Morgunblaðið - 30.03.2019, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 30.03.2019, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. MARS 2019 Baldur Arnarson baldura@mbl.is Þorvaldur Gissurarson, framkvæmdastjóri ÞG Verks, segir sölu fyrirtækisins benda til að fasteignamarkaðurinn sé að taka við sér eftir ládeyðu á fyrstu vikum ársins. Mikil eftirspurn sé eftir nýjum og hagkvæmum íbúðum. Því beri ekki að draga of miklar ályktanir af hægri sölu dýrari íbúða. „Fyrir þremur til fjór- um vikum fannst okkur sem það væri að hægja snögglega á markaðnum. Hins vegar hefur það alls ekki reynst vera raunin. Það hefur verið fínasta sala hjá okkur í íbúðum sem eru að koma til af- hendingar. Síðasta vika var sérstaklega góð. Við seldum níu íbúðir í vikunni. Það verður að teljast framúrskarandi söluvika. Rauði þráð- urinn er að þegar verðið er á vissu bili virð- ist vera mikil eftirspurn,“ segir Þorvaldur. Um er að ræða fjölbýlishús á Selfossi og í Bryggjuhverfinu í Reykjavík. Á Selfossi eru íbúðirnar í þremur fjölbýlishúsum, Álalæk 13, 15 og 17. Allar íbúðirnar í Álalæk 17 eru seldar en þær voru afhentar fyrir áramót. Þá eru allar íbúðir nema tvær seldar í Ála- læk 15 en þær voru afhentar um miðjan mánuðinn. Sala á íbúðum í Álalæk 13 er skemmra á veg komin en þær verða afhent- ar í lok apríl. Tvöfalt dýrari í miðborginni Fermetraverðið er mun lægra en í ný- byggingum í Reykjavík. Til dæmis kostar fermetrinn í íbúðum 104 og 105 í Álalæk um 319 og 316 þúsund, en þær eru 122 fermet- ar. Til samanburðar er algengt fermetraverð í íbúðum í miðborginni frá 650 þúsund. Hins vegar er fermetraverð nýrra íbúða í út- hverfum höfuðborgarsvæðisins töluvert lægra. ÞG Verk er jafnframt að ljúka fram- kvæmdum við fjölbýlishús við Tangabryggju 13 í Bryggjuhverfinu. Þar er 51 af 63 íbúð- um seld en nýbyggingin er með tveimur stigahúsum. Fyrri áfangi var afhentur um síðustu mánaðamót en sá seinni er til af- hendingar um næstu mánaðamót. „Það er óvenjugott að vera í þessari stöðu. Það er ekki hægt að tala um dræma sölu þegar þetta er raunveruleikinn,“ segir Þorvaldur. Hann segir aðspurður verðlagninguna hafa sitt að segja um söluna. Ef verðið sé sanngjarnt og íbúðir á verðbilinu 35-50 milljónir sé mikil og góð eftirspurn. Kaup- máttur almennra kaupenda sé því góður í sögulegu samhengi. 500 manns á biðlista í Urriðaholti „Markaðurinn verður því að teljast góður. Það er ekki hægt að halda öðru fram,“ segir Þorvaldur. ÞG Verk muni setja nýjar íbúðir við Vinastræti í Urriðaholti í sölu í sumar. Fermetraverðið verði mun lægra en í mið- borg Reykjavíkur. Um 500 manns hafi skráð sig á biðlista eftir íbúðunum. Þá muni félag- ið setja nýjar íbúðir í Vogabyggð í sölu í október. Fram kom í Morgunblaðinu í fyrrahaust að meðalverð nýrra íbúða á Hafnartorgi væri um 110 milljónir. Þorvaldur segir aðspurður að lóðaverð, efnisnotkun, sérsmíði og sérpantanir eigi þátt í að íbúðirnar á Hafnartorgi séu dýrari. Þá hafi smíði bílakjallarans reynst mjög dýr. „Kannski fórum við oft langt í lúxusnum. Þar eru nánast allir hlutir sérsmíðaðir eða sérpantaðir. Ég held að nánast ekki neitt af því sem við erum að skila, hvort sem það eru flísar, blöndunartæki, raftæki, gólfefni eða búnaður, sé sömu hlutir og við setjum í okkar hefðbundnu íbúðir,“ segir Þorvaldur. Hafa tekið frá margar íbúðir Á Hafnartorgi eru fimm stigahús með alls um 70 íbúðum. Tvö við Geirsgötu og þrjú við Tryggvagötu. Tvö vestustu húsin, annað við Geirsgötu en hitt við Tryggvagötu, eru í sölu en sölu íbúða í hinum húsunum hefur verið frestað. Allar íbúðir í Geirsgötuhúsinu eru seldar eða fráteknar og sömuleiðis allar íbúðirnar nema tvær í Tryggvagötuhúsinu. Þar með talið eru tvær þakíbúðir í Geirs- götuhúsinu en hugmyndir voru um að selja þær sem eina íbúð. Rætt var um að sú íbúð gæti kostað 300-400 milljónir. Samtals 32 íbúðir eru í þessum tveimur húsum og hafa fjárfestar þar af tekið frá tíu þeirra. Þor- valdur segir aðspurður að ákveðið hafi verið að hafa tvær íbúðir á efstu hæðinni. Sú stærri er 232 fermetrar og áætlar Þorvaldur að söluverðið sé um 250 milljónir króna. Hann tekur fram að íbúðin hafi verið frátek- in og ekki sé búið að ganga endanlega frá kaupum. Fasteignamarkaður ekki í frosti  Framkvæmdastjóri ÞG Verks segir nýjar og hagkvæmar íbúðir seljast vel  Mikil sala á Selfossi  Fjárfestar taka frá þakíbúð á Hafnartorgi á 250 milljónir  Veikari króna gæti laðað að fjárfesta Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Við Geirsgötu Fjárfestar hafa tekið frá þakíbúð í íbúðarhúsinu sem er næst á myndinni. Þorvaldur Gissurarson Verið velkomin í glæsilega sýningaríbúð Guðbjörg Guðmundsdóttir löggiltur fasteignasali gudbjorg@manalind.is sími: 899 5533 Thelma Víglundsdóttir, löggiltur fasteignasali thelma@manalind.is sími: 860 4700 Sölusýning Breiðakur 2-4 Garðabæ Nýjar þriggja og fjögurra herbergja íbúðir Glæsilegt nýtt, átta íbúða, fjölbýli með lyftu í vinsælu hverfi í Garðabæ. Íbúðir afhendast fullbúnar án gólfefna. Stærðir frá 122- 138 fm verð frá 63.9 millj. Öllum íbúðum fylgja rúmgóð stæði í lokaðri bílageymslu. Íbúðirnar eru tilbúnar til afhendingar. www.manalind.is Lágmúla 6 sími 511 1020 Laugardaginn 30. mars frá 14:00-15:00 Sunnudaginn 31. mars frá 14:00-15:00

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.