Morgunblaðið - 30.03.2019, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 30.03.2019, Blaðsíða 32
32 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. MARS 2019 ✝ Halla Ragn-heiður Gunn- laugsdóttir fæddist í Svarfaðardal 3. september 1947. Hún lést á sjúkra- húsinu á Akureyri 15. mars 2019. Foreldrar henn- ar voru Gunn- laugur Jónsson, f. 15.12. 1905, og Jón- ína Gunnlaug Magnúsdóttir, f. 13.10. 1905. Systkini hennar eru Ingibjörg Kristrún Antonsdóttir, f. 15.9. 1926, d. 26.7. 1971, Lena Gunn- laugsdóttir, f. 22.11. 1935, Erla Aðalbjörg Gunnlaugsdóttir, f. 16.2. 1939, og Magnús Gunn- laugsson, f. 3.10. 1942. Halla giftist Magnúsi Tryggvasyni 17. maí 1974. Börn þeirra eru Helena Björk Magn- úsdóttir, f. 26. júlí 1967, og Magnús Rúnar Magnússon, f. 27. maí 1974. Börn Helenu eru Halla Björk Jósefsdóttir, Saga Björk Friðþjófs- dóttir og Frið- þjófur Alex Frið- þjófsson. Börn Magnúsar eru Bríet Magnúsdóttir, Sól- ey Magnúsdóttir og Hulda Magn- úsdóttir. Halla giftist Gylfa Ketilssyni 5. júní árið 1988 og bjuggu þau um tíma á Akureyri. Fyrir átti Gylfi börnin Berglindi, Kötlu, Guðjón Andra, Auði Ösp og Gylfa Hans. Halla ólst upp á Atlastöðum í Svarfaðardal og fluttist svo til Akureyrar þar sem hún svo stundaði vinnu. Árið 1997 flutt- ust þau Halla og Gylfi á Syðri- Tjarnir í Eyjafjarðarsveit. Halla vann síðustu árin á sambýlum fyrir geðfatlaða á Akureyri. Útför hennar fer fram frá Grundarkirkju, Eyjafjarð- arsveit, í dag, 30. mars 2019, klukkan 14. Elsku duglega, sterka, yndis- lega amma, mikið ofsalega sakna ég þín. Á sama tíma veit ég að nú hefur þú fengið frið. Frið frá erf- iðum veikindum sem tóku þig of fljótt frá okkur. Á síðustu dögum hefur verið gott að eiga góðar minningar. Öll símtölin, matarboðin, bílferðirnar um sveitina, ísarnir í Vín, heim- sóknirnar til Þýskalands, hlátur- inn og spjallið sem við áttum við eldhúsborðið eða úti á tröppum í góðu veðri. Já minningarnar eru margar og það var alltaf gott að koma til ykkar, svo mikil ró og friður frá amstri dagsins. Þú varst sannkölluð kjarna- kona, gekkst ákveðin í öll verk og hafðir alltaf nóg fyrir stafni. Þú varst heldur ekkert að flækja hlut- ina og stundvísari manneskju hef ég ekki enn hitt. Ég meina, hver annar gerir allt klárt fyrir jólin í nóvember? Eða kaupir sér föt mánuði áður en þú þarft að nota þau? Svo held ég sérstaklega upp á alla fallegu handavinnuna frá þér og ég er ekki frá því að heim- ilið sé helmingi hreinna eftir að þú gafst mér allar 20 heimaprjónuðu tuskurnar – kannski veitti líka ekki af. Stundum fannst mér eins og þú ættir níu líf. Verkefnin sem þú fékkst í þessu lífi voru mörg, og alls ekki alltaf auðveld, en þú tókst á við þau af æðruleysi og krafti. Þú varst mikil og góð fyrirmynd fyrir okkur hin, elsku amma. Mér finnst erfitt að kveðja, en minnist þín með hlýju í hjarta og miklu þakklæti. Þakklæti fyrir