Morgunblaðið - 30.03.2019, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 30.03.2019, Blaðsíða 33
SKÓGARHLÍÐ 12 105 REYKJAVÍK SÍMI 520 4700 Við leitum að metnaðarfullum og framsæknum stjórnanda til að leiða þjónustu- og þróunarsvið Hafnarfjarðarbæjar. Um er að ræða nýtt stoðsvið innan sveitarfélagsins sem ber ábyrgð á þjónustuferlum og þróun þeirra, stafrænum umbreytingum og rafrænni stjórnsýslu. Sviðsstjóri heyrir beint undir bæjarstjóra. Undir sviðið heyra þróunar- og tölvudeild, þjónustuver, rafræn stjórnsýsla, samskiptamál, menningar- og markaðsmál og söfn bæjarins. Á sviðinu munu starfa um 30 starfsmenn. Sviðsstjóri ber ábyrgð á rekstri og stýringu sviðsins ásamt þróun rafrænnar þjónustu. Um er að ræða spennandi starf þar sem viðkomandi gefst tækifæri til að þróa nýtt svið þjónustu- og þróunar, innleiða nýja ferla og hagnýta upplýsingatækni við innri og ytri þjónustu Hafnarfjarðarbæjar. SVIÐSSTJÓRI ÞJÓNUSTU- OG ÞRÓUNARSVIÐS Hafnarfjörður er þriðji stærsti bær landsins með tæplega 30.000 íbúa og 1800 starfsmenn. Framsækið sveitarfélag sem byggir á fjölskylduvænu umhverfi, fyrirmyndarþjónustu og öflugu atvinnulífi. Hæfniskröfur • Háskólamenntun sem nýtist í starfi, framhaldsmenntun kostur • Reynsla af stjórnun með mannaforráð er skilyrði Helstu verkefni • Stefnumótun í þjónustuveitingu Hafnarfjarðarbæjar • Innleiðing þjónustuþróunar og notendamiðaðrar hönnunar • Þróun og efling stafrænna þjónustuleiða • Daglegur rekstur, skipulag og umsjón með starfsemi sviðsins • Samstarf við önnur svið sveitarfélagsins Nánari upplýsingar veitir: Áslaug Kristinsdóttir, aslaug@hagvangur.is Við hvetjum konur jafnt sem karla til að sækja um starfið. Við kunnum vel að meta frumkvæði, nákvæmni, sköpunargleði og hraða í vinnubrögðum. Um er að ræða fullt starf og laun samkvæmt gildandi kjarasamningi. Umsóknarfrestur er til og með 14. apríl 2019. Umsóknum skulu fylgja starfsferilskrár og kynningarbréf. Umsóknarfrestur er til og með 14. apríl 2019. Sækja skal um starfið á vef Hafnarfjarðar https://radningar.hafnarfjordur.is • Haldgóð reynsla af þjónustustýringu og mótun þjónustumarkmiða • Reynsla og þekking á stafrænum lausnum • Reynsla af samstarfi þvert á ólíkar skipulagseiningar • Reynsla af þjónustuþróun og notendamiðaðri hönnun • Reynsla af þróun og innleiðingu nýrra ferla • Mikil hæfni í mannlegum samskiptum og góð félagsleg færni • Leiðtogafærni, skipulagshæfileikar og drifkraftur í starfi • Rík þjónustulund, áhugi og metnaður til að veita framúrskarandi þjónustu        atvinna@mbl.is • Sölufulltrúi • Richard Richardsson, richard@mbl.is, 569 1391 www.sidferdisgattin.is SIÐFERÐISGÁTTIN Eflir vellíðan á vinnustað

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.