Morgunblaðið - 30.03.2019, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 30.03.2019, Blaðsíða 24
24 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. MARS 2019 Mér verður hugsað hálfa öld aftur í tím- ann, til 30. mars 1969. Þá stóð ég uppi á vörubílspalli við Al- þingishúsið, ræðumað- ur á fjölmennum úti- fundi sem mótmælti aðild Íslands að NATÓ og veru Bandaríkja- hers á Íslandi. Þá var mér efst í huga sú hætta sem stafar frá hernaðarbanda- lögum að sjálfstæði þjóða. Minna en ár var liðið frá innrás Varsjár- bandalagsins í Tékkóslóvakíu (21. ágúst 1968) og tæp tvö ár voru frá valdaráni NATÓ herforingja í Grikk- landi sem steyptu lýðræðislega kjör- inni stjórn af stóli (21. apríl 1967). Nú er Varsjárbandalagið ekki lengur til. Það varð til fyrir frum- kvæði Sovétríkjanna nokkrum árum eftir að Bandaríkin komu NATO og ýmsum öðrum hernaðarbandalögum á laggirnar sem umkringdu Sov- étríkin og Kína. Þegar kalda stríðinu lauk og Sovétríkin leystust upp, þá heyrði Varsjárbandalagið sögunni til. En NATÓ stóð eftir einsog nátttröll, fallið á tíma og fór að leita sér að nýju hlutverki. NATÓ í Víetnam Þegar réttlæta átti til- vist hernaðarbandalags- ins NATÓ í upphafi og lengi vel, var því teflt fram sem varn- arbandalagi og áhersla lögð á samstöðuna, árás á eitt aðildarríkja væri árás á þau öll. Þetta hef- ur horfið í skuggann fyrir nýju hlutverki sem er að taka beinan þátt í hernaðarbrölti Banda- ríkjastjórnar um heim allan. Þegar að er gáð þá er þetta ekki nýtt af nálinni. Eftir að Frakkar guldu af- hroð í Víetnam og gáfust upp í ágúst 1954, tóku Bandaríkin við hlutverki nýlenduherrans og reyndu að kæfa sjálfstæðisbaráttu Víetnama. Ekkert var til sparað nema kjarnorkuvopn. Þegar hernaðurinn stóð sem hæst voru allt að 600 þúsund bandarískir hermenn í Víetnam. Eiturefnahern- aði var beitt óspart. Hann er enn að orsaka vansköpun barna og krabba- mein og mun gera um ókomin ár og sennilega aldir. Allar tegundir vopna voru reyndar og ný vopn þróuð í Ví- etnamstríðinu sem stóð allt til 30. apríl 1975, þótt friðarsamkomulag hefði verið undirritað í París 27. jan- úar 1973. Og í þessu sambandi er vert að rifja upp að Bandaríkin stóðu ekki ein í þessu stríði, hersveitir ann- arra NATÓ ríkja og aðildarríkja annarra hernaðarbandalaga svo sem Ástralíu (aðili að ANZUS) tóku drjúgan þátt. NATÓ, hluti af stríðsrekstri USA Bandaríkin hafa ástundað hernað og innrásir í ótal lönd í flestum heimsálfum frá stríðslokum 1945 og fram á þennan dag. Hernaðarbanda- lögin á þeirra vegum, ekki síst NATÓ, hafa leikið stórt hlutverk. Síðustu árin hefur þetta verið áber- andi í Afganistan, Írak, Líbýu, Sýr- landi að ógleymdum hernaðinum á Balkanskaga á 10. áratug síðustu aldar. Þá má benda á hernað Ísraels gegn Palestínumönnum og öðrum nágrönnum. Þar hafa vopn, fjármagn og annar stuðningur frá Bandaríkj- unum allt að segja. NATÓ kemur þar ekki beint við sögu, nema Banda- ríkin, en Ísrael hefur eins konar aukaaðild að NATÓ, tekur þátt í her- æfingum og samstarfi leyniþjónusta. NATÓ og ímynd Íslands Allt þetta er mikið meira en nóg fyrir Ísland til að segja sig úr þessu stríðsbandalagi. Aðild að NATÓ stangast á við þá mynd sem Íslend- ingar vilja eiga af sinni þjóð og það friðarhlutverk sem okkar herlausa þjóð getur skilað meðal þjóða. En þá er eitt ónefnt sem nær allir Íslend- ingar og flest fólk hvar sem er í heimi getur sameinast um. Það er andstaða við kjarnorkuvígbúnað. Kjarnorkuvopn ógna allri tilvist mannkynsins og öllu öðru lífi á jörð- inni. Sú ógn hefur frá upphafi komið