all- ar stundirnar sem við áttum sam- an og allt það sem þú kenndir mér. Þá er ég sérstaklega þakklát fyrir að dætur mínar hafi fengið að kynnast þér. Hvíldu í friði elsku amma, við hittumst síðar. Þín litla Halla. Með nokkrum orðum langar mig að kveðja litlu systur mína, hana Höllu, sem lést 15. mars síð- astliðinn, alltof ung að árum. Elstu systur mína kvöddum við mjög snögglega fyrir löngu. Núna viss- um við í hvað stefndi en maður er aldrei viðbúinn. Halla fór ung að heiman eins og algengt er í sveitinni, bæði fyrr og nú. Halla og Gylfi giftu sig í Valla- kirkju í Svarfaðardal á ferming- ardegi yngstu dóttur minnar árið 1988. Þau bjuggu þá á Akureyri. Árið 1996 keyptu þau Syðri- Tjarnir í Eyjafjarðarsveit, þar rak Gylfi búvélaverkstæði og Halla vann á Akureyri. Þessi sveit varð henni mjög kær, þar fann hún sig vel með sín áhugamál, sem voru m.a. kindur, hænsn, endur, blóm og trjágróður. Hún annaðist þetta allt af lífi og sál. Síðustu árin barð- ist hún við erfiðan sjúkdóm. Ég heyrði hana aldrei kvarta, hún var bjartsýn og þrautseig. Ég sendi henni stundum ljóð af einhverju tilefni, hún hafði gaman af því. Ég læt eitt þeirra fylgja hér í lokin. Takk fyrir samveruna Halla. Hver dagur sem liðið fær áfalla án á ævinnar krókótta vegi. Allt sem þér veitir í lífinu lán hver lykill að nýjum degi. Er auðlegð sem Guð hefur gefið þér hann gæti þín daga og nætur. Ef áttu í vanda hann allt það sér og einhvern þig hugga lætur. Ég sendi Gylfa, Helenu, Magn- úsi og fjölskyldum þeirra innileg- ar samúðarkveðjur. Lena Gunnlaugsdóttir. Ég kynntist Höllu fyrst er ég kom sem iðjuþjálfanemi í vett- vangsnámi í janúar 2006. Í fram- haldi af því unnum við saman þar til hún lauk störfum vegna aldurs. Halla og ég áttum margt sameig- inlegt þótt annað væri ólíkt, enda ég í tvíburamerkinu og hún meyja. Hún raðaði leirtaui og öðrum eld- húshlutum í stærðarröð, hafði rút- ínu á hlutum í vinnunni og var lítið fyrir að breyta mikið til meðan ég einbeitti mér að annars konar hlutum, prófaði alls konar nýtt, var eins og þeytispjald milli staða og setti á dagskrá uppákomur. Það var hægt að treysta á Höllu með ýmislegt sem var ekki mín sterkasta hlið. Halla var sú sem vissi hvar jóla- og páskaskrautið var, hvaða gardínur áttu að fara upp á hvaða árstíma og hvaða kök- ur skyldi baka og hún sá um að kaupa sumarblómin og hafa fínt í kring. Með okkur var líka margt líkt. Við ólumst upp í sveit, vorum vinnusamar, gerðum það sem þurfti að gera, klæddumst sterk- um litum og bara því sem okkur þótti flott, burtséð frá því hvað öðrum kunni að finnast, mátum fjölskyldu- og vinatengsl framar veraldlegum gæðum, höfðum báð- ar skap og sterka réttlætiskennd. Aldrei bar skugga á okkar sam- skipti, hvorki í vinnunni né utan hennar. Eftir starfslok heimsótti ég hana í sveitina að Syðri-Tjörn- um þegar færi gafst. Þangað var alltaf yndislegt að