Morgunblaðið - 30.03.2019, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 30.03.2019, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. MARS 2019 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Stundum ersagt aðóvissan sé verst, betra sé að losna við hana og takast á við skell- inn en bíða og geta lítið að- hafst. Og vissulega er í það minnsta betra ef óvissan endar á annað borð með skelli að fá tækifæri til að fást við hann fyrr en síðar í stað þess að óvissan veiki viðnámsþróttinn og minnki möguleikana á að komast hratt og vel frá skell- inum. Með þetta í huga má líta svo á að fyrst að flugfélagið Wow náði ekki að fóta sig var eins gott að óvissan sem því tengd- ist dróst ekki frekar en orðið var þó að vonir flestra hafi að sjálfsögðu verið að félagið kæmist í gegnum erfiðleika sína. Og ekki vantaði bjartsýn- ina og baráttuna hjá eiganda félagsins og starfsmönnum þess. Þeir verða ekki sakaðir um að hafa ekki reynt til hins ýtrasta að halda félaginu á flugi. Þó að þannig megi segja að gott sé að óvissan sé að baki verður ekki framhjá því litið að áfallið er mikið fyrir þá starfs- menn sem fyrir starfsmissi hafa orðið og verða, jafnt hjá flugfélaginu sjálfu og þeim sem hafa óbeint haft starf í tengslum við starfsemi þess. Sá fjöldi sem nú missir starf sitt er meiri en áður hefur lent í slíku á einu bretti hér á landi og höggið eftir því alvarlegt. Margir eiga því um sárt að binda og sjálfsagt í umræðunni að taka tillit til þess og sýna nærgætni. Ennfremur er nauðsynlegt að taka tillit til þess- ara aðstæðna í hinu stærra sam- hengi því að þegar svo mörg störf tap- ast hefur það gríðarleg áhrif um allt hagkerfið. Þá er eðli starfseminnar það að áhrifin finnast víða, enda hefur félagið flutt mikinn fjölda ferðamanna til landsins á liðnum árum. Til skamms tíma að minnsta kosti mun áhrifanna því óhjákvæmi- lega gæta í gjaldeyrissköpun og atvinnulífi landsins al- mennt. Sumir þeirra sem sitja við samningaborð og ræða kaup og kjör hafa talað á þann hátt að um hræðsluáróður sé að ræða þegar bent hefur verið á að vá sé fyrir dyrum og að fara verði varlega í kjarasamn- ingagerð. Nú er ljóst að slíkur málflutningur á engan rétt á sér. Raunveruleg hætta var á ferðum og nú hefur það sem óttast var orðið að veruleika. Vonandi er það rétt sem sagt hefur verið að áhrifin verði ekki jafn mikil og óttast var þegar staðan var metin fyrir nokkrum mánuðum. Engu að síður er augljóst að áhrifin verða mikil og tilfinnanleg, að minnsta kosti til skamms tíma. Hvort áhrifin á efnahagslífið verða neikvæð til lengri tíma ræðst ekki síst af því sem ger- ist við samningaborðið, hvort að þeir sem þar sitja finna nú til ábyrgðar sinnar og semja hratt og af skynsemi eða hvort þeir halda sig við óraunsæjar kröfur sem draga munu efna- hagslífið í dýpri lægð en óhjá- kvæmilegt er. Ábyrgð þeirra sem sitja við samninga- borðið er mikil} Váleg tíðindi Mike Pence,varaforseti Bandaríkjanna, til- kynnti í vikunni að Bandaríkjastjórn hygðist senda mannað geimfar aftur til tunglsins innan næstu fimm ára. Nái áætlanir Banda- ríkjamanna fram að ganga munu menn aftur ganga á tunglinu árið 2024, en þá verða 55 ár frá því að Armstrong steig þar fyrstu skrefin. Þá kom fram í orðum Pence að í leiðangrinum yrði fyrsta konan til þess að ganga á tunglinu en þeir tólf sem hingað til hafa stigið fæti á tunglið, og gerðu það á árabilinu frá 1969 til 1972, hafa allir verið karlar. Það segir sitt um hvílíkt af- rek það var að lenda mönn- uðum geimförum ítrekað á tunglinu fyrir um hálfri öld að nú skuli þurfa fimm ára und- irbúning að slíkri ferð. Og að áformin þyki metnaðarfull. Af orðum Pence mátti skilja að hann liti svo á að Bandaríkjamenn væru í kappi við bæði Rússa og Kínverja um að ná þessum áfanga. Það er þó ef til vill orð- um aukið þar