fyrst og fremst frá Bandaríkjunum. Þau urðu fyrsta og eina ríkið enn sem komið er til að beita kjarn- orkuvopnum, á Hiroshima og Naga- saki í ágúst 1945. Síðan tóku Sov- étríkin að smíða kjarnorkuvopn, Bretar og Frakkar og mörg fleiri ríki hafa bæst við, þeirra á meðal Ind- land, Pakistan og Ísrael. Bandaríkin hafa alltaf haldið forskoti og haft yf- irburði yfir hin kjarnorkuveldin í magni, fjölda og fjölbreytileika þess- ara gjöreyðingarvopna sem annarra. En yfirburðir á þessu sviði eru á vissan hátt marklausir, því að fyrir löngu er tilkomið slíkt magn þessara vopna að það nægir til að gjöreyða lífi á jörðinni mörgum sinnum. NATÓ byggist á kjarnorkuvígbúnaði Meiri hluti Sameinu þjóðanna, 120 ríki, hefur samþykkt sáttmála sem bannar kjarnorkuvopn með öllu. Af undarlegum ástæðum er Ísland ekki með í þessu, þótt enginn geti efast um hvar þjóðin stendur í þessu máli. Skýringin er hlýðni Íslands við NATÓ, en kjarnorkuvopn eru grund- vallaratriði í vígbúnaði NATÓ. Ekki bara það, heldur áskilur NATÓ eins- og Bandaríkin sér rétt til að nota þau að fyrra bragði. Þótt ekki væri nein önnur ástæða, þá er þessi lífsfjand- samlega afstaða nóg til að sannfæra okkur um að Ísland á ekki heima í hernaðarbandalaginu NATÓ. Ísland á heima utan hern- aðarbandalaga með meirihluta þjóða heims, sjálfstæð fullvalda þjóð, sem hefur ekki þörf fyrir her, hvorki er- lendan né eigin, fer ekki með stríð á hendur öðrum heldur boðar líf og frið. NATÓ er fallið á tíma Eftir Svein Rúnar Hauksson Sveinn Rúnar Hauksson » Aðild að NATÓ stangast á við þá mynd sem Íslendingar vilja eiga af sinni þjóð og það friðarhlutverk sem okkar herlausa þjóð getur skilað meðal þjóða. Höfundur er heimilislæknir. Vantar þig ráðleggingar við sölu eignar þinnar? s 893 6001 Kópavogi | Selfossi | s 893 6001 | beggi@fasteignasalan.is Guðbergur Guðbergsson Löggiltur fasteignasali og leigumiðlari Eitt af því sem ég hef töluvert verið spurð um er hvernig samstarf ríkisstjórn- arflokkanna gangi. Svarið er einfalt; sam- starfið gengur vel. Þrátt fyrir ólíka flokka þá hefur Katrínu, Bjarna og Sigurði Inga tekist að leiða saman öflugan stjórn- armeirihluta sem náð hefur að af- greiða hvert stóra málið á fætur öðru. Samstarfið á þinginu almennt gengur vel og ég hygg að allir séu sammála um mikilvægi þess að vinna að því að auka traust almenn- ings á okkur og störfum okkar. Þriðja fjármálaáætlun þessarar rík- isstjórnar liggur nú fyrir þinginu og þar sést glöggt að áhersla er lögð á ábyrg ríkisfjármál og upp- byggingu innviða, bæði félagslegra og efnislegra. Mikil áhersla er á heilbrigðismál, umhverfismál, ný- sköpun og samgöngur. Ógnanir í kjölfar loftslagsbreytinga Loftslagsmálin eru án efa stærsta áskorunin, við einfaldlega verðum að ná markmiðum okkar í Parísarsáttmálanum. Fyrsta aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum var metnaðarfull en nú er unnið að annarri út- gáfu þeirrar áætlunar og við vitum að hún þarf að vera enn metn- aðarfyllri. Nauðsyn- legt er að við leggj- umst öll á eitt. Atvinnulífið þarf að koma að málum ásamt ríki, sveitarfélögum, almenningi og félagasamtökum. Aldrei hefur meiri fjármunum verið varið til umhverfismála en nú er gert enda verkefnið brýnt. Til að leiða saman atvinnulífið og stjórn- völd hefur verið stofnaður samráðs- vettvangur stjórnvalda og atvinnu- lífs. Samráðsvettvanginum er ætlað að vinna að auknu samstarfi og lausnum á sviði loftslags- og um- hverfismála. Á sama tíma og ég ítreka mik- ilvægi þess að draga úr losun og auka bindingu þá þurfum við líka að