koma og stund- irnar þar í hvert sinn góð næring enda þótti okkur báðum hvergi betra að vera en úti í sveit. Halla bauð líka íbúum í búsetuþjónust- unni og samstarfsfólki heim til sín á ári hverju eftir að hún lét af störfum. Þangað fórum við til að sjá nýfæddu lömbin að leik á túninu og fá kaffi og með því. Stundum fór ég í sveitina með dætur mínar en þeim þótti líka gaman að koma þangað og skoða hænu- eða andarunga. Halla sýndi okkur oft hlýhug sinn með fallega handgerðum hlutum sem ég og dætur mínar fengum að gjöf. Einnig fengum við stundum þann heiður að smakka til hangikjötið með þeim hjónum Höllu og Gylfa. Halla sýndi hug sinn oftar í gjörð- um en orðum. Þannig vissi ég að ég átti sérstakan sess í huga þeirra hjóna þegar þau sögðu mér að nú ættu þau lífgimbur sem hefði fengið nafnið Pálína. Eftir að Halla lauk störfum leið skammur tími þar til hún fékk enn eitt stórt verkefni þegar á hana herjuðu alvarleg veikindi. Þeim fréttum tók hún með æðruleysi. Við tóku ár baráttu við vágestinn. Þá baráttu háði hún af jákvæðni og einhug og alltaf mætti hún mér með brosi þótt undan hallaði smám saman. Í fullkomnum heimi hefði verið indælt að hún hefði fengið að ferðast og njóta efri ár- anna en svo fór því miður ekki. Minningin um Höllu lifir áfram og í sveitinni viðheld ég vinátt- unni, án orða. Djúp og varanleg vinátta er dýrmætari en veraldlegar viðurkenningar, og allt heimsins gull og silfur. Henni þarf ekki endilega alltaf að fylgja svo mörg orð heldur gagnkvæmt traust og raunveruleg umhyggja. Kærleikur, sem ekki yfirgefur. (Sigurbjörn Þorkelsson) Gylfa og fjölskyldunni allri sendi ég mínar innilegustu sam- úðarkveðjur. Pálína Sigrún Halldórsdóttir. Halla Ragnheiður Gunnlaugsdóttir Þökkum auðsýnda samúð við andlát og útför ástkærrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, KRISTÍNAR JÓHANNESDÓTTUR. Sérstakar þakkir eru til starfsfólks hjúkrunarheimilisins Eirar, 2. hæð norður, fyrir einstaka umönnun. Sævar Garðarsson Jóna Gísladóttir Rúnar Garðarsson Þóra Einarsdóttir Hrefna Garðarsdóttir Úlfar Garðarsson barnabörn og barnabarnabörn Hjartans þakkir fyrir samúð og vinarhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður, tengdaföður og afa, GUNNARS ODDSSONAR bónda, Flatatungu. Einnig færum við þakkir starfsfólki á sjúkra- deild HSN, Sauðárkróki, sem annaðist hann í veikindum hans. Guð blessi ykkur öll. Helga Árnadóttir Einar Gunnarsson Íris Olga Lúðvíksdóttir Árni Gunnarsson Þ. Elenóra Jónsdóttir Kári Gunnarsson Sigfríður J. Halldórsdóttir Sigríður Gunnarsdóttir Þórarinn Eymundsson og barnabörn Hugheilar þakkir til allra þeirra sem sýnt hafa okkur samúð og vináttu við andlát og útför eiginmanns míns, föður, tengdaföður, afa og langafa, FRIÐRIKS BJÖRNS GUÐMUNDSSONAR verslunarmanns, Hólmagrund 10, Sauðárkróki. Sérstakar þakkir til starfsfólks Sjúkrahússins á Sauðárkróki og sjúkraþjálfunar