Morgunblaðið - 30.03.2019, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 30.03.2019, Blaðsíða 11
FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. MARS 2019 Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Á aukafundi bæjarráðs Mosfellsbæj- ar í gær var samþykkt að veita bæj- arstjóra umboð til að segja upp samningum um rekstur hjúkrunar- heimilisins Hamra á grundvelli van- efnda og/eða ófullnægjandi greiðslna til að standa undir kostnaði. Að sögn Haraldar Sverrissonar bæjarstjóra hafa, þrátt fyrir ítrekanir, engin við- brögð fengist frá heilbrigðisráðu- neytinu eftir fund með ráðherra fyr- ir tíu dögum. Að óbreyttu taki ráðuneytið innan skamms yfir þær skyldur sem leiði af starfsemi hjúkr- unarheimilisins Hamra. Í samþykkt bæjarráðs er ítrekuð áskorun til heilbrigðisráðherra um að tryggja rekstrargrundvöllinn í samræmi við gerða samninga og raunverulegan kostnað við veitingu þeirrar þjónustu sem ríkið geri kröfu um og beri ábyrgð á að veitt sé. „Eins og staðan er núna er ekki rekstrargrundvöllur fyrir heimilinu, segir Haraldur. „Til að auka á rekstrarvandann er fallinn úr gildi rammasamningur Félags forstöðu- manna fyrirtækja í velferðarþjón- ustu og ráðuneytisins. Þá ákvað ráðuneytið að fella úr gildi svokallað RAI-mat, sem er ákvörðunargrunn- ur fyrir umönnunarþyngd sem og smæðarálag, sem kemur sér illa fyr- ir reksturinn á Hömrum.“ Haraldur segir að stjórn Hamra hafi tilkynnt bæjarfélaginu að heim- ilið sé ekki rekstrarhæft nema til komi frekari fjármunir frá bæ eða ríki. Heimilið var vígt í lok júní 2013 og nú eru þar 33 rými, en samið hef- ur verið um að stækka heimilið og að þar verði 74 rými. Haraldur segir að stækkunin muni laga rekstrargrund- völlinn, en því miður séu nokkur ár þangað til að hún verði að veruleika. Framlög duga ekki „Það er miður að sú staða sé nú komin upp að Mosfellsbæ sé nauð- ugur sá einn kostur að rifta samn- ingum við heilbrigðisráðuneytið um rekstur Hamra. Við höfum um langt skeið haldið því að ráðuneytinu að framlög þess til starfseminnar duga ekki til að standa undir þeim kostn- aði sem starfsemin kallar á til að unnt sé að mæta þeim kröfum sem ríkið sjálft gerir til þeirrar þjónustu sem inna þarf að hendi á hjúkrunar- heimilinu Hömrum,“ er haft eftir Haraldi í fréttatilkynningu. Fulltrúi M-lista í bæjarráði ítrek- aði bókun sína í gær þess efnis að Mosfellsbær ætti að láta meta hvort stefna ætti ríkinu vegna vanefnda á samningi aðila. Vanefndir af hálfu ríkisins  Bæjarstjóri Mosfellsbæjar með heimild til að segja upp samningum um rekstur Hamra  Skyldur til ráðuneytis Ljósmynd/Mosfellingur Hamrar Bæjaryfirvöld skora á ráðherra að tryggja rekstrargrundvöll hjúkrunarheimilisins í samræmi við gerða samninga og kröfur ríkisins. Vínlandsleið 16 Grafarholti urdarapotek.is Sími 577 1770 Opið virka daga kl. 09.00-18.30 og laugardaga kl. 12.00-16.00 Hugsaðu vel um húðina þína – alltaf Bjóðum fjölbreytt úrval húðvara, jafnt fyrir andlitið, hendurnar, fæturna og kroppinn allan. gisting.dk 499 20 40 (Íslenskur sími) 32 55 20 44 (Danskur sími) Herbergi frá Dkk 300 Íbúðir frá Dkk 900 Kaupmannahöfn Rýmum fyrir nýjum vörum! 30%afsláttur af völdum fatnaði og skóm Engjateigi 5 // 581 2141 // hjahrafnhildi.is Opið 11-15 í dag Bæjarlind 6 | sími 554 7030 Við erum á facebook Blússur Kr. 7.900 Str. M-XXXL Fylgið okkur á facebook Skipholti 29b • S. 551 4422 Kjólar fyrir vorveislurnar Upplýsingar og pantanir astjorn.is eða í síma 462 3980 facebook.com/astjorn – youtube.com/astjorn Stofnaðar 1946ristile ar sumarbúðir Einstakar sumarbúðir í stórkostlegri náttúru Verð innan við 6500 kr. á sólarhring

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.