Morgunblaðið - 30.03.2019, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 30.03.2019, Blaðsíða 12
12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. MARS 2019 Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is Úti í náttúrunni er hægtað finna allskonar leiðirtil að hjóla á fjallahjólumutanvegar, sem hæfa fyr- ir alla getuhópa. Við metum alltaf hópana okkar, hvað við treystum þeim í og finnum leiðir sem henta. Til dæmis höfum við farið á svæðið hjá Hvaleyrarvatni, í Öskjuhlíðina og Vífilsstaðahlíð, sem öll henta vel til að leika sér á hjólum,“ segir Þór- dís Björk Georgsdóttir en hún er ein þeirra fjögurra sem leiða munu fjallahjólaæfingar á vegum Bretta- félags Hafnarfjarðar fyrir börn og unglinga. „Þetta eru æfingar sem fara af stað núna í apríl og verða fyrir krakka sem fæddir eru 2001 til 2008, eða 10 ára til 18 ára. Við förum með krakkana í hjólatúra á utanvega- slóðum, en við gerum líka tækniæf- ingar á sléttu malbiki, til að und- irbúa krakkana fyrir hindranir sem þau eiga eftir að mæta á grýttum stígum og bröttum, jafnvel sund- urskornum. Við æfum okkur meðal annars með því að hjóla í tröppum og á köntum,“ segir Þórdís og bætir við að tækniæfingar snúist fyrst og fremst um að krakkarnir nái jafn- vægi á hjólinu. „Jafnvægið skiptir miklu máli í fjallahjólamennsku, að krakkarnir geti staðið á hjólinu og haldið jafn- vægi á ósléttum hjólaleiðum. Æfing- arnar eru til að þau öðlist þetta ör- yggi sem kemur með því að geta stjórnað hjólinu, að hafa fullkomið vald á því. Svo þau geti brugðist við hverskonar hindrunum þegar þau hjóla úti í náttúrunni,“ segir Þórdís og bætir við að krökkunum á æfing- unum verði skipt í þrjá flokka, en sú skipting fari ekki endilega eftir aldri, heldur getu og reynslu. Sumir hræddari en aðrir Þegar Þórdís er spurð að því hvort krakkarnir séu ekki ragir að láta vaða á hjólunum við ut- anvegaaðstæður, segir hún að allur gangur sé á því. „Sumir krakkar eru hræddari en aðrir og sumir mættu vera aðeins meira hræddir, þessir sem láta bara vaða,“ segir hún og hlær. „Það er ótrúlega gaman að hjálpa krökkum sem eru ragir að komast yfir hræðsl- una, en þá þarf að byrja smátt og hjálpa þeim alveg í gegnum þetta, lið fyrir lið. En það er mikill sigur fyrir þau þegar þau ná svo loksins tökum á þessu, það er ótrúlega gaman og gefandi að verða vitni að því þegar sjálfstraust þeirra eflist. Þetta snýst nefnilega ekki aðeins um líkamlega færni á hjólinu, heldur ekki síður um andlegu hliðina, að þora og hafa sjálfsöryggi og trú á getu sinni. Og að komast yfir einhverja hindrun sem þau héldu að þau kæmust ekki yfir. Það eflir krakkana líka fé- lagslega að koma á svona æfingar.“ Bætir líðan orkumikils sonar Þórdís segir að fjallahjóla- mennska sé einnig frábær leið fyrir orkumikla krakka til að fá útrás. „Þessu fylgir heilmikið adrena- línkikk. Fjallahjólaæfingar hafa reynst besta líkamlega útrásin fyrir yngri son minn sem er ADHD og gríðarlega orkumikill. Ég byrjaði að taka hann með mér í þetta þegar hann var sjö ára og það hefur gert honum mjög gott að fá að vera svona mikið úti og fara yfir hverskonar hindranir og láta adrenalínið flæða um æðarnar. Hann er miklu rólegri út daginn eftir slíka hjólaferð úti í náttúrunni. Þetta bætir mjög hans líðan,“ segir Þórdís sem fer með syni sínum nokkrum sinnum í viku á fjallahjól á sumrin en yfir veturinn þarf að leita annarra leiða. „Þá reyni ég að taka hann með mér á snjóbretti, því hann fær svip- aða útrás þar. En hann er með nagladekk á hjólinu sínu og ljós, svo hann geti hjólað í snjó og klaka, þeg- ar aðstæður bjóða upp á það.