spítalans. Friðbjörg Vilhjálmsdóttir Margrét Friðriksdóttir Eyvindur Albertsson Steingrímur Rafn Friðrikss. Pálín Ósk Einarsdóttir barna- og barnabarnabörn Innilegar þakkir fyrir veitta samúð, vináttu og hlýhug við andlát og útför ástkærrar móður okkar, tengdamóður og ömmu, GUÐRÚNAR G. SIGURÐARDÓTTUR, sem lést á hjúkrunarheimilinu Eyri á Ísafirði 3. mars. Sigríður, Guðmundur, Kristinn, María og aðrir aðstandendur Hugheilar þakkir til allra sem hafa sýnt okkur samúð og vináttu við andlát móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, INGVELDAR ÁSTU HJARTARDÓTTUR, Aðalstræti 97, Patreksfirði. Einnig þökkum við starfsfólki Landspítalans, deild 13 E-G, fyrir góða umönnun og hlýju í okkar garð. Hjörtur Sigurðsson Sigríður Ólafsdóttir Anna María Sigurðardóttir Björn Ágúst Jónsson Ríkharð H. Sigurðsson Thiang Sithong Sigurður Svanur Sigurðsson barnabörn og barnabarnabörn Hjartans þakkir til ykkar allra sem sýnt hafið okkur samúð, hlýhug og vináttu við andlát og útför mömmu okkar, tengdamömmu, ömmu og langömmu, RAGNHEIÐAR KLEMENZDÓTTUR frá Görðum. Kristín Elínborg Þorsteinsdóttir, Sigurður Sigurjónsson Gunnheiður Guðlaug Þorsteinsd., Ólafur Pálmi Baldurs. og fjölskyldur ✝ Gróa Aradóttirfæddist á Ísa- firði 9. janúar 1935. Hún lést á hjúkrun- arheimilinu Eyri á Ísafirði 14. mars 2019. Foreldrar henn- ar voru Ari Hólm- bergsson, sjómað- ur, f. á Flateyri 1897, d. 1976, og Guðrún Ágústa Steindórsdóttir, f. í Súðavík 1907, d. 1946. Systkini Gróu voru þau Magnús Þorlákur (sam- feðra), f. 1922 og alsystkinin þau Kristján Magnús, f. 1925, d. Ágústa, f. 1956. Maður hennar er Hallur Páll Jónsson, f. 1948. Syn- ir þeirra eru Bragi, f. 1976, d. 1998 og Haukur, f. 1989. 2) Einar Daníel, f. 1957, synir hans eru Marteinn Már, f. 1993, og tvíbur- arnir Bragi og Baldur, f. 1995. 3) Margrét Jónína, f. 1959. Maður hennar er Sveinn S. Sveinsson, f. 1957. Börn þeirra eru Sveinn Bragi, f. 1983, Íris Gróa, f. 1987 og Garibaldi, f. 1993. Börn Írisar eru Margrét Rún og Torfi Sig- urður. 4) Ólína f. 1960. Synir hennar eru Örvar Ari, f. 1979 og Einar Þór, f. 1990. Dætur Örvars eru Anna Lína, og Birna Ruth, en sonur Einars Þórs, er Ívar Bragi. Útför hennar fer fram frá Ísa- fjarðarkirkju í dag, 30. mars 2019, klukkan 14. 1989, Steindór, f. 1930, d. 2012, Hólmberg, f. 1932 og Ólafía Guðríður, f. 1938, d. 2018. Eiginmaður Gróu var Bragi Ein- arsson, sjómaður, f. á Ísafirði 1932, d. 2011. Foreldrar hans voru þau Ein- ar Kristbjörn Gari- baldason, sjómaður frá Skagafirði, f. 1889, d. 1968, og Margrét Jónína Einarsdóttir, frá Ísafirði, f. 1895, d. 1959. Gróa og Bragi eignuðust fjög- ur börn. Þau eru: 1) Guðrún Lífsreynsla þeirra sem ólust upp á öndverðri síðustu öld er um margt áhugaverðari en yngri kyn- slóða sem bjuggu við margfalt betra atlæti og möguleika. Þess vegna er fróðlegt að íhuga líf og aðstæður þeirra sem nú kveðja