Morgunblaðið - 30.03.2019, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 30.03.2019, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. MARS 2019 á brauðið, pönnuna og í baksturinn Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Gísli Davíð Karlsson, sérfræð- ingur hjá Vinnumálastofnun, segir að Ábyrgðasjóður launa nái yfir lífeyrissjóðskröfur í allt að 18 mánuði frá gjaldþroti fyrirtækja. Í byrjun mars var greint frá því í fjölmiðlum að WOW air hefði ekki greitt mótframlag í lífeyris- og séreignarsparnað frá því í október á síðasta ári, en greiðslur vegna nóvember-, desember- og janúarmánaðar voru þá komnar fram yfir eindaga. „Það kemur skilagreinakrafa frá lífeyrissjóðunum. Henni er oftast nær skipt upp í framlag atvinnu- rekenda og launþega og þá ætti væntanlega launþegahlutinn að vera núll,“ segir Gísli. Í Fréttablaðinu í byrjun mán- aðar var haft er eftir Svanhvíti Friðriksdóttur, upplýsingafulltrúa Wow air, í skriflegu svari að vegna „skammtíma lausa- fjárþrenginga flugfélagsins“ hafi WOW air orðið að fresta mót- framlagsgreiðslum í lífeyris- og séreignarsparnað. Hlutur starfs- manna hafi þó verið greiddur að fullu. Lífeyriskröfur háar Að sögn Gísla tekur greiðslan mið af launum. Segir hann greiðslur Ábyrgðasjóðs launa vegna lífeyrissjóða hafa und- anfarin þrjú ár verið umtalsvert hærri en vegna launakrafna. Gísli segir að það fólk, sem sagt var upp nú í lok mánaðar, fái laun fyrir marsmánuð frá Ábyrgðasjóði launa og svo upp- sagnarfrestinn að þremur mán- uðum. „Vandinn er sá að það tekur þrjá til sex mánuði að jafnaði að afgreiða kröfur hjá Ábyrgða- sjóðnum eftir gjaldþrot þannig að þetta fólk fær ekki nein laun núna um mánaðamótin og við náum heldur ekki að borga þeim atvinnuleysisbætur núna um mánaðamótin heldur. Það tekur einhverjar vikur að afgreiða þær umsóknir þannig að það er þarna hópur sem er alveg tekjulaus núna.“ mhj@mbl.is Ábyrgðasjóður launa greiðir vangoldin mótframlög WOW  Tekur vikur að afgreiða umsóknir um atvinnuleysisbætur Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Yfir 720 einstaklingar skráðu sig at- vinnulausa og sóttu um atvinnuleys- isbætur hjá Vinnumálastofnun í gær og fyrradag. Flestir eru fyrrverandi starfsmenn WOW air sem misstu vinnuna við fall flugfélagsins í gær- morgun. Til viðbótar við þá 1.000 starfsmenn WOW air sem misstu vinnuna við gjaldþrot félagsins hefur nokkur hundruð starfsmönnum þjón- ustufyrirtækja og ferðaþjónustufyr- irtækja verið sagt upp störfum. Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar, sagði í gær- kvöldi að vel á annað hundrað manns hefðu komið í afgreiðslur stofnunar- innar í gær til að leita upplýsinga um stöðu sína. Sumir hefðu komið með hálfútfylltar umsóknir um atvinnu- leysisbætur og klárað þær á staðn- um. Þá spyrðu margir hvernig Ábyrgðarsjóður launa kæmi að mál- um vegna launa sem fólkið ætti inni hjá flugfélaginu. Náðu til 500 manns í gær Unnur segir að flestir sem komið hafi séu fyrrverandi starfsmenn WOW air. Þeir séu launalausir frá gjaldþroti félagsins. Þeir sem missi vinnuna í hópuppsögnum annarra fyrirtækja eigi sinn uppsagnarfrest og sæki því ekki strax um atvinnu- leysisbætur. Mikilvægt er fyrir fólk að senda strax inn umsókn um atvinnuleysis- bætur því bæturnar reiknast frá þeim tíma sem umsókn er skráð í gagnagrunn Vinnumálastofnunar. „Það gengur vonum framar að ná til þessa fólks,“ segir Unnur. Auk þeirra sem komu á skrifstofuna fóru fulltrúar Vinnumálastofnunar á fundi VR og Flugfreyjufélags Íslands með starfsfólki WOW. Nokkur hundruð manns komu á þessa fundi þannig að starfsfólk stofnunarinnar náði að tala við að minnsta kosti 500 fyrrverandi starfsmenn félagsins í gær. Vandi á Suðurnesjum Ríkisstjórnin ákvað á fundi í gær, að tillögu Ásmunar Einars Daðason- ar félagsmálaráðherra, að veita Vinnumálastofnun 80 milljóna króna tímabundið framlag vegna þeirra óvæntu verkefna sem blasa við stofn- uninni vegna gjaldþrots WOW air. Er talið að starfsemi Vinnumála- stofnunar verði að miklu leyti helguð þessu verkefni á komandi vikum og mánuðum. Gjaldþrot flugfélagsins kemur afar illa við íbúa í sveitarfélögunum á Suð- urnesjum vegna þess að margir starfsmenn WOW og þjónustufyrir- tækja eru