sem Rússar hafa ekki sett sér opinbert markmið um að senda mann til tunglsins og Kínverjar gera ekki ráð fyr- ir að ná þeim áfanga fyrr en ár- ið 2030 eða svo. Yfirlýsing Pence sýnir glöggt að stjórnvöld í Wash- ington ætla sér ekki að missa niður forystu Bandaríkjanna í könnun geimsins. Þá er athygl- isvert að þau leggi nú áherslu á að kanna betur okkar næsta nágranna og fylgihnött, í stað þess að einblína á fjarlægari af- kima sólkerfisins. Þrátt fyrir marga leiðangra þykir tunglið ekki fullkannað } Aftur til tunglsins E ins og gefur að skilja hefur gjald- þrot WOW air áhrif á líf margra. Gjaldþrot fyrirtækja eru alltaf sársaukafull fyrir þá sem eiga hlut að máli – ekki aðeins fyrir eigendur og lánardrottna heldur ekki síður fyr- ir starfsmenn og fjölskyldur þeirra. Þegar um- svifamikið og stórt fyrirtæki líkt og WOW fer í þrot snertir það svo gott sem allt þjóðarbúið um stundarsakir. Þótt gjaldþrot WOW hafi tímabundin áhrif á íslenskt þjóðarbú er hug- urinn fyrst og síðast hjá þeim sem nú hafa misst vinnuna og þurfa að takast á við nýjar áskoranir. Eðli málsins samkvæmt var töluvert rætt um endalok WOW á samfélagsmiðlum. Þar var áberandi söknuður og sorg þeirra starfsmanna sem áttu hlut að máli, baráttukveðjur til þeirra frá öðrum og þannig mætti áfram telja. Aðrir höfðu uppi miklar yfirlýsingar og fyrrverandi borg- arfulltrúi VG sagðist ekki hafa neina samúð með mönnum sem hefðu ótakmarkaða möguleika á að ógna stöðugleika og velferð okkar hinna. Í frekari umræðu sagði hún að flugfélagið hefði þurfti „sanngjörn verð sem standa undir sjálfbærum rekstri“ og vísaði þar til þess að fargjöld fé- lagsins hefðu verið of lág (undirboð). Stjórnmálamenn þurfa ekki að fella neina dóma um rekstur einstakra fyrirtækja – hinn frjálsi markaður sér um það; hann refsar bæði þeim sem verðleggja sig of lágt og þeim sem verðleggja sig of hátt. Markaðurinn verð- launar aftur á móti þá sem finna jafnvægið þarna á milli samhliða því að bjóða upp á góða og áreiðanlega þjónustu. Það má að vissu leyti heimfæra þetta upp á stjórnmálin. Aftur og ítrekað hafa komið fram á sviðið stjórnmálamenn sem lofa alls konar þjónustu og það gjaldfrjálst (undirboð) vitandi að það er og getur aldrei verið raunhæft loforð. Gott dæmi um þetta eru loforð vinstrimanna í Reykjavík um gjaldfrjálsa leikskóla. Með und- irboði á opinberri þjónustu hafa stjórn- málamenn komist til valda með svo gott sem „ótakmarkaða möguleika á að ógna stöð- ugleika og velferð okkar hinna“. Spyrjið bara foreldra ungra barna í Reykjavík. Sem fyrr segir refsar hinn frjálsi markaður þeim sem stunda undirboð, bjóða upp á lélega þjónustu og svo framvegis. Það gerist hratt og markaðurinn fellir sína dóma á hverjum degi. Svo vikið sé stuttlega aftur að flugrekstri þá stefnir í að yfir 25 flugfélög fljúgi hingað til lands í sumar. Á skömmum tíma nær mark- aðurinn jafnvægi og þeir sem bjóða upp á áreiðanlega þjónustu á réttu verði standa eftir og eiga vonandi eftir að blómstra. Enginn getur ákveðið hverjir það verða nema frjáls markaður. Það er hins vegar enginn nema skattgreiðendur sem situr uppi með lélegan rekstur hins opinbera. Það reynist oft erfitt fyrir kjósendur að refsa stjórnmálamönnum sem stunda undirboð, því þeir geta alltaf rétt reikninginn af með aukinni skattheimtu eða aukinni skuldasöfnun hins opinbera. Áslaug Arna Sigurbjörns- dóttir Pistill Undirboð stjórnmálamanna Höfundur er formaður utanríkismálanefndar og ritari Sjálfstæðisflokksins. aslaugs@althingi.is STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen FRÉTTASKÝRING Guðrún Erlingsdóttir ge@mbl.is Ný lög um framkvæmda-vald og stjórnsýslu rík-isins í héraði tóku gildi 1.janúar 2015. Við það fækkaði sýslumannsembættum í 9 úr 24. Lagt var upp með að breyting- arnar myndu ekki leiða til uppsagna