að loknu löngu ævistarfi. Þegar tengdamóðir mín Gróa fæddist árið 1935 hafði móðir hennar, Guðrún Ágústa, borið með sér alvarlegasta smitsjúkdóm þeirra tíma, berkla. Fór svo að móðirin þurfti að hverfa frá börn- um og eiginmanni til sjúkrahús- vistar á berklahælið að Vífilsstöð- um. Þaðan átti hún ekki afturkvæmt. Dóttirin veiktist einnig af berklum og dvaldi korn- ung um 3ja ára skeið á Sjúkrahúsi Ísafjarðar, fjarri fjölskyldu sinni. Þegar að því kom að barnið út- skrifaðist af sjúkrahúsinu vandað- ist málið, því móðirin var á berkla- hæli og faðirinn hafði ekki aðstæður til að taka við barninu. Á þessum tíma ríkti eðlilega allmikill ótti við berkla sem lengi höfðu verið algengasta dánarorsök landsmanna. Vandfundnar voru þær fjölskyldur sem gátu, vildu eða þorðu að taka við barni sem legið hafði berklaveikt um langan tíma á sjúkrahúsi. Það fór þó svo að allsendis óskylt fólk á Ísafirði tók litlu telp- una inná sitt heimili, með þeim orðum að hún skyldi vera hjá þeim þar til úr rættist. Þetta voru þau heiðurshjónin Ólína Jónsdóttir og Daníel Jónsson, skósmiður, sem bjuggu í örlitlu húsi á Eyrinni. Þar var samt nóg pláss til að bæta við stúlkubarni. Þau fóstruðu Gróu upp frá því og var hún þeim æv- inlega þakklát. Gróa var ellefu ára gömul þegar hún fór sjóleiðis í byrjun árs 1946 með fóstru sinni suður, að kveðja móður sína á berklahælinu að Vífilsstöðum. Það voru þung spor fyrir litla stúlku og sú stund geymdist vel í minni, þótt ekki væru höfð mörg orð um þá reynslu. Gróa giftist Braga Einarssyni árið 1955 og eignuðust þau fjögur börn. Lengst af bjuggu þau að Að- alstræti 10. Skömmu eftir að Bragi lést, flutti Gróa í íbúðir aldr- aðra að Hlíf II. Þaðan lá svo leiðin síðasta spölinn á hjúkrunarheim- ilið Eyri. Þar naut hún góðs að- búnaðar og einstakrar umhyggju þess góða fólks sem þar starfar. Hjónaband Gróu og Braga var ástríkt og það sýndi sig best þegar Bragi veiktist síðustu árin. Þá sinnti hún honum af stakri alúð. Hlutskipti Gróu í lífinu var svipað og margra annarra sjómann- skvenna á þeim tíma, að ala upp barnahópinn eftir bestu getu, sjá um allt heimilishaldið að mestu leyti ein meðan eiginmaðurinn var á sjó. Það gerði hún af röggsemi og gætti þess að atlæti barnanna yrði sem best og þau skorti ekk- ert. Hún var skyldurækin og dug- leg kona, létt og kvik í hreyfing- um. Þau Bragi höfðu bæði yndi af ferðalögum og fóru ótal ferðir er- lendis hin síðari árin. Líklega má segja að óvenju erf- ið æska, alvarleg veikindi í bernsku og móðurmissir hafi alla tíð sett mark sitt á líf og lunderni Gróu, þótt hún hefði sjálf ekki vilj- að taka undir slíkt. Hún hafði ekki mörg orð um hið liðna, en það var henni kappsmál að standa sína plikt. Ég vil að leiðarlokum þakka tengdamóður minni góða sam- fylgd á liðnum árum. Hallur Páll Jónsson Gróa Aradóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.