Morgunblaðið - 30.03.2019, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 30.03.2019, Blaðsíða 49
MENNING 49 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. MARS 2019 TÓNLIST Arnar Eggert Thoroddsen arnareggert@arnareggert.is Sinmara hefur lengi vel verið á með- al öflugustu svartþungarokkssveita hérlendis. Hún hefur í sínum röðum meðlimi úr Svarta- dauða, Slidhr og Almyrkva m.a. og spannar saga hennar yfir áratug. Frá 2008 – 2013 starfaði hún undir nafninu Chao, en nafninu var síðan breytt í Sinmara (Chao gaf út stutt- skífu árið 2012, Spiritus Sankti). Fyrsta platan, Aphotic Womb, kom svo út árið 2014 og þriggja laga skífa, Within the Weaves of Infinity, Horft í hroðann Makt myrkranna Meðlimir Sinmara, flöktandi á milli vídda. árið 2017. Þessarar plötu hér, Hvísl stjarnanna, hefur verið beðið með nokkurri eftirvæntingu, enda orð- spor Sinmara dýpkað og eflst með hverju ári. Hvísl stjarnanna er gefin út af þýska merkinu Ván Records (á geisladiski, vínyl og sem streymi) og mun sveitin troða upp á ýmsum tón- leikum vegna hennar á næstu mán- uðum. Platan, eins og svo margar ís- lenskar svartþungarokksplötur, var tekin upp af Íranum Stephen Lock- hart í hljóðverinu Emissary, sem hann rekur í Reykjavík. Hvísl stjarnanna er sex laga og sem fyrr rekur sveitin fagurfræðileg áhrif einna helst til franska mis- hljóma-rokksins sem Deathspell Omega ruddu braut á sínum tíma. Á þessari plötu er sveitin þó að fjar- lægja sig nokkuð ákveðið frá þeim hljóðheimi, og ofsinn sem sat í síð- ustu plötu hefur vikið fyrir áferð- arfegurri nálgun, ef mér leyfist að nota slík lýsingarorð um þessa tón- list! En platan er vissulega meló- dískari, snarpari einhvern veginn og lög öll styðjast við hefðbundnara lagaform. Þó að brjálæðið sé þarna vissulega. Það er eins og platan sitji klofvega á milli offorsins í Misþyrm- ingu og aðgengilegheitanna sem Sólstafir hafa verið að reyna sig við á síðustu verkum. Lögin öll eru ábúðarfull, Guð hjálpi mér, og mikið að gerast. Trommur í fullum gangi allan tímann, sprengitaktar við og við en líka flóknari mynstur og fyll- ingar. Gítararnir dansa í kring, há- værir bæði og lágværir og þræða alls kyns hljómafléttur út og suður. Hér er drama og epík, lögin renna í einslags progggír en samt – eins og ég segi – koma partar sem eru í senn grípandi og aðlaðandi. Yfir öllu hangir svo melankólían, þykkt teppi vafið úr gotneskri ull og svei mér þá ef Fields of The Nephilim fljúga ekki þarna yfir einu sinni eða tvisv- ar. Lög eru bæði á ensku og íslensku og gott – nánast sérkennilegt – að heyra söngvarann öskra sig í gegn- um texta á hinu ylhýra í lagi eins og „Úr kaleik martraða“. Lagið er ágætis dæmi um það sem er að finna hér. Ógurleg keyrsla, þar sem lagið er svo gott sem að hruni komið, taktar og hljóðfæri veltast áfram í glundroða og geðveiki en svo er skyndilega hent í hæga kafla sem einkennast af fegurð. Næmt gít- arspil hvar gítarar kallast á í klingj- andi samhljómi – frekar en mis- hljómi. Virknin í íslensku öfgarokki hefur sjaldan verið með jafn miklum ágætum. Svartþungarokkarar standa þar vaktina með sóma og það er pláss fyrir alla. Veri það svefn- herbergislistamenn sem gefa út „illa“ hljómandi kassettur með tveimur óhljóðavænum langlokum eða þá stóreflissveitir sem eru á mála hjá alþjóðafyrirtækjum, túr- andi um velli víða eins og Sinmara hefur verið að gera (þess má geta að fyrsti Bandaríkjatúrinn verður núna í apríl). Tónlistarhátíðir, tónleikar og merkilega mikið af útgáfum sjá svo til þess að fjörinu virðist seint ætla að linna. Já, nú er það svart. Og er það vel. » Trommur í fullumgangi allan tímann, sprengitaktar við og við en líka flóknari mynstur og fyllingar Sinmara, ein af helstu