“ En ekki hentar öllum það sama, eldri sonur Þórdísar hefur til dæmis ekki áhuga á fjallahjólum þó mamma hans og bróðir séu á fullu í því sporti. „Ég keypti hjól fyrir hann og reyndi að fá hann með mér í þetta, en hann vill bara vera í körfu- bolta og gengur vel þar.“ Ekki mikil slysahætta Þegar Þórdís er spurð að því hvort ekki sé mikil slysahætta af fjallahjólamennsku, segir hún það ekki vera meira en í öðrum íþróttum. „Fólk heldur að fjallahjóla- mennska sé eitthvert brjálæði og að fólk sé sífellt að slasa sig, en það er alls ekki þannig. Það er mikilvægt að vita hvað maður er að gera þegar maður fer út í þetta, og að vita sín mörk. Það er einmitt það sem við kennum krökkunum á þessum æf- ingum, að velja stíga sem henta, til dæmis ef það er of stór hindrun, að velja þá eitthvað minna og vinna sig upp í hina stærri. Leiðbeiningin skiptir miklu máli og auðvitað rétti búnaðurinn, hjálmur og hlífar.“ Þau eru fjögur sem halda utan um æfingarnar, Þórdís og Gunn- hildur systir hennar og félagarnir Helgi Berg og Bergþór Páll, en öll hafa þau mikla reynslu af fjallahjóla- mennsku, hér heima og í útlandinu. „Við systurnar höfum verið í um fjögur ár saman í fjallahjóla- mennsku og allar þrjár dætur Gunn- hildar eru með okkur í þessu. Ég get sagt af eigin reynslu að þetta er mjög fjölskylduvænt áhugamál.“ Geggjuð útrás fyrir krakkana „Þetta snýst ekki aðeins um líkamlega færni á hjól- inu, heldur líka um andlegu hliðina, að þora og hafa sjálfsöryggi og trú á getu sinni,“ segir Þórdís sem mun leiðbeina krökkum á fjallahjólaæfingum í vor. Ljósmyndir/Þórdís Georgsdóttir Stökk Tristan, yngri sonur Þórdísar, flýgur hér á fjallahjólinu sínu í einni af mörgum fjallahjólaferðum. Burður Stundum þarf að bera hjólið sitt á bakinu til að komast á nýjan slóða. Tristan vílar það ekki fyrir sér eins og sjá má hér. Tröppufjör Tristan lætur hér vaða niður tröppur, enda öruggur á sínu hjóli og sjóaður í íþróttinni. Systur Þórdís t.h. og Gunnhildur gera við hjól í fjörugri fjallahjólaferð. Þær hafa stundað sportið í 4 ár. Kynningarfundur vegna fjalla- hjólaæfinga sem byrja í apríl verð- ur n.k þriðjudag 2. apríl kl 20 í húsnæði Brettafélagsins á Flata- hrauni 14 í Hafnarfirði. Æfingarnar verða á miðvikudögum kl. 18 og einhverja laugardaga kl. 12:30. Ætlað fyrir krakka og unglinga fædd 2001 - 2008. AÐAL FUNDUR Félagið veitir ferða- styrk til þeirra félags- manna sem búa í meira en 40 km fjarlægð frá fundarstað. Félags iðn- og tæknigreina 2019 verður haldinn laugardaginn 6. apríl kl. 11 að Stórhöfða 31, 1. hæð. Dagskrá: 1. Skýrsla félagsstjórnar um starf félagsins á liðnu starfsári. 2. Endurskoðaðir reikningar lagðir fram til umræðu og afgreiðslu. 3. Ákvarðanir teknar um ávöxtun sjóða félagsins. 4. Kjöri stjórnar lýst. 5. Kosning trúnaðarráðs, kjörstjórnar, skoðunarmanna reikninga, og uppstillinganefndar. 6. Kosning endurskoðenda. 7. Tillögur um fulltrúa á ársfundi lífeyrissjóða sem FIT er aðili að. 8. Önnur mál. Hádegismatur í boði félagsins. Stjórnin

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.