búsettir þar. Bæjarstjórar sveitarfélaganna á Suðurnesjum og framkvæmdastjóri Sambands sveit- arfélaga á Suðurnesjum koma saman til fundar í dag að ósk Ásmundar Friðrikssonar alþingismanns til að ræða stöðuna í kjölfar gjaldþrots WOW air og uppsagna. Ásmundur Einar fór í gær til fund- ar við forsvarsmenn þjónustuskrif- stofu Vinnumálastofnunar í Reykja- nesbæ til að ræða stöðuna. Á fundinn komu einnig fulltrúar stéttarfélaga, félagsmálastjórar og forsvarsmenn sveitarfélaganna á svæðinu. Fram kemur í tilkynningu ráðuneytisins að það hafi verið niðurstaða fundarins að stjórnvöld þurfi að gæta að því að velferðarkerfið grípi þá íbúa sem á þurfi að halda. Unnur Sverrisdóttir segir að grip- ið hafi verið til ráðstafana á þjónustu- skrifstofunni í Reykjanesbæ. Starfs- fólki verði fjölgað til að aðstoða fólk við að sækja um atvinnuleysisbætur og leita sér að starfi og útskýra rétt- indi og hjálpa fólki að sækja þau. Mæta ekki í gistingu Kristófer Oliversson, formaður FHG – fyrirtækja í hótel- og gisti- þjónustu, segir hótelin hafa fengið afbókanir vegna falls WOW air. „Það eru afbókanir og sérstak- lega næstu vikurnar. Við erum með bókanir en vitum ekki hvernig far- þegarnir koma til landsins. Annað- hvort afbókar fólk eða það virðist ekki mæta,“ segir Kristófer um fyrstu birtingarmyndir þessara áhrifa. Við þetta bætist fyrirhuguð verk- föll sem séu mikið áhyggjuefni. „Menn hafa miklar áhyggjur af stöðunni. Við mætum þessum verk- föllum með því að draga úr bókun- um. Þess vegna stöndum við þetta af okkur. En bókanirnar færast í skuggahagkerfið og þau hótel og gistiheimili sem eru opin. Við verð- um að muna að verkföllunum er að- eins beint að 15 aðilum.“ 720 sótt um atvinnuleysisbætur  Nokkur hundruð uppsagnir í kjölfar gjaldþrots WOW air  Ríkisstjórnin veitir Vinnumálastofnun 80 milljóna kr. tímabundna fjárveitingu  Áhyggjur af stöðu fólks á Suðurnesjum  Afbókanir á hótelum Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Upplýsingar Starfsmenn VR og Vinnumálastofnunar veittu starfsfólki hins fallna félags upplýsingar um rétt þess. VR mun lána þeim félagsmönn- um sínum sem störfuðu hjá WOW air ákveðna fjárhæð upp í laun vegna marsmánaðar. Félag- ið mun gera kröfu í þrotabú flugfélagsins fyrir útistandandi launum, launum á uppsagn- arfresti og áunnum réttindum félagsmanna sinna, þegar þeir hafa skilað gögnum vegna máls- ins. Þegar kröfurnar fást greidd- ar úr þrotabúinu eða Ábyrgð- arsjóði launa fær VR lán sitt til baka. Ábyrgðarsjóðurinn tryggir laun upp að 633 þúsundum á mánuði. Kom þetta fram á fundi sem forsvarsmenn VR héldu með starfsfólki WOW air í gær. Þar mættu einnig fulltrúar Vinnu- málastofnunar. Um 240 fyrrver- andi starfsmenn flugfélagsins eru í VR og er áætlað að um 200 hafi mætt á fundinn í gær. Einn af trúnaðarmönnum starfsfólks segir í samtali við Morgunblaðið að þetta sé vel gert hjá VR. Fólkið verði þá ekki algerlega launalaust nú um mán- aðamótin. Atvinnuleysisbætur taki síðan við eða vinna hjá öðr- um. Hann vonast til að hin stétt- arfélögin geri slíkt hið sama fyr- ir sína félagsmenn. Trúnaðarmaðurinn segist lítið hafa komist í atvinnuleit á þeim stutta tíma sem liðinn er frá falli félagsins. „Þetta kemur allt en búast má við því að róðurinn verði erfiður þegar margir fara á sama tíma út á vinnumark- aðinn,“ segir starfsmaðurinn sem vill ekki láta nafns síns get- ið. Á fundinum kom einnig fram að kjaramálafulltrúar VR myndu aðstoða þá sem óskuðu við at- vinnuleit. Trúnaðarmaður vonar að hin félögin geri slíkt hið sama VR LÁNAR FÉLAGSMÖNNUM UPP Í MARSLAUN 315 starfsmönnum Airport Associates var sagt upp störfum í gær vegna samdráttar í verkefnum. Hluta þeirra verður boðin vinna áfram í hlutastörfum og á öðrum vöktum. 59 af 420 starfsmönnum Kynnisferða var sagt upp í fyrradag vegna sam- dráttar í verkefnum, aðallega fyrir Icelandair og WOW air. 40 starfsmönnum verktakans Bygg var sagt upp, m.a. vegna óvissu með verkefni á Suðurnesjum. 6 missa vinnuna hjá Fríhöfninni í kjöl- far gjaldþrots WOW, hluta starfs- manna Gaman ferða var sagt upp af sömu ástæðum og Gray line sagði upp þremur starfsmönnum. UPPSAGNIR VEGNA WOW » Gjaldþrot WOW air

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.