Morgunblaðið - 30.03.2019, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 30.03.2019, Blaðsíða 19
FRÉTTIR 19Erlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. MARS 2019 Funahöfða 7, 110 Reykjavík | Sími 577 6666 KIEL/ - OG FRYSTITJEKI ., '*-�-��,�rKu�, Kæli- & frystibúnaður í allar gerðir sendi- og flutningabíla Smurþjónusta Opið mánudaga til fimmtudaga kl. 7.45-17.00, föstudaga kl. 7.45-16.00 Flatahrauni 7 | 220 Hafnarfirði | Sími 565 1090 | www.bjb.is SAMEINUÐ GÆÐI Auglýst er eftir umsóknum um styrki úr Fræðslusjóði til nýsköpunar- og þróunarverkefna Styrkir Forgangssvið við úthlutun árið 2019 eru: Efling stafrænnar hæfni vegna þróunar starfa. Þróun kennsluhátta í framhaldsfræðslu. Raunfærnimat í atvinnulífinu sem byggir á hæfnigreiningum starfa. Við mat á umsóknum verður litið til hvort verkefnið: falli að markmiðum í 2. grein laga um framhaldsfræðslu nr. 27/2010 feli í sér nýsköpun eða þróun sem nýtist markhópi framhaldsfræðslunnar* mæti sýnilegri þörf fyrir menntunarúrræði í framhaldsfræðslu hafi skýr skilgreind markmið og skilgreinda verkefnastjórn hafi skýra kostnaðar-, verk- og tímaáætlun feli í sér samstarf og að framlag samstarfsaðila sé tryggt og vel skilgreint sé líklegt til að skila hagnýtri afurð og verði vel kynnt Einnig er litið til hvort umsækjandi hafi sýnt fram á faglega þekkingu og reynslu til að vinna verkefni sem sótt er um styrk til. * Markhópur laga um framhaldsfræðslu eru allir þeir sem ekki hafa lokið fullu námi frá framhaldsskóla þ.e. ekki lokið stúdentsprófi, iðnnámi eða sambærilegu námi og þeir sem ekki hafa viðurkennt nám eða viðurkennda færni á sama þrepi til starfa í íslensku samfélagi, þótt þeir hafi lokið námi erlendis. Umsóknarfrestur er til 6. maí 2019. Eingöngu er tekið við umsóknum á rafrænu formi. Umsóknareyðublað, lög um framhaldsfræðslu og frekari upplýsingar er að finna á vef Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins, www.frae.is. Guðmundur Sv. Hermannsson gummi@mbl.is Breska þingið hafnaði í gær í þriðja skipti samkomulagi, sem Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, gerði við Evrópusambandið um út- göngu Breta úr sambandinu, Brexit. 344 þingmenn greiddu atkvæði gegn samningnum en 286 voru hon- um samþykkir. Þetta þýðir, að út- göngufrestur til 26. maí, sem May fékk Evrópusambandið til að fallast á, tekur ekki gildi. Boðað til leiðtogafundar Að óbreyttu ganga Bretar úr Evr- ópusambandinu 12. apríl án samn- ings nema May takist að semja um lengri frest. Donald Tusk, forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins, skrifaði á Twitter eftir atkvæða- greiðsluna, að hann hefði kallað ráðið saman á skyndifund 10. apríl í ljósi þess að líkur hefðu aukist á að Bretar gengju úr sambandinu án samnings. Búist er við að May muni leggja nýja áætlun um útgöngu fyrir leiðtoga- fundinn. Talsmaður ráðherraráðs Evrópu- sambandsins sagði í gær að sam- bandið væri búið undir það að Bretar gengju samningslausir út. Í sama streng tóku talsmenn forsætisráðu- neytis Frakklands og utanríkisráðu- neytis Þýskalands. May sagði eftir atkvæðagreiðsluna í gær, að niðurstaðan væri vonbrigði. „Ég óttast að við séum að komast að endimörkum þessa ferlis í þinginu.“ Jeremy Corbyn, leiðtogi Verka- mannaflokksins, sagði eftir atkvæða- greiðsluna í gær, að þingið hefði sagt skýrt, að breyta yrði útgöngusamn- ingnum við Evrópusambandið. „Það verður að leita annarra leiða. Og ef forsætisráðherrann sættir sig ekki við það verður hún að víkja og það strax, svo hægt verði að taka ákvörðun um framtíð landsins í þing- kosningum.“ Heimildarmenn breska ríkis- útvarpsins BBC í breska forsætis- ráðuneytinu sögðu að ekki væri öll von úti um að fá þingið til að fallast á útgöngusamninginn í ljósi þess, að munurinn í atkvæðagreiðslunni í gær væri minni en í fyrri atkvæða- greiðslum. Atkvæðagreiðslur um ýmsar tillögur þingmanna til lausnar málinu halda áfram í næstu viku. Gengi breska pundsins lækkaði í kjölfar atkvæðagreiðslunnar á þinginu en hækkaði síðan lítillega á ný undir lok viðskiptadags. Brexit: Bretar kjósa að ganga úr ESB Setur tímamörk: Bretar munu ganga úr Evrópudóm- stólnum, sameiginlega innri markaðnum og tollabandalaginu Theresa May verður forsætisráðherra. Íhaldsflokkurinn, breska þingið og þjóðin klofin í afstöðu til Brexit Brexi t þýðir Brexi t Theresa May og Brexit 13. júlí 17. janúar Tveggja ára tímafrestur fyrir útgöngu hefst, engar umræður eru á þinginu um aðra kosti eða afleiðingar Íhaldsflokkurinn missirmeirihluta sinn á breska þinginu eftir þingkosningar. May nær samkomulagi við norðurírska DUP-flokkinn um stjórnarsamstarf 29. mars 8. júní May nær samkomulagi við ESB um Brexit 25. maí Stefndur af sér vantrauststillögu 12. desember Samkomulagið við ESB kolfellt í breska þinginu 15. janúar Þingið hafnar samningnum aftur 12. mars May fer þess á leit við ESB að útgöngu Breta verði frestað 20. mars Þingið hafnar Brexit- samningnum í 3. skipti 29. mars May heitir því að víkja ef þingið samþykkir samninginn 27. mars 23. júní Heimild: AFP photos 2019 2017 2018 2016 Brexit-samning- urinn felldur á ný  Líkur á samningslausri útgöngu aukast AFP Mótmæli Þúsundir stuðningsmanna útgöngu Breta úr Evrópusambandinu söfnuðust saman við breska þinghúsið í gær til að mótmæla töfum á Brexit.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.