohf. Félagið tekur við rekstri Herjólfs í dag. Guðbrandur viðurkennir fús- lega að aðstæður séu ekki ákjósan- legar. Eins og fram hefur komið hafa orðið tafir á smíði nýs Herjólfs í Pól- landi og nú deila skipasmíðastöðin og Vegagerðin um lokagreiðslur vegna verksins. Óvíst er því hvenær skipið fæst afhent. „Samningurinn var gerður um að félag í eigu Vestmannaeyjabæjar tæki við rekstrinum þennan dag og í leiðinni um nýja ferju. Þeirri dag- setningu var ekkert breytt en niður- staðan er aftur á móti sú að rekstr- arfélagið er að hefja rekstur á eldri ferju. Það varð ekki ljóst fyrr en undir lok febrúar eða í byrjun mars að nýja skipið kæmi ekki í tæka tíð. Þá var búið að leggja mikla vinnu í undirbúning nýrrar heimasíðu og nýs bókunarkerfis. Við erum með áætlun um að sigla sjö ferðir á dag milli Vestmannaeyja og Landeyjar- hafnar. Nú stöndum við frammi fyrir því að vera ekki með skip og ekki höfn og það er allt annað upplegg en félagið og eigandinn ætluðu.“ Þar eð ekki hefur farið fram dýpk- un í Landeyjahöfn vegna veðurskil- yrða verður áfram siglt til Þorláks- hafnar. Farnar verða tvær ferðir á dag og verða þær á öðrum tíma en verið hefur. Fyrsta ferð var áætluð klukkan sjö í morgun. Guðbjartur vill ekkert tjá sig um stöðu mála varðandi afhendingu nýs Herjólfs. Hann segir að Vegagerðin sé eigandi og ábyrgðaraðili smíði ferjunnar í Póllandi. „Ég hef sett mig í þá stöðu að þeir tilkynni mér hvenær eigi að sækja skipið. Að öðru leyti er ég ekki aðili að því máli.“ Ekki ákjósanlegt að vera hvorki með skip né höfn  Félag Vestmannaeyinga tekur við rekstri Herjólfs í dag Morgunblaðið/Styrmir Kári Herjólfur Félag í eigu Vestmannaeyinga tekur við rekstri ferjunnar í dag.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.