starfsfólks. Bæjarráð Vestmannaeyja hefur lýst yfir áhyggjum af hugsanlega skertri þjónustu vegna tilfærslu sýslumannsins í Vestmannaeyjum til sýslumannaráðs. Bæjarráð lítur fækkun opinberra starfa alvarlegum augum og skorar á dómsmálaráð- herra að endurskoða ákvörðunina, setja á stofn stöðu löglærðs sérfræð- ings við embættið þar til að staða sýslumanns hefur verið auglýst á ný og efla embættið með nýjum verk- efnum. „Sýslumaðurinn í Vestmanna- eyjum starfar tímabundið hjá sýslu- mannaráði og það hefur engin ákvörðun verið tekin um framhaldið. Það er skiljanlegt að Eyjamönnum bregði í brún þegar störf eru flutt þaðan en það þarf ekki að þýða skerta þjónustu. Löglærði fulltrúinn í Eyjum hefur nú fimm sérfræðinga að sýslumanni meðtöldum sér til full- tingis hjá embættinu á Suðurlandi,“ segir Kristín Þórðardóttir, sýslumað- ur á Suðurlandi, og bætir við að nýta eigi gott húsnæði, frábært starfsfólk og þekkingu betur en nú sé gert. Hún hafi unnið að því að finna ný verkefni fyrir embættið í Eyjum og muni halda því áfram. Í hennar huga skipti ekki máli hvert starfsheitið sé. Aðal- málið sé að fá fleiri störf hjá embætt- unum á landsbyggðinni. Samkvæmt upplýsingum frá sýslumannsembættinu á Vesturlandi hefur einum löglærðum fulltrúa verið sagt upp og fjórum einstaklingum sem voru í þremur stöðugildum frá því að nýtt sýslumannsembætti á Vesturlandi var stofnað. Bæjarráð Fjarðabyggðar fól bæjarstjóra að funda með dóms- málaráðherra vegna lækkunar starfshlutfalla hjá sýslumannsemb- ættinu á Austurlandi, og ítreka að verkefni verði færð til sýslumanns- embættanna á landsbyggðinni Að sögn Lárusar Bjarnasonar, sýslumanns á Austurlandi, þurfti að segja upp starfshlutfalli allra starfs- manna um 10% auk þess sem tveir starfsmenn hafi lækkað í 50% starf. Með slíkum niðurskurði verði ekki hjá því komist að þjónusta skerðist. Lárus segir niðurskurðinn vera af- leiðingu halla sem fylgdi með samein- ingu sýslumannsembætta 2015. Hann segir að embættin verði að fá tækifæri til þess að hagræða hjá sér, fá ný verkefni og aðlaga sig að raf- rænum nútíma. Fundur hefur verið boðaður í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd á mánudag þar sem úttekt Ríkis- endurskoðunar á sameiningu sýslu- mannsembætta verður til umræðu. Sigríður Andersen, fyrrverandi dómsmálaráðherra, hafði boðað breytingar á lögum um fram- kvæmdavald og stjórnsýslu rík- isins í héraði sem kveða á um heimild ráðherra til að skipa sama sýslumann yfir fleiri emb- ætti til allt að fimm ára í senn. Sú breyting væri liður í því að bæta rekstrargrundvöll sýslumannsembætt- anna. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir dómsmálaráðherra segir að ekki hafi verið tekin endanleg ákvörðun um hvort og þá hvenær þetta frum- varp verði lagt fram á Alþingi. Störfum fækkaði í kjölfar sameininga Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfa- dóttir dómsmálaráðherra segir að greiningarvinna fari fram í dómsmálaráðuneytinu ásamt sýslumannaráði og fjármála- ráðuneytinu með það fyrir aug- um að greina rekstur allra sýslumannsembætta landsins, leita tækifæra til rafrænnar þjónustu og fleira sem miði að skilvirkari rekstri allra emb- ætta sýslumanns. Brýnt sé að skapa embættunum full- nægjandi rekstrargrundvöll til að sinna lögmætum verk- efnum og um leið að bæta þjónustu og afköst embætt- anna. Þórdís segir að viðleitni dómsmála- ráðuneytisins til þess að fá önnur ráðuneyti til þess að fela sýslu- mannsembætt- unum aukin verk- efni hafi ekki skilað árangri. Leita að tækifærum SÝSLUMANNSEMBÆTTIN Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir Morgunblaðið/Ómar Stöðutákn Sameiningu sýslumannsembætta árið 2015 fylgdi í sumum tilfellum halli sem leitt hefur til uppsagna og minni starfshlutfalla.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.