Morgunblaðið - 30.03.2019, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 30.03.2019, Blaðsíða 16
16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. MARS 2019 Askalind 4 | Kópavogi | Sími 564 1864 | vetrarsol.is Einstök gæði frá 40 ár á Íslandi Sterkir og notendavænir sláttutraktorar H a u ku r 0 1 .1 6 Viðskiptatækifæri á www.kontakt.is • Trésmiðja með 40 ára rekstrarsögu sem sérhæfir sig í innréttinga- smíði fyrir heimili, fyrirtæki og stofnanir. Fyrirtækið er vel tækjum búið og í eigin húsnæði. Velta 130 mkr. • Fyrirtæki sem framleiðir ákveðnar tegundir einfaldra matvæla fyrir aðra aðila á markaði. Töluverð sjálfvirkni þannig að kostnaði er mjög stillt í hóf. Velta 100 mkr. og afkoman sérlega góð. • Lítið ferðaþjónustufyrirtæki í góðum vexti sem býður fjölbreyttar ferðir á Suðurlandi. Eigið húsnæði og góður búnaður. Velta 50mkr. Góður vöxtur. • Heildverslun sem flytur inn ýmsan tæknibúnað til hitunar, kælingar og loftræstingar. Velta yfir 200 mkr. og góð afkoma. • Blikkiðjan ehf. í Garðabæ. Um er að ræða rekstur og fasteign að Iðnbúð 3. Velta um 80 mkr. • Lítil heildverslun með sterkan fókus í árstíðabundinni vöru. Tilvalinn rekstur fyrir einstaklinga eða sem viðbót við aðra heildsölu. Stöðug rekstrarsaga. Velta 45 mkr. • Þjónustufyrirtæki á mjög sérhæfðu sviði sem hefur eftirlit mað hreinlæti á vinnustöðum, gerir tillögur að kerfum og sér um úttektir. Velta 100 mkr. og góð afkoma. • Hádegisverðarþjónusta þar sem bæði er sent í fyrirtæki og neytt á staðnum í hádeginu. Tilvalið fyrir samhenta fjölskyldu og kokka. Velta 100 mkr. Töluverðir möguleikar fyrir duglega aðila að auka veltuna. • Gott fyrirtæki með áratuga sögu sem sérhæfir sig í vélaviðgerðum og sölu varahluta sem það flytur sjálft inn. Velta nokkuð stöðug undanfarin ár og jákvæð afkoma. Guðni Halldórsson lögfræðingur, gudni@kontakt.is Þórarinn Arnar Sævarsson fasteignaráðgjafi, thorarinn@kontakt.is Gunnar Svavarsson viðskiptafræðingur, gunnar@kontakt.is Brynhildur Bergþórsdóttir rekstrarhagfræðingur, brynhildur@kontakt.is Sigurður A. Þóroddsson hæstaréttarlögmaður, sigurdur@kontakt.is um Grábrók í landi Brekku í Norð- urárdal. Húsakosturinn hefur tekið breytingum í áranna rás. Eitt sinn var danshúsið hinum megin vegar en var látið víkja er vegurinn var breikkaður til að mæta kröfum nú- tímans, enda húsið orðið lélegt. Haft var á orði í eina tíð, þegar dansleikir voru tíðastir í því húsi, að dyr væru opnar á báðum göflunum og mannmergðin slík að þegar inn væri komið væri bara ein leið í boði; í gegnum dansgólfið og út aftur hin- um megin. Fyrir utan staðsetninguna við þjóðveginn er eitt og annað sem hef- ur orðið til þess að Hreðavatnsskáli og nafn hans hafa fest í minni fólks. Haldin voru skátamót í landi Hreða- vatns ekki langt frá skálanum og minnast margir þeirra. Um versl- unarmannahelgi voru hér áður fyrr haldnar skemmtanir í skálanum og var þá gist í tjöldum. Ekki síst eldri kynslóðin hefur e.t.v. raulað lagið Hreðavatnsvalsinn sem jafnframt tengir við skálann. En nú er Snorra- búð stekkur, að minnsta kosti eins og staðan er nú, og segja má að húsakostur Hreðavatnsskála megi muna sinn fífil fegri.    Borgfirðingar hafa í gegnum tíðina ötullega hyllt leiklistargyðj- una. Áhugamannaleikfélög hafa ver- ið dugleg að setja á svið leikrit af ýmsum toga. Þessi vetur hefur ekki verið nein undantekning á því. Í fé- lagsheimilinu Lyngbrekku hefur leikdeild Umf. Skallagríms sýnt gamanleikinn „Fullkomið brúð- kaup“ eftir Robin Hawdon, í þýð- ingu Arnar Árnasonar, en Guð- mundur Lúðvík Þorvaldsson leikstýrði. Gerður hefur verið góður rómur að. Leikdeild Umf. Stafholtstungna setti einnig á svið leikrit, í þetta sinn „Rympa á ruslahaugnum“ eftir Her- dísi Egilsdóttur, í leikstjórn Þrastar Guðbjartssonar. Í þeirri sýningu er mikið af ungu fólki að stíga sín fyrstu skref á leiksviði sem hefur staðið sig með mikilli prýði. Morgunblaðið/Styrmir Kári Borgarbyggð Dagur skólanna haldinn í Menntaskóla Borgarfjarðar í dag. Dagur skólanna í Borgarbyggð ÚR BÆJARLÍFINU Birna Konráðsdóttir Borgarfirði