svartþungarokkssveit- um íslenskum, gaf út plötuna Hvísl stjarn- anna fyrir stuttu. Árni Matthíasson arnim@mbl.is Músíktilraunir hefjast í Norðurljósasal Hörpu í kvöld eins og greint var frá í Morgunblaðinu í gær, og þá keppa níu hljómsveitir um sæti í úrslitum. Á morgun keppa svo níu hljómsveitir til, sem kynntar eru hér. Undankeppnin verður haldin á fjórum kvöldum, í kvöld og síðan annað kvöld, mánudagskvöld og þriðjudagskvöld. Úrslitin verða svo haldin á sama stað laugardaginn 6. apríl. Hljómsveitirnar sem keppa í kvöld eru Amaurosis, Bjartr, Blóðmör, Fógeti, gugusar, Kisimja, Little Menace, Parasol og Þorvaldssynir. Keppnin hefst kl. 19.30 öll undankvöldin. Verðlaun á Músíktilraunum eru veitt fyrir 1., 2. og 3. sæti, en einnig eru veitt verðlaun fyrir hljóðfæraslátt, söng og íslenska texta. Hljómsveit fólks- ins er valin í símakosningu. Einnig eru veitt verðlaun fyrir Rafheila Músíktil- rauna. Nýjung þetta ár er svonefndur Hitakassi, sem stendur þeim hljóm- sveitum til boða sem komast í úrslit, en það er nýliðanámskeið í hljómsveitaiðju haldið í samvinnu við Útón og Tónlistarborgina Reykjavík. Meiri Músíktilraunir  Músíktilraunir hefjast í kvöld og verður fram haldið annað kvöld Little Menace Hafnfirðingarnir Ingi Rafn El- ísson, 17 ára trommuleikari, Sig- urður Már Gestsson, 17 ára gítar- leikari, Arnar Már Víðisson, 16 ára bassaleikari, og Jasper Matthew Bunch, 18 ára söngvari, eru í rokk- sveitinni Little Menace. Gugusar Gugusar skipa tvær fimmtán ára stelpur úr Reykjavík, Guðlaug Sóley Höskuldsdóttir og Aníta Núr Magn- úsdóttir. Guðrún spilar á hljómborð og syngur og Aníta á slagverk. Guð- laug stofnaði sveitina og fékk Anítu til liðs við sig við flutninginn. Hún segir tónlistina ekki af einhverri ákveðinni tónlistarstefnu, en segja megi að hún sé elektró, alternative og pínu popp í bland. Kisimja Félagarnir Þórhallur Tryggvason gítarleikari, Kristófer Andrésson söngvari, Guðmundur Geir Hauksson bassaleikari og Árni Steinn Arnarson trommuleikari skipa hljómsveitina Kis- imja. Þeir eru á aldrinum 18 til 21 árs og spila rokk. Fógeti Árni Dagur Arason / Day BoYo kallar sig Fógeta. Hann er sextán ára Hafnfirðingur sem byrjaði að rappa í nóvember í fyrra og gaf þá út lagið „Pylsubarinn“. Bjartr Tónlistarmaðurinn Dagbjartur Daði Jóns- son, sem kemur fram undir listamannsnafninu Bjartr, tekur nú þátt í Músíktilraunum í þriðja sinn, en hann komst í úrslit í tilraununum 2017. Dagbjartur er 21 árs Reykvíkingur sem hefur verið að fást við tónlist af alvöru í um þrjú ár, rappar og syngur. Parasol Liðsmenn Parasol eru úr Reykjavík og Garðabæ. Þau heita Broddi Gunnarsson, sem leikur á gítar, Tómas Árni Héðinsson sem syngur, Emil Árnason, sem leikur á bassa, og Alexandra Rós Norðkvist, sem leikur á trommur. Þau eru öll 19 ára nema Árni sem er 18. Parasol hefur spilað saman í um tvær vik- ur og samið lög sem eru öll mismunandi á sinn hátt. Blóðmör Félagarnir Haukur Þór Valdi- marsson, Matthías Stefánsson og Ísak Þorsteinsson reka saman sveit- ina Blóðmör. Haukur spilar á gítar og syngur, Matthías á bassa og syngur og Ísak á trommur. Þeir eru 16, 17 og 18 ára og spila rokk í þyngri kantinum, en sækja sér inn- blástur úr öllum hugsanlegum átt- um. Amaurosis Suðurnesjasveitin Amaurosis er skipuð Má Gunnarssyni, 19 ára píanóleikara og söngvara, Arnari Geir Halldórssyni, 17 ára gítarleikara, Kristbergi Jóhannssyni, 17 ára trommuleikara, Guðjóni Steini Skúlasyni, 14 ára saxófónleikara, Bergi Daða Ágústssyni, 17 ára trompetleikara, Hreiðari Mána Ragnarssyni, 19 ára básúnuleikara, og Auði Erlu Guðmundsdóttur, 19 ára bassa- leikara. Þau segjast spila allt á milli himins og jarðar, lög eftir sig og aðra.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.