búa okkur undir þær breytingar sem óhjákvæmilega verða og eru þegar orðnar. Miklar öfgar í veð- urfari, hækkun yfirborðs sjávar, bráðnun jökla og súrnun sjávar svo eitthvað sé nefnt. Skortur er á rannsóknum og vöktun á lífríki landsins og hafsins í tengslum við loftslagsbreytingar og brýnt er að bæta úr því. Ef ekki er nægileg þekking á líklegum afleiðingum loftslagsbreytinga og súrnun hafs- ins er ekki hægt að aðlaga sam- félagið að væntanlegum breyt- ingum. Einnig er þá erfitt að byggja ákvarðanir, svo sem í skipu- lagsmálum og varðandi varnir gegn náttúruvá, á bestu mögulegu upp- lýsingum um væntanlegar breyt- ingar á sjávarstöðu, vatnafari o.fl. þáttum. Tækifæri sem geta fylgt í kjölfarið Það kunna líka að vera tækifæri mitt í ógninni, eins og oft er. Breyt- ingar á norðurslóðum auka enn mikilvægi Íslands út frá staðsetn- ingu okkar á jarðarkúlunni. Mik- ilvægi þess að við leggjum okkar af mörkum við að tryggja frið og ör- yggi á norðurslóðum er mikið. Opn- un siglingaleiða getur skapað hér á landi mikil tækifæri fyrir umskipunarhöfn. Við sjáum núna svart á hvítu í tengslum við loðnu- brest mikilvægi þess að auka enn frekar hafrannsóknir og þekkja þau áhrif sem loftslagsbreytingar og nýting auðlinda hefur á matarkist- una í kringum okkur. Sjávar- útvegur er, og verður, ein af meg- instoðum íslensks atvinnulífs og því verðum við að tryggja öflugar haf- rannsóknir. Nýtt hafrannsóknaskip mun skipta miklu máli í þessum efnum. Rannsóknir, nýsköpun og þróun Áhersla á rannsóknir og nýsköp- un er mikil í stjórnarsáttmálanum. Hækkað hefur verið endurgreiðslu- þak vegna rannsókna, unnið er að nýsköpunarstefnu og umtalsverðum fjármunum verður varið á næstu árum í nýsköpun, rannsóknir og þróun. Það mun leiða af sér fjölgun stoða í atvinnulífinu og vonandi færa okkur frá því að vera fyrst og fremst auðlindadrifið hagkerfi í að verða meira hugvitsdrifið hagkerfi. En þegar kemur að rannsóknum og nýsköpun geta núverandi stoðir at- vinnulífsins skipað stóran sess. Þannig hefur á síðustu árum ný- sköpunarfyrirtækjum sem tengjast sjávarútvegi fjölgað mikið. Bæði eru það fyrirtæki sem fullnýta hrá- efnið og vinna, t.d. læknavörur og fæðubótarefni úr hráefni sem áður var fleygt. Einnig fyrirtæki sem þróa hugbúnað, veiðarfæri og fram- leiðslukerfi fyrir fiskvinnslur. Ís- land á tækifæri til að verða eins- konar kísildalur sjávarútvegs í heiminum. Það sem er að gerast á norðurslóðum gefur okkur líka tækifæri til að verða leiðandi í rannsóknum, vísindum og tækniyf- irfærslum á málefnum tengdum norðurslóðum, þá sérstaklega um- hverfismálum og málefnum hafsins. Ísland getur leitt saman vís- indamenn alls staðar að úr heim- inum. Stundum flækjast stjórn- málin fyrir vísindunum, sem þau eiga auðvitað ekki að gera, en er þó staðreynd oft á tíðum. Hér á landi gætum við búið til hlutlausan vett- vang rannsókna á málefnum tengd norðurslóðum. Þátttaka okkar í Norðurslóðaráðinu er lykillinn að þessu og formennska okkar í ráðinu eykur möguleika á því að leiða sam- an ólíka aðila til samstarfs á þess- um vettvangi. Ísland hefur alla burði til að verða vagga rannsókna, vísinda og nýsköpunar í málefnum tengd norðurslóðum. Okkur gengur vel en verkefnin eru og verða ærin en tækifærin eru líka næg. Ríkisstjórnin á réttri leið Eftir Bryndísi Haraldsdóttur » Samstarf ríkisstjórn- arflokkanna gengur vel, verkefnin eru og verða ærin en tækifærin eru líka næg. Bryndís Haraldsdóttir Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokks.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.