Dagur skólanna í Borgarbyggð verður haldinn í dag, laugardaginn 30. mars, í Hjálmakletti í Borgar- nesi, húsinu þar sem Menntaskóli Borgarfjarðar er með starfsemi sína. Allir skólar í sveitarfélaginu, ásamt Símenntunarmiðstöð Vest- urlands, taka þátt í deginum á einn eða annan hátt. Sveitarfélagið Borgarbyggð er vel sett hvað varðar skólamál, en innan þess eru öll skólastigin starf- rækt, allt frá leikskóla upp í háskóla, auk öflugs tónlistarskóla. Að venju verður margt um að vera. Sýnt verð- ur brot úr leikritinu „Eftir lífið“ og nemendur flytja ljóð, taka lagið og flytja tónlist svo eitthvað sé nefnt. Einnig verður boðið upp á sögu- stundir og bíósýningar.    Staður elskenda, Hreðavatns- skáli, hefur um langa hríð staðið við þjóðveginn og veitt þjónustu þeim sem um veginn fara. Nú er hann til sölu og starfsemi hefur verið hætt, að minnsta kosti um stundarsakir. Hreðavatnsskáli var fyrst reistur ár- ið 1933 af Vígfúsi Guðmundssyni sem sagði staðinn vera stað ungra elskenda. Húsin standa undir gígn- Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Nú um mánaðamótin verður átt- unda og síðasta álman í fangelsinu á Hólmsheiði ofan við Reykjavík tekin í notkun. Starfsemi hófst í fangelsinu síðsumars 2016 og síðan þá hefur föngum í fangelsinu og álmum í notkun verið fjölgað smátt og smátt, en í það heila verður þar hægt að hýsa 56 fanga. Gátu fjölgað starfsfólki „Þegar fyrstu fangarnir komu hingað inn vissum við að fjárveit- ingar dygðu ekki til þess að taka allt fangelsið í notkun strax. Í upp- hafi höfðum við hér aðeins 20-21 stöðugildi og höfum þurft að miða fangafjölda hverju sinni við þann mannskap,“ segir Halldór Valur Pálsson, starfandi fangelsisstjóri, sem einnig hefur með höndum yf- irstjórn fangelsanna á Litla- Hrauni, Sogni og Akureyri. „Á fjárlögum þessa árs fengum við loks svigrúm til að fjölga starfsfólki og getum því loksins nú starfrækt húsið á fullum afköstum, ef svo mætti segja. Einnig þurfum við að prófa okkur áfram með ör- yggisbúnað, skipuleggja nýtt vaktakerfi, ráða inn og þjálfa mannskap og fleira.“ Í fyrstu var kvennagangur á Hólmsheiðinni tekinn í notkun, en þar eru klefar fyrir átta kven- fanga. Síðan hafa deildirnar bæst við ein af annarri, þar með talin gæsluvarðhaldsálma með átta klef- um. Það eru jafnmargir klefar og í álmunni sem nú er verið að taka í notkun. Geta breytt húsaskipan Að undanförnu hafa verið um fjörutíu fangar á Hólmsheiðinni. Staðan er reyndar síbreytileg. Í gærmorgun voru 39 manns í húsi en voru orðnir 42 undir kvöld. Slíkt breyting yfir daginn getur helgast af mörgu, svo sem þegar fólk rýfur skilorð eða er komið í hendur lög- reglu vegna brota. Fullskipað á fangelsið að geta tekið alls 56 fanga, en Halldór Valur býst við að yfirleitt verði þeir í kringum 50. „100% nýting á fangelsi er aldrei heppileg,“ segir Halldór Valur og heldur áfram: „Hér getum við breytt húsaskip- an, ef svo má segja, fært fanga til milli klefa og ganga og brugðist við tilfallandi aðstæðum. Gangarnir hér í fangelsinu eru hver um sig sjálfstæð eining og hægt er að af- marka heilu álmurnar. Án mikillar fyrirhafnar er til dæmis hægt að gera hálft húsið að gæslu- varðhaldsfangelsi fyrir alls 28 manns.“ Fjölþætt hlutverk Halldór Valur telur ósennilegt að nokkurt annað fangelsi í heim- inum hafi jafn fjölþætt hlutverk; það er að vera móttöku-, einangr- unar- og skammtímafangelsi fyrir karla sem konur – og aukinheldur langtímafangelsi fyrir konur. Karl- ar eru yfirleitt skamman tíma á Hólmsheiðinni – daga eða örfáar vikur – og fara svo í framhaldinu í önnur fangelsi; það er Litla- Hraun, Sogn, Kvíabryggju eða Ak- ureyri. Allt fangelsið á Hólmsheiði nú í notkun  Áttunda álman loks í gagnið  Um 50 fangar verða í húsi að staðaldri  Fullskipað starfslið Morgunblaðið/Sigurður Bogi Öryggi Halldór Valur Pálsson og Rakel Kristjánsdóttir fangavörður í varð- stofu fangelsins, þar sem fylgjast má með öllu í húsinu á myndavélaskjám. Hólmsheiði Byggingin er í jarð- litum og fellur vel inn í umhverfið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.